Alþýðublaðið - 02.07.1993, Síða 7
Föstudagur 2. júlí 1993
7
BLEIKT & BLÁTT er komið út, meðal ejhis er umfjöllun um
Curiosa Sexualis og
raðfullnæging karla
BLEIKT & BLATT er kom-
ið út. Að vanda má finna í
þessu sérstæða (hérlend-
is) tímariti fróðlega hluti
ættaða úr hinum og þess-
um greinum kynlífsgeirans.
Lærðir sem leikmenn
leggja til efnið, ritstjóri
BLEIKT & BLÁTT er Þór-
arinn Jón Magnússon.
Tímaritið er rúmar 50 síð-
ur, troðfullt af litmyndum og
kostar í smásölu 458 krón-
ur. Útgefandi er Sam- út-
gáfan Korpus hf.
Meðal efnis í þessu tölublaði: Líkami
þinn, umfjöllun um hvaða mat fólk leggur
á líkama sinn; Curiosa Sexualis, fróðleik-
smolar um kynlíf; Kvalalosti, Óttar Guð-
mundsson skrifar; Ögrandi og óbugandi,
fjallað um Camillu Paglia; Raðfullnœging
karla, Þorsteinn Erlingsson skrifar; Spuri
um kynlíf, sex spurningar og svör um kyn-
líf.
Einnig er þama að fínna fleiri athyglis-
verðar greinar: Þátttaka kvenna í kvenna-
kúgun, Þórdís Bachman skrifar; Kynsvall
Grikkja, Ingólfur V. Gíslason skrifar. Sið-
ferðiskemtd, Pjetur Þ. Maack skrifar;
Sjálfsskoðun og skortur á kynlífslöngun,
Sigtryggur Jónsson skrifar; Konur, kynlíf
og stjömumerki, skýrir sig sjálít.
Forsíða nýjasta tölublaðs
BLEIKT & BLÁTT.
SAMBAND UNGRA JAFNAÐARMANNA
ÞÓRSMERKURFERÐ
HELGINA 9.-11. JÚLÍ
Nú eru öll pláss að fyllast í Þórsmerkurferð ungra jafnaðarmanna.
Enn eru örfá sæti laus, en það verður ekki lengi.
Þessi helgi er ein af stærstu ferðahelgum ársins og vitað er að þúsundir
manna munu leggja leið sína í Þórsmörk um þessa helgi. Fjörið verður
magnþrungið!
Haldið verður af stað frá Alþýðuhúsinu í Reykjavík á föstudeginum klukkan
18:15. Mæting klukkan 18:00.
Verðið er ótrúlega lágt vegna afar hagstæðra samninga við Austurleið hf.,
aðeins krónur 3.300.-.
Gist verður í skála Austurleiðar í Húsadal. Þessi staður er eins og margir vita
ótrúlega fallegur enda Þórsmerkursvæðið ein af perlum íslenskrar náttúru.
Hvað þarf að taka með sér: Sængurfatnað, mat, veigar og góða skapið.
Æ, þið vitið, allt þetta dæmigerða sem fylgir útilegum.
Lysthafendur eru hvattir til að panta hér og nú (og ekki seinna en í gær)
hjá Stefáni Hrafni Hagalín, framkvæmdastjóra SUJ,
vs. 625566/29244, hs. 616061, fax. 629244.
Clinton eignast nýjan hálfbróður
Maður að nafni Ritzenthaler segist vera samfeðra Bandaríkjaforsetanum og
hefurfært trúverðugar sannanir fyrir því. Ættingjar Clinton draga þærsamt í
efa. Hinir rneintu hálfbrœður spjölluðu í kortér um daginn og œtla að hittast.
Líkt og flestir aðrir sá Ciinton
Bandaríkjaforseti mann að nafni
Henry Leon Ritzenthaler í fyrsta
skipti í sjónvarpsþáttunum „CBS í
dag“ og „Góðan daginn Bandaríkin".
Örugglega horfði hann með mikilli
athygli á skjáinn þennan dag því
Ritzenthaler er, eins og gjörvöll
heimsbyggð ætti að vita núna, mað-
urinn sem segir að faðir sinn og fað-
ir Clinton séu einn og sami maður-
inn, W.J. Blythe. Henry Leon Ritz-
enthaler er annars 55 ára eigandi
húsvörslu-fyrirtækis en mun nú vera
sestur í helgan stein í smábænum
Paradís í Kalifornfu.
Washington Post skúbbar
Fréttin um að Bill Clinton ætti óafvit-
andi eldri hálfbróður birtist fyrst í stór-
blaðinu Washington Post í tengslum við
Feðradaginn sem þeir Bandaríkjamenn
halda hátíðlegan ár hvert. Þess ber að geta
að W.J. Blythe var fyrsti eiginmaður
Virginia Kelly, móður forsetans, og dó
áður en Clinton fæddist.
Trúverðugar sannanir
I greininni í Washington Post var birt
giftingarvottorð sem sýndi að Blythe
hafði leynilega gifst konu að nafni Adele
Gash árið 1935. Þau skildu skiptum ári
seinna en héldu góðum vinskap. Þrettán
mánuðum eftir skilnaðinn ól fyrrverandi
eiginkonan sveinbam, Ritzenthaler. Líkt
og Clinton tók hann síðar upp ættamafn
stjúpföðurs síns. A fæðingarvottorði Ritz-
enthaler kemur fram að Virginia Kelly
gefur upp W.J. Blythe sem föður sonar
síns.
Skyldleiki uppgötvaður
Það var ekki fyrr en um það leyti þegar
kosningabarátta Clinton síðasta sumar
stóð sem hæst að Ritzenthaler fann út að
forsetinn tilvonandi væri einnig sonur
W.J. Blythe. Ritzenthaler skrifaði forseta-
efninu en fékk aldrei svar. „Sennilega
héldu aðstoðarmenn hans að við væmm
einhveijir mgludallar, rétt nýkomin niður
úr trjánum," segir Judith, eiginkona Ritz-
enthaler.
Gósentíð fjölmiðlanna
Stóm sjónvarpsstöðvanetin í New York
skipulögðu endalaus viðtöl og Ritzenthal-
er-hjónin fóm sem hvirfilbylur um borg-
ina en héldu sig við jörðina í yfirlýsing-
um. „Það er ósköp indælt að vera í stöðug-
um fjölmiðlaviðtölum og hvað þá að vera
keyrður um í glæsivögnum," sagði hinn
meinti hálfbróðir forsetans. „Eg hef aldrei
upplifað annað eins á ævinni og mun
aldrei upplifa slíkt aftur.“ Ritzenthaler er
flokksbundinn repúblikani en að sjálf-
sögðu kaus hann Clinton í forsetakosning-
unum.
Hálfbræður spjalla
Á föstudegi, eftir nokkurra daga til-
raunir, náði forsetinn í manninn sem segir
þá samfeðra. Þeir spjölluðu í kortér og
ákváðu að hittast einhvem tímann í náinni
framtíð. En sumir af ættingjum Clinton úr
föðurætt em þess fullvissir að Ritzenthal-
er sé alls óskyldur þeim. „Blythe-fjöl-
skyldan hefur ekki poka undir augunum.
Clinton erfði þá úr móðurættinni," segir
Vera Blythe Ramey, frænka forsetans.
„Ég veit hveijum ég er skyld og hveijum
ekki.“
Henry Leon Ritzenthaler: „Það er ósköp in
dœlt að vera í stöðugum fjölmiðlaviðtölum og
hyað þá að vera keyrður um í gUesivögnum.
Ég hef aldrei upplifað annað eins á œvinni og
mun aldrei upplifa slíkt aftur.“
Læknastöður
á Siglufirði
Auglýstar eru stöður tveggja heilsugæslulækna við heilsugæslustöð
og sjúkrahús Siglufjarðar. Önnur staðan er laus frá 1. september 1993
eða um áramót. Hin staðan losnar sumarið 1994.
Æskilegt er að umsækjandi hafi sérfræðimenntun í heimilislækning-
um. Vegna starfa við sjúkrahúsið er reynsla annars læknisins í svæf-
ingum (6 mán.) æskileg.
Umsóknir berist til stjórnar fyrir 1. ágúst 1993.
Nánari upplýsingar veita framkvæmdastjóri eða yfirlæknar í síma
96-71166.
Stjórn heilsugæslustöðvar
og sjúkrahúss Sigtufjarðar.
miövikudaginn:
| VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHŒÐ Á HVERN VINNING
m6afe 2 (á ísl. 0) 12.499.000
n 5 af 6 ILS+bónus 0 733.952
IRl 5 af 6 7 40.834
IFl 4 af 6 286 1.590
"jra 3 af 6 jCfl+bónus 845 231
Aðaltölur:
BÓNUSTÖLUR
(28)(4o)(45)
Heildarupphæð þessa viku
26.667.725
á Isl.:
1.669.725
UPPLÝSINGAR, SÍMSVARI91- 68 1S11
LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451
BIRT MEO FYRIRVARA UM PRENTVILLUR
Hamraborg 7 - sími 42265 FATAHREINSUN K0PAV0GS
ATH! Gengiö inn að noröanveröu
Opiö alla virka daga írá kl. 8:00 til 18:00 - Opið til kl. 19:00 á föstudögum - Opið til hádegis á laugardögum