Alþýðublaðið - 22.06.1993, Side 15
Þriðjudagur 22. júní 1993
15
Minning
Magdalena Schram
Ætli hún hafi ekki verið tíu ára
telpuhnokki, jörp á hár með lipran
fót, þegar ég man hana fyrst. Hún
var sú fimmta í röðinni í systkina-
hópi Bryndísar. Og strax einhvem
veginn öðru vísi. Þau eldri voru
áberandi frek til ijörsins, fyrirferð-
armikil og gott ef ekki rúmífek.
Malla var öðru vísi. Hún sýndist
vera meira út af fyrir sig; stundum
eins og í eigin heimi þangað sem
lætin í kringum hana náðu ekki.
Hún var bókaormurinn í fjölskyld-
unni.
Malla átti góða daga og góða fé-
laga í EMMERR á sjöunda ára-
tugnum. Hún varð stúdent 1968.
Það hefur auðvitað alveg sérstaka
merkingu. Það þýddi að vera ein-
hvem veginn öðm vísi - með
áhersiu á einhvem veginn. Það var
alltaf mátulega óljóst. En við hin
létum hana auðvitað ekki komast
upp með annað en að svara til saka
fyrir þessa „glötuðu kynslóð"
blómabama og bítlavina.
Að loknu stúdentsprófi las
Malla sögu í enskum stíl j úreltum
textflbæ á norður Englandi. Lanc-
aster heitir þar. Hún lærði meðal
annars það að sú saga er ekki ffá-
sagnarinnar virði, sem ekki er vel
sögð - færð í stflinn. Og Malla féll
vel inn í lífsmynstur enska há-
skólabæjarins á bítlaskeiðinu:
morgunsvæf, skrafhreifm og fé-
lagslynd. Bréftn til stóm systur
vom mörg löng og lipurlega stfluð.
Að loknu prófi dvaldist henni enn
um nokkur ár á Englandi þar sem
hún drakk í sig andrúmsloftið.
Eftir að hún sneri heim bytjaði
hún að vinna fyrir sér sem sögu-
kennari við Menntaskólann á Isa-
ftrði. Hún lagði út af samtímasögu
Barracloughs um hlekki hugar-
farsins forðum daga og endalok
hugmyndaffæðinnar. Henni lá
talsvert á hjarta enda búin að upp-
götva ný sannindi að hún hélt. Og
vottaði þá þegar fyrir svolitlum
femínisma. Þegar ég spurði hana
nánar út úr um þessar kellingar
sagði hún gjaman: Lestu þær bara
sjálfúr - og lánaði mér ,Jcvengeld-
inginn" eða ,Jcvennaklósettið“
með vorkunnlátu brosi í kaupbæti.
Eg held ég haft skilað þessum kell-
ingum aftur. Gömlum marxista
þótti þetta þunnur þrettándi. En við
létum kyrrt liggja.
Eftir að þau Malla og Hörður
stofnuðu með sér samvist esseff
hófst þýska tímabilið í lífí hennar.
í ffamhaldi af Virginiu Woolf
komu endurminningar allra þess-
ara þýsku stríðsekkna - miklar
tragedíur úr veröld sem var. Mér
kom að vissu leyti á óvart hversu
auðveldlega norðurenski öreiga-
kúltúrinn vék fyrir borgaralegum
dyggðum þýskættuðum, góðu
skipulagi og umhirðu á Múnchen-
ámnum og æ síðan. Kannski bættu
þau hvort annað upp, enska efa-
semdin og bæverska búsældin?
Rétt eins og Malla og Hörður
bættu hvort annað upp.
Með þessa heimanfylgju í far-
angrinum stofnuðu þau ferðaskrif-
stofu sem var svo vel rekin að
manni fannst einhvem veginn eins
og hún gengi af sjálfu sér. Svona
var hún vel skipulögð. Ferðalangar
Möllu og Harðar voru ekki að leita
að gleym-mér-ei diskóteksins,
heldur friðnum í sjálfum sér. Þetta
vom íjallagarpar, jöklafarar og
fuglavinir - fólk með augu fýrir
því smáa sem gerir undur lífsins
svo stórt. Einkum þýskir prófess-
or-doktorar, sem fundu hugsjón í
Norðrinu og ítalskir lífskúnstnerar
á flótta undan Suðrinu. Og oft glatt
á hjalla. En alltaf vel skipulagt.
Smám saman var þetta orðið
forstandsheimili - fyrst við fjöruna
í Sörlaskjólinu, seinna í stríðs-
gróðahverfi á Melunum. Og ævin-
lega jaín gaman að líta við: Heilsa ’
h'eimasætunum Höllu, Kötu og
Guðrúnu með kossi á kinn; stelast
í eina pípuna hans Harðar með Lö-
wenbránum; fá stuttan útdrátt úr
Spígel um tilvistarvanda Vestur-
landa og hina þýsku sektarkennd;
finna fyrir sitt leyti kurteislega að
vemleikafirringu ’68 kynslóðar-
innar (og jafnvel Kvennalistans, ef
maður dirfðist) gagnvart vandan-
um og valdinu - einkum á sunnu-
dagsmorgnum eftir sund.
En undir værðarlegu yfirborð-
inu vakti alvara lífsins, eins og í
leikriti eftir Ibsen. Möllu var dauð-
ans alvara í pólitík. Hún var ekkert
upp á punt. Hún var femínisti til
orðs og æðis, þótt hún léti mig í
friði sem vonlaust tilfelli. En hún
var komin langleiðina að snúa
dætmm mínum til femínisma
sumum hvetjum, og þótti mér þá
fokið í Sörlaskjólið. Malla var
vakin og sofin í sinni pólitík: Að
sjá um Vem, að undirbúa borgar-
stjómarfundi, að flytja pistla í út-
varpið, að ráðgast við stöllur sínar
um stefnumál og kosningar.
Aldrei í fremstu röð - en alltaf af
fullri einurð.
Ég gat þess í upphafi að mér
hefði þótt hún vera öðm vísi frá
fyrstu tíð og hún hélt því áfram til
hinstu stundar. Fyrir fáum ámm
fékk hún viðvömn um að lífið lifir
á veiku skari eins og blaktandi
kertaljós sem getur slokknað fyrir-
varalaust. Það er á slflcum stundum
sem fyrst reynir í alvöm á mann-
eskjuna - hvort hún er bara veil og
hálf eða úr ósviknum málmi heil
og ekta? Hetjan er sú sem tekur því
sem að höndum ber án þess að
kveinka sér; sú sem ber harm sinn
í hljóði.
Þannig var Magdalena til hinstu
stundar. Að vísu reiðubúin að
opna hug sinn um okkar stopulu
stund og afmarkaða tíma. I lífinu
var hún okkur sem hana þekktum
ljúfur ferðafélagi. I dauðanum
varð hún okkur sú fyrirmynd sem
fæst okkar munum fá undir risið
þegar þar að kemur. Æðrist eigi
„þvf að mitt ok er Ijúft og byrði
mín er létt“, sagði sá sem vildi bera
byrðar annarra. Orðlaust fór hún
að hans dæmi. Slflcur efniviður
glæðir söguna lífi, eins og hún
vissi kvenna best. Minning hennar
lifir - þótt hún deyi, í þakklátum
huga okkar allra, sem hana þekkt-
um.
Jón Baldvin
I I - — 1 i
R A 2 AUG L y S 1 1 N 1 G A R 1
Listaskóli í Laugarnesi
Tilboð óskast í hluta frágangs jarðhæðar hússins að Laug-
arnesvegi 91 í Reykjavík. Um er að ræða ýmis verk til þess
að unnt verði að taka hluta hússins í notkun til bráðabirgða,
alls um 2.600 m2.
Verktími er til 1. september 1993.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Innkaupastofnunar rík-
isins, Borgartúni 7, Reykjavík, frá og með mánudeginum
21. júní 1993. Verð útboðsgagna er kr. 12.450,00 m/vsk.
Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 30. júní kl.
11.00.
ll\ll\IKAUPAST0FI\IUI\l RÍKISINS
BOHGAR TUNI ’ 10‘. HE r
Fjárhús að Hesti, Andakíls-
hreppi, Borgarfirði
Framkvæmdadeild Innkaupastofnunar ríkisins f.h. Rann-
sóknarstofnunar landbúnaðarins, óskar eftir tilboðum í
byggingu fjárhúss að Hesti, Andakílshreppi, Borgarfirði.
Verkið tekur til vinnu við gröft, lagnir, uppsteypu og frágang
hússins að utan sem innan. Stærð hússins er um 900m2.
Verktími ertil 1. nóvember 1993.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Innkaupastofnunar rík-
isins að Borgartúni 7, Reykjavík, til og með þriðjudeginum
29. júní 1993.
Verð útboðsgagna er kr. 12.450 m/vsk.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
BOHC.AR TUNI 7 10S HE YKjAvlK
Síldar- og fiskimjölsverk-
smiðja til sölu
Fiskveiðasjóður íslands auglýsir til sölu síldar- og fiskimjöls-
verksmiðju austan Grundarstígs (Þuríðarbraut 15), Bolung-
arvík (áður eign Hóla hf.).
Eignin selst með öllum mannvirkjum, tækjum og búnaði,
sem henni tilheyra, þ.e. með öllu því fylgifé sem sjóðurinn
eignaðist með kaupsamningi við þrotabú Hóla hf.
Um er að ræða verksmiðjuhús, byggt 1963, um 11.250
rúmmetra, hráefnisþrær (1963) um 4.830 rúmmetra, meltu-
vinnslu (1985) um 1.970 rúmmetra, meltugeymi (1985) um
170 rúmmetra, mjölgeymslu (1977) um 5.300 rúmmetra,
lýsistanka (1963) um 1.040 rúmmetra, lýsistank (1978) um
1.190 rúmmetra, beinaþró (1963) um 340 rúmmetra, auk
dæluhúss o.fl. Einnig fylgir Grundarstígur 13, (baðhús),
byggt 1956, 52 fermetrareða um 161 rúmmetri.
Frestur til að skila tilboðum rennur út 12. júlí 1993 kl. 15.00.
Tilboð skulu send skrifstofu sjóðsins í lokuðu umslagi merkt
„fiskimjölsverksmiðja í Bolungarvík".
Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu F.Í., Suður-
landsbraut 4, Reykjavík (sími 679100).
Áskilin er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna
öllum.
Fiskveiðasjóður íslands.
SUMARFERÐ - SUMARFERÐ
Dagsferð 3. júlf
Syðri Fjallabaksleið
Sumarferð Alþýðuflokksins verður 3. júlf. Farið verður frá Alþýðuhúsinu í
Reykjavík kl. 9.00 stundvíslega. Ekið verður austur í Fljótshlíð og þaðan
upp á hálendið. Áð verður á fjöllum í Hvanngili og nesti snætt. Síðan verð-
ur farið heim í Gunnarsholt þar sem starfsemi Landgræðslu ríkisins verð-
ur skoðuð. Þar verður grillveisla um kvöldið.
Verð: fullorðnir 2500 krónur. Börn innan 12 ára 1200 kr.
Miðapantanir og nánari upplýsingar á skrifstofu Alþýðuflokksins sími
29244. Einnig hjá Valgerði sími 29878 og Jóhannesi sími 17488 eftir kl.
17 á daginn.
Frá Alþýðuflokknum
Skrifstofa Alþýðuflokksins, Hverfisgötu 8-10, verður lokuð
frá 21. júní til 31. júlí vegna sumarleyfa.
Alþýðuflokkurinn -
Jafnaðarmannaflokkur Islands
Frystihús til sölu
Fiskveiðasjóður íslands auglýsir til sölu fiskvinnslu- og frysti-
hús að Brimbrjótsgötu 10, Bolungarvík (áður eign Einars
Guðfinnssonar hf.).
Húsið selst með öllum tækjum og búnaði sem í því er, þ.e.
með öllu því fylgifé sem sjóðurinn eignaðist með kaupsamn-
ingi við þrotabú Einars Guðfinnssonar hf.
Um er að ræða u.þ.b. 30.000 rúmmetra hús með frystivél-
um, frystiklefum, fiskvinnslutækjum og öðrum búnaði, þ.á
m. tækjum til rækjuvinnslu.
Frestur til að skila tilboðum rennur út 12. júlí 1993, kl. 15.00.
Tilboð skulu send á skrifstofu sjóðsins í lokuðu umslagi
merkt „frystihús í Bolungarvík".
Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu F.Í., Suður-
landsbraut 4, Reykjavík, (sími 679100).
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna
öllum.
Fiskveiðasjóður íslands.
MIÐSTOÐ
FÓLKS í ATVINNULEIT
Opið mánudag til föstudags frá kl. 14 til 17
Vikuna 20. - 26. júní
Á DAGSKRÁ:
Miðvikudaginn 23. júní kl. 15
Fulltrúi frá Krabbameinsfélaginu kemur og ræðir um
reykingar og leiðir til þess að hætta