Alþýðublaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 5. ágúst 1993
NUNNA, SKATTAR, FONDA-FRETTIR & GLERBLASTUR
3
Meðaltal alagðra gjalda á einstaklinga í
Reykjanesumdœmi
Seltimingar hæstir með
360 þúsund krónur
„Hér búa dugmiklir ein-
staklingar og sam-
viskusamir sem finnst
eðlilegt að greiða til
samfélagsins það sem
þeim ber. Álagning út-
svars er 7% og hefur
verið óbreytt síðustu
fjögur eða fimm árin,
en vægi aðstöðugjalda
hefur verið sáralítið
hér,“ sagði Sigurgeir
Sigurðsson, bæjarstjóri
á Seltjarnarnesi í sam-
tali við blaðið.
Meðaltal álagðra gjalda á einstak-
linga er hæst á Seltjamamesi af
sveitarfélögum í Reykjanesum-
dæmi eða 359.893 krónur. Næst er
Garðabær með 345.237 og svo
Bessastaðahreppur með 330.821
krónur. Önnur sveitarfélög í unt-
dæminu ná ekki 300 þúsundum að
meðaltali og langlægsta sveitarfé-
lagið er Kjósarhreppur þar sem
meðaltalið er 162.977 krónur.
Sigurgeir bæjarstjóri sagði að út-
svarsháir einstaklingar hefðu jafnan
verið í hópi íbúa Seltjamamess. Þó
sum önnur sveitarfélög væm með
lægri útsvarsprósentu væm fast-
eignagjöld á Nesinu með þeim
lægstu sem sveitarfélög innheimtu.
Aðalverktakar greiða mest
Álögð opinber gjöld í Reykjanes-
umdæmi námu samtals 16,4 millj-
örðum króna. Þar af greiða einstak-
lingar liðlega 13,2 milljarða en fé-
lög og aðrir lögaðilar tæpa 3,2 millj-
arða. íslenskir aðalverktakar sf.
greiða langmest í opinber gjöld eða
rúmlega 700 milljónir króna. Vam-
arliðið greiðir 130 milljónir og
Sparisjóður Hafnaríjarðar 65 millj-
ónir.
Hilmar Rafn Sölvason málara-
meistari og athafnamaður í Keflavík
er gjaldahæstur einstaklinga með 18
milljónir. Jón Ásbjömsson fískút-
flytjandi með meim og Seltimingur
greiðir 13,6 milljónir og Sigurjón S.
Helgason verktaki í Keflavík er í
þriðja sæti með nær 13 milljónir.
Skattgreiðendur í skattskrám ein-
staklinga em 51.302, þar af em
2.590 böm undir 16 ára aldri, en
2.075 í skattskrám lögaðila eða alls
53.377.
Algjör Fonda-frétt
Schwarzenegger mætti ekki,-
Karl Bretaprins hjá ömmu sinni
Hvorki Arnold
Schwarzenegger né
heldur Karl Breta-
prins voru við lax-
veiðar í íslenskum
ám í gær. Frétt?
Varla. Þetta er
Fonda-frétt. Hitt er
annað mál að Arnold
vaxtarræktarmaður
og kvikmyndajöfur
var væntanlegur til
veiða í Norðurá í
gær. Líkt og Jane
Fonda og eiginmaður
hennar, þá birtist
kappinn ekki. Hins-
vegar er kappann að
finna í Stjörnubíói í
myndinni Síðasta
hasarmyndahetjan.
Þá flugu sögur um það í Borg-
arfirði í gær að sjálfur Karl Breta-
prins væri kominn til veiða í
Þverá. Það reyndist bull og slúð-
ur hið mesta. 1 veiðihúsinu við
Þverá könnuðust menn við orð-
róminn, en sögðust ekki hafa orð-
ið varir við prinsinn, hann væri
auðþekktur.
„Eg sá Karl í hádegisfréttunum
á Sky News þar sem hann var að
heimsækja drottningarmóðurina,
ömmu sína, því hún varð 93 ára í
dag“, sagði breski konsúllinn í
Reykjavík.
Sem sagt, eintómar Fonda-
fréttir þessa dagana. Eða eigum
við að segja gúrkufréttir?
ARNOLD - mætti ekki til veiða í Norðurá, en er á hvíta tjaldinu í Stjömu
bíói.
LÉTTUR SPRETTUR NUNNU VIÐ SKÁLHOLT
Alþýöublaösmynd / Einar Ólason
Efnafrœðiskor Raunvísindadeildar Háskóla íslands
Skemmtileg heimsókn glerblásturssérfræðings
Á vegum efnafræðiskorar Raunvísindadeildar Há-
skóla íslands er nú staddur hér á landi austurrískur
glerblásturssérfræðingur, Heinrich Uffelmann að
nafni. Hann hefur undanfarnar vikur unnið að gerð
sérstakra tækja úr gleri sem ekki er hægt að kaupa
tilbúin, en nauðsynleg eru við rannsóknir og tilraunir
í efnafræði. Heinrich hefur unnið við glerblástur í um
hálfa öld og lærði listina ungur að árum. Hann er nú
yfirkennari við Glerblástursskólann í Austurríki og er
sá skóli aðeins einn af fjórum í gjörvallri Evrópu.
Að sögn Siguijóns N. Ólafs-
sonar hjá Raunvísindastofnun
hefur Heinrich ekki aðeins búið
til rannsóknatæki fyrir starfs-
menn efnafræðiskorar heldur
hefur hann einnig búið til fyrir þá
ýmsa skrautmuni til að gleðja þá:
Þar má nefna listilega smíðuð
glös og staup, stíliseruð skip og
síðan ýmsar skemmtilegar fígúr-
ur, til dæmis hinar vinsælu risa-
eðlur. Sigurjón sagði Heinrich
hafa aðstöðu í VR-I byggingu
Háskóktns þar sem hann situr
allan liðlangan daginn og blæs
gler. Þess má geta að Heinrich
hefur verið að kenna tækjaverði
Raunvísindastofnunar, Haraldi
Þórðarsyni, að blása gler. Hein-
rich hefur enn fremur verið svo
vinsamlegur að leyfa hvetjum og
einum af liinum 10 stúdentum
sem eru í sumarvinnu við efna-
fræðiskorina að sitja hjá sér dag-
part til að kynnast listinni.
Hcinrich Uffelmann er brátt á
förum frá iandinu en áður hann
kveður ætlar hann að halda svo-
litla sýningu á glerblæstri fyrir
samstarfsmenn sína og aðra
áhugasama.