Alþýðublaðið - 27.08.1993, Side 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
SELFOSS
Föstudagur 27. ágúst 1993
safnið og dýrasafnið verða áfram hér á Sel-
fossi,“ sagði Lýður safnvörður.
Spjallað við Lýð Pálsson safnvörð
Listaverk og fornir munir
-eru meðalþess sem er til sýnis í Byggða- og Listasafni Arnesinga á Selfossi.
200 tréskurðarmunir
,J listasafninu er einn salur þar sem nær
eingöngu eru til sýnis myndir úr gjöf Bjam-
veigar. Við emm einnig með sal sem
kenndur er við Halldór Einarsson tréskurð-
armeistara frá Brandshúsum. I haust stend-
ur til að setja þar upp tréskurðarsafn hans
sem hann gaf sýslunni fyrir um 20 ámm, en
Halldór hefði orðið 100 ára á þessu ári.
Samtals er hér um að ræða 200 muni.
Safnið er vel staðsett hér við Tryggva-
götu, rétt við sundlaugina og gagnfræðskól-
ann. Hins vegar hefur gengið heldur illa að
ná til hins hefðbundna ferðamanns á sumr-
in. Okkur vantar Skógafoss eða eitthvað
slíkt,“ sagði Lýður.
Nú stendur yfir sýning 11
myndlistarmanna úr Árnes-
sýslu í Byggða- og Lista-
safni Árnesinga á Selfossi.
Þar er einnig sýning á mál-
^verkum eftir ýmsa þjóð-
kunna listmálara auk þess
sem í Byggðasafninu má
sjá ýmsa muni frá fyrri tíð.
„Safnið var opnað árið 1964 og í dag er
því þrískipt. Auk byggðasafns er þar lista-
safn en stofninn að því er gjöf Bjamveigar
Bjamadóttur sem er um 75 máíverk eftir
ýmsa þekktustu listmálara þjóðarinnar en
einkum þó verk eftir Ásgrím Jónsson. I
þriðja lagi er þetta dýrasafn en þar er um að
ræða safnið sem var til húsa í Breiðfirðinga-
búð áður og síðan keypt á uppboði og flutt
hingað,“ sagði Lýður Pálsson safnvörður í
samtali við Alþýðublaðið.
Landbúnaðarmunir og brennivíns-
áma
I byggðasafninu em ýmsir munir sem
tengjast Ámessýslu og þá einkum munir
tengdir landbúnaði sem skiljanlegt er í
þessu ntikla landbúnaðarhéraði. En Lýður
Lýður Pálsson safnvörður með drykkjarkönnu við brennivínsámuna.
Alþýðublaðsmynd Einar Ólason
AUGLÝSING
UM INNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00
1984- 2.fl. 1985- 2.fl.A 1985-2.fl.B 1988-2.fl.D 5 ár 10.09.93-10.03.94 10.09.93-10.03.94 10.09.93-10.03.94 01.09.93 kr. 72.355,30 kr. 46.178,80 kr. 26.876,50** kr. 21.620,00
*) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur.
**) Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt
frammi nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, ágúst 1993.
SEÐLABANKIÍSLANDS
benti á að þar væri fleira að finna:
„Við emm einnig með muni sem tengjast
verslun og þá einkum Eyrarbakkaverslun
sem var eina verslunin hér Sunnanlands um
aldaraðir. Einnig eigum við muni sem
tengjast heimili verslunarstjórans sem bjó í
Húsinu. Þar má til dæmis nefna píanó. Auk
þess er hér mjög stór ullarvog sem notuð
var við verslunina og heljarmikil brenni-
vínsáma.
Það stendur til að flytja hluta safnsins
niður á Eyrarbakka en ríkið keypti Húsið í
fyrra og er ætlunin að opna það sem
Byggðasafn Ámesinga næsta sumar. Lista-
Myndlistarsýning heimamanna
„Safnið er opið daglega í sumar frá
klukkan tvö til limm síðdegis. Ut þennan
mánuð er hér sýning Myndlistarfélags Ár-
nessýslu. Þar sýna 11 frístundamálarar verk
sín og er þar um að ræða mjög athyglis-
verða sýningu sem opin til klukkan 21 um
helgar.
Á vetrum er safnið opið á fimmtudögum
á þeim tíma sem ég gat um áðan. Auk þess
er safnið opnað lýrir hópa og skólafólk á
öðmm tímum eltir samkomulagi við mig,“
sagði Lýður Pálsson.
-SG
Plastiðjan hfá Selfossi hefur starfað í 20 ár
Framleiðir 10
milljónir
gosflaskna á ári
Spjallað við Ægi Magnússon í Plastiðjunni en
þar eru framleiddar flöskur fyrir gosdrykki og
vatn til útflutnings
„Okkar framleiðsla er að
mestu leyti plastflöskur
fyrir gosdrykki og undir
vatn til útflutnings. Einnig
erum við með framleiðslu
á umbúðum fyrir mjólkur-
iðnað, það er að segja
pakkningar. Starfssemin
gengur vel og hér starfa
15 manns,“ sagði Ægir
Magnússon í Plastiðjunni
á Selfossi í spjalli við
blaðið.
Fyrirtækið var stofnað íyrir 20 ámm
eða árið 1973. Sala á gosdrykkjum í
plastflöksum hófst hér á landi árið 1986
og hefur Plastiðjan framleidd slíkar um-
búðir svo til ífá byrjun.
„Við framleiðum þessar gosdrykkja-
flöskur fyrir gosdrykkjaverksmiðjur aðr-
ar en Vífílfell og Sól sem em með eigin
framleiðslu á flöskum. Það er mikill
markaður fyrir plastflöskumar undir gos
sem sést best á því að við framleiðum
um 10 milljónir flaskna á ári. Síðan emm
við með framleiðslu á plastbökkum sem
notaðir em undir mjólkurvömr og sú
framleiðsla er seld nánast út um allt
land,“ sagði Ægir.
Vatn til Bandaríkjanna
Sem fyrr segir framleiðir Plastiðjan
plastflöskur undir vatn til útflutnings og
þar gæti verið um góðan vaxtarbrodd að
ræða.
„Við ffamleiðum vatnsflöskumar fýr-
ir fýrirtækið AKVA á Akureyri sem flyt-
ur út vatn á Bandaríkjamarkað. Fyrir-
tækið notaði áður pappaumbúðir en
skipti síðan yfir í plastflöskur sem við
framleiðum. Það má því segja að við sé-
um líka í útflutningi með þeirri ffam-
Jóhannes Kagnarsson annar af eigendum
Plasiðjunnar ásamt starfsmannni við sýnis-
hom af gosflöskunum sem framleiddar eru
í milljónatali. Alþýðublaðsmynd Einar Óla-
son
leiðslu. Hins vegar er ekki gmndvöllur
fyrir því að flytja út tómar flöskur ffekar
en að flytja inn tómar flöskur og fylla á
þær hér. Vatnsútflutningurinn fer alltaf
vaxandi og margir bjartsýnir á að hægt
verði að nýta þessa auðlind mun betur í
framtíðinni," sagði Ægir Magnússon.
Hann neitaði því ekki að einhveijar
nýjungar væm á döfinni í ffamleiðslu
Plastiðjunnar. Sagði hins vegar óvitur-
legt að greina ffá slíku fyrirfram því
margir vildu fá þennan markað.
-SG