Alþýðublaðið - 18.08.1993, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.08.1993, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 18. ágúst 1993 FISKVEIÐIDEILUR ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Framkvœmdastjóm Sambands ungra jafnaðarmanna samþykkti í jyrrakvöld harðorða ályktun um veiðar Islenskra fiskiskipa í„Smugunniu sem þeir segja siðlausar S „S J ORÆNIN GJ AVEIÐ AR ÍSLENDINGA í SMUGUNNI“ „Það er Ijóst að íslensk stjórnvöld verða að taka pólitíska ákvörðun sem fyrst íþessu máli. Það hefur ekki staðið á íslenskum stjórnvöldum hingað til að setja lög, sé pólitískur vilji fyrir hendi. Af hverju skildi þetta tilvik vera eitthvað öðruvísi?“ segir Jón Þór Sturluson, flutningsmaður ályktunarinnar innan stjómar SUJ. Framkvæmdastjórn Sambands ungra jafnaðarmanna samþykkti harðorða ályktun síðastliðið mánudagskvöld þar sem hún varar íslensk stjórnvöld við hugsanlegum af- leiðingum aðgerðaleysis þeirra varðandi veiðar íslenskra fiskiskipa í Barentshafi, svokallaðri „Smugu“. í ályktuninni segir að íslendingar eigi það á hættu að missa allan trú- verðugleika sem forystuþjóð um skynsamlega nýtingu fiskistofnanna. Á þessu hafsvæði sé nú veitt úr þorsk- stofni sem Norðmenn og Rússar hafi með góðum árangri stjórnað sókn í. Niðurlag ályktunarinnar er á þessa leið: „Ef Islendingar bregða fæti fyrir frændur sína, Norðmenn, með þessum hætti er ekki nokkur vafi á því að samskipti þjóðanna versna til muna. Islendingar og Norðmenn hafa um langt árabil átt gott samstarf í sjávarútvegsmálum. Ef hagsmunir íslend- inga verða látnir ráða, þá er víst að það samstarf er fyrir bí. Veiðar íslenskra ftski- skipa á umræddu svæði em siðlausar. Ungir jafnaðarmenn skora á íslensk stjóm- völd að róa að því öllum ámm að hvorki fslensk né erlend fiskiskip stundi sjóræn- ingjaveiðar." SUJ: Prínsippmál því veiðarnar eru siðlausar Það var Jón Þór Sturluson, ritari SUJ, sem bar tillögu að ályktuninni fram og var hún samþykkt eftir tveggja klukkutíma umræður. I stuttu samtali við Alþýðublað- ið sagði Jón Þór að ungir jafnaðarmenn væm ákveðið fólk með óháðar skoðanir sem ekki væri legið á. Þarna væri um visst prinsippmál að ræða, veiðamar væm sið- lausar. - Heyrst hefur af hörðum viðbrögðum ýmissa stjómmálamanna við ályktun- innL Hvað segirþú umþað? „Okkur finnst það skjóta nokkuð skökku við að fyrir nokkmm vikum þegar þess var núnnst að tíu ár vom liðin frá and- láti Vilmundar Gylfasonar þá voru menn sammála um að það mikilvægasta sem Vilmundur hefði skilið eftir sig væri hug- myndafræðilegi arfurinn um að taka yrði fyrir hluti sem væm löglegir en siðlausir. Nú þegar ungir jafnaðarmenn vekja at- hygli á að veiðar Islendinga í Smugunni séu siðlausar, hversu löglegar þær kunna að vera, þá rýkur allt í háaloft. Þama er mikill tvískinnungur á ferðinni." - Þið talið um hugsanlegar afleiðingar aðgerðaleysis íályktuninnL Til hvaða að- gerða eiga íslensk stjómvöldað grípa? „Það er ljóst að íslensk stjómvöld verða að taka pólitíska ákvörðun sem fyrst í þessu máli. Það hefur ekki staðið á íslensk- um stjómvöldum hingað til að setja lög, sé pólitískur vilji íyrir hendi. Afhverju skildi þetta tilvik vera eitthvað öðmvísi? Skammtfmahagsmunir fslendinga mega ekki ráða ferðinni í þessu máli. Til þess er of mikið í húfi. Langtímahagsmuni verður að vemda,“ sagði Jón Þór Sturluson að lokum. Hvalveiðiskip íslendinga aðgerðalaus í Reykjavíkurhöfn. Hvalveiðamar era eitt af þeim mál- um þar sem Islendingar og Norðmenn eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta. í ályktun SUJ um Smugu-málið segir meðal annars: „Ef íslendingar bregða fæti fyrir frænd- ur sína, Norðmcnn, með þcssum hætti er ekki nokkur vafi á því að samskipti þjóðanna versna til muna. Islendingar og Norðmcnn hafa um langt árabil átt gott samstarf í sjávarútvegsmál- um. Ef hagsmunir Islendinga verða látnir ráða, þá er víst að það samstarf er fyrir bí.“ Alþýðublaðsmynd / Einar Olason Umhverfísvænn pappír Endurunninn pappír n PRENTSTOFA HF Nýbýlavegi 30 • Kópavogi • Sími 641499 • Fax 641498

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.