Alþýðublaðið - 13.08.1993, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 13.08.1993, Qupperneq 4
4 RÖKSTÓLAR & SKILABOÐ Föstudagur 13. ágúst 1993 SUÐURLANDS- SKJÁLFTINN! Vegna mistaka við vinnslu Alþýðublaðsins í gœr þáféllu út síðustu línumar í Rökstólum. Birtum við því greinina aftur í heild sinni og biðjum lesendur um leið innilegrar afsökunar. Ef marka má síður Morgunblaðsins þessa dagana virðist Ijóst að örlög íslensku þjóðar- innar ráðast á Suðurlandi um helgina. Þar á nefnilega kjósa milii manna sem að láta sér annt um nútímavæðingu í ríkisrekstri, nýjar leiðir í umhverfismálum, ungar konur, landsbyggðina, öflugt átak í málefnastarfi svo eitthvað sé nefnt. Gríðarlega mikilvægt er að annar þeirra manna sem í boði eru standi uppi sem sigurvegari ef þjóðin á að ganga heil til skógar að vígaferlunum lokn- um. Hér er semsagt átt við baráttu einhvers Guðlaugs og einhvers Jónasar sem ku vera drengir á þrítugsaldri og eiga það báðir sam- eiginlegt að vilja verða formenn í SUS (Fé- lag sem í upphafi varð til utanum bráð- þroska drengi sem vildu verða stórir í hvelli en virðist um þessar mundir orðið eitthvert öflugasta stjómmálaafl í íslenskri samtíma- sögu). Annað hafa þeir Guðlaugur og Jónas ekki sameiginlegt, enda segir Andri Kára- son ffá því f Morgunblaðinu að Jónas eigi miklu meira fylgi að fagna meðal heim- dellinga en Guðlaugur og að Guðlaugur sé einhver ruddalegasti skoðanakúgari sem spurst hefur til innan raða SUS. Ennfremur bendir Andri á að Guðlaugur haldi uppi pólitískri sýndarmennsku, rógi og brigsli. Kjartan nokkur Magnússon tekur undir með Andra og harmar þær lágkúruiegu dylgjur og ásakanir sem bomar hafa verið á stjóm Heimdallar af Guðlaugi og hans hyski. Af þessu má öllum vera það ljóst að Guð- laugur þessi er ekki drengur góður og mikið þjóðþrifamál að bola honum af formanns- stóli ef ekki á að fara illa fyrir íslensku sauð- kindinni og þjóðarbúskapnum í heild sinni. A hinn bóginn er málið ekki svo einfalt þv/ Kristín Olafsdóttir segir að Guðlaugur sé hugmyndaríkur, sér í lagi hvað varðar umhverfismálin, og svo sé hann líka öflugur við að fjöiga að minnsta kosti í félögum sjálfstæðismanna í yngri kantinum, sem að hlýtur mega telja honum tii nokkurs ágætis. Sem dæmi um þetta bendir fröken Kristín á að félögum siíks fólks hafi fjölgað úr 27 í 38. Þessu til viðbótar segir Kristín að Guð- laugur sé heiðarlegur foringi, opinn íyrir nýjum hugmyndum og kraftmikill baráttu- maður. Um Jónas segir svo sjálfstæður ungur maður sem vill ekki láta nafns síns getið að farsælast væri að Jónas léti af formannsam- bisjónum og gerði sér ferð til Spánar í eitt ár til að læra á kassagítar. Slíkt myndi göfga sál hans. Greinilegt er að hér er um töluverðan ágreining að ræða og menn ekki á eitt sáttir um ágæti þeirra Jónasar og Guðlaugs. Því er ekki að furða að venjulegir íslendingar klóri sér í hausnum og hugsi með hryllingi til nið- urstöðunnar af Suðurlandi hver sem hún verður. Hér verður ekki gerð tilraun til að gera upp á milli þeirra Jónasar og Guðlaugs. En þegar um slík alvörumál er að ræða sem snerta örlög og framtíð heillar kynslóðar ef ekki þjóðar er Rökstólum skylt að láta ekki sitt eftir liggja í umræðunni. Tii að hjálpa hinum almenna borgara að gera það upp við sig prívat hvor sé hæfari Guðlaugur eða Jón- as er ekki úr vegi að benda á greinar þessara manna í Morgunblaðinu 1 l.ágúst, þar sem þeir reifa sfn helstu stefnumál. Guðlaugur segir að fýlgja verði eftir stefnu ungra sjálfstæðismanna og að vinna verði upp fylgi þeirra í tvennum kosningum sem framundan eru. Að auki þurfi að móta skýrari reglur um úthlutun þingsæta á SUS þingum. Jónas segir afturámóti að auka verði áhrif ungra sjálfstæðismanna í almennu flokk- starfi, að strax þurfi að huga að tvennum kosningum sem brátt gangi í garð og að til álita komi að breyta fyrirkomulagi kosninga á SUS þing. Dœmi nú hverfyrir sig! Jón Baldvin Hannibalsson, * formaður Alþýðuflokksins — Jafnaðarmannaflokks íslands, §. J|| veröur meö viötalstíma á skrifstofum Alþýðuflokksins næstkomandi mánudag, 16. ágúst, á milli klukkan 10:00 og 12:00. F X Vinsamlegast pantið tíma á skrifstofum Alþýðuflokksins. i Fjársjóðurinn er fjölbreyttur: Glæsigisting á gfóáu vcrði! Berleeley Court, 5 stjörnu (rjóðliöfáingjaliótel. Eitt glæsilegasta kótel Irlands. Kilkea kastali, með antikliúsgögnum, veislumat, stórfeostlegu umkverfi og lúxus aðkúnaði. Burlington og Greskam, vel staðsett 4 stjörnu kótel sem íslendingar kafa tekið miklu ástfóstri við. Frákær verslunarkorg. Duklin er Mekka kröfukörðustu neytenda, kvort sem ákerslan er á lægsta verðið, kestu tískuvöruna eða virtustu vörumerki keims! 21% vsk endurgfreiclclur, - fyrirkafnarlaust, í reiðufé eða inn á kankareikning! (Lágt }ijónustugjald.) Kraesingfar ogj kráarrölt á framúrskarandi veitingastöðum og krám, lifandi tónlist, söngur og gleði, kvar sem litið er! Frákærir gfolfvellir - og félagar í Golfferðaklúkki SL njóta sérkjara á }ieim allra kesta! Ótrúlegt verð! Hjólreiðaferáir um fegurstu svæði írlands. Bílaleigukíll í 3 daga frá 9-500 kr.! Hótel: 2 nœtur: 3 nœtur: 6 nœtur: Gresham**** 24.855 kr. 26.565 kr. 31.790 kr. Burlington**** 25.235 kr. 27.135 kr. 32.930 kr. Berkeley Court * **** 27.135 kr. 30.080 kr. 38.725 kr. Kilkea kastali * * * * 29.890 kr. 33.405 kr. 45.565 kr. \Bal=át m/ Hægt er að velja um 2, 3, 4, 6 eða 7 nætur! Innifalið: Flug, gisting í tvíLýli með írskum morgunverði, akstur til og frá flugvelli erlenJis (nema til Kilkea kastala) og íslensk fararstjórn. Einnig er innifalið forfallagjald, innritunargjalíl og flugvallarskattar, samtals 3.670 kr. G3ATI EUROCARD. Reykjavík: Ausiurstræti 12 • S. 91 - 69 1010 • Innanlandsferðir S. 91 - 69 10 70 • Símbréf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 • Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Simbrét 91 - 62 24 60 Hafnarfjörður: Reykjavikurvegur 72 • S. 91 - 5 11 55 Keflavík: Hafnargótu 35 • S. 92 - 13 400 • Símbréf 92-13 490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 93 -1 33 86 • Simbréf 93 -1 11 95 Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. 96 - 27200 • Símbréf 96 -1 10 35 Vestmannaeyjar: Vestmannabraut 38 • S. 98 -1 12 71 • Simbréf 98 -1 27 92 Samviiuiulepúir Laeúsje Vcrð fra E4.B5^;gialdl, yneð öuutn s Safaríkar verslunar- og mennmgarferðir til írlands. Fyrsta krottför 30. septemLer. Síðasta krottför 9- desemLer. Við köfum fun dið sannkallaðan fjársjóð í Duklin, )iar sem ótrúlega kagstæð verslun, fjölkreytt afjpreyingar- og listalíf og sérstök vildarkjör fyrir Islendinga tryggja }iér kaustferð sem korgar sig - og vel f>að!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.