Alþýðublaðið - 05.08.1993, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 5. ágúst 1993
FROÐLEIKUR
7
P a 11 b o r ð i ð
Að réttu máli fornu
eftir Harald Jóhannsson
Þeir nefndu goðin hinu
gríska orði theoi -
skipuleggjendur, því að
þeir höfðu skipulagt og
raðað öllu í rétta röð
og sett hvern hlut á
sinn rétta stað.
Heródótus
Þá gengo regin öll
á rökstóla,
ginnheilög goð
og um það gcettuz
nótt og niðiom
nöfn um gáfo
Völuspá (6. vísa)
í Steinkrossi, fjórða bindinu í
ritsafni sínu um heiðinn dóm og
fom minni ræðir Einar Pálsson um
mál og vog að fomu og heimsmynd
í Eddukvæðum. Að hvom tveggja
verður stuttlega vikið.
I.
„Samkvæmt kerfi Ptolomæusar
var jörðin kúla, og lágu níu lög um-
hverfis, öll kúlulaga. Sjö lögin voru
kennd við himintungl." (Bls. 106).
Fellur það að Snorra Eddu, 100.
vísu í nafnaþulum:
Níu eru himnar
á hœð taldir.
Veikt ek inn neðsta,
sá er vindbláinn
get ek nú vera
átta himna
upp of talda,
skattymir stendr
skýjum efri
hann er útan allra heima.
Á óvart kemur samsvömn þessi
ekki. „Hið mikla rit Ptolemæusar,
Almagest, var til dæmis kennt við
kaþólsk menntasetur á dögum
Snorra. Fræg bók um skipulag
himnanna nefndist De Sphœra (Um
kúluna). Var hún eftir stjömuffæð-
inginn Johannes Sacrobosco, rituð
um 1240... em himnamir einmitt
taldir níu...“ (Bls. 107). Þá segir í
Gylfaginningu (k. 51): „...Þór ber
banaorð af Miðgarðsormi og stígur
þaðan braut 9 fet; þá fellur hann
dauður til jarðar fyrir eitri því, er
ormurinn blæs á hann“. Þá segir
Óðinn í Völuspá (140.v.):
Fimbullíóð nío
nam ek afenomfrœgia syni
Bölþórs, Bestíóföður
„Á trénu kveður Óðinn sig hafa
numið fimbulljóð NÍU... hugað er
að níföldu eðli Asksins. Væntan-
lega hefur Óðinn lært eitt fimbul-
ljóð fyrir hvert FET Þórs, hvem
hinna 9 himna veraldar." (Bls.126).
Á meðal annarra orða er lagt út af „-
Hveli Satúmusar - Gimi. Þótt þama
standi ekki GIMLI... kann að vera
um sama stað að ræða... Snorri
nefnir staðinn Gimlé...væntanlega
.. ..hlé Gimis...“ Bazt er þá að vera
á Gimlé á himni..." eftir Ragna-
rök.. hafa heiðnir íslendingar átt sér
hugmynd um sælustað í SJÖ-
UNDA HIMNI“. (Bls. 107). En
„vándir menn fara til Heliar og það-
an í (Nif)hel. Þat er niðr f enn ní-
unda heim,“ (Bls. 111), að segir í
Gylfaginningu.
Um Valhöll, öðm nafni Bilsk-
ími, segir í Grímnismálum (24.
vísu):
Fimm hundruð gólfa
ok umfiórum tögom,
svá hygg ek Bilskími með bugom;
ranna þeira
er ek rept vita,
míns veit ek mest magar.
Þýski goðfræðingurinn Otto Si-
egffied Reuter skýrir vísu þessa
svo: „Hin 540 hlið hinnar ger-
mönsku goðahallar samsvara ná-
kvæmlega hinum 54, þ.e. 2x27
„tunglhúsum" Indveija ... Hin af-
brigðilega tídeiling á auðsjáanlega
rætur að rekja til sérstakrar nor-
rænnar og fomarískrar aðferðar...-
Tákni hins vegar hin 540 eða 54
hlið hinnar víðu Valhallar tungl-
stöðu hinna 27 dagnátta stjömu-
mánaðarins, þá leiðir það nú til
skilnings á eðli hinnar víðu Valhall-
ar. Valhöll er alheimurinn. Hlið
hennar em op dýrahringsins." (Bls.
198).
n.
Stecchini bendir á, að „mælingar
ALLRA helstu menningarheilda
fomaldar - þar með taldar mæling-
ar Kínveija og Indveija - mynda
eitt samstætt, rökrétt kerfi,“ (Bls.
33) og em miðaðar við „að sam-
ræma vegalengd og tíma.“ (Bls.
34). Og heitum „mælieininga...
svipar mjög saman í semitiskum,
indóevrópskum og fmnsk-úgrísk-
um málum.“ (Bls. 34)
„Rómverskar arfsagnir telja, að
allar mælingar hafi átt sér upphaf í
mælingum Egypta." (Bls. 33). Og
„Heródótos skýrir frá því, að sam-
kvæmt fomum grískum sögnum
hafi tvær dúfur flogið frá hofi Am-
ons á Egyptalandi til að setja á stofn
véfréttimar að Dódóna og Delfí."
(Bls. 185). Víst er um það, að til
Egypta sóttu Grikkir mælieiningar
sínar, enda héldust í þeim „furðu-
lega náin tengsl... milli mælinga
tíma og rúms...“ (Bls. 189), sem
Stecchini tilgreinir svo:
f ritsafninu Nordisk Kultur kveð-
ur A.W. Brogger vel hugsanlegt
„að mál og vog Norðmanna eigi sér
keltógermanskan uppruna, þar sem
rekja má mælieiningar aftur til hins
grísk- litaða tíma fyrir Krists burð.“
(Bls. 173). Getur hann þess „að
elstu fomleifar Norðmanna sýni
mikla natni við nákvæm mál, ná-
kvæman þunga." (Bls. 173). I ann-
arri grein í Nordisk Kultur segir As-
gaut Steinnes, „að helstu lengdar-
kvarðar Norðmanna hafi verið staf-
ur og stöng (stikke og stong).“ (Bls.
173).
í Skírni 1958 birti Magnús Már
Lámsson yfirlit yfir íslenskar mæli-
einingar. í því er alvöllur „nefndur
„lögvöllur". Ennfremur er sagt, að
4 alvellir em í stakkengi, sem eftir
þvf ætti að hafa verið 216.000 fer-
faðmar, sé eyrisvöllur 30 faðmar á
kant. Hér hefur samt orðaröðin snú-
ist við, og væm þá 4 stakkengi í al-
velli". (Bls. 172).
III.
Víða er seilst til fanga, jafnvel í
hebreskum kabbala- fræðum. Að
lokum verður þó aðeins upp tekin
lfásögn af arískri goðafræði Ind-
veija, sótt í Ancient Indian Kings-
hip from the Religious Point of
View eftir J. Gonda (E.J. Brill, Lei-
den 1969): „.. .en á öðmm stað seg-
ir, að konungar guðanna séu þeir
Agni og Soma, og færi tilbiðjand-
inn Agni fóm í norðri, Soma í
suðri... Soma er mjöður goða. Sem
guð verður hann hliðstæða Bakkus-
ar eða Díónýsosar, að sögn J. Daw-
son (ath. í Classical Dictionary of
Hindu Mythology, Routledge &
Kegan Paul, London, 1968, undir
Soma) ... Er með afbrigðum at-
hyglisvert að sjá Soma kvænast 27
dætmm risans Daksha, þær dætur
vom 27 tunglhús himinhringsins.
Þetta er fyrsta tala raðarinnar 27-
54-108-216-432, fellur nákvæm-
lega að efni.“ (Bls. 175-176).
Höfundur er hagfræðingur
1000 grískar álttir (cubiís)
86.400 sekúndna dagur
100.000 Mýkene-fet
1440 mínútna dagur
lOOgrísk fet
1 sekúnda tíma
86.400.000 grískar álnir
1 mínúta tíma
144.000.000 Mýkene-fet
1 sekúnda af gráðu
Guðlaugur Tryggvi
Karlsson
HVITA HÚSIÐ í WASHINGTON
Valgerður
Gunnarsdóttir
Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur
ERTU MEÐ I HVITA HUSIÐ?
STÓRKOSTLEGT TÆKIFÆRI!
ATHUGfO BREYTTA DAGSETNtNGU OG STÓRLÆKKAÐ VERÐ
Sjö daga ferð til Washington fyrir aðeins 43.420.- krónur.
24. september til 30. september.
Innifalið í verði er flug, gisting og akstur til og frá flugvelli.
Gist verður á
Sheraton Baltimore North
í Towson-hverfinu í Baltimore á austurströnd Bandaríkjanna. Þaðan er einungis 45
mínútna aksturtil Washington.
Hótelið er afbragðsgott og í næsta nágrenni stórrar verslunarmiðstöðvar. í hótelinu er
að sjálfsögðu sundlaug, veitingastaður og barir.
Bill Clinton
Möguleikar eru á að framlengja dvölina og nýta
sér ódýr flugfargjöld innanlands í Bandaríkjunum.
Að sjálfsögðu verður farið í heimsókn í Hvíta hús-
ið og möguleiki á að hitta Bill Clinton.
Fararstjórar verða
Valgerður Gunnarsdóttir
og Guðlaugur Tryggvi Karlsson.
Allar nánari upplýsingar gefa fararstjórarnir og
skrifstofur Alþýðuflokksins (Sigurður Tómas og
Stefán Hrafn) ásamt söluskrifstofu Flugleiða við
Laugaveg (Gréta Eiríksdóttir).