Alþýðublaðið - 18.08.1993, Síða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Miðvikudagur 18. ágúst 1993
MMUBIIBIB
HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566
Útgefandi: Alprent hf.
Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason
Ritstjóri: Sigurður Tómas Bjorgvinsson
Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason
Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson
Prentun: Oddi hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566
Fax: 629244
Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði. Verð í fausasölu kr. 110
Veiðar Islendinga í
Barentshafi
Stór hluti af íslenska togaraflotanum stefnir nú til umdeildra
veiða á alþjóðlegu hafsvæði í Barentshafi og búist er við að
fyrstu skipin hefji veiðar í dag. Akvörðun um veiðamar var tekin
af útgerðum skipanna í kjölfar þess að erlend skip höfðu um
skeið stundað veiðar á svæðinu og landað afla sínum hér á ís-
landi. Jafnframt er nú ljóst að skip fleiri þjóða hyggjast fylgja í
kjölfarið, meðal annars frá Kanada.
Norðmenn hafa mótmælt þessu harðlega, og í Noregi hefur mál-
ið fengið enn meira vægi fyrir þá sök, að þar verða kosningar í
byijun september. Málið er enn erfíðara vegna þess, að talið er að
úrslit þeirra muni ekki síst ráðast af kjósendum í þremur fylkjum
Norður-Noregs, þar sem mótmælin við veiðum íslendinga í
„Smugunni“ eru hvað háværust.
Norsk stjómvöld hafa véfengt rétt íslendinga til veiðanna. Þeg-
ar grannt er skoðað kemur hins vegar í ljós, að mótmæli þeirra
byggjast á veikum gmnni. Þeir hafa fyrst og fremst vísað til
ákvæða Hafféttarsáttmálans, sem íslendingar hafa staðfest. En
þverstæðan í málflutningi Norðmanna birtist ef til vill skírast í
því, að þeir sjálfir hafa tregðast við að staðfesta sáttmálann.
Enginn hefur dregið í efa, að hið umdeilda svæði í Barentshafi
er utan lögsögu nærliggjandi ríkja. Þetta er mikilvægt, því ffá
sjónarhóli þjóðréttar er alveg ljóst, að veiðar utan lögsögu á út-
hafínu em öllum heimilar og frjálsar. Þetta hefur raunar verið ein
af gmndvallarreglum hafréttar, og er staðfest í Hafréttarsáttmál-
anum. En þar er líka kveðið á um nauðsyn þess, að gerðar séu
ráðstafanir í samvinnu ríkja til að vemda hinar lífrænu auðlindir
úthafsins einsog það er orðað í sáttmálanum.
Nú er það svo, að vemdunarákvæðin gilda fyrst og fremst um
þau ríki, sem eiga aðild að Hafréttarsáttmálanum, - en það eiga
Norðmenn alls ekki. í annan stað er morgunljóst, að ekkert bend-
ir til þess, að þorskstofnar í Barentshafi séu í hættu, og þurfi sér-
stakrar vemdar við. Þvert á móti hafa stofnamir vaxið fram úr
björtustu vonum, og nýlegar upplýsingar benda til að þeir hafí
jafnvel verið vanmetnir við mælingar síðustu missera.
Til viðbótar er rétt að benda á, að meðan Norðmenn hafa uppi
stór orð um veiðar Islendinga, þá vantar mikið upp á að þeir hafí
sjálfir staðið sig nægilega vel frá sjónarhóli vemdunar. Þannig er
vitað að Rússar hafa veitt Iangt umfram kvóta sinn í Barentshafi
og því er haldið fram að þennan fisk hafi Norðmenn keypt af
þeim og selt á undirverði á mörkuðum Evrópu. Þetta hefur leitt til
verulegs óhagræðis fyrir íslendinga á þessu markaðssvæði.
Málstaður Norðmanna er því alls ekki jafn sterkur og þeir halda
sjálfir fram. Hinsvegar er það svo, að þessum veiðum verður að
stjóma. íslendingar hafa sjálfír gengið fram fyrir skjöldu á al-
þjóðavettvangi hvað varðar vísindalega stjómun fískveiða. Þeir
verða því að gæta sín vel. Hinsvegar liggur fyrir, að það er ekki á
valdi stjómvalda að banna veiðamar, jafnvel þótt þau vildu.
Hvorki innlendur né alþjóðlegur lagagmnnur gerir þeim kleift að
banna íslenskum þegnum veiðar utan 200 mílnanna á alþjóðlegu
hafsvæði.
Samband íslendinga og Norðmanna hefur hinsvegar verið sam-
band náinna frændþjóða, og það má ekki bresta. Þessvegna verð-
ur að fínna pólitíska lausn á þessu máli með samningaviðræðum
við Norðmenn. Slíkar viðræður verða að fjalla um samskipti
þjóðanna á sviði fískveiða, og taka meðal annars til annarra
stofna, svo sem loðnu og síldar, auk meintrar rányrkju Rússa í
Barentshafí.
Gmnnkrafa íslendinga hlýtur að vera að fá einhverskonar veiði-
heimildir í Barentshafí.
Pallbordið
Erum við að tapa
trúverðugleikanum!
BolliR. Valgarðsson, formaður
Félags ungra jafnaðarmanna íReykjavík
Enn eitt stjórnlaust veiðiæðið
er hlaupið í íslenska útvegsbænd-
ur þar sem þeir flykkjast nú hver
sem betur getur til hins nýupp-
götvaða fyrirheitna lands, Smug-
unnar í Barentshafi. Þetta æði er
með svo miklum ólíkindum að
það kæmi mér ekki á óvart þótt
íslenskir ferðamálafrömuðir
tækju upp á því að selja ferðir á
miðin með skemmtiferðaskipum
svo Islendingar fái baríð dýrðina
augum.
Gönuhlaup þetta er slíkt að öll
prinsipp eru látin flakka. Það
skiptir meira að segja varia máli
hvað menn segja, jafnvel þótt
þeir segi eitt í dag og eitthvað
annað þveröfugt við það á morg-
un.
Tvískinnungur
Dæmi um ofangreint er málflutn-
ingur Þorsteins Más Baldvinssonar
framkvæmdastjóra útgerðafyrir-
tækisins Samherja á Akureyri. 15.
júní síðastliðinn sagðist hann ekki
skilja í löndum sínum að vera
kaupa Barentshafsfiskinn af Færey-
ingum. Orðrétt sagði Þorsteinn Már
í samtali við kvöldfréttir Sjónvarps
þegar hann var spurður að því hvers
vegna Samhetji sendi ekki skip í
Barentshaf:
„Menn hafa veríð að spyrja
mann að þessu, afhverju farið þið
ekki þama og gerið þetta líka. Eg
svara því til að við virðum ákvörð-
un annarra þjóða það mikið að við
viljum ekki traðka á Norðmönnum
og þeim sem fara þama með lög-
sögu.“
Og rétt á eftir:
„V7<5 erum alltaf að reyna að
gera betur en við þutfum ekki að
leggjast það lágt að fara þessa leið
sem Fœreyingar eru að fara og mér
fmnst það mjög miður að við skul-
um styðja þennan veiðiskap með
því að kaupa af þeim aflann, mér
finnst það miður og ekki rétt.“
Nú er komið annað hljóð í strok-
kinn. Nú skuldum við Norðmönn-
um allt í einu ekki neitt, ekki rass í
bala. Nú er ekki um neitt að semja
(RÚV 15. ágúst), enda lætur Þor-
steinn Már hótanir Norðmanna sem
vind um eyru þjóta (Bylgjan 16. ág-
úst).
Eru íslensk stjómvöld
að reka ykkur í Barentshaf?
Jónas Haraldsson lögfræðingur
LÍÚ sagði í fféttum 13. ágúst að
einfalt hefði verið fyrir íslensk
stjómvöld að setja reglugerð sem
bannaði honum & co að veiða í
Barentshafi. Jónas mátti skilja á
þann veg að fyrst því miður væri
ekki búið að því þá neyddust út-
gerðarmen til þess að senda skip sín
í „Smuguna“ að veiða.
Hott, Hott, sagði kúasmalinn...
Það ó ekki að þurfa
setningu reglugerðar
Það á ekki að vera þörf á að setja
reglugerð um málið eða ný lög þeg-
ar þing kemur saman. Islendingar
sem þjóð eiga að hafa það siðferðis-
þrek til að bera, að troða ekki á rétti
annarra þjóða, þótt umdeildur sé.
Islendingar eiga mikið undir því
komið að þeim takist að sannfæra
aðrar þjóðir um heilindi sín á al-
þjóðavettvangi í skynsamlegri nýt-
ingu sjávarauðlindanna.
Það gerum við ekki með hegðun
okkar í Barentshafi.
Veiðamar sem söluvara
í skiptum fyrir annað
íslensk stjómvöld ætla sér greini-
lega að semja um málið. Það sýnir
hringlandahátturinn í málinu nú.
Þau fagna auðvitað meiri fiskafla,
hærra atvinnustigi og meiri þjóðar-
tekjum, að maður tali nú ekki um
stundarffiði á íslenskum fiskimið-
um. Nú á að knýja Norðmenn til að
staðfesta Alþjóðahafréttarsáttmál-
ann eða semja um önnur óútkljáð
mál í samskiptum þjóðanna. Þurfa
íslendingar slíkt tangarhald á Norð-
mönnum til að fá þá að samninga-
borðinu.
Ég held ekki.
Veiðarnar þjóna ekki
langtímahagsmunum
Jafnvel þótt Norðmenn hafi verið
að þvælast syðst í Rósagarðinum, á
Reykjanesshryggnum og víðar,
höfum við Islendingar síður en svo
amast mikið við því, frekar en veið-
um annarra þjóða á sömu miðum.
Þau mál er mun brýnna að útkljá á
alþjóðavettvangi en veiðar okkar í
Barentshafi. Ef Islendingar vilja
ekki taka þá áhættu að verða undir í
kröfum sínum um rétt strandríkis-
ins til yfirráða yfir viðkomandi auð-
lindum utan fiskveiðilögsögunnar
eiga þeir ekki að veiða í Barentshafi
í óþökk Norðmanna.
Stundarhagur Islendinga af veið-
unum er þrátt fýrir allt ekki þess
virði þegar til lengri tíma er litið.
finnáll 18. ágúst
Atburðir dagsins
1503 - Páfinn Alexander VI. dcyr í Róm.
1850 - Franski rithöfundurinn Balzac deyr.
1966 - Menningarbylting félaga Maós færist í aukana.
1967 - Boxarinn Muhammed Ali giftist Beljndu Boyd.
1984 - Suður-Afríku bannað að taka þátt í Ólympíuleikunum.
Afmœlisdagar
Meriwether Lewis - 1774 Bandarískur landkönnuður.
Franz-Joseph I. -1830 Keisari Austurríkis- Ungveijalands.
Caspar Weinberger - 1917 Bandarískur vamarmálaráðherra.
Shelley Winters - 1922 Bandarísk kvikmyndaleikkona.
Roman Polanski -1933 Pólskur kvikmyndaleikstjóri.
Robert Redford - 1937 Bandarískur kvikmyndaleikari.
Málsháttur dagsins
„Hóðskjaflur hefur hvassan hníf, en tóman kvið."
Málsháttasöfn Hallgrims Schevings. Boðsrit Bessastaðaskóla 1843 og 1847.
1227 - MONGÓLSKUR STRÍÐSHERRA DEYR
MongóLski stríösherrann GenghLs Khan lést í dag eftir að hafa fallið af
hesti sínum. Hann var
sigurvegari gífurlega
víðfcðms heimsvcldis
Mongóla sem teygði sig
allt frá Kyrrahafi til
Austur-Evrópu. Geng-
his Khan tókst hið
ómögulegá: Hannsam-
einaði ættflokka Mong-
óla og gerði úr þeim
hryliiiega áhrifaríka og
nær ósigrandi herma-
skínu. Það var ekki
fyrr en seint á ferlinum
sem að hann áttaði sig á
því að hægt var að
beita valdi og stjóma
ríki Mongóla án þess
að grípa til gegndar-
lausra fjöldamorða,
nauðgana og rána.
fHþýðublaðið 18. ágúst 1989
Bankamir tóku 3,3 milljarða til sín...
FORSÍÐUFRÉTT: „Viðskiptabankar og sparisjóðir landsins tóku 3,3
milljarða til sín í þóknanir og þjónustutekjur á síðasta ári, sem er
hækkun um ríflega milljarð króna á milli ára eða 46%. Þar af nema
þóknanir vegna útlána einum milljarði."
Bændur selja veiðimönnum morðleyfi...
DAGFINNUR: „Laxveiðin hefur gengio afar illa í sumar. Það er
ánægjulegt. Dagfinnur er nefnilega laxavinur. Laxar eru nefnilega í
útrýmingarhættu og það sjá allir, sérstaklega þegar laxveiðin gengur
illa. Svo er líka vafasamur réttur sá sem bændur og landeigendur telja
sig hafa að selja morðleyfi."
Omurlegur vetur, andstyggilegt sumar...
MAGNÚS ÁRNI MAGNUSSON: „Það á ekki af okkur mörlöndum
að ganga. Ömurlegur vetur, andstyggilegt rigningarsumar og nú sjá-
um við fram á alvarlegan aflabrest...Nú vantar ekkert nema Suður-
landsskjálfta og svartadauða. En það má ekki grínast með þetta því
þetta er í rauninni grafalvarlegt mál. Þorskurinn hefur lengi verið okk-
ar helsta tekjulind.“
Spjall um ríkisstjórnir ó la Batman...
GUÐMUNDUR EINARSSON: „Leðurblökusfminn hringir. Leður-
blökumaðurinn grípur tólið, hlustar
og hleypur á stöngina til að komast í
leðurblökubílinn. Hann reynir að
bjarga öllu. Styrkir til loðdýrarækt-
ar, viðreisn fiskeldisins, ríkishluta-
biéf í útgerðinni. Allt þetta er hann
með í töfrabeltinu. Avallt viðbú-
inn.“
ALÞÝÐUBLAÐIÐ —
FÖSTUDAGINN18. ÁGÚST1989
ÚTGEFANDI: Blað hf. - FRAM-
KVÆMDASTJÓRI: Hákon Há-
konarson - RITSTJÓRI Ingólfur
Margeirsson - FRÉTTASTJÓRI:
Kristján Þorvaldsson - DREIF-
INGARSTJÓRI: Sigurður Jóns-
son - SETNING OG UMBROT:
Iæturval - PRENTUN: Blaða-
prent hf.