Alþýðublaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 8
■■r f „ \i\l í > L. HANKOOK sumarhjólbardarnir vinsælu á lága veröinu Leitiö upplýsinga og gerið verðsamanburö Barðinn hf. Skútuvogi 2 • sírai 68 30 MPYÐUBLÍÐIÐ Þriðjudagur 10. águst 1993 117 TÖLUBLAÐ - 74. ÁRGANGUR HANKOOK sumarhjólbarðarnlr vinsælu á lága verðinu Leitiö upplýsinga og geriö verðsamanburð Barðinn hf. Skútuvogi 2 • sími 68 30 80 Debetkortin í vanda Litlar undirtektir eru hjá flestum sem málið varðar, gagnvart debetkortunum, sem VISA-ísland hyggst innleiða. Kaup- menn hafa haft uppi efasemdir og nú hefur I.andssanthand iðnaðarmanna lagst gegn þessum kortum. Hvetur sambandið til þess að menn fari sér hægt við undirskriftir samninga um debetkort. Bent er á að neyt- endur og bankar hagnist mest á jressum kortum og cigi þcir aðilar því að bera kostn- Unga fólkið - Fyrirhugað er að næsta rannsóknarverk- efni Hjartaverndar verði skoðun á ungu fólki. Sýnilegt er að áhættuhópar hjarta- sjúkdóma verða sífellt yngri. Um þessar mundir er Hjartavernd að ljúka við öldrun- arrannsókn, aldurshóp frá 1907 til 1921 sem boðaður var til skoðunar. Niðurstöður rannsókna Hjartavemdar hafa vakið mikla aðinn. Rætt hefur verið um 1,5% þjónustu- gjöld á verslanir og fyrirtækj, en ekki eru iðnaðarmenn sáttir við þá niðurstöðu. Kost- urinn við þessi kort er raunar sá að með þeim ntá takmarka mjög útgáfu á ávfsun- um. Það út af fyrir sig er talsvert öryggi fyr- ir kaupmenn og aðra þjónustuaðila, enda hafa ávísanir í mörgum tilvikum reynst haldlítil plögg gegnum tíðina. áhæHunópur athygli víða um lönd og títt vitnað til þeirra í greinum og fyrirlestrum. Til að afla fjár til slíkra verkefna efnir Hjartavemd til árlegs happdrættis. Er fólk hvatt til að kaupa miða og styðja við bakið á góðu starfi samtak- anna. Miðar kosta 600 krónur. Vinningar em 20 talsins að verðmæti 9 milljónir króna, bifreiðar og utanlandsferðir. Gæðastjórnun Fyrst allra íslenskra fyrirtækja hefur Is- lensku járnblendifélagið fengið formlega vottun frá Det Norske Veritas um að gæðastjómunarkerfi fyrirtækisins uppfylli kröfur hins alþjóða gæðastaðals. Vottunin tekur til alls fyrirtækisins og til framleiðslu og þróunar á sviði kísiljáms og kísilryks. í járnblendinu Að gæðastjómun fyrirtækisins er það Sig- rún Pálsdóttir, vélaverkfræðingur, sem staðið hefur fyrir verkefninu fyrir jám- blendið, undir umsjón dr. Jóns Hálfdánar- sonar forstöðumanns rannsókna og þróun- ar hjá fyrirtækinu, og sérstaks gæðaráðs ís- lenska jámblendifélagsins. Bryggjur fyr- ir Fagranes Halldór Blöndal, samgönguráð- herra, hefur undir höndum áskoranir ríflega 1500 íbúa á norðanverðunt Vestfjörðum sem og víðar af landinu, þar sem skorað er á ráðherra að beita sér fyrir því að hafist verði handa um smíði á biyggjum við ísafjarðardjúp fyrir ferjuna Fagranes, og það ekki síð- ar en nú þegar. Hin nýja bílaferja kom til landsins vorið 1990 og hefur Alþingi veitt heimild til snu'ði á fcrjubryggjum og 20 milljón króna tjárveiting er til verksins á tjárlögum í ár. Ekkert hefur hinsvegar bólað á framkvæmdum. Ætl- unin er að bryggjumar verði á Nauteyri eða á Amgerðareyri, - sem og á ísaftrði. Nokkrir starfsmenn Islenska jámblendifélagsins við verksmiðjuna, hampa hcr viðurkenningar- skjali þar sem árangur fyrirtækisins er vottaður. Góður pakki fró íslenska kilju- klúbbnum fslenski kiljuklúbburinn sendir frá sér þessa dagana fjögurra bóka pakka, og hann góðan eins og fyrri daginn. Kveðjuvalsinn eftir Milan Kundera er frábær bók svo ekki sé meira sagt; Hundrað ára einsemd eftir Nóbelshöfundinn frá Kólumbíu, Gabríel María Marquez, er að sjálfsögðu ekki síðri. Hinar tvær em einnig athyglisverðar: Martin og Viktoría eftir danska rithöfundinn Klaus Lynggaard og Djöflahnútur sem er spennu- saga eftir Michael Dibdin. Greinilegt er að Islendingar hafa uppgötvað að góðar bók- menntir má sem best lesa í hinu ódýra kilju- formi. Göngustigur upp með Skógarfossi Sjálfboðaliðasamtök um nátt- úruvernd efna til sjálfboðavinnu við göngustígagerð upp með Skóg- arfossi austanverðum dagana 12.—15. ágúst. Ætlunin er að ljúka gerð þessa stígs sem unnið hefur ver- ið að undanfarin sumur. Brekkan upp að fossinum er brött og erfíð, einkum í rigningum. Þtirna hafa niargar gönguleiðir myndast og gróðri verið spillt. Austurleiðabíll fer frá BSÍ kl. 8.30 á fimmtudagsmorg- un og til baka lrá Skógum á sunnu- dag. Gist er í félagsheimili Austur Eyfellinga og sameiginleg matseld þar. Nánari upplýsingar og skráning hjá Þorvaldi Emi Árnasyni, sími 684241, Jóhanni Guðjónssyni og Ragnheiði E. Jónsdóttur í síma 52119, eða hjá Austur-Eyjaíjalla- hreppi í síma 98-78843. Spennandi verkefni framundan. Newcastle var vinsæl í fyrra en núna er hún á toppnum Á tímabilinu 13. október til 28. nóvember verðum við með Newcastleferðir alla miðvikudaga og sunnudaga. Miðað við eftirspurn í fyrra er spurningin ekki hvort þær fyllast heldur hvenær. Þess vegna er ráðlegt að panta strax. VERSUINAUORe %/ Newcastle er talin í hópi allra bestu verslunarborga Evrópu. Vöruverð er ótrúlega lágt sem sést best á því, að Skotarnir flykkjast þangað í verslunarferðir! Þar er Eldon Square með yfir 140 verslanir og Metro Center, stærsta verslunarmiðstöð Evrópu, með yfir 300 verslanir. (íslendingar njóta þar allt að 10% afsláttar!) %/ Menningarlíf er blómlegt, tónleikar, leikhús og söfn skipta tugum og veitingastaðir eru alþjóðlegri en annars staðar; kínverskir, afrískir, grískir, mexíkóskir og thailenskir svo dæmi séu nefnd. %/ Skoðunarferðir og kvöldferðir standa farþegum okkartil boða; miðaldaveislur, víkingasafn, markaðir, kastalar og þjóðlagakvöld, auk úrvals golfvalla og bílaleigubíla til allra átta. %/ Síðast en ekki síst eru fáir staðir þægilegri og fallegri en einmitt Newcastle fyrir þá, sem vilja fyrst og fremst slappa af og njóta lífsins með því að borða góðan mat, fara á tónleika, skreppa í leikhús, líta inn á kaffihús og skemmta sér með lífsglöðu fólki á góðri krá. %/ Newcastle á eftir að koma þér skemmtilega á óvart! FERÐAVEISLA HAUSTSINS - SÍMI 652266 Þér er ekki í kot vísað í Newcastle. Þú gistir á County eða Crest hótelunum í hjarta borgarinnar, þar sem þú nýtur fyrsta flokks þjónustu í glæsilegu umhverfi. Verðið er engu að síður ótrúlega lágt, ef bókað er og greitt fyrir 10. september: Kr. Kr. 15300 fyrir 4ra daga ferð OOOJOO fyrir 5 daga ferð Kr. fyrir 8 daga ferð Innifalið: Flug, gisting með morgunverði í tveggja manna herbergi, flugvallarskattur, forfallagjöld, ferðir að og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. stærsta verslunarmiðstöð Evrópu - og meira til!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.