Alþýðublaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 22. júlí 1993 MMMBIMD HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 110 Náttúruvernd og gjaldtaka Síðustu vikur hefur athyglisverð umræða vaknað um beitingu hagstjómartækja á borð við skatta og þjónustugjöld til að vemda viðkvæmar náttúmperlur. Hugmyndin að baki er tvíþætt; annars vegar að vemda svæði sem búa yfir viðkvæmu vistkerfí, en hins vegar að afla fjár til að byggja upp þjónustu á þeim fyrir ferða- menn, sem í sjálfu sér hefur líka vemdargildi. Umræða spratt í kjölfarið á skýrslu OECD um umhverfismál á Islandi, en þar em settar fram róttækar hugmyndir, sem fyrir mörgum Islendingum em nokkurt nýmæli. I skýrslunni er bent á, að á síðustu tíu ámm hefur straumur erlendra ferðamanna til ís- lands þrefaldast, auk þess sem íslendingar sjálfir ferðast í vax- andi mæli innanlands. Þetta hefur leitt til þess, að álag á við- kvæmum náttúruperlum, helsta aðdráttarafli landsins gagnvart ferðafólki, hefur stóraukist. En jafnframt benda skýrsluhöfundar á þá dapurlegu staðreynd, að fjárveitingarvaldið hefur ekki séð ástæðu til að veija nægilega miklu fjármagni til viðhalds og eftir- lits á viðkvæmum svæðum. Þjónusta á mörgum þeirra er nánast engin og eftirlit allt of lítið. ✓ I framhaldi af þessu leggja sérfræðingar OECD til, að íslensk stjómvöld auki notkun hagstjómartækja. í hugmyndum þeirra er meðal annars viðrað, að sérstakir vegatollar verði teknir fyrir um- ferð inn á miðhálendið, aðgangseyrir fyrir komu í þjóðgarða og friðlönd, gjöld fyrir tjaldsvæði á þessum stöðum verði jafnframt aukin og skattlagning verði efld af vélsleðum og fjórhjóladrifn- um ökutækjum. Hugmyndimar hafa þegar mætt andstöðu ýmissa sem tengjast náttúmvemd og ferðaþjónustu. Umhverfisráðherra kveðst hins vegar vilja íhuga þær fordómalaust og telur að minnsta kosti einnar messu virði að kanna þær. Hann hefur raunar lýst yfír, að hann hafi í undirbúningi að gera tilraun með gjaldtöku á tilteknu svæði, sem hann hefur ekki viljað greina frá að svo stöddu. I framhaldi af því hvemig sú tilraun tekst til ráðist væntanlega framhaldið, en engar stórtækar breytingar verði gerðar án víð- tæks samráðs við hagsmunaaðila. Erlendis er það alsiða, að menn greiði lítið gjald fyrir komuna í friðlönd og þjóðgarða. Það virðist hins vegar á fárra vitorði, að þessi leið hefur einnig verið að ryðja sér til rúms á íslandi. í dag taka Ferðafélögin gjald fyrir hópferðagesti sem koma í friðlýst svæði, þar sem hin formlega yfirstjóm er í höndum Náttúm- vemdarráðs en rekstur og móttaka ferðamanna er í höndum Ferðafélaganna. Þetta gildir til dæmis um Landmannalaugar og Herðubreiðarlindir. Þetta er gjald fyrir veitta þjónustu. í Höfða í Mývatnssveit hefur sveitarstjómin einnig tekið gjald fyrir aðgang að svæðinu. Stefna Náttúruvemdarráðs hefur verið sú, að gjald sé ekki tekið fyrir aðgang að landi, heldur veitta þjónustu. Hún er hins vegar ekki í andstöðu við tillögur hinna erlendu sérfræðinga, og hófleg- ar undirtektir umhverfísráðherra. Það er vel hægt að hugsa sér, að lágt komugjald verði einungis tekið á stöðum, þar sem þjónustu, svo sem hreinlætisaðstaða og upplýsingar um svæði, er til afnota íyrir gesti. Gjald, sem rynni til að byggja upp svæðin, kann þegar upp er staðið að leiða til þess að svæðin verða meira aðlaðandi til heim- sókna og auki þess vegna aðsóknina fremur en hitt. Þetta ættu andstæðingar þessara hugmynda í ferðageiranum að íhuga. Hannes Hólmsteinn: Ætlar að skrífa um heilsuræktarstöðvar í nýja hægrí- blaðið „þorir að styðja Davíð Odds- son.“ Tossalisti Hannesar um efni í hægrablaðið veitir fróðlega innsýn ■ hugarheim mannanna í kríngum for- sætisráðherra. Enn um Hannes metsöluhöf- und Sæmundur Guðvínsson blaða- maður skrifar skemmtilega kjall- aragrein í DV í gær undir fyrir- sögninni Bókaveita Reykjavíkur. Öndvert því sem ætla má er Sæ- mundur ekki að fjalla um Borg- arbókasafn Reykjavíkur, heldur stofnun sem hann vill láta setja á laggirnar. Tilefnið er hin fræga bókelska hituveitumanna og sér- ílagi áhugi á verkum Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Yfir til þi'n, Sæmundur: „Sem kunnugt er greiddi Hita- veitan Hannesi Hólmsteini hundr- aðþúsundkall á mánuði í tvö ár fyr- ir að skrifa bók um Jón Þorláksson. Borgarsjóður keypti svo 368 eintök af bókinni og fóm 13 þeirra til Borgarbókasafnsins svo hinn al- menni borgari mætti njóta. Hita- veitan keypti víst 150 eintök. Svo festi Rafmagnsveitan kaup á hundr- að eintökum, ein 50 fóm á skrif- stofu borgarstjóra og 25 til Vatn- sveitunnar. Má segja að þar með hafi þessi fyrirtæki komið sér upp vísi að góðu bókasafni þótt lesefnið sé að vísu nokkuð einhæft. Þá má ekki gleyma því að 30 eintök vom send skólabókasöfnum óumbeðið og hefúr sú ráðstöfun eflaust átt sinn þátt í að lestrarátakið mikla varð að vemleika. Það er heldur ekki nóg að skrifa um einstaklinga sem byggt hafa borgina. Það þarf líka að skrifa ítar- lega byggingarsögu ýmissa húsa, svo sem Perlunnar, þar sem ekkert verður undan dregið. Þá væri ekki amalegt að fá byggingarsögu ráð- hússins á bók. Að sjálfsögðu yrði mikið um töflur í þeim bókum þar sem sýnt væri fram á áætlaðan byggingarkostnað þessara mann- virkja frá mánuði til mánaðar og ári til árs, allt fram að lokauppgjöri. Við bókavinir eigum bjarta lestíð fyrir höndum ef farið verður að þessum tillögum mínurn." Heyr, heyr! sem þorir að styðja Alþýðublaðið sagði frá því um daginn að Friðrik Friðriksson í AB, kosningastjóri Davíðs Odds- sonar, og Hannes Hólmsteinn Gissurarson, umboðsmaður Davíðs Oddssonar, ætla að stofna nýtt og bráðferskt hægritímarit. Þeir félagar gáfu einu sinni út Frelsið en það fór á hausinn. Túninn segir rækilega frá nýja blaðinu enda komust rannsókn- arblaðamenn Framsóknar- flokksins í vinnuplögg Hannesar. Blaðið hans Hannesar verður í meira lagi djarft, það verður nefnilega „blaðið sem þorir að styðja Davíð Oddsson.“ Áreiðan- lega varpa þau öndinni léttar á Lynghaganum. En við skulum líta á tossalista Hannesar um efn- ishugmyndir. Þar kennir margra grasa, og veitir fróðlega innsýn í þann sérkennilega hugarheim sem Hannes, Friðrik og félagar þrífast í: „Guðmundur Ámi Stefánsson - skuldakóngur og krónprins (farið í saumana á fjármálum Hafnarfjarð- ar); Reynslan af stjómum Reagans og Thatchers (Hannes Hólm- steinn); Einkavinavæðing Ólafs Ragnars Grimssonar (Hvíta húsið fyrir kosningar, gagnagmnnur Svarts á hvítu, Þormóður rammi o.fl.); Hvemig spillti Halldór Ás- grímsson vígstöðu okkar í hvala- málinu? (Bjöm Bjamason); Stein- HNIGNUN VELFERÐ ARRIKISIN S? „Sjö aldursskeið mannsins." íhugum kaldhæðnislega myndskreytingu eftir Chris Duggan í THE EUROPEAN: „Niðurskurðarhnífurinn er notaður isíaukn- um mœli í vestrœnum ríkjum áframlög til velferðarmála fólksins frá vöggu til grafar. Jafnvel mestu velmegunarríkin eiga í erfiðleikum með að láta enda ná sam- an.“ Hélt einhver að útþensla og rekstrarörðugleikar í velferðarkerfinu vœri séríslenskt vandamál? Margir merkir menn hafa byggt þessa borg fyrir utan Jón Þorláks- son. Saga þeirra manna er óþrjót- andi sagnabrunnur og má því búast við að þetta sé bara forsmekkurinn að því sem koma skal. Auðvitað em takmörk fyrir því hvað Hannes Hólmsteinn kemst yfir að skrifa um marga borgarsmiði liðinna áratuga en hann mun áreiðanlega komast langt á dugnaði sfnum og elju- semi.“ Bókaveitan Og þá er það nýja íyrirtækið: Bókaveita Reykjavíkur. Sæ- mundur segir: ,J framhaldi af þessu vil ég leggja til að stofnað verði nýtt fýrir- tæki á vegum Reykjavíkurborgar sem nefnt verði Bókaveita Reykja- vikur. Tilgangur fyrirtækisins verði að veita fé til bókaskrifa og annast síðan kaup og dreifingu á þeim bókum sem skrifaðar em á vegum Bókaveitunnar. Þetta yrði mikil lyftistöng íyrir bókaiðnað og borg- arbúa og myndi bera hróður hennar um veröld víða. Ekki ætla ég að gefa mörg ráð um nánari útfærslu á þessari hug- mynd enda ekki til þess fær og raunar óþarfi þar sem borgin hefur nóg af sérfræðingum á sínum snær- um. Dettur þó eitt í hug: Hvemig væri að kanna hver hafi verið fyrsti sorpbílstjóri höfuðborgarinnar og skrifa sögu hans? Allavega er eitt á hreinu og það er að ekki vantar efn- ið. Sæmundur Guðvinsson: Hvemig væri að kanna hver hafi verið fyrsti sorpbflstjórí borgarinnar og skrifa sögu hans? grímur Hermannsson - spilltur stjómmálamaður (Halldór Hall- dórsson o.fl.); Viðtal við Magnús Thoroddsen (upprifjun á brenni- vínsmálinu); Jón Sigurðsson forseti - fijálshyggjumaður (Guðmundur Magnússon); Endurskoðun ís- landssögunnar (Gísli Gunnarsson). Auk þess er áformað að hafa ýmsa fasta dálka, s.s. óvægna fjölmiðla- gagnrýni, ritdóma, fjörug skoðana- skipú og sérstaka glæsibíla eins og Audi, BMW, Mercedes Benz, Mitsubishi sportbílinn, Mazda sportbílinn, Nissan NX100 o.s.frv. Hannes Hólmsteinn hefur í hyggju að skrifa sjálfur um veitingahús og heilsuræktarstöðvar." Ó, veröld ný og góð! Hannes Hólmsteinn gerir ráð fyrir að geta selt blaðið í 750 eintökum og væntir þess að fimm til sex stönd- ug fyrirtæki greiði 100-200 krón- ur á mánuði hvert fyrir auglýs- ingar. Ein spurning að lokum: Vilja Hörður Sigurgestsson og Ingi- mundur í Heklu borga tvöhundr- uðþúsund kall á mánuði fyrir áskrift að skoðunum Hannesar?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.