Alþýðublaðið - 05.08.1993, Síða 2
2
LEIÐARI, SJONARMIÐ & SAGNFRÆÐI
Fimmtudagur 5. ágúst 1993
flhllHllilflllll
HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566
Útgefandi: Alprent hf.
Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason
Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson
Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason
Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson
Prentun: Oddi hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566
Fax: 629244
Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 110
Agaleysi á Islandi
Morgunblaðið birti í gær athyglisvert viðtal við hinn þekkta
knattspymumann Ásgeir Sigurvinsson. Ásgeir var dáður
knattspymumaður um alla Evrópu og víðar en hefur nú snú-
ið til íslands þar sem hann hefur tekið að sér starf þjálfara
fyrir knattspymufélagið Fram. Það sem einkum gerir viðtal-
ið við Ásgeir athyglisvert í víðara samhengi en í heimi knatt-
spymunnar, era ummæli hans um íslenskt þjóðfélag. Ásgeir
sem ekki reiknar með því að flytjast alkominn til íslands,
segir meginástæðuna agaleysið sem rikir hér á landi.
Orðrétt segir Ásgeir: „En ég held að það yrði mjög erfitt að
aðlaga sig lífinu á íslandi aftur. Gangur mála í þjóðfélaginu
er í vondri stöðu. Það vantar aga; vantar stöðugleika í þjóð-
félagið.. .Það er svo mikið kæraleysi ríkjandi í þjóðfélaginu;
menn lofa upp í ermina á sér einhveiju sem aldrei verður
staðið við...Það er talað mikið en lítið gert.“ Þetta era at-
hyglisverð orð. Þau koma frá virtum íþróttamanni sem hefur
dvalið langdvölum erlendis og samið sig að aga þróaðra
ríkja.
✓
Asgeir veit hvað agi er; sem einn dáðasti knattspymumaður
Evrópu þekkir hann vinnuna og agann bak við vinsældimar
og árangurinn. Hann hefur verið stjama en gerir sér grein
fyrir aga liðsins jafnt sem aga síns sjálfs. Glöggt er gests
augað, segir máltækið. Island verður skýrar í augum Ásgeirs
en í augum flestra fslendinga; hann er íslendingur sem snýr
aftur eftir langa útivera og dómur hans um íslands er harður
en sannur. Hann byggist á raunhæfum samanburði við þró-
uð og siðuð þjóðríki.
Agaleysið á íslandi er ríkjandi á öllum sviðum. Aðhalds-
leysi og innantóm orð eru ríkjandi þættir í allri tilvera íslend-
inga. Fyrirliðamir í þjóðarliði íslendinga ættu að sýna góða
fyrirmynd en hætt er við að þar ríkji sama agaleysið og ann-
ars staðar. Eða hvemig ætla menn að skýra taumlausan fjár-
austur ríkisvaldsins á undangengnum áram og áratugum í
vonlausar atvinnugreinar og pólitíska gæðinga? Aðhalds-
leysi stjómmálamanna á ríkisútgjöldum er auðvitað aga-
leysi. Vinnubrögð Alþingis hafa einnig verið til umræðu og
gagnrýnd. Maraþonræður málþófsmanna era auðvitað aga-
leysi.
Dæmin um agaleysið blasa alls staðar við í stjómkerfinu og
hinum pólitíska heimi. Sama agaleysi ríkir í atvinnumálum
íslendinga. Rekstur fyrirtækja og stjómun þeirra einkennist
af agaleysi. Stundum leiðir agaleysið til gjaldþrota en sjaldn-
ast era agalausir stjómendur og félagsstjómir látnir svara til
ábyrgðar.
Uppeldis- og skólamál einkennast einnig af agaleysi. Af-
brotin, vímuhátíðimar og reiðuleysi unglinganna um síðustu
nýliðna verslunarmannahelgi era talandi dæmi um agaleysi.
íslendingar era lítt agaðir á göngu sinni frá vöggu til grafar.
Þeir era því duglegri að tala. „Það er talað mikið, en lítið
gert,“ segir knattspymukappinn Ásgeir Sigurvinsson.
Kjaminn í þessari agaleysisumræðu er auðvitað sá, að hér-
lendis þurfa menn ekki að standa ábyrgir gerða sinna og orða
eins og fólk í útlöndum. Hér lifa einstaklingar jafnt sem fyr-
irtæki og stofnanir í skjóli ríkisvalds; skjóli sem gerir menn
óábyrga og agalausa. Dæmin úr landbúnaðarmálunum, fisk-
eldinu, ráðstöfun ríkisfjármála og fyrirtækjarekstri era
ótæmandi.
„Það vantar aga; það vantar stöðugleika í þjóðfélagið," seg-
ir okkar dáði knattspymumaður. Þetta era orð sem stjórn-
völd jafnt sem aðrir ættu að taka til sín og hugleiða.
Onncir sjónarmið. . .
VAR JESÚ NOKKUÐ SVO GÓÐUR GÆI? Það kœmi ekki á óvart efopnuhug-
leiðing Gunnars Smára um þessa spumingu myndi vekja hörð viðbrögð jylgjenda
Jesú Krists. Sú er venjan þegarfjallað er um umdeildar „súperstjörnur
Var Jesú nokkuð svo góður
gæi?
I nýútkomnu ágústhefti Heims-
myndar ritar Gunnar Smári Egils-
son, ritstjóri tímaritsins í fjarvcru
Herdísar Þorgeirsdóttur, nokkuð at-
hyglisverða hugleiðingu um frels-
arann, sjálfan Jesú Krist. Sam-
kvæmt innganginum að greininni
hefur enginn maður verið talinn
betri en Jesú Kristur. Frá því hann
var uppi hafa allir góðir og uppdikt-
aðir menn verið kallaðir Jesúlíki;
jafnt hjá Dostójevskí og Chaplin.
Ritstjórinn á í öllu falli eitthvað erf-
itt með að kyngja þessu með góð-
mennsku Jesú og spyr sig hvort
hann hafi nokkuð verið svo góður
gæi. Gefum Gunnari Smára orðið:
„Þegar öllu er á botninn hvolft er
ég nokkuð sáttur við guð og menn.
Mér er ekki illa við nokkum mann.
Og ég kann heldur ekki neitt yfir-
máta vel við fólk - nema mína nán-
ustu. Það má kannski segja að mér
sé mikið til sama um fólk; ég er
skammaríega ómannglöggur, ég
man ekki kjaftasögur, mér leiðist að
hlusta á fólk lýsa draumum sínum
og ég kann frekar illa við að heilsa
fólki eða láta það klappa mér. En
eins og ég sagði áðan er ég sáttur
við guð og menn. Þetta truflar mig
ekki.
Þó er einn maður sem hefur allt-
af vafist dálítið íyrir mér. Það má
jafnvel segja að hann tmfli mig.
Það er hann Jesú.
Ekki vegna þess að ég telji hann
ábyrgan fyrir því hversu naumt mér
var skömmtuð fegurð og gáfur.
Ekki heldur vegna þess að mér
frnnist hann hafa sett mér full-
strangar reglur að lifa eftir og
þröngsaumað fordæmi. Og heldur
ekki vegna þess að ég kenni honum
um að ég vinni aldrei í happdrætti.
Heldur vegna þess að ég hef átt í
stökustu vandræðum með að láta
mér líka vel við þennan mann. Það
er eitthvað við framkomu hans
gagnvart öðru fólki sem fer í taug-
amar á mér og truflar mig. Mér
fmnst Jesú einfaldlega ekki sérlega
góður gæi.“
Á Jesú lítið erindi á við
nútímamenn?
Gunnar Smári er þama rétt að
hitna í analýsunni um hvort Jesú
hafi raunverulega verið góður gœi,
eða ekki. Nú dregurfram hann efa-
semdarmanninn og segir að ef til
vill sé ekkert að Jesú og kannski
trufli það sig bara að vera tuttug-
ustu aldar maður sem mótaður er
af seinni tíma kurteisi og almenni-
legheitum. I öllu falli segist Gunnar
Smári ekkert skilja í hörkunni sem
skrásetjumm œvisögu Jesú fannst
svo smart:
Frá ritstjói
J*aö t'ina wra allir Ísk-iKl- Aíalutrlfti
Ingut viut um svlssnesk sama tm»
stjrirnrnál cr af> stfskaplígit ddtiur t;ð
fíir SvissIetKlmgat vwa hvaiS hvort v.t:
fi;tmttilaráðh«.'rrann í f>vS fj
lantli hfitii. FAi titanrikHtiiÖ- jú krtifu
bvrrtitin, Ást.rðan lyrir Jkw- J)j<VMfcb>y
ari viinvskiu í.elunttiotia titu nsiu kosn
svissiitaik M(ótni«!,ii et sú aft bvföi Iwt:
ajáifir ticyr.i Ísleti-Jir.gar og O* fökk I
siá ráfihí-rran.t sfnst ð bvcrjum Svo :tf
cinastt ttegi f tHnhmjum fjtilrmftjínum. Og annsó má tinfna
ttlagitS kvartítr cbilivw ítg minnisi á Svfas Jiew «cm KR, nota
fóík fær aft vt'ra f friðf fynt stjtttnmábtrrhðnnnm bann hlu
Hér ftcttna cni stjómm.'ManKani Itfns wgar allr S svipafta o
nlt,. Kt r.nii.. f.w; ,V. l .n/ti .. .-A.. l«4r i unr
GUNNAR SMÁRI EGILSSON:
Fyrmm ritstjóri Pressunnar og núver-
andi ritstjóri Heimsmyndar. Hann hef-
ur stundum verið nefndur „enfant
terrible“ blaðaheimsins og nú er það
enginn annar en Jesú og goðsögnin
um hann sem ritstjórinn tekur íbakarí-
ið.
„Munið þið efdr sögunni um
þegar Jesú og lærisveinamir réru
yfir Galíleuvatn. Um leið og þeir
stigu um borð gekk Jesú aftur í
skut, settist og steinsofnaði. Læri-
sveinamir gengu hins vegar að rám
og reiðum og undirbjuggu sigling-
una. (Það er sem sagt ljóst strax í
upphafi sögunnar hver er meistar-
inn og hverjir em lærisveinamir.)
Þegar þeir vom komnir nokkuð
áleiðis út á vatnið gerði aftakaveð-
ur. Lærisveinamir þurftu að beijast
við að halda bátnum á floti, rifa segl
og ausa eins og vitlausir væm. Á
meðan svaf Jesú sem fyrr. Það var
ekki fýrr en lærisveinamir vom
orðnir örmagna og horfðust í augu
við dauðann að þeir mönnuðu sig
upp í að vekja meistarann. Þegar
hann hafði losað blundinn reis hann
upp, leit út fyrir borðstokkinn og
sussaði á vindinn. Um leið skall á
logn og ládauður sjór.
Lærisveinamir horfðu agndofa á
kraftaverkið og krepptu hnefana til
að fela blóðug sárin sem þeir höfðu
fengið í baráttu við reiðana í ofsa-
veðrinu."
Forsmáði Jesú lærisveinana?
Og ritstjórinn lœtur gamminn
cirwsti ttetti i í-inhvc
áfram geysa, enda yfir sig hneyksl-
aður á þeirri lítilsvirðingu sem
honum finnst Jesú hafa sýnt lœri-
sveinum sínurn í þetta skipti (sem
oftar). Gunnar Smári veit nefnilega
sem er, að góðir gœjar láta ekki
svonalagað spyrjast um sig. ILátum
þennan kafla innan úr miðri grein
ncegja:
„Eg veit það ekki, en mér finnst
einhver óþörf niðurlæging í þessari
sögu. Af hverju gat Jesú ekld sýnt
baráttu lærisveinanna við náttúm-
öflin meiri virðingu. Þeir höfðu gert
allt sem í þeirra valdi stóð og urðu
að kyngja því að það dugði ekki til.
Fyrst forsmáði Jesú þá með því að
sofa eins og ungbam í óveðrinu
miðju. Síðan sussaði hann á þann
sama vind og var næstum búinn að
tortíma lærisveinunum - og sem
hefði sjálfsagt tortímt þeim ef Jesú
hefði ekki notið við. Hann hefði að
minnsta kosti getað sýnt þeim þá
kurteisi að þykjast vera hræddur.“
finnáll 5. ágást
Atburðir dagsins
1100 Hinn 31 árs Hinrik I. krýndur Englandskonungur.
1792 North lávarður látinn, breskur forsætisráðherra.
1858 Lagningu fyrsta A tlantshafs-sæsíinastrengsins lokið.
1861 Tekjuskattur kynntur til sögunnar í Bandaríkjunum.
1895 Friedrich Engels látinn, þýskur kenningasmiður
1914 Fyrstu rafmagnsumferðarljósin tekin í gagnið í Ohio.
1984 Leikarinn Richard Burton látinn, giftur Elizabeth Taylor.
1986 Hestur Önnu Bretaprinsessu vinnur mót í 13 tilraun.
1990 Bush Bandarikjaforseti sendir hennenn til Líberíu.
1990 írakar segja heri sína vera á leiðinni frá Kúwait.
Afmœlisdagar
Edward John Eyre - 1815 Breskur landstjóri á Jamaíka.
Guy de Maupassant -1850 Franskur smásagnajöfur.
John Houston - 1906 Bandarískur kvikmyndaleikstjóri.
Harold Holt - 1908 Ástralskur forsætisráðherra 1966-67.
Jacquetta Hawkes -1910 Breskur fomleifafræðingur.
Neil Armstrong - 1930 Bandarískur og fyrstur á tunglið.
Málsháttur dagsins
,pístin er livikul, liverful og svikuL"
Óprentað málsháttasafn Bjöms Haraldssonar kennara.
Owens svekkir Hitler & co.
á Ólympíuleikunum í Berlín
5. ágúst 1936 - Þýski kanslarinn Adolf Hitler
þurfti í Berlín að horfa upp á að kenning hans
um yfirburði aríska kynstofnsins væri buil.
Það var hinn 23 ára gamli blökkumaður,
Jesse Owens, sem sýndi fram á þetta með
glæsilegum sigri sínum í 200 mctra hlaupi.
Aður hafði Owens unnið 100 metra hlaupið
og langstukkið, |>ar sem hann setti rcyndar
heimsmet. Hitler neitaði að óska Owens til
hamingju meö sigurinn en óskaði I.utz Ixing
sem varð í iiðru sæti til hamingju í einními.
Owens lætur sér fátt linnasl um vonlirigði
nasistana og baðar sig glaður í aðdáun áhurf-
endanna í Berlín.
filþýðubladið 5. ágúst 1988
Verðbólgan yfir rauðu strikin...
„Ásmundur Stefánsson, forseti A.S.Í., segir að staða atvinnulífsins sé orð-
in mjög alvarleg og stöðvun blasi víða við. „Ég fæ hins vegar ekki séð að
verið sé að undirbúa aðgerðir til að takast á við þessi vandamál af hálfu
stjómvalda. Stjómvöld virðast ætla sér að skjóta ábyrgð á yfirvofandi
gengisfellingu yfir á nefnd,“„ segir Ásmundur um verðbólgumálin í for-
síðufrétt.
Dauðagildra...
„Hið hörmulega flugslys við Reykjavíkurflugvöll fyrr í vikunni hefur eðli-
lega vakið upp umræður um framtfð flugvallarins í Vatnsmýrinni.
Skemmst er þess að minnast að í marsmánuði 1986 rann Fokker-vél Flug-
leiða út af flugbrautinni sem snýr í austurvesturátt, og hafnaði yfir þvera
Suðurgötu. Það virðist því aðeins spuming um tíma hvenær komi til alvar-
Iegs flugslyss í Reykjavík, einkum ef haft er í huga að aðalfluglínur til lend-
ingar iiggja yfir miðbæ höfuðborgarinnar, Breiðholt og Fossvog," segir í
harðorðum leiðara um flugvallarmálin.
Ójafnrétti á öllum sviðum...
, Jafnstaða kynja á öllum sviðum er orðið viðurkennt markmið á Norður-
löndunum fimm, íslandi, Danmörku, Noregi, Sviþjóð og Finnlandi. Með
jafnstöðu er átt við að konur og karlar hafi sömu réttindi, skyldur og mögu-
leika til að hafa starf og vera efnahagslega sjálfstæð, gæta heimilis og
bama, og taka þátt í stjómmálum og öðrum þáttum samfélagsins. í>rátt fyr-
ir þær miklu breyúngar sem átt hafa sér stað í samfélaginu á undanfömum
áratugum cr þessu marki hvergi nærri náð, konur ganga alls ckki lil sama
borðs og karlar hvað varðar nám og störf," skrifar Sólveig Ólafsdóttir í
fréttaskýringu sína um (ó)jafnréttismálin.
Einn með kaffinu...
„Feðgamir á bænum voru afspymulatir.
Dag einn þcgar þeir sátu inni í eldhúsi yf-
ir kaffi, sagði faðirinn við soninn:
- Skrepptu út og athugaðu hvort hann sé
farinn að rigna.
Sonurinn svaraði:
- Kallaðu heldur inn hundinn og sjáðu
hvort hann sé blautur!"
Alþýðublaðið föstudagur 5. ágúst 1988
ÚTGEFANDI: Blað hf. - FRAMKVÆMDA-
STJÓRI: Hákon Hákonarson - RITSTJÓRI:
Ingólfur Margeirsson - FRÉTTASTJÓRI:
Krlstján Þorvaldsson - UMSJÓNARMAÐUR
HELGARBLAÐS: Þorlákur Helgason - BLAÐA-
MENN: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir og
Ómar Friðriksson - DREIFINGARSTJÓRl:
Þórdís Þórisdóttir - SETNING 0G UMBR0T:
Filmur og prent - PRENTUN: Blaðaprent hf.
ILMIIUMMIII
(ERÐBOLGAN
IFIB RAUOU STRIKIH í HAUSTIgl