Alþýðublaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 10. ágúst 1993
3
Húseigendur í viðgerðarhugleiðingum mega nú vara sig
eftir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur
Mat á skemmdunum verður að greiða
Húseigendur sem ætla að
láta gera við hús sín, og
þeir eru margir um þessar
mundir, ættu að vara sig á
að mat og könnun á
ástandi fasteignarinnar
kostar peninga. Nýlega
gekk dómur í máli sem
þessu í Héraðsdómi
Reykjavíkur byggingafyrir-
tækinu í hag.
Húseigendur leita stundum til margra
aðila og bjóða út viðgerðir á húsum sín-
um. Þeir gætu lent í því að fá marga
reikninga fyrir innlit fulltrúa viðgerðarað-
ila. Það er því vissara að hafa hlutina á
hreinu fyrirfram.
í stuttu máli voru málavextir á þá lund,
að húseigandi leitaði til byggingafyrir-
tækis, sem sfðan kannaði ástand fasteign-
arinnar og gerði tilboð í viðgerðina á
grundvelli könnunarinnar.
Tilboðinu var ekki tekið, en nú barst
húseigandanum reikningur að upphæð
um 10 þúsund krónur fyrir að skoða
skemmdimar. Neitaði húseigandi að
greiða þann reikning. Vísaði hann til þess
að verktaka bæri að bera kostnað af til-
boðsgerð og vinnu sem henni tengdist,
venja væri fyrir slíku og vísaði hann til
staðalsins ÍST-30 sem setti þá almennu
reglu að ekki ætti að greiða fyrir slíka
þjónustu. Byggingafyrirtækið taldi hins-
vegar að staðallinn innibæri enga slíka al-
menna reglu.
Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu
að eigandi hússins hefði ekki sýnt fram á
að venja væri til þess að ekki bæri að
greiða fyrir þjónustu af þessu tagi. Ekki
hefðu heldur samskipti aðilanna verið
þess háttar sem staðallinn gerir kröfu um.
Taldi hann reikning byggingafyrirtækis-
ins ekki á neinn hátt ósanngjaman. Hús-
eiganda var gert að greiða fyrir þjónust-
una, sem og málskostnað alian, fyrir sig
og byggingafyrirtækið.
Fjölmargir aðilar hafa til þessa látið
meta skemmdir húseigna sinna án jress að
þurfa að greiða sérstaklega fyrir þær. Fyr-
irtækin hafa sent fulltrúa sína á vettvang
til slíkrar könnunar án þess að greiðsla
kæmi fyrir. I kjölfar dómsins má allt eins
búast við að þetta breytist.
Hagvirki - Klettur bauð lœgst í vegaframkvœmdir í Bólstaðarhlíðarbrekku
Tilboðið 53 milljónir undir kostnaáaráætlun
Vegagerðin sparar samtals 64 milljónir d aðeins fjórum útboðum
Átta fyrirtæki buðu í fram-
kvæmdir við vegarkafla á
Norðurlandsvegi við Ból-
staðarhlíðarbrekku þar sem
lagður verður nýr vegur
með bundnu slitlagi. Kostn-
aðaráætlun Vegagerðar rík-
isins nam 148 milljónum
króna. Hagvirki - Klettur hf
átti lægsta tilboð í verkið
eða tæpar 95 milljónir sem
er 64,1% af kostnaðaráætl-
un og 53 milljónum undir
áætlun. Hæsta tilboðið var
109 milljónir sem er 73,9%
af kostnaðaráætlun.
Útboð í fjögur verk vom opnuð hjá
Vegagerðinni á dögunum. Ekki vom öll út-
boðin jafn hagstæð og í Bólstaðahlíðar-
brekku. Eitt verkið er rannsóknir í Gilsfirði
og hljóðaði kostnaðaráætlun upp á 9,5
milljónir. Fjögur fyrirtæki sem buðu vom
fyrir ofan þá áætlun en tvö fyrir neðan.
Bjöm og Gylfi vinnuvélar buðu hæst eða
14,8 milljónir sem er 155,3% yfir áætlun
Vegagerðar. Lægsta tilboðið var fra Suður-
verki hf á Hvolsvelli 7,6 milljónir. Níu fyr-
irtæki tóku þátt í útboði á 100 ljósastaurum
á Álftanesvegi. Kostnaðaráætlun nam lið-
lega sjö milljónum en lægsta tilboð átti
Breiði í Staðarsveit tæpar fjórar milljónir.
Loks vom opnuð tilboð í burðarlag á vegar-
kafla á Nesvegi á Reykjanesi. Kostnaðar-
áætlun var 26,4 milljónir en Klæðning hf. í
Garðabæ bauð lægst eða 20,6 milljónir.
Miðað við að lægstu tilboðum verði tek-
ið í ofangreind verk nemur spamaður Vega-
gerðarinnar samtals 64 milljónum miðað
við kostnaðaráætlun.
finnáll 10. ágúst
Atburðir dagsins
1846 - Smith.soniun-stofnunin sett á stofn í Washington.
1889 - Einkalcyfi fæst í Englandi á flöskuskrúfgangi.
1896 - Þýski flugbrautryðjandinn Otto Lillcnthal deyr.
1913 - Búkarestsamningurinn endar annað Balkan-stríðið.
1961 - Umsókn Bretlands í Efnahagsbandalag Evrópu.
1964 - Mick Jagger sektaður um 32 £ fyrir umferðarbrot.
1966 - Fyrsta bandaríska gervitunglinu skotið á loft.
1969 - Ófrisk Sharon Tate myrt af gengi Charles Manson.
Afmœlisdagar
Cavour grcifi - 1810 ítalskur þingmaður og forsætisráðherra.
Aleksundcr Koastantinovich - 1865 Rússneskt tónskáld.
Herbert Hoover - 1874 Bandarískur repúblikanaforseti.
Málsháttur dagsins
„Betra er að deyja dýrlega en lifa við skömm.“
25. kapítuli Róvents sögu. Fomsögur Suðurlanda, Lundi 1884.
1984 - MARY VS. ZOLA BUDD
Á ÓLYMPÍULEIKUNUM í L.A.
Mary Deckcr, hin bandaríska gullstúlka frjálsíþróttanna, datt í
dag út úr 3.0(M) metra úrslitahlaupinu á Ólympíulcikunum í Los
Angeles. Atvikið gcrðlst |)cgar Deckcr, scm vann tvöfalt á heirns-
mcistaramótinu í Helsinki í fyrra, hrasaði um fótlegg hiaupakon-
unnar bcrfættu, Zolu Budd. En hún er Suður-Afríkubúi sent ný-
lcga fékk cnskan ríklslxirgararétt til að kcppa fyrir landið á
Ólympíuleikunum. Zola var umsvifalaust dæmd úr keppni cn
þeint úrskurði var síðan brcytt al' sérstökum átta manna dómstóli
því sannað þótti að Dcckcr hcfði orðið fómarlamb cigin hlaupastíLs
sem þykir nokkuð „grimmur". Decker fékk taugaáfall við slysið.
filþýðublaðið 10. ágúst 1968
Ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan sammála...
„Um eitt em ríkisstjómin og stjómarandstaðan sammála. Það er. að ekk-
ert böl sé fslenzku þjóðinni verra en atvinnuleysi. Verði því að leggja
megináherzlu á að tryggja fúlla atvinnu og beita öllum tiltækum ráðum til
að ná því marki.
í sumar hefur verið allmikið atvinnuleysi meðal skólafólks, en lítið sem
ekkerl meðal fjölskyldufeðra. Verður að minnast þess, að árgangar skóla-
æskunnar em nú svo nemur þúsundum fjölmennari en fyrir fáum áratug-
um. Á sama tíma hefur sumarvinna, svo sem við heyskap eða saltfisk-
þurrkun dregizt saman. Verður því að taka jietta mál til athugunar á nýj-
um gmndvelli með tilliti úl framtíðarinnar." segir í leiðara blaðsins mcð
yfirskriftinni: SALA OG ATVINNA.
Che Guevara meiri kvennamaður en skæruiiði...
„Che Guevara var engin hetja. Mánuðum saman fyrir dauöa sinn í fmm-
skógum Bólivíu var hann niðurbrotinn maður. Hann var óömggur, ör-
vænlingarfullur og þreyttur á stríðinu. Hann hafði fengið sig fulisaddan af
skæmhemaði og hinni ómannlegu lífsbaráttu í fmmskógunum. Hann var
þjáður af sjúkdómum og skordýrabiti.
Che Guevara var ekki iengur hinn virti foringi. Hann tók ekki þátt í bar-
dögum heldur lét aðstoðarmcnn sína um stjómina. Hann sat og skrifaði.
Che v;tr fyrirmynd þúsunda ungra manna um allan heim, en hann reis ekki
undir |ieirri goðsögn, sem um hann myndaðist eftir dauða hans.
Hann hafði setn sagt misst stríðsgleði sína, þegar til Bólivíu kom. Hins
vegar missti hann aldrei áhugann á fögmm konum og skriftum. Fagrar og
kátar konur hópuðust alltuf í kring um hann. Hann var mun harðfengnari
kvennamaður en skæmliðaforingi," scgir í aflyúpunarfrétt hlaðsins um
þcssa byltingarhetju allra tínia. Kyrirsögnin er: Che Guevara hafði
mciri áhuga á konunt cn stríði.
Svona var sjónvarpsdagskráin árið 1968...
SVNNVDAGUR11. ÁGÚST1968 -18.00: Helgisttmd. Séra Jón Bjarm-
an. 18.15: Hrói Hötmr. íslcnzkur texli: Ellcrt Sigurbjömsson. 18.40:
Lassie. íslenzkur texti: Ellert Sigurbjömsson. 19.05: Hlé. 20.00: Frétlir.
20.20: Samleikur ú tvö pianó. Gísli Magnússon og Stefán Edelstein leika
„Scaramouch" eftir Milhaud. 2030: Myndsjá. Umsjón: Ólafur Ragnars-
son. 21.00: Mavcrick, Aðalhlutverk: Jack Kelly. íslenzkur tcxti: Krist-
mann Eiðsson. 21.45: Frúronfégrœðgi. Brezk sjánvarpskvikmynd gerð
eftir þremur sögum franska rit-
höfundarins Guy de Maupassant.
Aðalhlutverk: Milo O'Sltea, Bry-
an Pringle, Barbara Hicks, Clare
Kelly, Keith Marsh og Elisabeth
Begley. Leikstjóri: Gordon Fle-
myng. íslenzkur texti: Óskar
lngintarsson. 23.40: Dagskrár-
lok
ALÞÝBUBLAÐIÐ LAUGARDAGUR
10. ÁGÚST1968
RITSTJÓRAR: Kristján Bersi Ólafs-
son (áb.) og Benedikt Gröndai -
FRÉTTASTJÓRI: Ámi Gunnarsson
- AÐSETUR: Alþýöuhúsið við
Hverfisgötu, Reykjavik - PRENT-
SMIÐJA: Prentsmiðja Alþýðu-
blaðsins - ÚTGEFANDI: Nýja út-
gáfufélagið
í lRVÐl! B ! Ð
SKFIRÐINGAR SELJA SÍLD
MR MILUÓNIR ERLENDIS
Ótal fréttir hafa borist af hinni lélegu grásleppuvertíð á
þessu ári. Framlenging sjávarútvegsráðuneytisins á
veiðitímabilinu um einn mánuð hefur breytt litlu þar um.
Raunar eru mjög skiptar skoðanir meðal grásleppu-
veiðimanna hvort framlengingin sé æskileg. Margir
þeirra telja að stofninum veitti ekki af hvíldinni eftir
hefðbundinn veiðitíma. Hafrannsóknastofnun hefur þó
ekki séð ástæðu til að hafa af þessu áhyggjur og telur
hún að veiðin sé sáralítill þáttur í sveiflunum í stofn-
stærðinni. Það er því ágætis tilbreyting frá hinum döpru
aflafréttum að skyggnast eilítið til baka í sögu þessara
veiða og nytjanna á fiskinum.
Beitan dýrmæt
Þar scm við íslendingar stunduðum nánast eingöngu öngulveiðar fram undir síð-
ustu aldamót urðu sjómenn að útvega sér beitu á krókinn. Enginn var þá gervitálbeit-
an fyrir beruni önglinum þannig að allt var talið skárra en dangla með hann beitulau.v
an. Það cr þó augljóst að eitthvað hefur sá guli verið þéttari í sjónum þá en nú, því það
kom fyrir að gert var út á að krækja hann í bert jámið. Algcngast var þetta við suður-
ströndina þegar fiskur var allur uppi í sjó. En beitan var dýrmæt og til er mikið af
hcimildum sem greina firá hversu þungt hún vóg í kjöram sjómanna ásamt því að eig-
endur skelfiskfjara tóku leyfisgjald af nytjum á slíkum fjörum.
Einn er sá misskilningur sem íslendingar hafa margir staðið í. í allri okkar útgerð-
arsögu hefur sfldin, þessi tálbeita, aðcins verið notuð í stuttan tíma lil beitu svo telj-
andi sé. Þetta er með ólíkindum þegar það er haft í huga að sumstaðar gátu menn jafn-
vel ausið henni upp í báta sína með flátum einum saman.
Grásleppan nýtt tO beitu
Mcðan veiðar okkar voru eingöngu stundaðar með handfærum var nánast allt hugs-
anlegt notað til beitu. Algengust var þó svokölluð Ijósabeita. Ljósabeita er hvers kyns
beita af bol eða haus fisks, ásamt því að beita úr innyflum var kölluð sama nafni. Þetta
var þó ekki algilt. Þannig var til dæmis sérstakt heiti yfir þá bcitu sem kom innan úr
og af grásleppunni og hún kölluð rœksnisbeita. Fyrst og fremst voru innyfli hennar
nýlt, en einnig eitthvað af bolnum.
Notkun grásleppu til beitu var að öllum líkindum ekki mjög algeng en engu að síð-
ur var hún talin hin mesta tálbeita fýrir þorsk. Ræksnisbeita varð vinsælust við Faxa-
flóann og farið að veiða hrognkelsi þar eingöngu úl beitu snemma á 19. öldinni.
Höfðu menn þar svo góða reynslu af henni að þeir töldu lítið á sjó að gera á vetrar- og
vorvertíð ef hennar nyti ekki við. Algengasta aðferðin til að nýta grasleppuna með
þessum hælti var að vitja um rœksnisnetin á leiðinni á miðin og var fiskurinn þá not-
aður sem kjölfesta á leiðinni út. Sjómenn höfðu af því reynslu að illt var að vitja netj-
anna á landleiðinni og ætla að nýta aflann úr þeim daginn eftir. Slógið var þá strax
orðið lclegt til beitu. Til er skemmtileg heimild um hvemig einstaka sjómenn fundu
rað við þessum vanda.
Væri netjanna ekki vitjað á landleiðinni var grásleppan sett í sjávarpolla og brugð-
ið á það ráð að gera gat á kamb þcirra og þræða band í gegn. Þannig geymdist hún
bæði lifandi og litlar líkur á að hún slyppi úr prísundinni.
Grásleppan sem bjargvættur
Það kreppti oft að á vorin ner áður fyrr og fólk hafði lítið eða ekkert neytt nýmetis
langtfmum saman. Þá eins og nú kom vorganga af grásleppu og var hún oft vel þeg-
in. Ljóst er að hún kom á stundum í veg fyrir mikla neyð þegar haffs rak upp að land-
inu eða náttúruöflin lögðust hart á mannfólkið. Fáir fiskar ganga jafn grunnt og grá-
sleppan og fýrir kom að bömin gátu fært björg í bú með óvcnjulegum hætti.
Svartbakurinn er sólginn í lifur hrognkelsisins. Veiðiaðfcrð hans byggist á því að
læsa goggnum utan um kamb hrognkelsisins og stýra því á þurrt þar sem hann getur
rifið fiskinn á hol. Kæmust böm að fuglinum áður en veislan hófst var fiskurinn heill
og þau gátu fært hann heim í búið. Ekki er vafi á að margur íslendingurinn hefur með
þessum hætti fundið í fyrsta skipti gleðina sem skapast við þá gjörð að taka með virk-
um hætti þátt í framdrattum heimilisins.
Fjölbreytt nýting
Utan þess að nýta grásleppuna til beitu var hún ásamt rauðmaganum nýtt á allra
handanna máta. Fiskurinn var reyktur, hertur, soðinn og saltaður ásamt því að hrogn-
in og hveljan voru nýtt. Hveljan var meðal annars notuð til skógerðarog það jafnvel
fram á þessa öld.
Búfénaðurinn fór heldur ekki varhluta af nýtingu hrognkelsanna. Þar sem mikið var
af grásleppunni kom fyrir að hún var gcíin skcpnunum soðin. Vanheilum skepnum
vora gefin strokkuð hrogn og til er frasögn sem segir að kúm sem gefin vora hrogn-
kelsi hafi mjólkað vel.
í dag er aðalnýting grásleppunnar hrogn hcnnar til útflutnings. Hrognin hafa þó
ekki aðeins verið nýtt á þessari öld. Fyrram vora þau nýtt til ostagerðar, soðin úr þeim
grautur og bökuð brauð.
......... Og svo þjóðtrúin
í Þjóðsögum Jóns Ámasonar er að finna upplýsingar um uppmna hrognkelsanna.
Sagan segir að Kristur hafi eitt sinn gengið með sjó frarn og í fylgd hans var Sankti
Pétur. Hafi Kristur þá hrækt í sjóinn og af því varð rauðmaginn. Hrækti þá Sankti Pét-
ur cinnig í sjóinn og varð af þvf grásleppan. Hvort vísindamenn nútímans hafa eitt-
hvað betri upplýsingar um uppmna þessa „ljótfríða" fisks verður ekkert fjallað um
hér.