Alþýðublaðið - 02.07.1993, Blaðsíða 16
V í K I N G
V f K
Lmrrm
... alltaf á nriðvikudögum
Rannveig Guðmundsdóttir er nýr þingflokksformaður Alþýðuflokksins - og hún er eini
s
þingmaðurinn úr Kópavogi - ALÞYÐUBLAÐIÐ tók hana tali ígœrdag
ÞAD ER ERFITT ÞIN6 FRAMUNDAN
RANNVEIG GUÐMUNDS-
DÓTTIR er eini þingmaður
næststærsta byggðarlags lands-
ins, Kópavogs. Þingmaður úr
Kópavogi hafði ekki setið á Al-
þingi í 11 ár, þegar Rannveig
kom inn á þing 1989. Hún hefur
verið í fréttunum að undanförnu
vegna sviptinga innan Alþýðu-
flokksins. Við sóttum Rannveigu
heim í Kópavoginn í gærdag og
tókum nýja þingflokksformann-
inn taii.
-Nú ert þú tekin viö nýrri ábyrgð-
arstöðu innan Alþýðujlokksins og
orðin fortnaður þingflokksins.
Hveniig leggst starfið íþig?
„Út af fyrir sig leggst það vel í
mig að taka við þessu starfi. Þó
hefði ég kosið að taka við þessari
stöðu við aðrar og skemmtilegri að-
stæður. Ég harma það að við búum
nú við innanflokksátök, sem ég
vona þó sannarlega að við eigum
eftir að leiða til lykta áður en þing
kemur saman í haust og störf þing-
flokksins hefjast fyrir alvöru.
Ég vil líka minna á það að ég hef
áður sóst eftir einmitt þessu emb-
ætti. Það er ljóst að ýmsar breyting-
ar verða nú á verkaskiptingu okkar
innan þingsins og það mun reyna á
þingflokkinn við þær erfiðu að-
stæður sem nú blasa við okkur í
efnahagslífmu. Og þótt þessi setn-
ing hafi oft verið notuð, þá þýðir
orðið erfitt í raun og veru erfitt
núna“.
-Þú talar um nýja verkaskiptingu
íþingflokknum. Nánar um það?
,Jú, það er nú svo þegar þrír
þaulreyndir þingmenn hverfa af
vettvangi í einu, menn sem mikil
eftirsjá er í, þá er það mikil breyting
á tíu manna þingflokki. Það verður
mjög mikilvægt að nýir þingmenn
okkar fái góðar móttökur og góðar
leiðbeiningar í starfi sínu í byijun.
Þeirra bíða strax þung verkefni.
Það verða hjá okkur breytingar í
mörgum nefndum og nýir formenn
í sumum nefndanna. En ég þekkti
nýju þingmennina okkar að góðu
og hlakka til samstarfsins með
þeim. Það er ástæða til að nefna það
hér að nú verða þrjár konur í þing-
flokki Alþýðuflokksins í stað
tveggja áður. I framhaldi af því sem
ég sagði áðan vil ég geta þess að ég
hef sjálf verið formaður félags-
málanefndar og setið í þrem öðrum
nefndum auk þess að stýra stórri
nefnd í Norðurlandaráði. Það er al-
veg sjálfgefið að það verða breyt-
ingar á nefndastörfum hjá mér í
haust“.
-Framundan virðist svartnœttið
eitt ef marka má nýjustu tíðindi.
Mun efnahagsástandið setja meira
mark á starfið íAlþingi en áður?
„Kvótasamdrátturinn í 165 þús-
und tonn er miklu frekar staðreynd
en pólitísk ákvörðun. Þingið á eftir
að fjalla nánar um útfærslu ákvarð-
ana ríkisstjómarinnar, þar á meðal
veiðistjóm varðandi afla smábát-
anna og það er mikilvægt hvemig
til tekst. Líka á eftir að ræða það
hvemig aflaheimildum hagræðing-
arsjóðs verður jafnað til að bæta
það hvemig skerðing botnfiskteg-
undanna þriggja kemur misjafnlega
niður á einstökum útgerðum og
byggðarlögum.
Það er varla nokkur stjómarliði
hress með að grípa þarf til þeirra úr-
ræða sem nú dynja yfir, gengisfell-
ingu, breytingu vegna skuldbind-
inga sjóða, erlendra lána og að samt
blasi við að skera ríkisútgjöld enn
meira niður.
Það er sennilega brýnna en
nokkru sinni að fara að leggja
áherslu á verðmæti sjávarafurða,
fremur en magn úr sjó, sem hefur
lengstum verið landlægt mat hér á
landi, - og að aðgerðir og stjómun
skapi störf í landi.
Mér finnst Ifka mikilvægt að taka
á málefnum heimilanna og bind
vonir við áform ríkisstjómarinnar.
um að bregðast við greiðsluvanda
fólks sem misst hefur atvinnu, en
stærsta verkefni okkar stjómmála-
mannanna núna er að bregðast við
atvinnuleysinu. Það er vandamál
sem nágrannalönd okkar hafa lengi
glímt við, en er nýtt og ógnvænlegt
vandamál hjá okkur“.
-Hvernig munu þessi átök um
ráðherraembœttin og erfiðleikar
innanflokksins sem sigldu i kjölfar-
ið snúa aðþingstörfunum?
„Það er búið að segja svo margt
um þessi mál, breytinguna í ríkis-
stjóminni og það sem sigldi í kjöl-
farið, að við það er engu að bæta.
Og ekki er séð fyrir endann á af-
leiðingum þess að Jóhanna hefur
sagt af sér sem varaformaður
flokksins. Það er dapurt fyrir okkur
jafnaðarmenn að mannlegum sam-
skiptum skuli svo ábótavant í topp-
forystunni að mál skuli fari á þenn-
an veg. Það að ég skuli ekki gerð að
ráðherra er nokkuð sem ég get
ágætlega lifað með. En að öðm
leyti hef ég þegar tjáð mig um þessi
mál og hef engu þar við að bæta.
Á hinn bóginn hefði það sannar-
lega verið bragur yfir því að Kópa-
vogur hefði eignast ráðherra - í
fyrsta sinn í sögu kaupstaðarins".
Rangfœrslur ígrein Gunnars Smára, fyrrverandi ritstjóra Pressunnar, í nýjustu Heimsmynd?
Pressan fékk engin gögn frá Davíðsmönnum
- segir Friðrik Þór Guðmundsson, annar höfunda fréttar Pressunnar um einkafjármál
Þórðar Olafssonar, forstöðumanns bankaeftirlitsins
„Það komu engar upplýsing-
ar eða gögn um einkafjármál
forstöðumanns bankaeftirlits
Seðlabankans til mín eða með-
skrifara mtns frá Davíð Odds-
syni eða einhverjum stuðnings-
manna hans. Þegar við hófum
að kanna málið höfðum við ekk-
ert annað í höndunum en þá
vitneskju að auglýst hefði verið
nauðungaruppboð á fasteign
forstöðumannsins að kröfu
Búnaðarhankans. Slíkar upp-
lýsingar birtast opinberlega í
Lögbirtingarblaðinu og dag-
blöðum. Vegna stöðu þessa
embættismanns var þetta ærið
tilefni til að kanna málið frek-
ar,“ sagði Friðrik Þór Guð-
mundsson blaðamaður á Press-
unni í samtali við Alþýðublaðið í
gærdag.
Friðrik Þór er annar höfunda
fréttar í Pressunni 3. júní síðastlið-
inn um fjármál Þórðar Ólafssonar,
forstöðumanns bankaeftirlits
Seðlabankans. Eins og fram kom í
Alþýðublaðinu í fyrradag er því
Friðrik Þór Guðmundsson, blaða-
maður á Pressunni: „Það komu eng-
ar upplýsingar eða gögn um einka-
fjármál forstöðumanns bankaeftirlits
Seðlabankans til mín eða meðskrifara
míns frá Davíð Oddssyni eða ein-
hverjum stuðningsmanna hans.“
haldið fram af Gunnari Smára Eg-
ilssyni ritstjóra Heimsmyndar í
óútkomnu hefti tímaritsins, en
Gunnar Smári er fyrrum ritstjóri
Pressunnar, að umíjöllun Press-
unnar eigi rætur að rekja til Davíðs
Oddssonar forsætisráðherra.
Friðrik Þór vildi ítreka að þegar
ákveðið var að kanna umrætt mál
hefðu höfundar fréttarinnar engin
gögn haft í höndum. „Það barst í
tal á ritstjómarfundi að Ijármál
forstöðumannsins væru með þeim
hætti að Búnaðarbankinn hefði
krafist nauðungaruppboðs á fast-
eign hans. Það var hægur vandi að
fá það staðfest og menn voru sam-
mála um að slík staða væri erfið og
viðkvæm fyrir mann í þessari
stöðu. I kjölfarið öfluðum við okk-
ur veðbökarvottorðs vegna fast-
eignarinnar og þá komu í ljós þær
upplýsingar sem fréttin grundvall-
ast á.
Annarra gagna var ekki aflað
um fjármál forstöðumannsins, en
rætt við ýmsa aðila um þessa
óneitanlega viðkvæmu stöðu sem
forstöðumaður bankaeftirlitsins
var í gagnvart tveimur viðskipta-
bönkum. Sjálfur sagði forstöðu-
maðurinn í fréttinni að slík staða
Hinn umdeildi Þórður Ólafsson á
forsíðu Pressunnar 3. júní síðastlið-
inn.
væri auðvitað óæskileg, sem hann
hefði lent í. Við höfundar fréttar-
innar lögðum mikla áherslu á að
nálgast málið hlutlægt og óper-
sónulega. Hvernig málið var kynnt
á forsíðu Pressunnar var ekki á
ábyrgð höfundanna," sagði Friðrik
Þór að lokum.
Ashkenazy æfir sig á flygiiinn í íslensku óperunni snemma í gærmorgun.
Vladimir og Þórunn Ashkenazy á íslandi
Eyða sumarfríinu
i hringferð
um landið
„Mér finnst ísland vera afar velmegandi og
auðugt land að sjá“, sagði Vladimir Ashkenazy,
píanósnillingurinn góðkunni, 56 ára að aldri, ís-
lenskur ríkisborgari sem nú býr í Sviss. „Auðvit-
að veit ég að þið eigið í einhverjum erfiðleikum
núna, en þeir geta varla verið miklir“, sagði
hann. Alþýðublaðið hitti píanóleikarann heims-
fræga að máli í gærdag. í eina tíð var hann kall-
aður „tengdasonur íslands11. Hann sagði að nú
væru liðin þrjú ár frá því að hann kom síðast til
íslands, breytingarnar væru miklar á ekki lengri
tíma, ekki síst hvað varðar lífsstíl íslendinga,
sem honum fannst bera vott um ótrúlegan
glæsileika.
,JNei, ég held enga tónleika að þessu sinni“, sagði Ashkenazy að-
spurður. „Við Þórunn erum í sumarffíi og erum að leggja upp í ferð
umhverfis Island. Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer í slíka ferð og hlakka
mikið til“, sagði Ashkenazy.
Ashkenazy er íslenskur ríkisborgari frá árinu 1972, en fæddur í
Sovétríkjunum og yfirgaf „dýrð og dásemd" kommúnismans í heima-
landi sínu. Þau Þórunn og Vladimir áttu heimili við Brekkugerði í
Reykjavík á árunum 1968 lil 1978. Þá fluttu þau til Sviss.
Vladimir Ashkenazy sagðist ferðast enn mikið um heiminn vegna
tónleikahalds. Hann leikur tveim skjöldum á tónlistarsviðinu, hann er
eftirsóttur einleikari sem píanisti, en ekki síður sem stjómandi sinfón-
íuhljómsveita. Frægðarsól hans skín enn skært og er hann í hópi
stærstu stjamanna á himni klassískra hljómlistarmanna.
„Ég hef komið nokkmm sinnum til Rússlands eftir að landið varð
frjálst. Því miður er ástandið þar engu betra en verið er að lýsa í íjöl-
miðlum. Það er ófremdarástand í landinu, algjört kaos“, sagði Ashk-
enazy.
Þau Ashkenazy-hjónin búa í Sviss. Vladimir Ashkenazy sagði að
þar væri sannarlega gott að búa, og breiddist breitt bros yfir andlitið
þegar minnst var á það land. Að svo mæltu snaraði þessi frægi ntaður
sér inn í Islensku ópemna. Hann sagði að þau í Óperunni hefðu verið
svo elskuleg að leyfa sér að komast í flygil hússins til að æfa sig.
Vladimir Ashkenazy: „Nú eru liðin þrjú árfrá því ég kom síðast til íslands.
Breytingarnar eru miklar á ekki lengri tíma, ekki síst hvað varðar lífsstíl ís-
lendinga sem ber vott um ótrálegan glœsileika.“