Alþýðublaðið - 02.07.1993, Síða 11
Fðstudagur2 júlf 1993
11
Markús Öm í hlutvcrki borgarstjóra þegar hann tók á móti Reykvíkingum, 100 ára og eldri. Katrín Fjeldsted fylgist með.
Markúsi hcfur ekki tekist að samcina borgarstjórnarflokkinn eftir slaginn um stólinn fyrir tveimur ámm.
Hin leiðin felst í því að kjósendur í
prófkjörinu raða ffambjóðendum
niður í sæti, til dæmis frá efsta sæti
og niður í það áttunda. Alþýðu-
flokkurinn í Reykjavík hefur jafnan
viðhaft þessa aðferð, en Sjálfstæð-
isflokkurinn hefur prófað báðar.
Mjög þýðingarmikið er fýrir
Markús Om að fyrri leiðin verði
Sveinn Andri Sveinsson og Davíð Oddsson á fundi í borgarstjórn. Innan ungliðahreyflngarinnar er megn óánægja með
Svein og búist við að framboði annars ungliða verði stefnt gcgn honum. Davíð Oddsson hefur hinsvegar lýst efasemdum
um dómgreind og frammistöðu Markúsar, mannsins sem hann valdi sjálfur í borgarstjórastólinn.
Reykjavíkurborgar formlegt bréf
þarsem þeim var skipað að beina
viðskiptum til Hótel Borgar.
„Það var ótrúlegt að Markús Öm
skyldi senda þetta bréf, í stað þess
einfaldlega að tala beint við emb-
ættismennina. Hann hefði eins get-
að auglýst í blöðunum að Reykja-
víkurborg hefði aðeins áhuga á að
skipta við eitt veitingahús," sagði
borgarfulltrúi flokksins við Al-
þýðublaðið.
Sárin eru ekki gróin
Áðuren Davíð Oddsson varpaði
svo óvænt Markúsametinu fyrir
tveimur ámm höfðu þeir Ámi Sig-
fússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-
son borgarfulltrúar stigið vand-
ræðalega glímu um borgarstjóra-
stólinn. Hvomgur þeirra naut
stuðnings meirihluta í borgarstjóm-
arflokknum (sem telur 20 manns)
en þyngra á metunum vó að Davíð
treysti hvomgum þeirra.
Katrín Fjeldsted hafði líka fullan
hug á að blanda sér í baráttuna en
naut einskis stuðnings.
Sárin úr þessum slag em ekki
gróin. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
sem er aldavinur Markúsar Amar,
hefur að vísu unnið náið með borg-
arstjóranum en framavonir hans
innan Sjálfstæðisflokksins em að
litlu eða engu orðnar. Sumir ganga
hinsvegar svo langt að fullyrða að
Vilhjálmur Þ. stjómi því sem hann
vilji á bakvið tjöldin, enda situr
hann í valdamiklum nefndum og
starfar einvörðungu að borgarmál-
unum.
Staða Árna hefur veikst
Staða Áma Sigfússonar er líka
miklu veikari en áður. Ámi, sem nú
er að vísu aðeins 37 ára, verðurekki
hinn ungi borgarstjóri sem margir
sáu í honum.
Miklu skiptir að mjög margir úr
ungliðahreyfingu Sjálfstæðis-
flokksins eru orðnir andvígir Áma,
en þangað sótti hann mikið af fylgi
sínu.
Ámi Sigfússon hefúr unnið náið
með Sveini Andra Sveinssyni, ung-
lambinu sem skipaði tíunda sæti
listans, sem gríðarleg fylgisalda
Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosn-
ingum skolaði óvænt alla leið inn í
borgarstjóm.
Sveinn Andri er mjög umdeildur
í ungliðahreyfmgunni en þar berast
menn nú á banaspjót vegna for-
mannsslags í Sambandi ungra sjálf-
stæðismanna. Einn af forystumönn-
um ungliða sagði Alþýðublaðinu
að ýmsir hugsuðu sér gott til glóð-
arinnar í prófkjöri í haust, og víst er
um að Sveinn fær harða sam-
keppni. í þessu sambandi kemur
nafn Birgis Ármannssonar fyrrver-
andi formanns Heimdallar ítrekað
upp en ekki er unnt að slá neinu
föstu um framboð hans.
Prófkjör í haust
Sjálfstæðismenn í Reykjavík
viðhöfðu ekki prófkjör til þess að
velja listann í borgarstjómarkosn-
ingunum 1990. Það var gert til þess
að koma í veg fyrir grimmilegt stríð
um arftaka Davíðs Oddssonar, þá-
verandi borgarstjóra.
Sjálfstæðismenn geta hinsvegar
ekki vikist undan því að hafa próf-
kjör að þessu sinni. Markús Öm
verður að treysta sig í sessi og „-
sanna sig“ með því að vinna góðan
sigur. Það mun hinsvegar hafa í för
með sér að þeir sem urðu undir í
borgarstjóraslagnum fyrir tveimur
ámm munu reyna að jafna metin.
Krossapróf eða uppröðun?
Ekki er enn búið að ákveða til-
högun prófkjörsins eða hvenær það
fer fram. Borgarfulltrúi sem Al-
þýðublaðið talaði við sagði að til-
högunin hefði úrslitaþýðingu fyrir
útkomu Markúsar Amar.
Tvær leiðir koma til greina. Ann-
arsvegar einfalt „krossapróf' þar-
sem kjósendur í prófkjöri velja
ákveðinn fjölda frambjóðenda. Efa-
lítið kæmi Markús Öm Antonsson
bærilega útúr slíkum kosningum.
Hvað gerir Aibert? Hann vill að sér verði boðið annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksifts en það kemur tæpast til greina. Hefur falast óformlega eftir þátttöku borg-
arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í sérframboði.
fyrir valinu. Ella munu aðrir þátt-
takendur í prófkjörinu keppa að því
að fá sem flest atkvæði í fýrsta sæt-
ið. Þetta á sérstaklega við um Árna,
Katrínu, Vilhjálm og Júlíus Haf-
stein.
Fyrir vikið yrði erfitt fyrir Mark-
ús Öm að ná sannfærandi kosningu
í efsta sætið og fá þarmeð óskorað
umboð sjálfstæðismanna í Reykja-
vík.
Hversu mikið verður tapið?
Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú
tíu borgarfulltrúa í Reykjavík.
Flestir innanbúðarmenn í flokknum
gera ráð fyrir að tveir fulltrúar tapist
í kosningunum. Baráttan verður
þessvegna mjög hörð í prófkjörinu.
Ekki er vitað hvort Magnús L.
Sveinsson hyggst halda áffarn, en
gefi hann kost á sér verður erfitt
fyrir hann að halda öðm sætinu.
Magnús varð varaborgarfulltrúi
1966 og hefur setið í borgarstjóm
óslitið frá 1974.
Flestir hafa búist við að Páll
Gíslason drægi sig í hlé og Alþýðu-
blaðið hefur heimildir fyrir því að
Davíð Oddsson hafi beðið hann um
að hætta fyrir síðustu kosningar. Þá
neitaði Páll að verða við því.
Nú mun Markús Öm hinsvegar
hafa beðið Pál um að gefa kost á sér
áfram. Einn borgarfulltrúi sem Al-
þýðublaðið talaði við sagði að þetta
væri táknrænt fýrir muninn á Davíð
og Markúsi Emi: „Páll er atkvæða-
lítill í borgarstjóm og hefur til
dæmis ekki helgað sér einhvem
ákveðinn málaflokk einsog aðrir
borgarfulltrúar. Það er óskiljanlegt
að Markús Öm skuli beinlínis fara
þess á leit við hann að halda
áfram.“
Staða Guðrúnar og Önnu
Erfítt er að meta stöðu Guðrúnar
Zoega og Önnu K. Jónsdóttur.
Uppstillingamefnd Sjálfstæðis-
flokksins gerði þær að borgarfull-
trúum með því að fá þeim góð sæú
síðast. Guðrún var þá ný í borgar-
pólitík, en Anna var varaborgarfull-
trúi, enda náði hún rétt þokkalegum
árangri í prófkjörinu fyrir kosning-
amar 1986.
Að öllu samanlögðu má gera ráð
fyrir að þær geú náð bærilegum ár-
angri í haust enda taka þær ekki þátt
í kapphlaupi Ama, Vilhjálms, Katr-
ínar og Júlíusar og geta notið góðs
af því.
Albert vill annað sætið
Sundurlyndi borgarfulltrúanna
og tæp staða Markúsar Amar er
ekki eina áhyggjuefni sjálfstæðis-
manna í Reykjavík. Ekki er að vita
hvað Albert Guðmundsson, enfant
terrible Sjálfstæðisflokksins, gerir
þegar hann snýr frá París í haust.
Hann hefur komið þeim skilaboð-
um til æðstu manna flokksins að
hann vilji að sér verði boðið annað
sæúð á listanum. Ella vofir sú hætta
yfir Sjálfstæðisflokknum að Albert
bjóði fram eigin lista.
Alþýðublaðið hefur heimildir
fyrir því að Albert hefur nefnt
óformlega við menn úr borgar-
stjórnarflokki sjálfstæðismanna að
þeir taki þátt í framboði með hon-
um. Mjög ólíklegt er hinsvegar tal-
ið að einhveijir úr þeim hópi fari í
framboð með Alberti, enda væri
það tæpast vænlegt þegar til lengri
tíma er litið einsog örlög allra pólit-
íkusa Borgaraflokksins (nema Inga
Bjamar Albertssonar) sanna.
...ella getur Albert fellt meiri-
hlutann
Albert Guðmundsson sóttist eftir
efsta sæú á lista sjálfstæðismanna í
Reykjavík fyrir borgarstjómar-
kosningamar 1982. Davíð Oddsson
sigraði í hörðu prófkjöri en Albert
varð þriðji: Markús Öm Antonsson
skaust nokkuð óvænt upp í annað
sæúð.
Ekki er að efa að Albert getur
gert mikinn og afdrifaríkan usla ef
hann býður ffarn eigin lista. Þá fyrst
færi veldi Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík að riða til falls. Albert
tapaði fyrir Davíð og Markúsi Emi
fyrir tólf ámm. Nú hefur hann í
raun öll ráð Markúsar Amar í hendi
sér: enda vandséð framhald á pólit-
ískum ferii Markúsar, tapi hann
borginni. Og það væri líka mikið
persónulegt áfall fýrir Davíð Odds-
son ef bjargvætturinn sem hann
sótti uppí Efstaleiti yrði maðurinn
sem tapaði Reykjavfkurborg aftur.
Það var nú einu sinni Davíð
Oddsson sem vann Reykjavík úr
höndum vinstrimanna árið 1982.