Alþýðublaðið - 02.07.1993, Page 12
12
Helga E. Jónsdóttir, bœjarfulltrúi vill útivistfyrir almenning, ekki örfáa golfara
Föstudagur 2. júlí 1993
Golfvöllurinn gleypir
útivistarsvæði almennings
„Ég hef mikinn áhuga á
því að Fossvogsdalur-
inn verði að almennum
útivistarreit, ekki fyrir
fáa útvalda einsog allt
stefnir nú í“, sagði
Helga E. Jónsdóttir,
bæjarfulltrúi Alþýðu-
flokksins í Kópavogi.
Hún er eindregið á móti
því að 9 holu golfvöllur
komi í dalinn. „Það
verður sáralítið rými eftir
í dalnum fyrir allan al-
menning til útivistar, því
golfvöllurinn sem verður
16 hektarar að stærð og
tekur yfir allt að þriðjung
svæðisins, verður að-
eins fyrir 300 félaga í
Golfklúbbi Kópavogs,
aðeins þeir sem eru að
leika golf hverju sinni
mega fara um völlinn“.
Helga segir að mikil andstaða sé gegn
þessum golfvelli meðal bæjarbúa. Hún
segist vonast til að þessi framkvæmd
komist hvorki lönd né strönd í ríkiskerf-
inu, en næst liggur fyrir að skipulagsyfir-
HELGA E. JÓNSDÓTTIR, yfirfóstra við leikskólann í Furugrund ásamt nokkrum barna
Helga vill standa dyggan vörð um.
sinna, - leikskólinn er reyndar í Fossvogsdalnum, sem
(A.mynd-E.Ól.)
Kjarrhólma, láta sér detta í hug að setja
upp golfvöll í miðju þorpinu. Golfvöllur
á þessum stað sé algjör tímaskekkja og á
skjön við almennar hugmyndir um vel
heppnuð útivistarsvæði.
Helga segir líka að framkvæmd þessi
muni kosta Kópavogskaupstað stórfé,
líklega á bilinu 40-60 milljónir króna.
Bærinn hafi ekki efni á slíku bruðli. Allir
viti um bága afkomu kaupstaðarins um
þessar mundir. Ekki hafi skuldastaðan
batnað við gengisfellinguna í vikunni. Þá
hækkuðu skuldimar á einu vetfangi um
60 milljónir króna, því kaupstaðurinn er
með 700 milljón króna erlent lán.
,,Ég er annars ekkert úrkula vonar um
að golfvallarhugmyndin verði stöðvuð,
eins og ég minntist á áðan. Skipulags-
stjóri ríkisins getur gert það, sem og um-
hverfisráðherra. Málið verður afgreitt á
fundi Skipulagsstjórnar 27. júlí. Þá á eftir
að auglýsa fyrirhugaða breytingu og þá
geta íbúar við Fossvogsdal komið fram
með mótmæli sín. Málið verður því ekk-
ert útkljáð fyrr en í fyrsta lagi í haust, og
vonandi með því að golfvöllur verður
blásinn burtu af teikniborðinu", sagði
Helga E. Jónsdóttir að lokum.
völd samþykki þetta nýja mannvirki.
,^Ætli ég líti ekki við hjá Össuri okkar
Skarphéðinssyni og reyni að vinna hann
á okkar band, þetta heyrir undir umhverf-
ismálin“, sagði Helga og segist vonast til
að finna skilning hjá ráðherranum.
Helga segist sjá Fossvogsdalinn fyrir
sér sem hlýlegan og gróðri klæddan vett-
vang fyrir allan almenning á svæðinu.
Þama segir hún að geti blómgast mikið
og gott mannlíf á öllum árstíðum, leik-
tæki, grill, íþróttaaðstaða félaganna sem
fyrir em í dalnum, HK og Víkings og
ýmislegt annað. Golfvelli sé hinsvegar
með öllu ofaukið. Talað hafi verið um
púttvöll í fyrstu, síðan 3 holu völl, og nú
sé hann orðinn 9 holur.
„Það er athyglisvert að enginn í bæjar-
kerfinu bað um þennan völl. Hann ein-
faldlega laumaðist inn gegnum formann
Skipulagsnefndar bæjarins, Kristin Krist-
insson, byggingameistara, sem var einnig
formaður Golfklúbbs Kópavogs. Það er
engin furða þótt þessi golfvöllur hafi þótt
all gmnsamlegur í öllum flokkum", segir
Helga.
Hún segir að varla mundu t.d. Hofsós-
búar, sem em álíka margir og íbúar við
Frá Fræðsluskrifstofu Vestfjarðaumdæmis
Laus kennarastaða
Staða kennara við grunnskólann í Reykjanesi er laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 22. júlí 1993.
Upplýsingar veita formaður skólanefndar, Páll Jóhannesson í síma
94-4819 og skólastjóri, Þorkell Ingimarsson í síma 91-20809.
Fræðslustjóri Vestfjarðaumdæmis.
Ferðafól káNor ðurlandi
Fjölbreytt þjónusta vlð hringveginn — og víðar!
Útibú Kf. Skagfiröinga í Varmahlíó Bjóöum feröafólki fjölbreytta þjónustu á fögrum stað við þjóöveg nr. 1: • Verslun meö dagvöru og ferðavörur. • Rúmgóð veitingastofa með allar veit- ingar. • Olíur og bensín. • Opið frá kl. 09:00-23:30. Útibú Kf. Skagfirðinga á Hofsósi og Ketilási í Fljótum Dagvöruverslanir, léttar veitingar, olíur og bensfn. • Opið frá 09:00-20:45. Verslun og þjónusta á Sauöárkróki, þar sem athafnalífiö blómstrar! Á Sauðárkróki býöur Kf. Skagfiröinga þjónustu sína: • Skagfirðingabúð, stærsta alhliða vöru- hús á Norðurlandi og ef til vill víðar! • Bifreiðaverkstæði, varahlutir og smur- þjónusta. • Vélsmiðja, rafmagnsverkstæði, afurða- stöðvar o.fl. o.fl., bara að nefna það!
velkomin í Kfttlpfcld^ SkU^fÍfðlll^U öKagatjoro. sauðárkróki -varmahlíð - hofsósi - ketilási