Alþýðublaðið - 07.09.1993, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.09.1993, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 7. september 1993 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 SKÁK, STUTT & MEXÍKÓ Kasparov og Short leiða saman hesta sína í London KEPPNIN VIÐ SHORT,- VERÐUR MJÖG „SHORT“ - að mati heimsmeistarans, sem aðeins hefur tapað einni skák gegn Englendingnum Baráttan um heimsmeistaratignina í skák er hafin í London. Þar endurtekur sig sagan um Davíð og Golíat, - og með öllu óvíst að Davíð fari með sigurinn. Það þykir raunar ekki trúlegt. Þeir Garrí Kasparov og Nigel Short keppa um heimsmeistaratignina í óþökk al- þjóðasambandsins. Af þess hálfu munu þeir Karpov og Timman leika um þennan sama titil og byijuðu í gær. í dag hefst viðureign Kasparovs og Shorts í London. Sú staðreynd að einvígið í London er í trássi við FIDE gerir einvígið þeim mun meira spennandi á alþjóðlegunt vettvangi og er líkt við einvígi úr hnefaleik fyrir nærri 30 árum, þegar Muhammed Ali og Sonny Liston slógust í Miami Beach. Verðlauna- féð er líka athyglisvert, um 170 milljónir ís- lenskra króna. Kasparov verður öruggur sigurvegari Blaðið Scanorama sem barst í gær, segir að enginn vafi leiki á að Kasparov er fyrir- fram álitinn öruggur sigurvegari í hlutverki Golíats í einvíginu. Blaðið segir þennan „harðstjóra frá Baku í Azerbaidjan, upp- reisnargjama heimsmeistarann, þotugeng- ismanninn, milljónerann og verðlaunahaf- ann í keppninni um Persónuleika ársins á fslandi(!), mann sem stendur framar en sjálf Madonna". Hann sé með sigurinn í höndun- um fyrir keppnina að flestra dómi. í fyrri viðureignum þeirra Shorts og Ka- sparovs hefur hinum 28 ára gamla Short að- eins einu sinni tekist að sigra. Og þess ber líka að geta að hann er aðeins í 12. sæti á heimslista FIDE. Þegar Kasparov var spurður að því í fyrra hver mundi verða andstæðingur hans í úrslitunum, sagði hann: „Það verður Short, og það verður stutt" eða á ensku: It wiU be Short - and it will be Short. Short líkar niðurlæging, meiðingar og kvalir Short viðurkennir fyrirfram að andstæð- ingurinn hafi meiri þekkingu á skák en hann sjálfur muni nokkru sinni öðlast. Það þýði þó engan veginn að hann geti ekki unnið. „Eg fæ mikla ánægju út úr skákinni, af að niðurlægja andstæðingana. Mér þykir gam- an að meiða þá, kvelja þá í rólegheitum", segir Short. Hann varð yngstur allra til að öðlast stórmeistaratitil, 19 ára gamall. Hann hefur litla menntun, óx upp úr því að vera heldur kauðalegur unglingur með pönkara- gítarinn sinn, upp í að ná tökum á virðuleg- um enskum hreimi og heillaðist af stefnu Thatchers og eignast vini í íhaldsflokknum. Tapi hann núna fyrir „fyrrum kommún- istanum" eins og hann hefur kallað Ka- KARPOV - notar skítabrögð til að skemma einbeitingu andstæðingsins. sparov, er hann éngu að síður orðinn skák- milljónari, svo stór er hans hlutur í verð- launafé blaðsins The Times. Kasparov er sagður slægur sem refur við skákborðið og til alls líklegur í þeim efnum, hann er sagður reka sálrænan hernað við og í nánd við skákborðið. I fylgdarliði hans er sagt að séu dávaldar, kokkar, sálfræðingar og læknar. Auk þess búi hann yfir ýmsum skítugum brögðum til að minnka einbeit- ingu andstæðinganna. Persónuleijtakeppni ársins á Islanai? Short hefur rninna umfangs í keppnum Lokið er vel heppnaðri kvikmyndahá- tíð í Háskólabíói, sem í senn veitti innsýn í mexíkanskt þjóðlíf og gaf ábendingar um stöðu mexíkansks kvikmyndaiðnað- ar. Þrjár myndanna báru svip ný-raunsæis: Eldengill; sem fjallar um sifjaspell, bók- SHORT - hann segist hafa gaman af að kvelja andstæðinginn. sínum. Hann er einbeittur við taflborðið og í öðrum heinti, spilar á gítarinn sinn í tóm- stundum, og leitar ráða hjá tékkneska skák- meistaranum Lubosh Kavalek, þeim hinum santa og aðstoðaði Bobby Fischer þegar hann tefldi í heimsmeistaraeinvíginu í Reykjavík gegn Spasskí í Reykjavík. I áðumefndri grein í Scanorama segir höfundurinn, Simon Inglis, að ekki sé ástæða til að afskrifa Short með öllu íyrir- fram. „Þegar öllu er á botninn hvolft, þá var hann í öðm sæti í keppninni um Persónu- leika ársins á Islandi, aðeins skrefi á eftir Kasparov“. Þessa persónuleikakeppni á Is- landi kannast reyndar enginn maður við. stafstrú, friðþægingu, kukl, blóðhefnd; leik- urinn stendur undir þessu álagi; sem sagt mögnuð mynd. Fang Benjamíns; Fimm- tugur þorpsbúi, veraldarvits vant, býr með systur sinni (er lítur kaþólska sóknarprest- inn hým auga). Óvænt em viðbrögð systur hans: hún vill að hann slái eign sinni á stúlk- una. Skondin mynd. Danzon; Símastúlka, einhleyp, nær fertug, með stálpaða dóttur, ann dansi. Dag einn er dansherra hennar á brott. Fer hún að leita hans, frá Mexíkóborg til Vera Cmz, lendir þar í ástarævintýri, áð- ur en heim snýr aftur. Skopi saman undið saman við ný-raunsæið; geðþekk mynd. Snákar og sniglar hefur yfirbragð, sem minnir á bandarískar kvikmyndir, þótt myndefnið sé mexíkanskt; nýtur góðs leiks. Gertrudis Bocanegra og gerist í Mexíkó rétt eftir 1800, meðan franski byllingarher- inn herjar á Spán; ber myndin nafn hefðar- konu, sem gerigur til liðs við sjálfstæðis- og uppreisnarhreyfinguna og lætur loks lífið; nýtur og geldur ný-rómantíkur. Ritari missti því miður af Lifandi líf Fríðu, sem mun vera mynd um ævi Freidu Kahlo, málara og ástkonu mexíkanska mál- arans Diego Rivera, sem beitti sér fyrir því að í útlegð sinni dvaldist Leon Trotsky í Mexíkó. Einnig var myndin Kryddlegin hjörtu ekki sýnd einhverra hluta vegna og var það skaði. En verður því ekki treyst að myndir þessar verði sýndar í kvikmynda- húsununt í vetur? Tvær góðar í Akhi Taklu MEXIKANSKA KVIKMYNDA- HÁTÍÐIN Dömurnar tvær eru matmæður með bros á vör á nýjum skyndibitastað scm opnaði á dögunum í hjarta borgarinnar, á milli Skúlagötu og Sæbrautar, gegnt Vitastíg. Þar reka þau Guðlaug K. Pálsdóttir og Kristján Þór Sveinsson greiðasölu með hamborgara, pylsur, samlokur og nýbakað kaffibrauð fyrir þá sem taka daginn snemma og vilja sitja innivið og njóta útsýnis yfir Faxafló- ann. Kinnig er afgrcitt í Nestis-stílnum gcgnum lúgur fyrir þá sem eru á hraðferð um þessa fjöl- iörnu akstursleið við sjóinn. Að lokum: Var Mexíkanska kvikmynda- hátíðin ekki haldin nokkrum vikum of snemma vegna jaess að áhorfendur mynda á kvikmyndahátfðum em að allstórum hluta nemendur ífamhaldsskóla? Guðjón Sólmundsson, umdæmisstjóri Vinnueftirlitsins á Vesturlandi hugar að öryggis- hjálmi mcð mönnum úr öryggisncfnd Sementsvcrksmiðjunnar. Færri vinnuslys - á pappírnum Tilkynnt hefur verið um færri vinnuslys á árinu 1992 en árin á undan. Þetta ber þó að taka með varúð, segir Vinnueftirlit ríkisins, fækkunin stafar trúlega af því að atvinnurekendur trassa að tilkynna um slys á vinnustað, enda þótt þeim beri skylda til að gera það. Engu að síður er vitað um 635 vinnuslys í fyrra, þar af 3 dauðaslys. Langtlest slysanna urðu í fiskiðnaði (62) og í bygg- ingagreininni (61), en í málmsmíði (55) og hjá Pósti og síma (48). Norskar vörur í Hagkaup Hagkaup í Kringlunni efnir til Norskra daga 9. til 18. september. Norskir matvöruframleiðendur ásamt útflutningsráði Noregs, norska sendiráðinu í Reykjavík og umboðsmönnum framleiðenda, annast um framkvæmdina í samvinnu við Hagkaup. Norskur matreiðslumeistari, Andreas Terry Niels- en útbýr og framleiðir ýmsa þekkta og dæmigerða rétti frá heimalandi sínu. Þá verða sýndir norskir þjóðbúningar og norsk rósamálunarhefð kynnt. Skólahljómsveit Mosfellsbœjar mun leika norska tónlist og Þjóðdansafélag Reykjavíkur sýnir norska þjóðdansa. Göngutúr um gömlu Kaupmannahöfn Þrátt fyrir suddalegt veður í Danmörku í sumar hafa íslenskir ferðamenn flykkst í gönguferðir sem boðið er upp á um gömlu Kaupmanhahöfn, meðal annars svæðið þar sem bruninn mikli varð á átjándu öld, og hluti íslenskra handrita varð eldi að bráð. Gengið er frá gosbrunninum á Ráðhústorgi og um íslendingaslóðir í hinni gömlu höfuðborg íslands. Endað er í Nýhöfn þar sem menn hvfla lúin bein yfir kaffibolla eða bjórglasi. Undirtektimar hafa verið svo góðar að nú er ákveðið að halda áfram til 17. október. Gengið er af stað alla sunnudaga klukkan 10.30. Bankamenn telja kjötskrokka Halldór Blöndal. landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að fram fari talning á birgðum kindakjöts sem miðast við 1. september. Er þetta gert að tillögu Framkvœmdanefndar um búvörusamninga, og í samráði við Landsbanka og Búnaðarbanka. Slíkar talningar hafa verið gerðar áður, bæði varðandi núver- andi búvörusamning og ennfremur hina eldri. Það mun koma í hlut starfs- manna áðumefndra bankastofnana að annast um talninguna hjá sláturleyfis- höfum landsins. Sódóma keppir um Felix I desember fer fram alþjóðleg kvikmyndahátíð þar sem Felix-verðlaunun- um verður útdeilt. Framlag Islands til hátíðarinnar er Sódóma Reykjavík eftir Óskar Jónasson; og Tré og list heimildarmynd eftir Baldur Hrafnkel Jónsson. íslenskar kvikmyndir og leikarar hafa hlotið tilnefningar á hátíð- inni í Babelsberg við Berlín, og Hilmar Örn Hilmarsson hlaut verðlaun í fyrra fyrir bestu tónlistina. Markaðsstjóri, - ekki framkvæmdastjóri Sú villa varð í frétt í Alþýðublaðinu á föstudag um fyrirtækið IceMac, að Reynir Arngrímsson var þar oftitlaður sem framkvæmdastjóri. Þetta er ekki rétt, Reynir er markaðsstjóri fyrirtækisins. Þess má líka geta að bæklingar fyrirtækisins em ekki einungis gefnir út á rússnesku, heldur einnig á nokkr- um tungumálum öðmm. Undrandi á gerðardómi Miðstjóm Alþýðusambands íslands lýsir yfir undmn sinni á úrskurði gerð- ardóms vegna Herjólfsdeilunnar. „Miðstjóm ASÍ mótmælir þeim vinnu- brögðum að vinnuveitendur geti knúið fram lagasetningu um gerðardóm í þeim tilgangi að lækka laun starfsstéttar sem ekki er aðili að kjaradeilunni“, segir í ályktun ASÍ. Er því með öllu hafnað að kjaradómur geti kveðið upp úrskurð þar sem launakröfu einnar starfsstéttar er hafnað en umsamin laun annarrar starfsstéttar lækkuð enda þótt þau séu ákveðin með löglega gerðum kjarasamningi aðilanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.