Alþýðublaðið - 05.08.1993, Side 4

Alþýðublaðið - 05.08.1993, Side 4
4 Fimmtudagur 5. ágúst 1993 SIGLUFJÖRÐUR hátíð á Siglufirði Talið er að um 5-6000 manns hafi sótt síldar- hátíðina sem nú um verslunarmannahelg- ina var haldin í þriðja sinn á Siglufirði. Hátíð- in var mun veglegri nú en undanfarin ár í til- efni af því að 90 ár eru liðin frá því að hið raunverulega síldar- ævintýri hófst á Siglu- firði. Einnig á Siglu- fjarðarkaupstaður 75 ára afmæli á þessu ári. Fjölbreytt dagskrá var í boði frá fimmtudegi og fram á sunnudags- kvöld. Allt fór mjög vel fram, en hátíðin á Siglufirði hefur þá sér- stöðu, miðað við aðrar útihátíðir, að heima- menn sjá sjálfir um öll skemmtiatriði. Á Siglu- firði búa nú um 1800 manns. Þrátt fyrir leið- indaveður á Norður- landi í sumar, þá var sól og blíða á Siglufirði um helgina. Myndir og texti: STB Theodór Júlíusson leikari hcfur verið driffjöðurin í Síldarhátíðunum sem haldnar hafa verið á Siglufirði. Hér tekur hann lagið og syngur af mikilli innlifun. Siglfirðingar sáu um öfluga dagskrá á Ráðhústorginu á Sfldarhátíðinni. Eins og sjá má þá var mikill mannf jiildi þar sam- Utgerðarmennirnir Olafur Marteinsson og Ragnar Olafsson vildu greinilega ræða ýmis mál tengd sjávarútvegi við ráð- an komin í blíðskaparveðri. í forgrunni má sjá styttu sem nefnist Sfld og var reist til minningar um sfldarævintýrið sem herrann. Ossur hlustar og teigar (létt)öl. A milli þeirra stendur Kristján L. Möller forseti bæjarstjórnar. stóð frá 1903 til 1968. Hér má sjá hvar sfldarstúlkur taka lagið á sviðinu við torgið. Lengst til vinstri má sjá Ómar Hauksson í hlutverki sfldar- spekúlants og í miðjunni stendur Theodór Júlíusson framkvæmdastjóri Sfldarævintýrsins. Þetta er þriðja árið í röð sem Theodór gegnir þessu starfi. Hugsað til sfldaráranna? Gamall Siglfirðingur, Ægir Jóakimsson, hefur hér tyllt sér á tunnu á sfldarplaninu og hugsar sjálfsagt til gömlu góðu sfldaráranna sem flestir Siglflrðingar minnast með hlýjum hug. Almar Möller var einn af mörgum Siglfirðingum scm lifði sig inn i Síldarævintýrið. Hér situr hann við stýrið á Sigurvin SI, sem var á sínum tíma bátur Gústa Guðsmanns. Báturinn er nú í eigu Sfldarminjasafnsins og var komið fyrir á torginu yfir Síldarhátíðina. Sögulegur bæjarstjórnari'undur á sfldarplani. Það fréttist af Össuri Skarphéðinssyni á Sfldarhátíðinni og því boðaði bæj- arstjóm Siglufjarðar til bæjarstjórnarfundar með umhverfisráðherra á Drafnarplani, þar scm sfldarsöltunin fór fram. Þar snæddu fundarmenn sfld og harðfisk, renndu því niður með öli og ræddu um sorpmál og sjávarútvegsmák Á mynd- inni em frá vinstri: Ragnar Ólafsson, Bjöm Valdimarsson bæjarstjóri, Ólafur Martcinsson, Bjöm Jónasson, Ólöf Krist- jánsdóttir, Skarphéðin Guðmundsson, Kristján L. Möller, Össur, Amý Sveinbjörnsdóttir kona hans, Jón Sæmundur Sig- urjónsson fyrrverandi alþingismaður og Ásgrímur Sigurbjörnsson.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.