Alþýðublaðið - 07.09.1993, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
SKILABOÐ
Þriðjudagur 7. september 1993
o R A €> A U <3 I l y s i i M G A R
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Styrkir til háskólanáms í
Sviss og Þýskalandi
1. Svissnesk stjórnvöld nafa tilkynnt að þau bjóði fram í lönd-
um sem aðild eiga að Evrópuráðinu 28 styrki til háskólanáms í
Sviss skólaárið 1994-95. Styrkimir eru eingöngu ætlaðir til fram-
haldsnáms við háskóla og skulu umsækjendur eigi vera eldri en
35 ára. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi nægilega þekk-
ingu á frönsku eða þýsku og þurfa þeir að vera undir það búnir
að á það verði reynt með prófi.
2. Þýska sendiráðið í Reykjavík hefur tilkynnt íslenskum
stjórnvöldum að boðnir séu fram eftirtaldir styrkir handa íslend-
ingum til náms og rannsóknastarfa í Þýskalandi á námsárinu
1994-95.
a) Fjórir styrkir til háskóianáms. Umsækjendur skulu hafa lokið
a.m.k. tveggja ára háskólanámi.
b) Nokkrir styrkir til að sækja þýskunámskeið sumarið 1994.
Umsækjendur skulu vera komnir nokkuð áleiðis í háskólanámi
og leggja stund á nám í öðrum greinum en þýsku. Einnig þurfa
þeir að hafa góða undirstöðukunnáttu í þýskri tungu.
c) Nokkrir styrkir til vísindamanna til námsdvalar og rannsókna-
starfa um allt að sex mánaða skeið.
Nánari upplýsingar um styrkina fást í menntamálaráðuneytinu,
Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík.
Umsóknum um styrkina, ásamt staðfestum afritum prófskír-
teina, meðmælum og heilbrigðisvottorði, skulu sendar til
ráðuneytisins fyrir 25. október nk. á sérstökum umsóknareyðu-
blöðum sem þar fást.
Menntamálaráðuneytið, 3. september 1993.
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Auglýsing
Vakin er athygli á styrkjum sem Norræna ráðherranefndin (Nor-
disk Ministerrád) veitir til eflingar menningarsamstarfs milli
Eystrasaltsríkjanna og Norðurlanda. Tilgangur styrkveitinganna
er að stuðla að mennta- og menningarsamstarfi landanna til að
efla áframhaldandi framfarir á því sviði í Eystrasaltsríkjunum.
Áhersla er lögð á viðfangsefni þarsem reynsla og sérstaða Norð-
urlanda kemur að sérstökum notum.
Um er að ræða styrki til eftirtalinna viðfangsefna:
1. Styrki handa náms- og fræðimönnum frá Eystrasaltsríkjun-
um til náms- og rannsóknadvalar á Norðurlöndum.
2. Styrki handa náms- og fræðimönnum frá Norðurlöndum til
18 vikna kynnisferða til Eystrasaltslandanna.
3. Styrki til handa fræðimönnum frá Eystrasaltsríkjunum til
rannsóknadvalar við vísindastofnanir sem styrktar eru af
Norðurlandaráði.
Nánari upplýsingar og eyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu,
Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, sem tekur á móti umsóknum.
Umsóknarfrestir eru tveir á ári, miðaðir við 1. október og 1. mars.
Menntamálaráðuneytið, 3. september 1993.
TRYGGINGASTOFNUN
Kp RÍKISINS
Styrkir til bifreiðakaupa
Tryggingastofnun ríkisins veitir viðtöku umsóknum vegna
styrkja sem veittir eru hreyfihömluðum til bifreiðakaupa.
Nauðsyn bifreiðar vegna hreyfihömlunar skal vera ótví-
ræð.
Umsóknareyðublöð vegna úthlutunar 1994 fást hjá af-
greiðsludeild og upplýsingadeild Tryggingastofnunar ríkis-
ins Laugavegi 114 og hjá umboðsmönnum hennar um
land allt.
Umsóknarfrestur er til 1. október.
Tryggingastofnun ríkisins.
Menningarsjóður íslands
og Finnlands
Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Finnlands
og íslands. í því skyni mun sjóðurinn árlega veita ferða-
styrki og annan fjárstuðning. Styrkir verða öðru fremur
veittir einstaklingum, stuðningur við samtök og stofnanir
kemur einnig til greina ef sérstaklega stendur á. Að þessu
sinni verður lögð áhersla á að styrkja verkefni er stuðla
að aukinni kynningu á finnskum og íslenskum bókmennt-
um.
Umsóknir um styrki úr sjóðnum fyrir fyrri hluta ársins
1994 skulu sendar stjórn Menningarsjóðs íslands og
Finnlands fyrir 30. september og fyrri hluta árs 1995
skulu berast sjóðstjórninni fyrir 31. mars 1994.
Áritun á íslandi, Menntamálaráðuneytið, Sölvhólsgötu 4,
150 Reykjavík. Æskilegt er að umsóknir séu ritaðar á
sænsku, dönsku, finnsku eða norsku. Sérstök umsókna-
reyðublöð fást í ráðuneytinu.
Stjórn Menningarsjóðs íslands og Finnlands,
3. september 1993.
Til nemenda í
bókiðngreinum
Frá og með haustönn 1993 breytist námsfyrirkomulag í
bókiðngreinum:
Prentsmíð, prentun og bókbandi.
Brýnt er að nemendur sem eru innritaðir í eldra námskerfi
(í meistarakerfi eða á verknámsbraut) eða hyggjast
stunda nám í bókiðngreinum hafi samband við Þóru Elfu
Björnsson, umsjónarkennara í Iðnskólanum í Reykjavík,
í síma 26240.
Menntamálaráðuneytið, 30. ágúst 1993.
'//'//M
V Útboð
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Byggingadeildar
borgan/erkfræðings, óskar eftir tilboðum í byggingu bíla-
geymslu við Aflagranda 40 í Reykjavík.
Flatarmál bílageymslunnar er 1.170 m2 og bílastæði 43, en
á þaki bílastæði fyrir 34 bíla.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 7. september
1993, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 5. október
1993, kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
________Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800_
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Reykjavíkurhafn-
ar, óskar eftir tilboðum í dýpkun Gömlu hafnarinnar.
Verkið er dýpkun sjö skilgreindra svæða innan marka
Gömlu hafnarinnar og losun efnis á Klettasvæði í Sunda-
höfn.
Heildarmagn efnis, sem fjarlægja skal, er 200.000 m3.
Heildarflatarmál dýpkunarsvæðis er 172.000 m2.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavík, gegn kr.15.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 28. sept-
ember 1993, kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
Mölburður í Reykjaneskjördæmi 1993
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í mölburð í Reykja-
nesumdæmi. Bera skal ofan í níu vegarkafla á ýmsum
stöðum í umdæminu. Heildarflatarmál 140.000 m2 og
efnismagn 14.000 m3.
Verki skal lokið 30. október 1993.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisiris í Borgar-
túni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 6. þ.m. Skila
skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00 þann 13. sept-
ember 1993.
Vegamálastjóri.
4///JT
‘W Útboð
Ólafsvíkurvegur, Reiðhamar - Staðará
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu 8,4 km
kafla á Ólafsvíkurvegi frá Reiðhamri að Staðará.
Helstu magntölur: Fyllingar og burðarlög 90.000 m3,
skeringar 8.000 m3 og klæðning 51.000 mz.
Verki skal lokið 20. september 1994.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Borgar-
nesi og Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og
með 8. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl.
14.00 þann 27. september 1993.
Vegamálastjóri.
Leikskólar Reykjavíkurborgar
Fóstrur, þroskaþjálfar eða fólk með uppeldismenntun
óskast til starfa á eftirtalda leikskóla:
Bakkaborg v/Blöndubakka, s. 71240.
Drafnarborg v/Drafnarstíg, s. 23727.
Fálkaborg v/Fálkabakka, s. 78230.
Gullborg v/Rekagranda, s. 622455.
Suðurborg v/Suðurhóla, s. 73023.
Eingöngu í 50% starf e.h. á eftirtalda leikskóla:
Gullborg v/Rekagranda, s. 622455.
Ægisborg v/Ægissíðu, s. 14810.
Einnig vantar deildarfóstru í 50% starf e.h. á leikskól-
ann Fálkaborg v/Fálkabakka, s. 78230.
Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277.
iO
VÉLSTJÓRAR
Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 9. september
að Borgartúni 18, 3. hæð, kl. 17.00.
AL)
?A* 6Z-9Z-44
Fundarefni:
Uppstilling til stjórnarkjörs.
Uppstillingarnefnd.
Vélstjórafélag íslands