Alþýðublaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.07.1993, Blaðsíða 4
4 MINNING MIKILS USTAMANNS Fimmtudagur 22. júlí 1993 j&agC ■/ vrV-V--.. ■ yr-ffsfl ■ j,: ’ r7' t Kona við spilaborð, 1925. „...þá sé ég stundum ótal hulda heima“ Dálítil umfjöllun um Finn Jónsson listmálara sem lést aðfaranótt þriðjudags, á 101. aldursári Samantekt: H.J. Árið var 1911. Austur á Djúpavogi var tæplega tvítugur strákur formaður á árabát sem hann og bræður hans gerðu út. Frá Djúpavogi var róið í þrjá tíma beint út á hafið með norðurfallinu. Formaðurinn ungi hét Finnur Jónsson, fædd- ur 1892 í tíð Kristjáns konungs IX sem færði íslendingum fyrstu stjórnarskrána. Finnur var tólf ára þegar Hannes Haf- stein varð ráðherra íslands og 26 ára þegar íslendingar próklameruðu kvikindi sem kallað var fullveldi íslands, eins- og Halldór Laxness orðaði það. En hvað beið ungs sjó- manns á Austfjörðum árið 1911? Brauðstrit og ævilöng bar- átta við þann gula - í flestum tilvikum. Fjórtán árum síðar var Finnur í hópi kunnustu framúrstefnumálara Evrópu. Mikilli ævi er lokið. Finnur Jónsson fæddist 15. nóvember 1892 á Strýtu í Ham- arsfirði, sonur hjónanna Ólafar Finnsdóttur frá Tunguhóli í Fáskrúðsfirði og Jóns Þór- arinssonar af Berufjarðarströnd. Einar Benediktsson skáld sagði að Finnur væri kominn „af listakyni, sem fluttist hingað til lands, af enskum ættum. Þar stendur ágætur uppruni." Bróðir Finns var Ríkharður myndhöggvari, og í frændgarði þeirra er margt listamanna og rithöfunda. Langafi Finns hét Richard Long, og Kristín föður- systir Finns, sagði honum að Richard þessi væri kominn í beinan karllegg frá Ríkharði ljónshjarta Englakonungi. Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur hefur ritað ítarlega um Finn Jónsson, og segir að hann hafi snemma orðið liðtækur við öll al- menn störf, „sótti sjó frá unga aldri og fór á veiðar eftir því sem aðstæður kröfðust og hlífði sér hvergi." Haustið 1915 innritaðist Finnur í Iðn- skólann í Reykjavík og lagði fyrir sig gull- smíði. Finnur ætlaði sér hinsvegar aldrei að verða gullsmiður fyrst og fremst. Indriði segir að hann hafi frá unga aldri átt í hug- skoti sínu þrá til þess að verða listmálari. Ekki vitum við hvAÐAN ungum strák á Austljörðum fyrir aldamótin síðustu kom þessi hugmynd: Sigurður málari var þá dá- inn úr vesöld og Þórarinn B. Þorláksson ekki farinn að láta til sín taka á léreftinu. Finnur fór áfram á kjarkinum einum saman, segir Indriði, og má til sanns vegar færa. A árunum 1915-16 sótti Finnur kvöld- nám í teikningu hjá Þórami B. Þorlákssyni, þáverandi skólastjóra Iðnskólans, og fékk einnig tilsögn hjá Ríkharði bróður sínum. Finnur lauk sveinsprófi í gullsmíði árið 1919 og hélt utan til Kaupmannahafnar þegar um haustið og innritaðist í einkaskóla Viggos Brandts. Arið eftir var hann valinn úr hópi gullsmiða til að sýna A stórri iðn- sýningu í Vesterbrogötu. Um svipað leyti hóf hann nám í einkaskóla Olafs Rudu í Kaupmannahöfn, en hann var í hópi frum- kvöðla framúrstefnulistar í Danmörku. Kaupmannahöfn var ekki beinlínis nafli listaheimsins, þá ffekar en endranær, en Finnur kynntist Tetzen-Lundssafninu þar- Finnur Jónsson, 1925. Myndin er tekin af Jóni Kaldal, árið sem Finnur reyndi að sýna íslending- um abstraktlist sem voru meðal annars verk eftir Picasso, Matisse og Munch. Arið 1921 kom Finnur sumarlangt til Is- lands og dvaldist austur að Strýtu og mál- aði. Um haustið hélt hann fyrstu sýningu sína á Djúpavogi, og í nóvember sýndi hann sömu verk í Bárunni í Reykjavík. Einkum var um að ræða landslagsmyndir frá Islandi og Kaupmannahöfn auk manna- mynda. „Danmörk var bara einsog sveitaþorp þegar maður kom þangað. Hún var það líka í listum," sagði Finnur Jónsson í samtali við Indriða. Púlsinn sló í Þýskalandi á þessum ámm. Og haustið 1921 fór Finnur til Berlínar og innritaðist í einkaskóla Karls Hofers sem var stórkostlegur listamaður og ramm- aukinn djöfull svo notuð séu orð Finns sjálfs. Finnur staldraði ekki lengi við í hinni lífsþyrstu, firrtu og bijáluðu Berlín. Leiðin lá til Dresden. Finnur var fyrsti íslenski listamaðurinn til þess að læra í Þýskalandi. Sú skýring hefur verið gefin á því, að hann hafi hrifist svo af ferðasögum Jóns Trausta. Þær eru að sönnu skemmtilegar en meiru hefúr líklega varðað að Dresden var Mekka myndlistarinnar á þessum árum. Þangað komu nýjungamennimir. „Þýskaland ólg- aði á þessum árum af sérkennilegu lífsfjöri, sem virtist lítil takmörk sett og gat tekið á sig hinar furðulegustu rnyndir," segir Indr- iði. Og víst er um að í Weimarlýðveldinu dafnaði listalíf sem ekki á hliðstæðu. Lista- menn í öllum greinum moluðu án miskunn- ar niður gamlar hefðir, og réðust á viðtekin gildi, aðferðir og hugsunarhátt. I þessu andrúmslofti hrærðist Finnur Jónsson. Hann var kominn langt ffá Djúpa- vogi. Arin 1922-25 stundaði hann nám í Dres- den við Der Weg, Schule fur Neue Kunst, sem útleggst Vegurinn, skóli nýlistarinnar. Emil Thoroddsen var í tónlistamámi í Dres- den á þessum ámm og benti Finni á skól- ann. Árið 1925 hitti Finnur Herwarth Walden, helsta stofnanda Der Sturm. Walden var mikill páfi ffamúrsteftiumanna í myndlist og Stormurinn var vettvangur byltingar- kenndrar listar. Finnur bankaði uppá hjá þessum mikla manni, f Potsdamerstrasse 134a í Berlín. Walden tók honum vel, og renndi í gegnum bunka af myndum sem Finnur hafði komið með sér. Síðan segir í grein Indriða: „Og á meðan hann var að virða myndim- ar fyrir sér, bar að mann á miðjum aldri, sem Finnur bar ekki kennsl á. Walden sneri sér að þessum manni og sagði honum að hann langaði til að fá umsögn hans um myndimar. Síðan sneri hann sér að Finni og sagði: Má ég kynna yður fyrir Kandinsky. Þér búið í norðrinu, sagði Kandinsky. Já, sagði Finnur, en þó sunnan við heim- skautsbaug. Ekki langt ffá honum en nógu langt til að fólk getur búið þar. Já, við könnumst við það, sagði Kandin- sky. Þér emð frá íslandi. Svo sagði Walden: Jæja, herra Jónsson. Við tökum þessar myndir yðar á næstu sýningu í Sturm-saln- um.“ Kandinsky var vitaskuld einn frægasti listamaður aldarinnar. Finnur Jónsson var kominn í gott kompaní. Átta myndir eftir hann vom valdar á vor- sýningu Stormsins, og nokkrar myndanna vom sýndar á alþjóðlegri sýningu í Brook- lyn Museum og söfnum í New York, Buff- alo og Toronto. Og hvað svo? Jú, Finnur Jónsson kemur heim og sýnir Reykvíkingum abstraktmyndir í Café Ro- senberg, í húsi Nathans og Olsens, veturinn 1925. Reykvíkingar höfðu aldrei séð annað eins. Þeir vom auðvitað vanir því að mynd- ir væm af einhverju: Fjöllum, sjómönnum, fólki - einhveiju. Þeir vissu ekki alveg hvað þeim átti að finnast og þessvegna létu lang- flestir sér fátt um finnast. Finnur seldi ekki eina einustu abstrakt- mynd sem var á sýningunni. Hann var ein- faldlega of snemma á ferðinni. Frank Ponzi listfræðingur hefur ritað mjög athyglisverða grein um Finn Jónsson, og kemst meðal annars svo að orði: „Ef draga má lærdóm af ævi listamanna er ferill Finns Jónssonar sígilt dæmi. Hann minnir óneitanlega á hin fomu sannindi að venjulega hljóti brautryðjendur á sviði lista misskilning, afskiptaleysi og jafnvel gleymsku að launum fyrir verk sín. Þetta virðist vera óumflýjanlegt hlutskipti allra þeirra sem ekki em í takt við ríkjandi hefð- ir eða hafa vogað að stíga óviðeigandi spor. Jafnvel þótt Finnur Jónsson hafi seint og um síðir hlotið uppreisn æm var það ekki fyrr en tiltölulega nýlega, á síðasta fjórð- ungi ævi listamannsins... að frumafrekum hans var fyrst veitt athygli fyrir alvöm og sýndur skiiningur og viðurkenning." Frank Ponzi undirstrikar að sýning Finns veturinn 1925 hafi markað tímamót í sögu íslenskrar myndlistar. En einatt er það svo að menn átta sig ekki á hvar tímamót hafa orðið fyrren löngu síðar. Um svipað leyti var Þórbergur Þórðarson að gefa út Bréf til Lám við afar blendnar undirtektir. Jón Thoroddsen yngri gaf út fyrstu prósaljóða- bókina á íslensku árið 1924 án þess að nokkur veitti því eftirtekt. Þetta vom tíma- mótaverk sem samtíminn skildi ekki. Finnur Jónsson varð fyrir vonbrigðum með móttökumar sem sýning hans fékk 1925. Hann geymdi myndimar hjá sér og þær gleymdust fljótlega. Tíminn virtist ætla að þurrka út sporin. En Finnur Jónsson lifði það að fá upp- reisn æm sem abstraktmálari, mörgum ára- tugum si'ðar. Þá rann upp fyrir íslendingum að þeir höfðu langalengi farið á mis við eitt merkasta framlag íslenskrar myndlistar- sögu. Finnur Jónsson hætti auðvitað ekki að mála. En hann breytti um stíl, þótt hann gripi oft í abstraktið. Hann var vissulega mikill og stórbrotinn listamaður en hann varð líka að mála myndir sem einhver vildi kaupa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.