Alþýðublaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 1
Hálaunastéttir þrátta um vœntanleg lyfsölulög og óttast um sinn hag
Þrjár Jyfjabúðir
i Glsesibse emum
-segirframkvœmdastjóri Apótekarafélags íslands - hann segir eigendur Domus Medica krefjast
hœrri húsaleigu en lyfjafrœðingar gœtu hugsanlega reittafhendi
Guðmundur Reykjalín, _ fram-
kvæmdastjóri Apótekarafélags íslands
fullyrðir að þrír aðilar í það minnsta
hyggist opna lyfjaverslanir í Glæsibæ
einum, en í því húsi eru hátt í 40 læknar
með stofur sínar. Hann segir ennfrem-
ur að Domus Medica, þar sem rúmlega
70 Iæknar starfa, bjóði nú fram versl-
unarhúsnæði fyrir apótek, en leigu-
gjaldið sé hærra en svo að rekstur Iyfja-
búðar rísi undir því. Hálaunastéttir
lækna og lyfsala þrátta nú um lyfsölu-
lög, sem vænta má að verð afgreidd frá
Alþingi nú í haust, og óttast greinilega
um sinn hag.
Stjóm Domus Medica segir hinsvegar
að ný lög um lyfsölu muni brjóta upp ára-
tugalanga einokun lyfsalastéttarinnar.
Læknar í Domus Medica hafa í þrjátíu ára
reynt af fá lyíjabúð í húsið en ekkert orðið
ágengt. Stjóm Domus Medica hefur fagn-
að fmmvarpi heilbrigðisráðherra.
Einar Páll Svavarsson segir að í raun sé
ekkert óraunhæfara að gera ráð fyrir að
lyfjasala minnki en að hún aukist eftir að
frelsi er gefið í lyfsölu á íslandi. Hann
mótmælir því að hann hafi haft uppi þau
orð að læknar hafi gefið út „ónauðsynlega
lyfseðla til að borga fyrir sig hjá apótekum
sem kunna að leigja þeim húsnæði fyrir
starfsemi sína“.
Einar Páll segir að það sem hann gagn-
rýni sé sú einokunarstefna í lyfsölumálum
sem hér á landi hefur lengi viðgengist.
Undir það rnunu taka læknar í óháðum
læknamiðstöðvum á höfuðborgarsvæð-
inu.
Fjöldamorð sviðsett í
reykvískum búðarglugga
Filippía Elísdóttir er ungur fatahönnuð-
ur sem þykir hafa óvenju fijótt og frumlegt
hugarflug. Hún þykir hafa nokkuð sérstök
áhugamál. Það má ef til vill ráða af viður-
nefninu sem hún gengur undir í samkvæm-
islífi borgarinnar: Filippía „vampíristi". í
aðalútstillingarglugga tískuverslunarinnar
Irma La Douce við Laugarveginn í
Reykjavík má sjá nýjasta og örugglega eitt
umdeildasta sköpunarverk Filippíu. Satt að
segja brá blaðamanni Alþýðublaðsins
nokkuð í brún þegar hann gekk framhjá
glugganum um helgina með ungum syni
sínum. Sá litli varð enda skelfmgu lostinn
við sjónina sem við blasti. Vegfarendur
sem spurðir voru álits vom sammála um að
glugginn ætti eiginlega að vera bannaður
innan sextán, en þetta væri þó frumleg til-
breyting. Unga syninum var snarlega snúið
undan og sagt að þetta væri bara allt í plati.
Alþýðublaðið hafði samband við fatahönn-
uðinn þar sem hún var við störf í verslun-
inni:
- Segðu mér Filippía, hvaða hryllings-
útstilling erþetta?
„Útstillingin er nokkurskonar sviðsetn-
ing á sögulegum atburðum. I útskoma
stólnum situr ungversk greifýnja sem á 15.
og 16. öld á að hafa myrt 500 hreinar meyj-
ar. Þegar hún var tekin höndum árið 1610
var ekki hægt að lífláta hana vegna aðals-
tignarinnar, þannig að hún var múruð inni
og færður matur í gegnum lítið gat. I þess-
ari prísund lést hún árið 1614.“
- En afhverju að sviðsetja þessa atburði
í útstillingarglugga tískuvöruverslunar?
„Ég og Ingibjörg Hilmarsdóttir, verslun-
arstjóri, hönnuðum gluggann. Þetta er eins-
konar skírskotun til fatnaðarins sem ég
hanna: nútímafatnaður með sögulegu ívafi
— með bókmennta- og myndlistarlegri
skírskotun. Ég hef gaman af sögulegum at-
burðum og okkur þótti þetta skemmtileg til-
breyting. Við erum ekki að stíla eingöngu
inn á unglingamarkaðinn heldur meira inn á
eldri aldurshópa. Við erum að reyna koma
íslenskum fatnaði á framfæri og þetta er
minn stfll. Þetta hefur reynst ágætt sölu-
bragð. Við höfum fengið mjög góð við-
brögð og það liggur hér forvitið fólk á
gluggum allan daginn.“
BANNAÐINNAN16 ÁRA ! Hér gefur á að líta út-
stiilingargluggann umdeiida í tískuvnruvcrslun-
inni Irma La Douce. Gluggaskreyting í framúr-
stefnustíl: Lengst til hægri situr ungverska grei-
fynjan sem sögusagnir segja hafa myrt 500 hrein-
ar meyjar. A stallinum liggur eitt fómarlamba
hennar og í körfunni fyrir miðju má sjá nokkur
höfuð af óheppnum jómfrúm. Brynjan í baksýn á
væntanlega að tákna tímabiiið: 15. og 16. öld.
Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason
Stórbrúðkaup
Þau KOLFINNA BALDVINSDÓTTIR sagn-
fræðinemi og BJÖRN JÖRUNDUR FRIÐ-
BJÖRNSSON í hljómsveitinni Ný dönsk gcngu í
það heilaga í Búðakirkju síðastliðinn laugardag.
Foreldrar Kolfinnu og Björns, Jón Baldvin
Hannibalsson og Bryndís Schram — Friðbjörn
Björnsson og Kristín Guðbrandsdóttir, stóðu að
giftingu lokinni fyrir mikilli veislu, brúðhjónun-
um til heiðurs. Veislan var að sjálfsögðu haldin á
hótelinu að Búðum og stóð fram á rauðanótt. Fyr-
ir áhugasama má gcta þess að hinn faliegi brúð-
arkjóll Kolfinnu var hannaður af Björgu Inga-
dóttur hjá Spakmannsspjöram við Skólavörðu-
stíginn í Reykjavík. Alþyðublaðið óskar hinum
nýgiftu hjartanlega til hamingju.
Alvarlegt ástand á Eyvindarstaðaheiðinni
Viðkveemt dýralíf
er f stórhættu
Sigurjóni Guðmundssyni, bónda á
Fossum — efsta bænum í Svartárdal,
líst afar illa á mikla fjölgun refa og
minka á Eyvindarstaðaheiðinni.
Ákvörðun ríkisins fyrir tvcimur árum
um aðhaldssemi við eyðingu vargsins sé
nú að fara illa með dýrah'fið, sérstak-
lega nokkra smáfuglastofna. Sigurjón
telur að ríkið sé þarna að spara sér ckki
meira en löft-150 þúsund krónur, en
þessi sparnaður hali afdrifaríkar afleið-
ingar. í samtali sem Alþýðublaðið átti
við Sigurjón í gær kom meðal annars
fram að ástandið er alvarlegast hjá mó-
fuglastofninum sem h'tið sést nú til.
Sigurjón benti á að þrátt fyrir þá rök-
senid að upprekstur sauðfjár hæfist ekki
fyrr en í byrjun júlí, þegar lömbin væru
orðin stálpuð, þá væri ekki hægt annað en
að taka á vargnuin. Hann stofnaði öllu
villtu lífi í hættu. Bóndinn á Fossunt skor-
ar á umhverfisráðherra að koma og kynna
sér ástandið. Sigurjón sagði að sér sýndist
auk þess hin geysinúkla gæsabyggð í
Þjórsárverum vera farin að færa sig nokk-
uð mikið yfír í nýgræðiinginn í upprækt-
inni á Eyvindarstaðaheiðinni. Á gæsa-
stofninum sæi að vísu ekki högg á vatni
ennþá vegna ásóknar vargsins. Það kæmi
hinsvegar einungis til vegna ótrúlegrar
stærðar hans. Sagt hefur verið að í Þjórsár-
verum sé eitt mesta gæsavarp í hcimi.
Klaufaskapur skrifstofunianna?
Siguijón segir það augljóst að starfs-
menn ríkisins hafi setið við skrifborðið sitt
og dregið þar niarkalínuna sem skilur á
milli hvar skuli lagt fjármagn í eyðingu
vargs og hvar ekki. Þetta hljóti þeir að hafa
gert án þekkingar á staðháttum. Stór hluti
afréttarins lendi þannig utan markalfnunn-
ar og þar leggði ríkið ekki krónu til eyð-
ingar vargsins. Afleiðingin sé auðvitað sú
að vargurinn fjölgar sér hratt og getur
hreinlega útrýmt smáfuglastofnum á viss-
um stöðum á landinu, til dæmis á Eyvind-
arstaðaheiðinni. Hann sagðist skilja að
skorið væri niður af brýnni nauðsyn.
Menn yrðu hinsvegar að vega og nieta
hvort þeir vildu í svona tilfellum taka
ábyrgðina á útrýmingu viðkvæms hluta
dýralífs landsins.
Sigurjón Guðmundsson býr ásamt
bróður si'num Guðmundi Guðmundssyni á
Fossum, efsta bænum í Svartárdal. Sigur-
jón hefur verið tengdur Eyvindarstaða-
heiðinni í hartnær 40 ár, bæði scm smali
og refa- og minkabani og gjörþekkir því til
allra staðhátta þar um slóðir.
h
Þriðjudagur 10. ágúst 1993
117. TÖLUBLAÐ - 74. ÁRGANGUR
I DAG!
LEIÐARINN
Afhverju má alls ekki skerða hár á
höfði heilagrar kýr íslenskra stjóm-
mála: fjárausturs til landbúnaðar, á
meðan það er skorið grimmt niður,
frá hægri til vinstri, annars staðar?
- Bls. 2
RÖKSTÓLAR
ítarleg umfjöllun um „glæp ársins“,
kjötmálið svokallaða. Samanborið við
umfjöllun um Bosníu-Hersegóvínu
ög önnurstórmál) er kjötmálið greini-
lega stórmál. Hvað gerðist?
- Bls. 2
VIÐGERÐIR
Húseigendur sem ætla að láta
gera við hús sín ættu að vara sig á að
mat og könnun á ástandi fasteigna
kostar sitt. Héraðsdómur Fteykjaness
felldi nýverið dóm um þetta hitamál.
- Bls. 3
SPARNAÐUR
Hagvirki - Klettur bauð lægst í
vegaframkvæmdir í Bólstaðarhlíðar-
brekku. Tilboðið er 53 milljónum
(64,1%) undir kostnaðaráætlun og
því hefur Vegagerðin sparað ríkinu
stórfé.
- Bls. 3
BRYGGJUSPJALL
Ótal fréttir hafa borist af lélegri grá-
sleppuvertíð á þessu ári. Framleng-
ing sjávarútvegsráðuneytisins á
veiðitímabilinu um einn mánuð hefur
breytt þar litlu um.
- Bls. 3
LYFSÖLUEINOKUN
Einokunarstarfsemi lyfsala á ís-
landi verður hnekkt í haust, þegar
heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra, leggur fram frumvarp að nýjum
lögum um lyfjasölu á íslandi.
- Bls. 4
ÖNNUR SJÓNARMIÐ
Víst er að fáum bændum (og hvað
þá bændahöfðingjanum Blöndal!)
verður það gleðiefni þegar Sighvatur
Björgvinsson verður, samkvæmt spá
Annarra sjónarmiða, landbúnaðar-
ráðherra.
- Bls. 5
LJÓSMYNDIR
Það er hrikalegt að sjá sprænur
verða að stjórfljótum. Valagilsá í
Norðurádal í Skagafirði hafði algjör
hamskipti síðastliðinn föstudag. Sjá
myndir Einars Ólasonar í blaðinu.
- Bls. 7
SVEITARSTJÓRN
Sveitarfélögum landsins hefur ver-
ið boðið að taka þátt í tilraun með
reynslusveitarfélög sem standa á frá
1995-8. Verkefnisstjóm var nýlega
skipuð, Sigfús Jónsson er formaður.
- Bls. 7
SÍÐA ÁTTA
Debetkortin í vanda — Unga fólkið,
áhættuhópur—Góður pakki frá Kilju-
klúbbnum — Stígur upp með Skógar-
fossi - Bryggjur fyrir Fagranes —
Gæðastjórnun í járnblendinu.
- Bls. 8