Alþýðublaðið - 02.07.1993, Side 6

Alþýðublaðið - 02.07.1993, Side 6
6 Föstudagur 2. júlí 1993 s Seglbrettaskóli Islensku umboðssölunnar í Nauthólsvík Seglbrettaáhuginn stöðugt að aukast sigla 2-3 sinnum á vetri. Til að mæta aukn- um áhuga tók íslenska umboðssalan sig til og tók við rekstri Segl- brettaskólans í Naut- hólsvík af Skátabúðinni. Viðtökurnar hafa verið frábærar og aðsóknin hefur verið mjög góð fram að þessu. Kennsla hófst í byrjun júní og við ætlum að vera að þang- að til í lok júlí. Fimm manns komast á hvert námskeið sem tekur fjögur kvöld og er hvert tveggja tíma langt. Námskeiðsgjaldi er stillt í hóf og allur útbúnaður er á staðnum, blautbún- ingar, bretti og annað slíkt. Hæfilegur aldur til seglbrettasiglinga er í raun allur aldur frá 14-15 ára. Við erum nokkuð háðir veðri og sérstaklega vindum því helst þurfa að vera að minnsta kosti 5 vindstig. Siglt er síðan í allt að 10 vindstigum," sagði Mar- inó Njálsson yfirkennari Seglbrettaskólans í stuttu spjalli við Alþýðu- blaðið í gær. Borgaðu rafmagnsreikningmn áður en þú ferð í fríið! Þáverður heimkoman ánægjulegri Seglbrettasiglingar eru sífellt að verða vinsælari íþrótt á íslandi. Aðallega er siglt á sumrin í 5 til 10 vindstigum en á veturna fara þeir hörðustu í pflagrímsferðir tfl Kanaríeyja og Hawaii. Meðfylgjandi mynd er einmitt tekin í einni slíkri ferð. „Seglbrettaáhugi hefur verið sífellt að aukast síðustu árin og Segl- brettasamband íslands telur nú um 200 manns. Aðalvertíðin er á sumrin en þeir hörðustu fara og Það er ómetanlegt að komast í gott sumarfrí en það er líka notalegt að koma heim aftur — ef allt er í lagi. Áður en við förum göngum við tryggilega frá öllu. Við greiðum rafmagnsreikninginn svo að heimilistækin geti sinnt skyldum sínum í fjarveru okkar og þjónað okkur strax við heimkomuna. Dreifikerfi Rafmagnsveitu Reykja- víkur er eitthvert hið öruggasta í heimi. Viðskiptavinirnir geta treyst á góða og ódýra orku, ef þeir aðeins greiða fyrir hana á eðliiegum tíma. Verði misbrestur þar á bætast við dráttarvextir — og þá er líka stutt í hvimleiða lokun. Rafmagnsreikningar eru sendir út á tveggja mánaða fresti. Gjalddagi þeirra er 5. dagur næsta mánaðar eftir útgáfudag. Ef reikningur hefur ekki verið greiddur á gjalddaga reiknast á hann dagvextir. Láttu raúnagnsreikninginn hafa forgang! RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR SUÐURLANDSBRAUT 34 108 REYKJAVÍK SÍMI 60 46 00 „Ég er búinn að vera í þessu í fjögur ár, síðan ég var 14 ára gamall og það er í raun kjörinn aldur til að byija. Nei, þetta er ekki svo dýrt sport að stunda en startið er nokkuð kostnaðarsamt. Ágætur bún- aður kostar kannski rúm 100 þúsund en síðan geta menn farið endalaust upp skal- ann. Þróunin er svo hröð í búnaðinum að maður þarf sífellt að vera endumýja. En það er svo sem eins með tölvur og skíði, ásamt öllum öðrum græjum sem em í sí- felldri framþróun. Þeir sem sigla mest hafa verið að fara pílagrímsferðir til Kanaríeyja eða jafnvel Hawaii og þangað stefni ég með fleirum um næstu jól. Bestu öldumar héma á höf- uðborgarsvæðinu má fínna við Gróttu á Seltjamamesi en einnig siglum við nokk- uð á Leirvogsvatni og Hafravatni. Ef við förum út fyrir bæinn þá em mjög góðar öldur við Þorlákshöfn. Þetta sport er ekk- ert hættulegra en hvað annað ef farið er að með gát og ég vil bara hvetja alla til að hafa samband við okkur í síma 26488 og skrá sig sem fyrst á námskeið. Þetta er ógleymanleg upplifun," sagði Marinó Njálsson að lokum.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.