Alþýðublaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 5. ágúst 1993 NEYTENDAMÁL 5 <0^ SOFT 'N QENTLE » 4 ROLL JL /%, Bathroom il|f STissue “ / FIELDTRIAL QOURMET •NQRÁVY Dog Food 4LB.BAG 9 Chunk Tuna Macaro nfó’Chi Qi. RAGU SfflSpaghÉttl Sauce BBS UBAT.MU8HR00M : THICK 'N’ HSAHTY Fruit Drinhs !MA JSM íf ’ A © , mi™í" «.oozr A wunun'tMniiuM'pii' maeNoodít't Snack CooMes BEVERAGES& SNACKS DYRT að vera Islendiiigiir -ekki síst þegar keyptar eru landbúnaðarafurðir - „Staðreynd að einstakri atvinnugrein hefur hefur tekist að halda uppi verðlagi með hjálp stjórnvalda til verulegs óhagsrœðis fyrir stóran meirihluta þjóðarinnar. Hvers vegna þetta viðgengst er í raun óskiljanlegt“, segir Kristján Jóhannsson, lektor Brýnustu lífsnauðsynjar íslendingsins kosta mikið fé, mun meira en þekkist í flestum eða öllum ná- grannalöndum okkar. Þó er vitað mál að í dag ver meðalfjölskylda á íslandi mun minna hlutfalli heimilistekna sinna til matvælakaupa en áður tíðkaðist. Engu að síður er hlutfallið stórt miðað við önnur lönd, bæði í Evrópu og í Ameríku, og matvöruinnkaupin eru langstærsti kostnaðarliður- inn í heimilishaldi landsmanna. Ódýr innkaup í Bandaríkjunum Lítum aðeins á dæmigert verðlag í Bandaríkjunum. Beinlaus nauta- steik á 250 krónur kílóið; svínasteik á 215 krónur kílóið, bakaður kjúk- lingur á 140 krónur stykkið; bjór- kassi á 350 krónur og þriggja lítra gosflaska á 55 krónur. Það er von að íslenskum neytendum bregði í brún að sjá svona tölur. Dýr landbúnaður og stríðsótti „Þetta verðlag hjá okkur er svo gersamlega geðveikt og út af kort- inu að engu tali tekur“, sagði ferða- langur nýkominn frá Orlando á Flónda í samtali við Alþýðublaðið. Hann sagði að núna væri upplýst að almenningur borgaði 81% af kaupi íslenskra bænda,sem eru rúmlega 4 þúsund talsins. Arangurinn væri sá að matarverðið hjá okkur er marg- falt dýrara en hjá nágrannaþjóðum okkar. „Og hversvegna þurfum við að halda sveitunum í byggð? Jú, svo að við getum brauðfætt okkur ef það kemur stríð, segja menn. Dugar þessi röksemd ein og sér? Getur nokkur keypt landbúnaðarfram- leiðsluna ef það kemur stríð? Af hverju skiptir það einhverju máli fyrir mig á mölinni hvort menn eru að hokra á einhverjum afdalabýl- um, eða hvort það er einn bóndi sem sitji allar þessar jarðir og fram- leiði fyrir mig kjöt á verði sem ég er tilbúinn að borga á fijálsum mark- aði? Af hveiju þarf ég að styrkja bændur helmingi meira en gert er Evrópubandalaginu?“ spurði þessi kunningi okkar. Hann sagðist vera tilbúinn að sætta sig við 1 % kaup- lækkun á móti hverjunt 2% sem matvaran lækkaði. Þá þyrfti ekki gengisfellingar eða aðrar efnahags- ráðstafanir. Hvers vegna svo hátt verðlag? Neytendasamtökin hafa skiljan- lega haft áhyggjur af verðlagsþróun matvæla á íslandi. Mönnum fínnst of langt seilst í vasa almennings í verðlagningu þeirra. Haldin var í fyrra sérstök ráðstefna á vegum Neytendasamtakanna, þar sem fjallað var unt spurninguna: Hvers vegna er verðlag svo hátt á Islandi? Kristján Jóhannsson, lektor í við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Islands sagði í erindi sfnu á þeim fundi að svarið væri auðvitað ekk- ert einhlítt, því í sumum tilvikum væri verð á Islandi hagstæðara en í nágrannalöndunum. Því miður væri þessi hagstæði samanburður þó ekki í öllum tilvikum. Viðskiptahindranir hækka verðlag Vitnaði Kristján í viðamikla könnun sem Hagfræðistofnun Há- skóla fslands gerði fyrir neytenda- nefnd norrænu ráðherranefndarinn- ar í Kaupmannahöfn. Þá könnun kynnt viðskiptaráðherra, Sighvatur Björgvinsson, fyrir fréttamönnum í gær og er hennar nánar getið í frétt- um blaðsins í dag. Fólst sú athugun í því að kortleggja viðskiptahindr- anir á Norðurlöndum og meta hvaða áhrif þær hefðu á verð land- búnaðarvara og þarmeð afkomu heimila á Norðurlöndunum. Við- skiptahindranir eru með ýmsu móti, tollar, innflutningskvótar og tækni- legar hindranir í viðskiptum. Hindranir þessar eru sem kunn- ugt er miklar og hafa þau áhrif að vöruverð á heimamarkaði er annað og hærra en á frjálsum markaði, heimsmarkaði. „Við þekkjum þá staðreynd að tollar og önnur innflutningshöft leiða til hærra vöruverðs á heirna- markaði en á heimsmarkaði. Sú umframupphæð sem neytandinn verður að greiða af þessum sökum fyrir neyslu sína rýrir velferð eða ráðstöfunarfé neytandans sem þeirri upphæð nemur. Þá má einnig telja að velferð neytandans hafi minnkað vegna þess að lægra vöru- verð hefði veitt honum kost á meiri neyslu. An þess að fara nánar út í hagfræðilegt samhengi þessara þátta hér, þá er sú ályktun dregin að velferðartap neytenda, sem rekja má til viðskiptahindrana, samsvari mismuninum á heimsmarkaðsverði og heildameyslu neytandans á við- komandi vöru“, sagði Kristján Jó- hannsson í erindi sínu. Matvæli 10% umfram almennt verðlag í erindinu kom fram að upp úr aldamótum eða 1910 fóru nær 60% ÓDÝRT I HENNI AMERÍKU - íslenski strákurinn á myndinni var kátur með innkaupin. Allt þctta fyrir 50 doilara, eða ca. 3.500 krónur, steikur góðar, bjór, Bacardi, gosdrykkir, sælgæti og fleira og fleira á verði sem er varla þriðjungur á við það scm greiða þyrfti hcr á landi. af útgjöldum heimilanna til kaupa á matvælum. Þetta hlutfall er nú komið niður í 20%, hlutföllin svip- uð og á hinum Norðurlöndunum að sögn Kristjáns. Þetta er rakið til hærri rauntekna heimilanna og hlutfallslega lægra verðs á matvæl- um í kjölfar tæknivæddrar fram- leiðslu og búskaparhátta. Kristján bendir þó á að verð á matvælum á Islandi hefur á síðastliðnum 10 ár- urn hækkað yfir 10% umfram al- mennt verðlag mælt á mælistiku framfærsluvísitölunnar. Eftir stendur sú staðreynd að matvælainnkaupin í Hagkaupi eða Bónus eru fimmtungur heildarút- gjaldanna á flestum heimilum landsins, mun meira hjá láglaunuð- um, og fólki finnst það hlunnfarið í þessum viðskiptum og benda á verðlag í öðrum löndum. Kristján segir að samkvæmt viðamikilli neyslukönnun íNoregi fyrirörfáum árum hafi komið í ljós að þetta hlut- fall er allt að þriðjungi hærra hjá tekjulægstu heimilunum þar í landi. Trúlega sé svipað hlutfall hér á landi. Það sé því ljóst að verð á mat- vælum hefur ótvíræð áhrif á af- komu íslenskra neytenda og þá einkum hinna lægstlaunuðu. Milljarðar í bættan hag neytenda Fijáls innflutningur landbúnað- arvara á svokölluðu heimsmarkaðs- verði mundi samkvæmt fyrmefndri könnun Háskólans þýða 5 milljarða bættan hag neytenda, - eða sem nemur rúmlega 80 þúsund krónum á hverja 4 manna fjölskyldu. Það gæti þýtt að hver fjölskylda lækkaði matarreikning sinn um 14%. „Öllu kröftugri verður ábati ís- lenskra heimila ef metin eru áhrif þess að nema brott allar stuðnings- og vemdaraðgerðir stjómvalda, sem varða landbúnaðarvörur. Þá kemur ekki eingöngu fram svokall- aður markaðsstuðningur. heldur einnig sú skattalækkun neytenda, sem framkvæma mætti samhliða afnámi opinberra styrkja“, sagði Kristján. „Hvað jrennan þátt varðar leiddi könnunin í ljós, að heildar- stuðningur íslenskra neytenda við landbúnaðinn næmi samtals 14,8 milljörðum íslenskra króna. Þetta jafngildir þvf að lækka mætti heild- arútgjöld heimilanna um 7%. Með því að spara neytendum þessa upp- hæð, samsvaraði það ráðstöfun um að lækka heildarútgjöld heimilanna til matvælakaupa um rúm 40%“, sagði Kristján Jóhannsson. Stjórnvöld hjálpa til að halda uppi.verðlaginu Lokaorð Kristjáns vom mikill áfellisdómur yfír því kerfi sem við búum við, en þá er hann að svara í stuttu rnáli spumingunni: Hvers vegna er verðlag svo hátt á Islandi? „Hvað matvömr varðar felst svarið í þeini staðreynd, að ein- stakri atvinnugrein hefur tekist að halda uppi verðlagi með hjálp stjómvalda til vemlegs óhagræðis fyrir stóran meirihluta þjóðarinnar. Hvers vegna þetta viðgengst er í raun óskiljanlegt. Ekki kemst iðn- aður og sjávarútvegur upp með slíkt, hvað þá verslun og þjónusta. Þvert á móti búa þessar meginstoð- ir íslensks atvinnulífs við harða og í raun harðnandi alþjóðlega sam- keppni. Samkeppni, sem mun efla þessar greinar og leiða til lægra vömverðs og verða íslenskum neyt- endum til hagsbóta. Spurningin er því: Hvers vegna er landbúnaður- inn undanskilinn?" Odýrari vara, - hærri laun Á umræddum fundi Neylenda- samtakanna kom fram í erindi Mar- íu E. Ingvadóttur að kaupmáttar- skerðing undanfarinna fimm ára er orðin meira en 10% til jafnaðar. Lægra vömverð er því lífsnauðsyn fyrir neytendur. María sagði að oft væri því fleygt lram að launakostn- aður væri hár á Islandi miðað við ýmis önnur lönd. Hún sagði hins- vegar að laun í Þýskalandi væm 72% hærri en á íslandi, 69% í Nor- egi, 39% í Austurríki og 19% hærri í Frakklandi svo dæmi séu tekin. „Forvitnilegt væri að bera sanian kaupmátt þessara launa“, sagði María. Þar er mergurinn málsins, og sá samanburður íslenskum neyt- anda mjög í óhag. 'Y0UGET01 ’FOREACH 'Tf', BRIQHT 'N' EARLY Breakfast Beverage 64 0Z.CRT. Auglýsingar í bandarískum blöðum gera íslenska neytendur forviða. Hvernig er hægt að bjóða slíkt verðlag hjá þjóð sem hefur mun betri laun en íslendingar?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.