Alþýðublaðið - 27.08.1993, Side 7
Föstudagur 27. ágúst 1993 SELFOSS
Svceðisskrifstofa Suðurlands um málefni fatlaðra
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7
Fjölbreytt þjónusta fyrir
á annað hundrað fatlaða
Rætt við Nínu Eddu þroskaþjálfa um starfssemi skrifstofunnar,,
Við á Svæðisskrifstofu Suð-
urlands um málefni fatlaðra
vinnum samkvæmt lögum
sem sett voru um málefni
fatlaðra og önnumst rekstur
á þeirri þjónustu sem fatlað-
ir eiga rétt á. Má þar nefna
sambýli, vistheimili, vernd-
aða vinnustaði, meðferðar-
heimili, þjónustuíbúðir og
leikfangasafn. Þjónusta
skrifstofunnar nær yfir Ár-
nessýslu, Rangárvallasýslu,
Vestur- Skaftafellssýslu og
Vestmannaeyjar. Stöðugildi
við þessa starfssemi eru
samtals 57,5, en við ráð-
gjafadeild er ekki skipað í
stöður sálfræðings eða fé-
lagsfræðings sem er baga-
legt,“ sagði Nína Edda
Skúladóttir þroskaþjálfi á
Svæðisskrifstofunni í sam-
tali við blaðið.
„I hverju sambýli búa fímm til sex fatlað-
ir einstaklingar og á svæðinu eru sex slík
sambýli. Þar er viðvera starfsfólks allan sól-
arhringinn. í þjónustuíbúðunum sem eru
íjórar eru fjórir einstaklingar í hveiri en þar
eru stöðugildi færri og reynir meira á sjálf-
stæði íbúanna og viðvera starfsfólks
skemmri. Samtals eru það um 40 einstak-
lingar sem búa í sambýli og í þjónustuíbúð-
um,“ sagði Nína Edda.
Vistheimili í nóvember
„Fyrirhugað er að opna í nóvember vist-
heimli fyrir fötluð börn. Þetta nýja heimili
er í byggingu í íbúðahverfi hér á Selfossi og
þar verða íjögur til fimm böm. Jóna Ing-
varsdóttir mun veita því forstöðu.
Þá erum við með tvö meðferðarheimili á
svæðinu. Annað er í Vestmannaeyjum en
hitt hér á Selfossi. A þessum heimilum er
veitt dagþjónusta ásamt skammtímavistun.
Á Selfossi og í Eyjum eru einnig leikfanga-
söfn sem þjóna forskólaaldrinum og auk
þess rekur safnið á Selfossi farþjónustu fyr-
ir böm sem em búsett annars staðar á svæð-
Verndaðir vinnustaðir
Nína Edda sagði að vemdaðir vinnustað-
ir væm reknir í Vestmannaeyjum og á Sel-
fossi:
„Það þekkja margir kertaframleiðsluna
sem vinnustaðurinn í Vestmanneyjum
stendur að auk annarra verkefna. Á Selfossi
er hins vegar unnið við körfugerð, vefnað,
leirvinna fer þar fram og unnið við að útbúa
pakkningar fyrir jógúrtdósir á vegum
Mjólkurbús Flóamanna. Auk þess má nefna
saumaskap og vinnu fyrir biaðið Þjóðólf.
Fatlaðir starfsmenn á Selfossi em 18 en
ekki allirí fullu starfi. í Vestmanneyjum em
fatlaðir starfsmenn 20 og þar er einnig um
hlutastörf að ræða. Samtals em fatlaðir
skjólstæðingar okkar á öllu svæðinu tals-
vert á annað hundrað."
Gefandi starf á lágum launum
Sem fyrr segir er Nína Edda þroskaþjálfi
og hún var spurð hvort það væri ekki gef-
andi starf að vinna með fötluðu fólki.
„Auðvitað er þetta gefandi starf og það er
það sem heldur okkur í starfinu því ekki er-
um við í því vegna launanna. Þetta dýpkar
persónuleikann því rnaður kynnist mörgu,
bæði gleði og sorg. Þegar launaumslagið
berst er maður oft að spyrja sjálfan sig hvers
vegna maður er í þessu slarfi því vinna með
Guðmundur Búason aðstoðarkaupfélagsstjóri við stórhýsi KA á Sclfossi. Alþýðublaðsmynd Ein-
ar Olason
/
Kaupfélag Arnesinga er stærsti vinnuveitandinn á Selfossi
Stöðugildi er
nær 300
-segir Guðmundur Búason aðstoðarkaupfélags-
s
stjóri en KA teygir anga sína allt til Vestmannaeyja
Þroskaþjálfarnir Jóna Ingvarsdóttir til vinstri og Nína Edda Skúladóttir sitjandi. Alþýðublaðs-
mynd Einar Ólason
fólk er ekki metin að verðleikum hér á
landi. En sökum þess hvað þetta er gefandi
starf þá heldur maður áfram,“ sagði Nína
Edda og við þökkum henni fyrir að hlaupa í
skarðið í fjarvem Eggerts Jóhannessonar
framkvæmdastjóra sem var í sumarfríi.
“Eignalega er staða Kaupfélags Árnes-
inga mjög góð en hins vegar hefur verið
lítilsháttar tap á rekstrinuin síðustu tvö
árin. Samkcppni í verslun er hörð og iðn-
aður á undir högg að sækja en við höfum
keppst við að sinna þessum þáttum í
rekstrinum sem best eins og á öðrum
sviðum. Auk starfseminnar hér á Selfossi
erum við með vcrslanir í Vestmannaeyj-
urn og Kirkjubæjarklaustri og verslun
og trésmíðaverkstæði í Vík,“ sagði Guð-
mundur Búason aðstoðarkaupfélags-
stjóri Kaupfélags Árnesinga í samtali við
blaðið.
Kaupfélagið er gamalgróið fyrirtæki en
það var stofnað árið 1930. Stöðugildi em
nær 300 hjá kaupfélaginu auk hlutastarfa og
að sögn Guðmundar vom um 380 manns á
launaskrá í fyrna. Kaupfélagið er því stærsti
atvinnuveitandinn á Selfossi.
Þróa nýjar hugmyndir
„Reksturinn gengur þokkalega urn þessar
mundir en auðvitað er bamingur í öllum
rekstri eins og er. Þó er alltaf aukning í
ferðaþjónustu á þessu svæði og við byggj-
um mikið á henni. Veðrið í sumar hefur
ekki spillt fyrir hvað það varðar.
I trésmiðjunni emm við alltaf að þróa
nýjar hugmyndir. Nú síðast erum við komn-
ir með nýja línu í húsgögnum sem heitir
Flétta. Sömuleiðis höfunt við verið ntikið í~
framleiðslu á eldhúsinnréttingum og inn-
réttingum í baðherbergi og þar er alltaf þró-
un í gangi. En það eru ekki bjartar hoifiur í
þessum iðnaði eins og fram hefur kornið í
fréttum. Framleiðslan fer fyrst og ffiemst á
maikað á höfuðborgarsvæðinu en einnig er
hún seld út um allt land. í kjötvinnslunni eru
framleiddar allar algengar kjötvömr og selj-
um þær mest á heimamarkaði en einnig lil
Reykjavíkur og víðar,“ sagði Guðmundur.
Sjóða bita í Kúðafljótsbrú
„í jámsmiðjunni framleiðum við ýrnsa
hluti svo sem til landbúnaðar, vagna, kemtr
og áburðardreifara. Þar vom líka soðnir
saman bitamir í nýju brúna yfir Kúðafljót^
sem er mikið mannvirki. Svo má nefna bif-
reiðaverkstæði sem er gamalgróið fyrirtæki
og sinnir almennum bflaviðgerðum og þar
er rekin varahlutaverslun sem er mikið sótt
af Sunnlendingum. Einnig er þar smurstöð,
hjólbarðaverkstæði og rafmagnsverkstæði.
Vömhús KÁ er aðalverslun okkar á Sel-
fossi og jafnffiamt eina matvömverslunin
sem við rekum hér,“ sagði Guðmundur
Búasön. -SG
MTTC
Vinningstölur
miðvikudaginn:
25. ágúst 1993
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
a 6 af 6 0 76.840.000
m 5 af 6 +bónus 1 1.074.707
a 5 af 6 4 130.462
El 4 af 6 445 1.865
m 3 af 6 +bónus 1.461 243
Aðaltölur:
(39)(46)(47)
BÓNUSTÖLUR
©é®
Heildarupphæð þessa vjku
79.621.503
á Isl.:
2.781.503
UPPLVSINGAR, SfMSVARI B1-6815 11
LUKKULÍNA 9910 00 • TEXTAVARP 451
BIRT MEO fyfllRVARA UM PRENTVII.LUR
E LANDSVIRKJUN
BURFELLSSTOÐ - BLONDUSTOÐ
OPIÐ HÚS
Næstkomandi laugardag, 28. ágúst,
verður opið hús í Búrfellsstöð og Blöndustöð
milli kl. 13 og 17.
Gestum gefst kostur á að skoða stöðvarnar
og fræðast um þá starfssemi sem þar fer fram.