Alþýðublaðið - 02.07.1993, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 02.07.1993, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 2. júlí 1993 Óeining hjá sjálfstœðismönnum og hvert klúðrið rekur annað: Davíð er óánægður með Markús Orn Prófkjör í haust þarsem Markús Öm Antonsson þarfaðfesta sig í sessi borgarstjóra. Grimmileg barátta borgarfulltrúanna í aðsigi Fyrir skömmu boðaði Markús Örn Antonsson borgarstjóri um það bil sjötíu manns til fundar í Húsi verslunarinnar. Markús Örn leit á fund- inn sem einskonar liðs- könnun fyrir prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík sem fram fer _ í haust. Um það bil 45 mættu til fundarins og var ekki síst rætt opin- skátt um stöðu Mark- úsar Arnar og mögu- leika Sjálfstæðisflokks- ins fyrir borgarstjórnar- kosningarnar á næsta ári. Markús Örn mun hafa litið svo á að flest- ir fundarmanna væru einarðir bandamenn “hans. Það er þó tals- vert málum blandið. „Flestir mættu ein- göngu til þessa fundar fyrir forvitni sakir,“ sagði borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins . Þrjú fyrrum borgarstjóraefni í gættinni. Sagt cr að Vilhjálmur ráði því sem hann vill bakvið tjöldin; staða Katrínar hef- ur veikst og flcstir búast við að Magnús L. Sveinsson dragi sig í hlé - ella verður hann undir í prófkjörinu í haust. sem Alþýðublaðið ræddi við. „Þarna voru meðal annars harðir stuðningsmenn þeirra borgarfulltrúa sem alls ekki eru sáttir við störf Markúsar Arnar.“ Markús Öm Antonsson hefur nú verið borgarstjóri Reykvíkinga í tvö ár. Þegar Davíð Oddsson lét af embættinu tókst ekki eining innan borgarstjórnarflokksins um eftir- mann, og raunar leit Davíð svo á, að enginn af borgarfulltrúunum væri nógu öflugur til þess að verða odd- viti sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þessvegna sótti Davíð hinn gamla forseta borgarstjómar upp í Efstaleiti þarsem Markús Öm hafði gegnt embætti útvarpsstjóra við góðan orðstír síðan 1985. Davíð óánægður með afleiki Markúsar Samkvæmt mjög traustum heim- ildum Alþýðublaðsins er Davíð Oddsson hinsvegar um margt ósátt- Ámi Sigfússon. Borgarstjóradraumurinn fyrir bí og hann sækir heldur ckki mikið fylgi til ungliðahreyfingarinnar lengur. ur við störf Markúsar Amar. Davíð hefur þannig í einkasamtölum lýst áhyggjum sínum yfir hversu óhönduglega sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa rekið mál SVR. Þá mun Davíð hafa þótt Markús Öm hafa sýnt mikið dómgreindarleysi þegar hann sendi embættismönnum SUMARFERÐ - SUMARFERÐ Dagsferð 3. júlí - Suðurland Sumarferð Alþýðuflokksins verður laugardaginn 3. júlí. Farið verður frá Alþýðuhúsinu í Reykjavík stundvíslega klukkan 09.00. Ekið um Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri. Áð verður við Seljalandsfoss og nesti snætt. Síðan verða Landeyjar skoðaðar og endað í Gunnarsholti þar sem starfsemi Landgræðslu ríkisins verður skoðuð. Þar verður grillveisla um kvöldið. Verð: fullorðnir - 2.500 krónur, börn innan 12 ára -1.200 krónur. Miðapantanir og nánari upplýsingar á skrifstofum Aiþýðuflokksins, sími 91-29244. Einnig er hægt að hafa samband við Valgerði Gunnarsdóttur sími 29878 og Jóhannes Guðmundsson sími 17488, eftir klukkan 17 á daginn. í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.