Alþýðublaðið - 13.08.1993, Síða 2

Alþýðublaðið - 13.08.1993, Síða 2
2 LEIÐARI, ANNÁLL & HVOLSVÖLLUR 60 ÁRA Föstudagur 13. ágúst 1993 fimiiiiímnn HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 110 Þverpólitísk sveitarstjórn í Hvolhreppi Höfum mikinn áhuga á umhverfismálum Lífeyrissjóðir eiga að greiða fjármagnsskatt Nefnd á vegum Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra situr nú að störfum við að semja frumvarp til laga um fjá- magnstekjuskatt. Aætlað er að nefndin skili af sér til ráð- herra í næstu viku. Þann 21. maí síðastliðinn lýsti ríkis- stjómin því yfir í tengslum við gerð kjarasamninga, að lagður verði á fjármagnstekjuskattur frá 1. janúar 1984 einkum til að standa straum af tekjumissi ríkissjóðs við lækkun virðisaukaskatts á matvæli. Forsendur sem mið- að var við í síðustu kjarasamningum vom þær, að lífeyr- issjóðimir yrðu undanþegnir íjármagnsskatti. Tekjur rík- issjóðs yrðu því hlutfallslega litlar eða á bilinu 600 - 800 milljón krónur. Alþýðublaðið birti forsíðufrétt í gærdag þess efnis, að í stefnumiðum í erindisbréfí ráðherra til nefndarinnar sem semur drögin að umræddu frumvarpi, komi ekkert fram um að lífeyrissjóðir verði undanþegnir íjármagnstekju- skattinum. Verði lífeyrissjóðimir ekki undanþegnir íjár- magnstekjuskattinum aukast tekjur ríkissjóðs af skattin- um vemlega og munu nema um 2 - 2.5 milljarði króna. Það hlýtur að vera skýlaus krafa skattgreiðenda, að und- anþágur séu afnumdar í skattkerfínu. Leikreglumar verða að vera jafnar fyrir alla. Þannig hefur ríkisvaldið til að mynda neitað að hlusta á þau rök bókaútgefenda, rit- höfunda og prentiðnaðarins að ekki skuli lagður virðis- aukaskattur á bækur og annað prentað mál vegna sér- stöðu greinarinnar í málvemdun og eflingu íslenskrar tungu og menningar. Mótrök ríkisvaldsins hafa verið þau að virðisaukaskattur eigi að leggjast jafnt á alla atvinnu- starfsemi. Sömu rök hljóta að sjálfsögðu að gilda um stærstu og mestu ijármagnseigendur landsins, lífeyris- sjóðina. Eða hvaða rök em það að leggja fjármagnsskatt á þjóðina en undanþiggja stærsta og öflugasta hópinn? Slík skattlagning er vanmáttug vegna lítilla tekna ríkisins af skattinum en fyrst og fremst óréttlát gegn þeim sem gert er að greiða fjármagnsskatt. Eitt helsta verkefni núverandi ríkisstjómar er að breyta stöðnuðu íyrirgreiðsluþjóðfélagi í nútímalegt, opið sam- félag. Það gera stjómvöld best með því að setja sann- gjamar og réttlátar leikreglur; skapa réttar forsendur og aðstæður fyrir heilbrigt þjóðlíf. Það er því nauðsynlegt að stjómvöld hafí pólitískt þor til að standast hefðbund- inn þrýsting ýmissa sérréttindahópa sem telja ríkisvemd- un og styrkjakerfi eðlilegar leikreglur. Launþegahreyf- ingin getur ekki ætlast til þess að vera undanskilin leik- reglum þjóðfélagsins hveiju sinni. Lífeyrissjóðir laun- þegahreyfingarinnar em ekkert heilagri en lífeyrissjóðir einstaklinga, félagssamtaka eða fyrirtækja. -segir Helga Þorsteinsdóttir oddviti Hvolhrepps en þar hefur verið tekinn í notkun jyrsti áfangi skolphreinsistöðvar „Helsta framkvæmdin sem nú er í gangi á vegum sveitarfélags- ins er bygging leikskóla sem á að taka í notkun í vor. Þá er nýbúið að taka í notkun sex íbúða sam- býlishús sem byggt var eftir fé- lagslega kerfinu á vegum sveitar- félagsins og Húsnæðisstofnunar. Framkvæmdir við gatnagerð halda áfram og við höfum sýnt umhverfismálum mikinn áhuga. Búið er að taka í notkun fyrsta áfanga nýrrar skolphreinsistöðv- ar og fengust 1,5 milljónir út á þá framkvæmd úr Pokasjóði Land- verndar sem við höfum að hluta til notað við gróðursetningu og frágang við stöðina." Þetta sagði Helga Þorsteinsdóttir oddviti Hvolhrepps meðal annars í stuttu spjalli við blaðið um helstu framkvæmdir á vegum hreppsins. Hefðbundin flokkapólitík er látin lönd og leið við stjómun hreppsins. Þar hefur H listinn tögl og haldir en þar er um þverpólitískan lista að ræða. Helga sagði að hreppurinn stæði traustum fótum fjárhagslega og fólki íjölgaði jafnt og þétt. Fjörkippur með kjöfvinnslunni „Það breyttist mikið þegar Slát- urfélag Suðurlands flutti kjö- tvinnslu sína hingað á Hvolsvöll. Því fyigdi mikill Ijörkippur og hér er næg atvinna fyrir íbúa kauptúns- ins og fólk úr nágrannabyggðunum. Þetta hefur einnig í för með sér meiri hreyfingu á fasteignum og al- mennt meira h'f á staðnum. Auk Sláturfélagsins er Kaupfélag Ran- gæinga stór vinnuveitandi á staðn- um,“ sagði Helga. Er ekki sama fjörið í félags- heimilinu Hvoli og áður? „Þetta er mikill og frægur ball- staður sem enn gegnir sínu hlut- verki. Nú er verið að klæða húsið að utan og kostar sú framkvæmd nokkrar milljónir króna. Fram- kvæmdum við það verk lýkur í september og allt tilbúið til að halda uppi fjörinu í velútlítandi húsi.“ Helga sagði að sveitarstjóm og íbúum Hvolsvallar væri það kapps- mál að hafa kauptúnið snyrtilegt og aðlaðandi. Auk skolphreinsistöðv- arinnar sem áður er getið væri á ýmsan hátt unnið við að fegra og bæta staðinn. íbúar Hvolsvallar yndu ánægðir við sitt og það væri mikils virði að allir hefðu næga at- vinnu á sama tíma og víða væri mikið atvinnuleysi. -SG Helga Þorsteinsdóttir oddviti við hinn fræga ballstað Hvol sem nú er verið að klæða að utan. Alþýðublaðsmynd/Einar Olason finnáll 13. ágúst Atburðir dagsins 1876 - „Niflungahringur" Richard Wagner fmmfluttur. 1910 - Florence Nightingale, „Konan með lampann", deyr. 1946 - Breski „framtíðar-rithöfundurinn“ H.G. Wells deyr. 1962 - Á ársafmæli Berlínarmúrsins er listamaður skotinn á flótta. 1971 - Bandaríski saxófónleikarinn King Curtis myrtur. 1989 - Tólf manns farast í loftbelgsslysi í Ástralíu. Afmœlisdagar Annie Oakley -1860 Bandarísk meistaraskytta. John Ixtgie Baird - 1888 Skoskur, fann upp sjónvarpið. Alfred Hitchcock - 1899 Enskur kvikmyndaleikstjóri. Makarios HI. - 1913 Erkibiskup, forseti Kýpur 1960-77. George Shearing - 1919 Breskur djasspíanisti og tónskáld. Fidel Castro - 1927 Byltingarleiðtogi og forseti Kúbu. Málsháttur dagsins „Kaldráð kona mun klökkvandi biðja." Málsháttasafn Ólafs Gunnlaugssonar, Lbs. 648, fol. 1896 - SÁPULISTAMAÐUR DEYR Sir John Everett Millais, forseti Konunglegu Akademíunnar, lést í dag. Hann var 67 ára að aldri. Millais var undrabam og rúmlega tvítugur vakti hann mikla hneykslan listefskandi fólks með málverki sínu, „Kristur í húsi foreldra sinna“. Millais var sagður vera hæstlaunaðasti listantaður allra U'ma. Fyrir tíu árum (1886) var málverk hans „Ia>ftbólur“ notað af sápu- framleiðandanum A. & F. Pears í auglýsingar. Árið 1885 varð Millais fyrsti lisUmiaðurinn til að hljóta barónstign. Efvextir lækka... „í sambandi við hina sjálfsögðu kröfu alþýðustéttarinnar um, að ís- lenzk króna sé látin ná gullgengi, er Alþýðublaðið bar fram, var einn- ig krafa um það, að vextir væru lækkaðir um helming. Hvorugt er ætl- ast til að verði í einu vetvangi, heldur á krónan að smáhækka, eins hratt þó og unt er, og vextimir jafnframt að lækka smátt og smátt, en einnig eins fljótt og unt er, unz settum takmörkum er náð.“ Frá Alþýðubrauðgerðinni... „Normalbrauðin margviðurkendu, úr ameríska rúgsigtimjölinu, fást í aðalbúðum Alþýðubrauðgerðarinnar á Laugavegi 61 og Baldursgötu 14. Einnig fást þau í öllum útsölustöðum Alþýðubrauðgerðarinnar." Vesalingamir... „Vesalingamir, hin fræga skáldsaga eftir franska skáldið Victor Hugo, byrjaði að koma út neðanmáls í lögréttu síðasta þriðjudag. Er hún þýdd af þeim feðgum Einari og séra Ragnari Kvaran. Hugo var einhver ... ,, - f mesti skáldsagnahöfundur Frakka /VlpýOllblíiU10 og þessi saga Iangmerkust allra rita hans. Lýsir hann þar þjóðfélagsböl- inu af tilfinningu og skilningi." HiiSkaftfelIingur ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. ÁGÚST1925 ÚTGEFANDI: Alþýðuflokkurínn - RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐAR- MAÐUR: Hallbjörn Halldórsson - PRENTSMIÐJA: Prentsmiðja Hallgríms Benediktssonar- SLAGORÐ: „Útbreiðið Alþýðu- blaðið hvar sem þið eruð og hvert sem þið farið!“ Nic. Bjamasoi. - PriðnaxJ ragti r K 1 ö p p fílþýðublaöið 13. ágúst 1925 Kratar og Marokkóstríðið... „Frá París er símað, að stórt flokksbrot jafnaðarmanna hafi sagt skilið við vinstristjómina og neiti að samþykkja meiri fjárveitingar til Mar- okkó-styrjaldarinnar. Krefst flokksbrotið þess, að franskar nýlendur verði settar undir umsjón Alþjóðabandalagsins.-*

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.