Alþýðublaðið - 22.07.1993, Síða 1

Alþýðublaðið - 22.07.1993, Síða 1
Shimon Peres utanríkisráðherra ísraels biður stjómvöld í Eistlandi að rannsaka mál Eðvalds Hinrikssonar MIÖG MIKILVÆGUR ÁFANGI — segir Efraim Zurojfforstöðumaður Wisenthal- stofnunarinnar í samtali við Alþýðublaðið. ALÞÝÐUBLAÐIÐ í DAG!!! LEIDARINN - Sam- rýmast náttúru- vemd og gjald- taka? Bls. 2 „Við lítum svo á, að þetta sé mjög mikiivægur áfangi í þá átt að stjórnvöid í Eistlandi taki Mikson-málið aivarlega,“ sagði Efraim Zuroff forstöðumaður stofnunar Simons Wisenthais í símaviðtaii frá Jerúsalem í gær- kvöidi. Shimon Peres utanríkis- ráðherra Israels fór í síðustu viku formlega fram á það við kollega sinn frá Eistlandi, Mart Laar, að eistnesk stjórnvöld hlutuðust til um rannsókn á máli Eðvalds Hinrikssonar. Eðvald Hinriksson, sem er eist- neskur að uppruna, hefur einsog kunnugt er verið sakaður um að hafa framið mjög alvarlega stríðs- glæpi í Eistlandi á stríðsárunum, þegar landið laut harðstjóm nasista. Efraim Zuroff kom til Islands fyrr á árinu og átti viðræður við embættismenn um málið. Þorsteinn Pálsson vísaði málinu til umsagnar ríkissaksóknara í febrúar. Hallvarð- ur Einvarðsson gaf Zuroff þá fyrir- heit um að niðurstöður lægju fyrir innan sex vikna. Ennþá bólar ekkert á þeim. Peres tók Mikson-málið upp á fundi með Mart Laar þegar eist- neski utanríkisráðherrann var í heimsókn í Israel í síðustu viku. Samkvæmt tilkynningu ffá Wie- senthalstofnuninni kvað Laar stjóm sína þegar hafa átt ffumkvæði að rannsókn málsins. „Verði málið ekki rannsakað í Eistlandi og vitna leitað, mun Wi- senthalstofnunin gera það,“ sagði Zuroff. „Við bíðum líka niður- staðna ríkissaksóknara á Islandi. Hallvarður Einvarðsson hefur tjáð mér að málið sé tekið mjög alvar- lega hjá embættinu og að sérstakur maður vinni að athugun þess.“ Efraim Zuroff sagði að á næstu tveimur vikum gætu íslendingar búist við stórauknum pólitískum þrýstingi á alþjóðavettvangi vegna Mikson-málsins. Hann vildi ekki segja í hverju sá þrýstingur fælist: „Það á eftir að koma íslendingum á óvart,“ sagði Zuroff að lokum. Efraim Zuroff, forstöðumaður Wi- senthalstofnunarinnar: íslendingar geta búist við stórauknum pólitiskum þrýstingi vegna Mikson-málsins á al- þjóðavettvangi á nœstu tveimur vikum. Zuroff segir það eiga eftir að koma Is- lendingum á óvart ihverju sá þrýsting- ur verður fólginn. (A-mynd: E.Ol.) Tímamót hjá Náttúrujrœðistojhun íslands Þóra Ellen skipuð fyrsti stjórnarformaðurmn Össur Skarphéðinsson, um- hverfisráðherra, hefur skipað Þóru Ellen Þórhallsdóttur, líf- fræðing, formann stjórnar Náttúrufræðistofnunar íslands. Þetta er gert samkvæmt nýjum lögum númer 60 frá árinu 1992 um Náttúrufræðistofnun fs- lands og náttúrustofur. Með lögunum er gerð sú breyting að stofnuninni er sett stjórn til fjögurra ára í senn. Skal hún skipuð, auk formanns, fulltrú- um hvers seturs stofnunarinnar og einum fúlltrúa náttúrustofa. Þóra EUen er fyrsti formaður stjómar Náttúrufræðistofnun- ar. Þóra Ellen er fædd í Reykjavík 22. júní 1954. Hún er grasafræð- ingur að mennt með doktorsgráðu á sviði plöntuvistfræði frá Uni- versity of Wales árið 1984. Þóra Ellen hefur starfað hjá Líffræði- stofnun Háskóla íslands frá árinu 1981, fyrst sem sérfræðingur og stundakennari, en síðan sem lekt- or. Hún var sett prófessor í grasa- fræði 1988-1990, enernúdósent. Auk Þóru Ellenar er stjóm Náttúruíræðistofnunar skipuð þeim Bergþóri Jóhannssyni frá Náttúrufræðistofnun Islands í Reykjavík og Herði Kristinssyni frá Náttúruffæðistofhun íslands á Akureyri. Twin hefur verið rysjótt, svo ekki meira sé sagt, og snemma morguns hefur stundum mátt sjá snjógrámann lœðast full langt niður hlíðar fjallanna í kring. Á meðan hafa Sunnlendingar notið óvenju góðs sumars og hlakkar i mörgum af þeim sökum. Það er nefnilega orðið býsna langt síðan við hérna á Suð-vestur horninu gátum hringt norður að sumarlagi (nœstum upp á hvern dag...)ogsagtglaðhlakkalega: Jceja, er’ann kominn uppfyrirfrostmark?Listaverkið hérá myndinnihefur nýlega ver- ið sett upp á Ráðhústorginu á Akureyri og samkvœmt norðlenskum heimildum Alþýðublaðsins erþað eftir Jóhann Ingimars- son, eða Nóa í Örkinni, einsog hann er beturþekktur. Erfitt reyndistþó að staðfesta þœr heimildirþar sem annar hver maður hefur flúið Akureyri - vegna ótíðarinnar. (A.mynd: E.Ól.) Landhelgisgœslan í iorstjórastólinn 16 vilja Sextán umsóknir bárust um stöðu forstjóra Landhelgisgæsl- unnar, en Gunnar Bergsteinsson Iætur af störfum í haust fyrir ald- urssakir. Fjórir óskuðu nafnleyndar en hinir em: Arnór Sigurjónsson vamarmájaráðunautur, Ásgrímur Lárus Ásgrímsson fulltrúi hjá Landhelgisgæslunni, Baldur Bjartmarsson verkffæðingur, Gísli Jón Kristjánsson viðskipta- verkfræðingur, Guðjón Petersen framkvæmdastjóri Almannavama- ráðs, Gylfi Geirsson loftskeyta- maður, Hafsteinn Hafsteinsson hæstaréttarlögmaður, Helgi Hall- varðsson skipherra, Hrafn Sigur- hansson framkvæmdastjóri, Hreggviður Jónsson fyrrverandi alþingismaður, Jón Sveinsson verkamaður og Þorsteinn Þor- steinsson flugvélaverkfræðingur. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra skipar í stöðuna og er ákvörð- unar að vænta í næstu viku. Mótorhjólaslys geta haft margvíslegar afleiðingar: Árni Johnsen með nýja plötu „Ég lenti í mótorhjólaslysi í vor þannig að áætlanir mínar röskuðust. Og þetta var út- koman,“ segir Ámi Johnsen alþingismaður sem gefur út hljómplötu mcð vísnatónlist í haust Árni er enginn nýgræð- ingur í tónlistinni, þótt heil 18 ár séu síðan hann sendi frá sér plötu. Ámi gefur plötuna út sjálfur og hefúr gefið henni heitið Vinir og kunningjar. Á henni verða 17 lög úr öllum áttum, þaraf nokkur eftir Áma sjálfan. Einvalalið leikur undir hjá vísnaþingmanninum: Vilhjálm- ur Guðjónsson, Grcttir Björnsson, Jón bassi Sigurðs- son, Diddi fiðla og fleiri. , Já, það er nokkuð gott að gefa út 17 laga plötu. Nú þegar Mikli- garður er liðinn undir lok get ég notað slagorðið þeirra: Mikið fyrir lítið!" Ámi Johnsen: Fyrsta platan stðan 1974. Sautján lög úr öllum áttum og þingmaðurinn segir að hlustendur fái mikið fyrir h'tið. ÖNNUR SJÓNAR- MIÐ - Loksins fannst blað sem þerir að styðja Davíð Oddsson! Bls. 2 FERÐALÖG - Versl- unarmannahelgin nálgast einsog áð fluga! Bls. 3 MYNDUST - Finnur Jónsson: minning mikils listamanns! Bls. 4 og 5 MATARGERÐ - Uppskrift að hinni frægu Mousseline- sásu! Bls. 6 TÓNUST - Björk Guðmundsdóttir: poppálfur á upp- leið! Bls. 7 Umdœmisnefnd um sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi Sveitarfélögum fsekki úr 30 í 8 „Tillögumar umfækkun sveitarfélaga á Austurlandi eru núfrágengn- ar en hafa ekki enn verið kynntar, “ segir Albert Eymundsson, bœjar- fulltrúi á Höfn. Hœgar og treglegar gengur á öðrum svœðum. Albert Eymundsson, bæjar- fulltrúi á Höfn í Hornafirði og formaður umdæmisnefndar á Austurlandi um sameiningu sveitarfélaga, skýrði frá því í gær að tillaga nefndarínnar lægi nú fyrir en hún gerði ráð fyrir að sveitarfélögum á Aust- urlandi fækkaði úr 30 í 8. Sagði hann allgóða samstöðu hafa verið um þá tillögu. Albert sagði að það hafi verið gengið út frá þeirri viðmiðun í til- lögum umdæmisnefndarinnar að sveitarfélög yrðu að jafnaði ekki með færri íbúa en 1.000. Hann sagði þó, að ekki hefðu verið gerðar neinar tillögur um samein- ingu Djúpavogs, en þar hefðu þrír hreppar sameinast nýlega og væru hreppimir sameinaðir nú með íbúatölu á bilinu 500 til 600. Það væri auk þess landffæðilega örð- ugt fyrir Djúpavog að sameinast fleiri sveitarfélögum. Þetta var meðal þess sem ífam kom á blaðamannafundi í gær þar sem fulltrúar samráðsnefndar og umdæmanefnda um sameiningu sveitarfélaga kynnm stöðu máls- ins. Svo virðist sem ekki gangi jafn vel annars staðar að móta til- lögur um sameiningu sveitarfé- laga. Þá á eftir að reyna á hvort íbúar viðkomandi sveitarfélaga samþykki slíkar tillögur en kosn- ingar um sameiningu sveitarfé- laga hafa verið ákveðnar þann 20. nóvember næstkomandi, þá verð- ur kosið í öllum umdæmum. Til- lögur þar að lútandi frá umdæmis- nefndum eiga að liggja fyrir þann 15. september næstkomandi. Albert Eymundsson kom á fundinum einnig inn á reynslu sveitarfélaganna í Austur-Skafta- fellssýslu af svokölluðum byggðasamlögum sem ýmsir hafa talið valkost gegn stærri sveitarfé- lögum. Hann kvað reynsluna af slíku fyrirkomulagi slæma þar sem ákvarðanataka færðist í reynd ffá kjömum fúlltrúum sveitar- stjóma og væri þetta fyrirkomulag þess utan mjög þungt í vöfum hvað varðar alla ákvarðanatöku. Því væri mun vænlegra að stækka sveitarfélögin.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.