Alþýðublaðið - 07.09.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.09.1993, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ LEIÐARI, SJÓNARMIÐ & ANNÁLAR Þriðjudagur 7. september 1993 MPMBUDID HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Hafnarfjörður og Hagvirki-Klettur Innan Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði hefur um skeið geisað illvíg valdabarátta milli Mathiesen-veldisins og annarra flokksmanna, sem Jóhann G. Bergþórsson, for- stjóri Hagvirkis-Kletts, fer fyrir. Togstreita armanna hef- ur nú brotist upp á yfírborðið með því, að Þorgils Óttar Mathiesen, einn af bæjarfulltrúum flokksins, hefur ráðist harkalega á bæjaryfirvöld fyrir að ganga til samninga við Hagvirki-Klett um gerð fráveima, án undangengis út- boðs. Þetta hefur ættarlaukurinn kallað „siðleysi“ af hálfu bæjarstjómarinnar. Engum dylst, að þó atlögunni sé á yfirborðinu beint að meirihluta Alþýðuflokksins í bæjarstjóm Hafnarfjarðar, þá er hinn raunvemlegi skotspónn Jóhann G. Bergþórs- son, sem í augum Mathiesen-veldisins vann þá höfuð- synd fyrir síðustu bæjarstjómarkosningar að vinna næsta léttan sigur á ættarlauknum í prófkjöri. Það er að vonum að bæjarfulltrúinn ungi seilist langt til vopna, því sannast sagna hefur hann hingað til ekki náð sem bæjarfulltrúi að vekja athygli íyrir annað en fálmkennd og óömgg vinnu- brögð. Ingvar Viktorsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, hefur rétti- lega sagt að meginreglan um framkvæmdir af þessari stærðargráðu eigi að vera sú að viðhafa útboð. En hann hefur líka bent á tvennt annað, sem skiptir miklu máli: í fyrsta lagi, þá hefur Hagvirki-Klettur reynslu af þeim framkvæmdum sem um ræðir. Fyrirtækið sá um svipað en þó miklu stærra verkefni fyrir Reykjavíkurborg. I öðm lagi, þá minnti bæjarstjórinn á þá staðreynd, að sem hafnfirskt fyrirtæki er Hagvirki-Klettur mikilvæg burð- arstoð í atvinnulífi bæjarins. Hrapi það fyrir ættemis- stapa missa fjölmargir Hafnfirðingar atvinnu sína. ✓ I Ijósi þessa er ffáleitt óeðlilegt, að hafnfirsk yfirvöld leiti til fyrirtækisins um verkið. Þar sitja hagsmunir bæjarbúa í fyrirrúmi í fleiri skilningi en einum. Allt tal um siðleysi er því út í hött. Hreinskilni er ekki alltof áberandi í fari stjómmála- manna. En það verður ekki skafið af hinum nýja bæjar- stjóra Hafnarfjarðar að hann talar hreint út. í fjölmiðlum hefur hann sagt það skilmerkilega, að hann gangi þess ekki dulinn að Hagvirki-Klettur eigi undir högg að sækja. Þess vegna telji hann það af hinu góða, ef verkið geti leitt til þess að treysta stoðir fyrirtækisins, og þar með atvinnu fyrir íbúa Hafnarljarðar. Hér talar skynsamur bæjarstjóri. Það yrðu tæpast góð tíðindi fyrir Hafnfirðinga ef þau störf, sem Hagvirki- Klettur skapar, hyrfu úr athafnalífi bæjarins. Með ákvörðun sinni hafa því bæjaryfirvöld tryggt sér krafta fyrirtækis með mikla þekkingu á verkefninu, og jafn- framt treyst atvinnulífið í bænum. Er þetta ekki einmitt hlutverk ábyrgra bæjarstjóra? Fyrir Þorgils Óttari Mathiesen vakir það eitt að koma höggi á andstæðing í innanflokkseijum. Honum virðist sama þó það sé í andstöðu við hagsmuni bæjarbúa. Til- gangurinn helgar meðalið. Hann velur ákvörðun bæjar- stjómarinnar í Hafnarfirði einkunnina „siðleysi“. En hvað skyldu hugsandi Hafnfirðingar kalla framkomu hans sjálfs? Onnur sjónarmið. . . Hvaða betrun? Óttar Guðmundsson læknir og rit• höfundur skrifar athyglisverða grein í siðasta laugardagsblað DVþar sem hann tekur undir efasemdir um betr- unaráhrif íslenskra fangelsa og nefn- ir til sögunnar fyrirbyggjandi leiðir í betrunarmálum. Fyrirsögnin er „Meiri gaddavír?" Óttar hefur sýnt þaðog sannað fyrir margt löngu að hann er maður fjölhæfur og áhuga- sviðin feiknamörg. Við skulum fylgj- ast um stund með vangaveltum læknisins: „Fjölmiðlum, höfðingjum og al- múgafólki hefur verið tíðrætt um málefni fanga síðustu vikur. Miklar fregnir hafa borist frá Litla-Hrauni; hættulegir misindismenn struku og fangar gerðu uppsteyt. Víkinga- sveitin var kölluð til aðstoðar enda kom í ljós að fangar höfðu vopnast glerbrotum og knattleikskjuðum. Abúðarfullir embættismenn ræddu málin með spekingssvip og heimt- uðu oddhvassari gaddavír, hærri girðingar og rafeindaaugu til að hafa gætur á þessum ógæfumönn- um. Menn sögðu að þjóðféiaginu bæri skylda til að veija borgarana gegn hættulegu fólki með öllum til- tækum ráðum. En fangavarsla er nú þegar gífurlega dýr og hver fangi kostar tugþúsundir á sólarhring. Krafan um öruggari fangelsi og meiri gaddavír gerir ráð fyrir aukn- um kostnaði. Það skiptir miklu að þessum miklu peningum sé vel var- ið og fangelsisvistin nýúst fangan- um á einhvem hátt. Einu sinni vom menn dæmdir til betrunarvistar enda álitið að fangelsin yrðu að hafa einhver mannbætandi áhrif á afbrotamenn. Þjóðfélagið hlýtur að hafa þeim skyldum að gegna gagn- vart fongum til að vistin geti nýst þeim síðar á lífsleiðinni. Betrunaráhrif fangelsa Betmnaráhrif íslenskra fangelsa virðast þó næsta lítil. I könnun, sem Lárus Helgason yfirlæknir gerði og birtist í Læknablaðinu, kemur fram að 98% Iíkur em á því að þeir sem dæmdir em einu sinni til fangelsis- vistar verði dæmdir á nýjan leik. Yfir helrrúngur þeirra sem stundar afbrot fyrir um 20 ámm em enn að fremja glæpi í dag. Fangavistin virðist því ekki hafa nein merkjan- leg áhrif til að stöðva eða hemja glæpahneigð þeirra einstaklinga sem dæmdir em. Gagnsemi fang- elsa virðist einungis felast í þeim vamaðaráhrifum sem tilvist þeirra hefur. Þegar grannt er skoðað virð- ist jafnvel fangelsisvist fremur stuðla að áffamhaldandi afbrotum en koma í veg fyrir þau. Lang- stærstur hluti afbrota á íslandi er framinn undir áhrifum áfengis eða einhverra vímuefna. Flestír ofbeld- isglæpir tengjast áfengi; hlutí auðg- unarglæpa er ffamin í því skyni að fjármagna neyslu. Ölvun tengist flestum nauðgunarafbrotum. Fíkni- efnabrot em yfírleitt framin til að afla F}ár til eigin neyslu. Menn flytja inn og selja vímuefni tíl að fjármagna eigin nös og pípu. Betr- unaráhrif fangelsa felast að stóram hluta í því hvemig til tekst að halda mönnum ffá öllum vímuefnum og efla löngun tíl að lifa vímuefna- lausu lífi. I nýlegu uppþoti kom þó í ljós að þcssi pottur virðist líka brot- inn. Fangar vom sagðir undir áhrif- um vímuefna sem til þeirra hafði verið smyglað. Á þennan hátt held- ur ógæfúdansinn áffam. Menn fremja glæpi undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Dómur er felldur í málinu og afbrotamaðurinn sendur í afþlánun. Þar heldur neyslan stundum áfram meðan á gæsluvist stendur. Þegar refsidvölinni lýkur taka menn rúmna tíl Reykjavíkur með einhverja peninga í vasanum. Lítið hefur verið gert tíl að endur- hæfa menn fyrir það líf sem bíður utan girðingar. Vímuefnafíknin ólgar í brjóstínu eins og óargadýr enda lítíð gert tíl að beijast gegn henni í fangelsinu. Menn fara bein- ustu leið upp í ónefhdan kjallara í austurborg Reykjavíkur og lenda í félagsskap þar sem Bakkus kon- ungur er fiindarstjóri. Neyslan hefst á nýjan leik, hana þarf að fjármagna og afbrotaleiðin er sú eina sem menn þekkja. Síðan lenda menn í fangelsi enn á ný og aftur út í lífið, affur í afbrot og þannig koll af kolli. Fyrirbyggjandi leiðir Besta fyrirbyggjandi aðgerðin í afbrota- og ofbeldismálum felst því í því að beijast gegn vímuefnum með öllum tíltækum ráðum. Fanga- vistín verður að vera einhvers kon- ar meðferð þar sem lögð er megin- áhersla á vímulaust Iíf. Ákveðinn hluti fangelsisins verður að vera frír við öll vímuefni. Þjóðfélagið verð- ur að veija fangana sína fyrir dóp- sölum og vafasömum bröskumm og búa þeim vímuefnalausar deildir í fangelsinu. Þjálfa verður menn fyrir lífið utan múranna með auk- inni kennslu, atvinnutækifærum og starfsþjálfún. Því miður virðast menn ekki velta þessu fyrir sér heldur láta kaffærast í gaddavír- sumræðunni. Það er í raun mun brýnni spuming af hveiju fangelsin hafa engin betmnaráhrif heldur af hveiju þau séu ekki mannheld." „98% líkur eru á því að þeir sem dœmdir eru einu sinni til fangelsis- vistar verði dæmdir á nýjan leik. Yfir helmingur þeirra sem stundar afbrot fyrir um 20 árum eru enn að fremja glœpi í dag. Fanga- vistin virðist því ekki hafa nein merkjanleg áhriftil að stöðva eða hemja glœpahneigð þeirra einstaklinga sem dœmdir eru. “ finnáll 7. september Atburðir dagsins 1812 - Napóleon vinnur sigra á leið til Moskvu. 1910 - Marie Curie tilkynnir einangrun Radíums. 1940 - Nasistar gera miklar Ioftárásir á London. 1981 - Fatlaði rithöfundurinn Christy Brown deyr. 1986 - Desmond Tutu verður erkibiskup Capc Town. Afmœlisdagar Elia Kazan 1909Svids- og kvikmyndaleikstjóri. Antony Quayle - 1913 Brcskur kvikmyndaleikari. Buddy Holly -1936 Bandarískt poppgoð. Málsháttur dagsins „Það er mótulegt, að þeim svíði sem undir míga." Málsháttasöfn Hallgríms Schevings. Boðsrit Bessastaðaskóla 1843 og 1847. 1978 - Keit Moon dáinn Kcith Moon, trommulcikari rokkhljómsvcitarinnar Thc Who, lcst í dag í íbúð sinni í London. Banamcin Moon var inntaka of stórs skammts tjfja scm hann notaði til að vinna bug á áfengissýjþ sinni. Söngvari hljómsvcit- arinnar, Rogcr Daltrey, sagði að skarðið scm Mixrn skildi eftir sig væri óuppfyiianlcgt. Það er ckki rétt því nokkrum sinn- um hefur þurft að fá staðgengil fyrir Moon cftir að hann hafði brotn- að niður vegna ótæpilegrar áfcng- isdrykkju og lyfja- misnotkunar. filþýðublaðið 7. sept. 1940 Loftárásirnar á England Forsíðufrétt: „Loftárásirnar a England voru mcð allra mesta móti í gær og í nótt og tók óhemju fjöldi þýzkra flugvcla þátt í þeim. Voru grimmilegar loftorustur háðar víðs vegar yfir land- inu, en fregnir af loftárásunum í nótt eru enn ógreinilegar sökum þess, að brezka útvarpið hefir heyrst mjög illa í morgun vegna slæmra hlustunarskilyröa.' Svikamylla Sjálfstœðisflokksins Leiðarinn: „Morgúnbláðið á enn erfitt með að ræða mjólkur- málið öðru vísi en að viðhafðri gömlu aðferðinni frá stjórnarand- stöðumönnum, það er, eintómum ósannindum og jafnvel beinu falsi. Það er engu líkara, en það sé beinlínis alveg bannað, að segja sannlcikann um það mál þar, og jafnvel þó að í aðsendum rit- smíðum sé.“ ítalski flotinn áflótta Baksíða: „Flotamálaráðuneytið brezka hefir birt skýrslu um mikil umsvif brezka flotans í austanverðu Miðjarðarhafi í síðustu viku. Að minnsta kosti 17 ítalskar flugvélar hafa verið skotnar niður og 13 laskaðar fyrir utan þær, sem eyðilagðar hafa verið á jörðu. Gerðist þetta í loftárásum á 4 höfuðflugstöðvar ítala.“ ALÞÝÐUBLAÐB laugardaginn 7. september 1940 Ritstjóri: Stefán Pétursson - inniendar fréttir. Stefán Pétursson - Eriendar fréttir: Vilhjálmur S. Vilhjálmsson - Að- setur ritstjómar: Alþýðuhúsið í Reykja- vík - Prentsmiðja: Prentsmiðja Alþýðu- blaðsins ALÞYÐDBLAÐIÐ Utaiuli er krriat U SiMito. s .JI——.. 5IP yiggjj'Bsr gSassri —~ riNí m BÉmr ■N*,-- mmt < bwtz. ggr

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.