Alþýðublaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 10. ágúst 1993 7 Þegar lítill og Ijúfur lœkur breytist í ÆÐANDISTÓRFLJÓT Valagilsá í Norðurár- dal í Skagafirði hafði hamskipti á föstudag- inn var. í raun er það um of að kalla þessa sprænu á, svo mein- leysisleg sem hún er allajafna. „Þegar við komum að ánni var þar ótrúlegur beljandi, vamið frussaðist marga metra upp í loft- ið“, sagði Ijósmyndari blaðsins, Einar Ólason. Þama var hringvegurinn rof- inn og það gerðist snöggt. Tölu- verður tjöldi bifreiða var þama á ferð. Menn urðu að snúa við enda ekki þess virði að taka þá áhættu að aka yfir „eggjaskum- ina“, klæðningu sem var orðin meira og minna hol eftir hamfar- imar. Þess í stað óku menn hina leiðina, Ólafsfjörð og Lágheiði. Einar sagði að á heimleiðinni hefði Valagilsá verið aftur með hýrri há, meinleysisleg og hrein. Veginn höfðu vegagerðarmenn lagað, nema hvað eftir var að leggja á nýja klæðningu. Vegurinn var orðinn svona, - óðs manns æði að aka út á þunna klæðninguna. 20:55 Fimm mínútum síðar var staðan orðin þessi, árflaumurinn var fljótur að grafa sig í gegn. Handrið brúarinnar fallið og vegurinn horfinn á dágóðum kafla. Þegar hér var komið sögu var ekki um neitt að ræða annað en að snúa til baka. Alþýðublaðsmyndir Einar Ólason. Verkefnisstjóm sveitaifélaga skipuð Fimm sveitarfélög ÖUum sveitarfélögum landsias hefur verið boðið að taka þátt í til- raun mcð reynslusveitarfélög sem standa á í fjögur ár, frá 1995 tU 1998. Gert er ráð fyrir að sveitar- félög sem taka þátt hafi í það minnsta 1000 íbúa, cn þó verði hcimilt að velja eitt sveitarfélag með færri íbúa en þúsund. Sveit- aríélög sem sækja um verkefnið í tengslum við sameiningu hafa for- gang, cinkum þegar sveitarfélög á stóru svæði sameinask Alþingi samþykkti í maí síðast- liðnum þingsályktunartillögu þar sem féiagsmálaráðherra er heimilað að hefja undirbúning að stofnun allt að fimm reynslusveitarfélaga á grundvelli hugmynda sem fram koma f skýrslu svcitarfclaganefndar. Félagsmálaráðhcrra átti með hlið- sjón af þessu að skipa fjögurra manna verkefnisstjóm sem á að hafa yfirumsjón með framkvæmd þessa tilraunaverkefnis. Frumvarp til laga um reynslusveitarfélög verður lagt fyrir Alþingi vorið 1994 að undan- gcngnum viðræðum milli verkefnis- stjómar, reynslusveitarfélaga, fé- í tilraunaverkefni lagsmálaráðuneytis og annarra fagr- áðuneyta um hvemig skuli staðið að framkvæmd tilraunaverkefnisins. Verkefnisstjóm hefur nú verið skipuð. í henni eiga sæti Sigfús Jóns- son, landfræðingur, sem er fonnað- ur; Húnbogi Þorsteinsson, skrif- stofústjóri; lngimundur Sigurpáls- son, bæjarstjóri í Garðabæ; og Sig- ríður Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri. Hefur verkefnisstjómin nú skrifað öllum sveitarstjómum bréf og vakið athygli jrcirra á verkefninu. Um- sóknarfrestur um þátttöku er til 1. október. Eru sveitarfélög sem hyggja á sameiningu hvött til að sækja sarn- eiginlega um þátttöku í verkefninu með fýrirvara um sameiningu. Ekki er gert ráð fyrir því að sveitarstjómir útfæri í umsókn sinni hugmyndir um innihald verkefnisins, heldur verði það gert í viðræðum verkefnisstjóm- ar við umsækjendur í október og nóvember. Sveitarfélög verða ekki valin endanlega til þátttöku fyrr en í lok nóvember að afloknum viðræð- um og kosningum um sameiningu sveitarfélaga. Litlu bömin tóku skóflustungur Skóflustungur, og þær nokk- uð margar, vom teknar að nýjum leikskóla í Kópavogsdal á föstu- daginn. Þar tóku skóflustungur hópur bama úr leikskólum í Kópavogi sem og böm sem koma til með að njóta nýs Ieik- skóla sem þama á að reisa á næstu mánuðum, Smára- hvammi við Smáratún. í nýja leikskólanum verður rými fýrir 130 böm í 4—9 klukkustunda daglegri dvöl. Húsið verður 600 fermetrar að flatarmáli og miðast skipulag þess við svokallað „op- ið“ leikskólastarf. Leikskólinn Smárahvammur á að taka til starfa næsta vor.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.