Alþýðublaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 22. júní 1993
11
Alþýðuflokkurinn á
Vilmundi mikið að þakka
Garðar Sverrisson skrifar
Glaðværð, traust og einlægni koma mér fyrst í hug
þegar ég minnist Vilmundar Gylfasonar. A þeim ára-
tug sem liðinn er frá andláti hans hefur minningin
um stjórnmálamanninn vikið nokkuð fyrir minning-
unni um þann góða dreng sem Vilmundur var, um
hvetjandi samstarfsmann og ráðagóðan vin; mann
sem vildi láta gott af sér leiða - vildi að öðru fólki liði
vel.
Stjómmálamaðurinn Vilmundur
hafði um margt mikla sérstöðu.
Hann fjallaði unt máí sem aðrir
vildu helst horfa framhjá og gerði
það með svolítið öðrum hætti en
venja var. Vilmundur var blátt
áfram, vildi korna beint að þeim
málum sem hann tókst sér fyrir
hendur. Hann var maður augna-
bliksins og hafði ekki alltaf tíma til
að tefja sjálfan sig og aðra með dip-
lómatískum krókaleiðum - lét það
bara „gossa“ eins og hann kaliaði
það.
Vilmundur Gylfason var leiftr-
andi stjómmálamaður, hugmynda-
ríkur og skapandi. Þegar litið er yfir
hans stutta feril er með ólíkindum
hvað hann hafði fmmkvæði að
mörgum rnálum. Vilmundur lét sér
ekki nægja að benda á illgresi í sam-
félagi okkar, heldur reyndi hann líka
að gera sér og öðrum grein fyrir
hvemig það hafði fest rætur og
hvers vegna það þreifst. T blaða-
greinum og þingræðum lagði hann
síðan fram ótal hugmyndir til úr-
bóta, nýjar leiðir og lausnir, vel
grundaðar og gjaman frumlegar.
Fyrir bragðið varð þjóðfélagsgagn-
rýni hans jákvæð og uppbyggileg.
Alþýðublaðið og Alþýðuflokkur-
inn eiga Vilmundi mikið að þakka.
Á erfiðleikatíma vann hann launa-
laust fyrir blaðið og lagði nótt við
dag til að endurreisa flokkinn, gera
hann nútímalegri og stefnu hans
markvissari. Vilmundur átti sér
einnig þann draum að gera Alþýðu-
flokkinn að stórum og sterkum jafn-
aðarmannaflokki, að fjöldahreyf-
ingu sem umfram allt væri opin og
lýðræðisleg; þar sem starfsemi öll,
umræður og ákvarðanir fæm fram
fyrir opnum tjöldum.
Framboð Vilmundar vorið 1978
olli straumhvörfum fyrir Alþýðu-
flokkinn. Þjóðin þekkti umbóta-
stefnu Vilmundar og um allt land
flykktu menn sér um Alþýðuflokk-
inn. Sjálfur fór Vilmundur vfða um
land, hélt ótal fundi { öllum kjör-
dæmum og reyndi þannig að styðja
við bakið á missterkum frambjóð-
endum flokksins. Hvarvetna var
húsfyllir. Fólkið kom að hlusta á
Vilmund, sem í lokin var fagnað
með langvarandi lófataki. Það þurfti
ekki mikla athyglisgáfu til að sjá og
skilja hvað olli þeim þunga straumi
sem lá til Alþýðuflokksins, straumi
sem á kjördegi skilaði flokknum
einhverjum mesta kosningasigri
sem um getur í íslenskri stjómmála-
sögu.
I nýkjömum þingflokki Alþýðu-
flokksins vöktu menn ekki lengi yf-
ir tilefni hins mikla sigurs. Mynduð
var rfkisstjóm þar sem engar trygg-
ingar voru settar fyrir því að um-
bótastefnan næði fram. Þvert á móti
fékk Framsóknarflokkurinn, sem
tapaði ótrúlegu fylgi, að halda sjálfu
dómsmálaráðuneytinu og Vilntund-
ur var settur út í kuldann. Á meðan
Alþýðubandalagið valdi tvo ný-
kjöma þingmenn til ríkisstjómar-
setu, kom Vilmundur ekki til greina
í þriggja manna ráðherralið Alþýðu-
flokksins. Hann gaf kost á sér til
þingflokksfonnennsku, en var aftur
hafnað. Tvívegis gaf hann kost á sér
til varaformennsku en var hafnað í
bæði skiptin.
Allt þetta og ýmislegt fleira olli
Vilmundi talsverðum vonbrigðum.
Á meðan hann vildi drífa flokkinn
áfram, opna hann fyrir nýju fólki og
nýjum hugmyndum, fannst honum
eins og ýmsir aðrir vildu halda
tlokknum litlum og lokuðum ntilli
kosninga, ekki síst til að koma sér
og sínum í nefndir og ráð á vegum
hins opinbera. Engu að síður hélt
Vilmundur sínu striki, starfaði af
„Allt þetta og ýmis-
legt fleira olli Vil-
mundi talsverðum
vonbrigðum. A með-
an hann vildi drífa
flokkinn áfram, opna
hannfyrir nýjufólki
og nýjum hugmynd-
umjannst honum
eins og ýmsir aðrir
vildu halda flokknum
litlum og lokuðum
milli kosninga, ekki
síst til að koma sér
og sínum í nefndir og
ráð á vegum hins op-
inbera “
krafti fyrir Alþýðublaðið og var
einn atkvæðamesti þingmaður
flokksins þar til hann loks sagði sig "
úr honum til að stofna Bandalag
jafnaðannanna.
Örlög manna, lífs og liðinna, voru
Vilmundi ákaflega hugleikin.
Stjómmálin, sagan og skáldskapur-
inn voru honum eilíf uppspretta
hugleiðinga um stöðu fólks í tilver-
unni, hamingju þess og harma.
Hann var tilfinningaríkur maður og
tók gjaman nærri sér sorgir og sárs-
auka annars fólks. Sjálfur mátti
hann þó reyna meira en flestir aðrir
ungir menn. í líft hans skiptust á
skin og skúrir, bjartir dagar og
dimmir. Hann átti til að verða dapur
í bragði og hafði sig þá minna í
frammi en við áttum að venjast af
honum. Samt er það svo, að þegar
ég lít til baka man ég Vilmund best
þegar bjartast var yfir honum, þegar
hann kastaði fram nýrri hugmynd
eða hló sínum smitandi hlátri; þegar
hann var glaður og h'fið virtist bjart
framundan.
Garðar Sverrisson rithöfundur
var samstaifsmaöur Vilmundar
Gylfasonar, m.a. á Alþýðuhlaðinu
og Nýju landi. Hann er nú við nám í
Bandaríkjunum.
Hvað varð um arfinn?
/ /
Arni Páll Arnason skrifar
Þegar Vilmundar Gylfasonar er
minnst vakna eðlilega spumingar
um það hver áhrif hann hafði til
lengri tíma litið á íslensk stjómmál.
Sjást spor hans í einhverju?
Flestir muna fyrst eftir gagnrýni
Vilmundar á pólitíska spillingu. Ef
litið er yfir það svið er ljóst að ýms-
ir alvarlegri þættir hennar virðast
hafa horfið með nútímalegri vinnu-
brögðuin. Sú hlið spillingarinnar
sem síst þoldi dagsljósið átti rætur
sínar að rekja til neikvæðra vaxta
og handaflsstýringar á gengi. Af því
leiddi svo aftur skömmtunarkerfi
flokkanna á fé og erlendan gjald-
miðil. Sá hörmungatími er á enda
mnninn og sú spilling sem honum
fylgdi hefur horfið og mun halda
áfram að hverfa í kjölfar eðlilegri
viðskiptahátta. Heljartak varð-
hunda valdsins á þjóðlífinu er ekki
það sama og var. Skömmtunar-
nefndimar og verðlagsráðin heyra
sögunni til og þegar útvarpsráð
gjammar minnir það helst á gamlan
meinlausan hund. Kvótakerfi flokk-
anna á opinberar stöður er enn við
lýði og því ekki að undra að á því
sviði berja atvinnukjaftaskamir
hver á öðmm með nafn Vilmundar
Gylfasonar að vopni. Ályktana-
glaðir og illa lesnir fréttamenn nota
svo orðið „spilling" í tíma og ótíma,
jafnvel þótt einungis sé verið að
ræða um fundaferðir ráðherra eða
embættismanna. Þannig hafa þeir
sem á eftir komu misst sjónar á að-
alatriðunum og valdið því að um-
ræða um spillingu er nú orðin
venjulegt íslenskt öfundsýkishjal.
En segir upptalning af þessu tagi
okkur eitthvað unt afraksturinn af
starfi Vilmundar Gylfasonar í pólit-
ík? Hvað af þessum breytingum
urðu íyrir áhrif frá honum og öðmm
þeim sem fundu að spillingunni og
hvað fyrir óhjákvæmilega þróun til
nýs tíma? Skiptir það einhverju
hversu oft nafni hans er veifað í
deilum unt dægunnálin?
Siðvæðingin og hin pólitíska
umræða
Einn stærsti þátturinn í pólitfk
Vilmundar var að siðvæða íslensk
stjómmál og íslenskt þjóðh'f.
Stjómmálamennimir áttu að bera
virðingu fyrir kjósendum sínum og
líta á sig sem umbjóðendur þeirra.
Embættismenn áttu að hlíta sömu
reglum, fjölmiðlamir áttu að segja
satt og rétt ffá. Mig langar að taka
tvö dæmi, annað af gagnrýni hans á
llokksblöðin og hitt þriðja af mann-
drápsmálinu í Skaftafelli.
Gagnrýni Vilmundar á flokks-
blöðin var afar beitt. Kjami hennar
var sá að flokksblöðin gætu ekki
áunnið sér trúnaðartraust sem
fréttamiðlar, þar sem þau væm of
upptekin við að vemda og verja
Flokkinn og þegja yfir þeim tíðind-
um sem kæmu honum illa. Þetta
hefur blessunarlega breyst nokkuð,
að hluta til vegna þess að flokkamir
ráða ekki fjölmiðlunum eins og þeir
gerðu fyrir rúmum áratug og munar
þar mestu um Ríkisútvarpið og ein-
ungis að hluta til vegna þess að
flokksblöðin hafa orðið hlutlægari.
í vetur varð mikið havarí á Ríkisút-
varpinu vegna mannabreytinga.
Fjölmiðlar landsins fjölluðu ítar-
lega um þetta ntál, að undanskildu
Morgunblaðinu, sem birti svo und-
arlegar fréttir af málinu að helst
minnti á skrif Prövdu á óvissutím-
um í gamla daga. Þama birtist hin
gamla regla flokksblaðsins; að
betra er að standa af sér ófriðinn og
bíða þess að rofi til, frekar en að
skýra lesendum frá atburðum.
I gagnrýni sinni á meðferð mann-
drápsmálsins í Skaftafelli deildi
Vilmundur hart á íslenska embætt-
ismenn og þá sérstaklega þá lög-
lærðu. Inntakið í gagnrýninni var að
þá skorti yfirsýn og hlutlægni og
þeir leyfðu sér subbuskap og sveita-
mennsku þegar erlendir aðilar ættu
í hlut. Hefur þetta breyst til batnað-
ar? Líklega má gera ráð fyrir að á
þessu sviði hafi orðið umtalsverð
framför. Breytingar undanfarinna
ára á réttarfarslöggjöf hafa haft
mikil áhrif til að tryggja réttarör-
yggi og margvísleg lög hafa verið
sett á sviði einkamálaréttar sem
kveða skýrar en áður á um réttindi
borgaranna. En það breytir ekki því
að sveitamannalögfræðin vann einn
sinn stærsta sigur nú nýverið í dómi
meirihluta Hæstaréttar í svokölluðu
bamsránsmáli.
Arfurinn til lengri tíma litið
Arfur Vilmundar Gylfasonar í
stjómmálum er líklega af tvennum
toga. Annars vegar hafði hann gíf-
urleg áhrif á álit almennings á hvers
konar misnotkun stjómmálamanna
og embættismanna á aðstöðu sinni
og á almannafé. Hins vegar má ætla
að honum hafi tekist að breyta
nokkuð hinu pólitíska landslagi, því
eftir Viðreisnina mátti sjá ákveðin
merki þess að Alþýðuflokkinn
langaði að teygja sig til vinstri, í
keppni urn fylgi við Alþýðubanda-
lagið. Hin andlausa vinstri stefna
áttunda áratugarins, kröfugerðar-
sósíalismi og kerfishyggja ásamt
álitlegum skammti af efnahagslegu
óraunsæi, var þess konar að Al-
þýðuílokkurinn hefði aldrei komist
lifandi frá þeirri Bjarmalandsför.
Vilmundur gat hins vegar að miklu
leyti komið í veg fyrir þessa þróun
með því að koma fram með vinsæla
stefnu, byggða á gömlum grunn-
hugmyndum jafnaðarstefnunnar og
hefðbundnu frjálslyndi Alþýðu-
flokksins. Það er síðan athyglisvert
að sjá að ferskasti hluti hugmynda-
þróunar meðal vestrænna jafnaðar-
og miðjumanna á níunda áratugn-
um á mikinn samhljóm með hug-
myndurn Vilmundar; nægir þar að
nefna hugmyndir Lafontaine í
Þýskalandi, Haarder í Danmörku,
hópsins í kringum Tony Blair í
Bretlandi og ýmsa þætti stefnu
Felipe Gonzales á Spáni.
Vilmundur hafði mikil áhrif á nú-
verandi víglínur íslenskra stjóm-
mála. Annars vegar eru þeir sem
kjósa einfaldari, tnírri og sam-
kvæmari stjómmál og um leið
valdaminni, hinum megin em full-
tníar kraftapólitíkurinnar sem allt
vill hafa á sínu borði. Á sama hátt
stendur deilan um meiri eða niinni
umbúðir um opinbera þjónustu.
Löggjöf um grundvallaratriði og al-
mennara frelsi eða smásmyglina og
hina flokkspólitísku stjóm. Um
margt hefur þeim sem komu í kjöl-
farið tekist að halda merkinu á lofti
og þoka málum áfram, þó þessar
víglínur geti verið dálítið á reiki.
Eða hvað er orðið um gagnrýnina á
ósnertanlegt stofnanaveldi verka-
lýðshreyfingar og atvinnugreina?
Má ekki líka halda því fram að þró-
unin hafi orði sú að frjálslyndið
þoki nokkuð fyrir stjómlyndinu í
hita leiksins?
Árni Páll Arnason er lögfiœðing-
ur og staifar í utanríkisráðuneyt-
inu.