Alþýðublaðið - 02.07.1993, Side 5

Alþýðublaðið - 02.07.1993, Side 5
Föstudagur 2. júlí 1993 Hulda Jakobsdóttir, fyrrverandi bœjarstjóri í Kópavogi hejur sagt skemmtilegafrá stjómmálaástandinu í litlum hreppi, Kópavogshreppi, á árunum um miðja öldina - í hreppnum var kosið sex sinnum til sveitarstjómar á níu ámm - GÁRUN G ARNIR KÖLLUÐU KÓPAVOG LITLU-KÓREU Finnbogi Rútur og Hulda, - cinskonar faðir og móðir Kópavogs, það viðurkenna allir. Þetta hús stóð rétt hjá Marbakka og var síðar kennt við Máiningu hf„ í þessu húsi var Prentsmiðjan Oddi stofnuð og starfrækt fyrstu árin, en Finnbogi Rút- ur var stofnandi þcss fyrirtækis. I húsinu var einnig kennt um hríð. Kópavogskaupstaður telur nú um eða yfir 17 þúsund manns. Upp- bygging bæjarfélagsins var ótrúlega hröð, hraðari en gerst hefur í nokkru bæjarfélagi á íslandi fyrr eða síðar. Hulda Jakobsdóttir á Marbakka var virk í hreppsnefndarpólitík Kópavogs við hlið manns síns, Finnboga Rúts Valdemarssonar. Síðar átti Hulda eftir að verða bæjarstjóri Kópavogs. Gylfi Grön- dal, rithöfundur, og fyrr- verandi ritstjóri Alþýðu- blaðsins, ritaði endur- minningar Huldu Jak- obsdóttur. Bók þeirra heitir Við byggðum þerman bæ, og er hin fróðlegasta aflestrar. Við leyfum okkur að birta hér á eftir kafla úr bókinni. Fyrstu kosningarnar Þetta var stanslaus kosningaslag- ur Innbyrðis átök voru slík, að hér fóru fram sex sveitarstjómarkosn- ingar á ámnum 1946-1955, en ekki þrennar eins og eðlilegt hefði verið samkvæmt lögum. Samt var gmnn- urinn að framtíðarþróun byggðar hér í bæ lagður einmitt á þessurri ár- um. Fyrstu kosningamar eftir að Kópavogur varð sérstakur hreppur fóm fram 18. janúar 1948. Tveir listar komu fram: A-listi, sem Fram- farafélagið stóð að, og B-listi sem var borinn fram af Þórði Þorsteins- syni á Sæbóli, sem síðar var skipað- ur hreppstjóri, Gesti Gunnlaugssyni í Meltungu og fleirum. Fram að þessu höfðu menn úr öll- um flokkum sameinast um Fram- farafélagið, en nú örlaði í fyrsta sinn á flokkaskiptingu á landsvísu, því að Þórður á Sæbóli var Alþýðu- flokksmaður og Gestur í Meltungu yfirlýstur Sjálfstæðismaður. Úrslitin urðu þau, að A-listinn hlaut 262 atkvæði og fjóra menn kjöma: Guðmund Eggertsson, Guð- mund Gestsson, Finnboga Rút Valdemarsson og Ingjald ísaksson. B-listinn hlaut 113 atkvæði og einn mann kosinn, Þórð á Sæbóli. Þetta var fyrsta hreppsnefnd Kópavogs. Rútur var kostinn oddviti hennar og var það síðan samfellt til ársins 1955. Sveitarstjómarkosningar fóm fram á öllu landinu 29. janúar 1950, og við þær buðu tveir stjómmála- flokkar fram sérstaka lista í Kópa- vogi, Alþýðuflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn. Úrslit þeina urðu þau, að A-listi Alþýðuflokks hlaut 122 atkvæði og einn mann kjörinn, Þórð á Sæbóli; B-listi, borinn fram af Sjálfstæðis- flokknum, hlaut 111 atkvæði og einn mann, Guðmund P. Kolka verkstjóra, og C-listi Framfarafé- lagsins fékk 290 atkvæði og þrjá menn kosna: Guðmund Gestsson, Finnboga Rút Valdemarsson og In- gjald ísaksson. Sjálfstæðismenn heimtuðu D-ið sitt Sveitarstjómarkosningar áttu næst að fara fram árið 1954, síðasta sunnudag janúarmánaðar, eins og venjan var. Þessar kosningar urðu með af- brigðum sögulegar hér í Kópavogi, og eflaust muna margir eftir þeim enn. Nú buðu þrír stjórnmálaflokkar fram á móti okkur, sem stóðum að Lista óháðra kjósenda: Alþýðu- flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eins og áður, og Framsóknarflokk- urinn bættist í hóp þeina. Kjörstjóm úthlutaði Alþýðuflokknum lista- bókstafnum A, Framsóknarflokkn- um B, Sjálfstæðisflokknum C og okkur D. Sjálfstæðisflokkurinn gat ekki sætt svið við úthlutunina, vildi fá D- ið okkar, og kærði því til félags- málaráðuneytisins. Úrskurður þess varð á þá leið, að samkvæmt lögum skyldu stjóm- málaflokkar halda sama bókstaf við sveitarstjómarkosningar og þeir hefðu við kosningar til Alþingis, svo að Sjálfstæðisflokkurinn fékk að lokum D-ið, en við fengum G í staðinn. En stappið í kringum þetta hafði tekið svo langan tíma, að ekki var hægt að kjósa fyrr en 14. febrúar. Kosningabaráttan var afar hörð, enda fleiri listar boðnir fram en áð- ur; ræður á fundum og skrif í blöð- um vom bæði persónuleg og illvíg. Kosningafundir fóru fram í Kópa- vogsskóla og allir listar gáfu út blöð. Við gáfum blaðið Kópavog út fyrst fyrir kosningamar 1950, og síðan öðm hvetju, þegar tilefni gafst og mikið var um að vera. Kona til skrauts á listanum Eg var gjaman höfð einhvers staðar á listanum okkar til skrauts, eina konan auðvitað; í þetta skiptið skipaði ég 6. sæti. Og þegar ég var að gramsa í gömlum blöðum um daginn sá ég, að ég hafði skrifað grein i blaðið; eða kannski er verið að birta ræðu, sem ég flutti á kosn- ingafundi, þótt þess sé hvergi getið - ég man það ekki. Greinin er á þessa leið: „Kvenþjóðinni hefur stundum verið fundið það til foráttu af ýms- um, að hún væri alltof „ópólitísk" og hefur þessi sleggjudómur átt að merkja það, að konur almennt fylgdust lítið með því sem gerðist í stjómmálabaráttunni og tækju of lít- inn þátt í pólitískum átökum. Það er að vísu rétt, að konur taka ekki mik- inn þátt í opinberum málum, og veldur þar auðvitað mestu, að mikill hluti kvenþjóðarinnar er bókstaflega bundinn í báða skó við heimilisann- ir og bamauppeldi. A hinn bóginn er ég alveg viss um, að konur fylgjast ekki síður með því sem gerist á op- inberum vettvangi heldur en karl- menn, þótt þær geri lítið af því að taka til máls á fundum, séu kannski ekki mikið fyrir að láta draga sig í pólitíska dilka. Og það er þó áreið- anlega vfst, að í bæjar- og sveitar- stjómamálum fylgjast konur vel með og alveg sérstaklega hér í Kópavogshreppi. Það er áreiðanlega víst, að þær konur sem hafa búið hér svo lengi, að þær inuna eftir því, þegar hér var sama sem veglaust, ekkert rafmagn, ekkert vatn, ekkert frárennsli, eng- inn skóli og yfirleitt ekkert það, sem talið er nokkum veginn mannsæm- andi skilyrði í nútíma þjóðfélagi, þær konur hafa sannarlega fylgst með því sem hér hefur gerst í hags- munamálum íbúanna. Þær hafa fylgst með því hvemig hreppsnefndarmeirihluti sá, sem hér hefur ráðið frá byrjun, hefur við erf- ið skilyrði á fáum ámm byggt bamaskólann, lagt vatnsveituna um þessa gijóthálsa, lagt veg, lagt hol- ræsi og yfirleitt gert þetta svæði byggilegt. Þessar konur ættu ekki að vera í vafa um það hverjum þær gefa atkvæði sitt þann 14. febrúar. Þær vita að á G-listanum - lista óháðra kjósenda - em mennimir sem unnið hafa að þessum frarn- kvæmdum. Þær vita hveijum þær treysta best til að hrinda í ffam- kvæmd því sem gera þarf á næsta kjörtímabili... Það getur hins vegar verið, að konunum sem hingað hafa flust allra seinustu árin sé þetta allt ekki fullljóst. Það má vel vera að þeim sem frá Reykjavík koma þyki hér ýmislegt vanta, sem þær eiga að venjast. En þeim konum vil ég benda á, að bæjarstjómin í Reykja- vík hefur haft áratugi til að gera það sem hér hefur verið gert á örfáum ámm og ennffemur að aðstreymi fólks í hreppinn hefur verið svo ört, að slíks em engin dæmi fyrr eða síð- ar á Islandi. Eða hvernig haldið þið, að Reykjavík hafi risið undir þeim vanda að taka á móti 50 þúsund manns á síðasta kjörtímabili? Ykkur þykir þetta kannski fjarstæðukennt. En þetta er samlíking, sem fyllilega fær staðist. Ibúatala Kópavogs hefur tvöfaldast á síðasta kjörtímabili!" Ógildu atkvæðin frá Minneapolis Úrslit jtessara kosninga 1950 urðu þau að A-listi fékk 130 at- kvæði og engan mann kjörinn. B- listi fékk 131 atkvæði og einn mann kjörinn, Hannes Jónsson félags- ífæðing og síðar sendiherra. D-list- inn fékk 238 atkvæði og Jósafat Líndal endurskoðanda og síðar sparisjóðsstjóra kjörinn, og óháðir, G- listinn, fékk þrjá menn kjöma. En það urðu eftirmálar, venjunni samkvæmt í Kópavogi, algjör hasar. Hulda lýsir þvf svo: „Þessar kosningar vöktu athygli alþjóðar. Gárungamir vom farnir að kalla Kópavog Litlu-Kóreu eða Litlu-Palestínu, en á þeirn stöðum heims var óffiðvænlegast unt þær mundir. En sagan af kosningunum er ekki nema hálfsögð enn. Tvö utankjörstaðaratkvæði vom dæmd ógild, af því að stofnana á þau vantaði. Þau bámst bæði frá Minneapolis, og annað þeitra var at- kvæði Sveins, sonar Þórðar á Sæ- bóli. Ræðismaður íslands í Minneap- olis hafði af vangá rifið stofnana af, en nú vom þeir komnir fram, og þessi tvö atkvæði gátu breytt úrslit- um kosninganna, þar sem aðeins hafði munað einu atkvæði á Þórði og Hannesi. Alþýðuflokkurinn kærði ógild- ingu kjörstjómar, og þegar máhð kom fyrir sýslunefnd Kjósarsýslu, felldi ungur lögífæðingur, Sigurgeir Jónsson, sem síðar varð bæjarfógeti Kópavogs, þann úrskurð, að kosn- ingamar væm ógildar og kjósa skyldi aftur hinn 16.maí. Geta má nærri, hvemig mönnum varð við þau tíðindi að kjósa þyrfti á ný. „Endurtekning kosninganna er móðgun við Kópavogsbúa“, skrif- uðum við í blaðið okkar, Kópavog. Listamir vom óbreyttir í seinni kosningunum, og sömu menn hlutu kosningu, þótt nokkur breyting yrði á fylgi flokkanna. A-listinn hlaut 132 atkvæði, B-listinn 196 atkvæði, D-listinn 231 atkvæði og G-listinn 438 atkvæði. Þar með var sú orrahríðin loksins á enda. Við vonuðum, að nú yrði hægt að halda áffam uppbyggingu hreppsfé- lagsins næsta kjörtímabil í ró og næði. En því var ekki að heilsa". Hlíðarvegur 11 í Kópavogi, - þar hófst skólahald veturinn 1945-46. Húsið var í þá daga klætt svörtum pappa og krakkarnir kölluðu skólann því Svarta skóla. Húsið hcfur nú verið rifið. Séð yfir Kópavogsháls árið 1956 - margt hefur breyst í Kópavogsbæ á 37 árurn eins og mcnn geta hæglega séð.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.