Alþýðublaðið - 01.10.1993, Page 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3
Föstudagur 1. október 1993
RÖKSTÓLAR, DHL & STUTT
RÖKSTÓLflR
TIMAPUNDNAR
KALKUNALAPPIR
OG ALLABALLAR I
TIMAHRAKI
Tíminn er afstæður. Tími
framsóknarmanna er enn af-
stæðari. Sennilega myndi Ein-
stein heitinn, höfundur afstæð-
iskenningarinnar, ekki botna
upp né niður í Tímanum sem
gefinn er út á íslandi.
Nýleg blaðamannabylting á
Tímanum sem fól í sér að allir
ffamsóknarmenn voru gerðir
persona non grata á ritstjóm
sem utan, hefur haft einkenni-
legar afleiðingar í för með sér.
Þannig upplýsir lögbirtingar-
poppblaðið Pressan það í gær,
að Steingrímur Hermannsson
sé búinn að leigja útgáfuheitið
af blaðinu fyrir litlar 3 milljón-
ir. Það gerir auðvitað formaður
Framsóknar í skjóli þess að ef
einhveijir pörupiltar fara að
skrifa óæskilegar fréttir á skjön
við Framsóknarmadömuna,
geti hann fyrirhafnarlítið leyst
til sín blaðhausinn og þá eru
menn ekki lengur að lesa Tím-
ann heldur eitthvað ótímabund-
ið. Eða þannig. Þannig hefur
Steingrímur stolið Tímanum
frá ritstjóminni en aðallega frá
lesendum. Þetta er svonefnd af-
stæðiskenning framsóknar-
manna.
En rneðan saklausir lesendur
bíða hins nýja Tíma sem
kannski verðuralls ekki Tíminn
heldur eitthvað tímalaust blað,
heldur gamli Tíminn velli undir
dyggri forystu Jóns Kristjáns-
sonar framsóknarmanns.
Framsóknarmennimir skrifa
innblaðið og fréttamenn Stein-
gríms Hermannssonar skrifa út-
síðufréttir. Síðan að skinkuupp-
hlaupið og kalkúnalappahrinan
dundi yfir þjóðina, hefúr Tím-
inn grafið uppi hvem einasta
skinkukaupmann og kalkúna-
lappaframíeiðanda á landinu og
birt flennistórar fréttir með æs-
ingafyrirsögnum, þess eðlis að
nóg sé til af innlendum kal-
ggggjgg! Sala á kalkúnaleggjum
i~«ii>ii > in<fc iWinmi. tiorflt. lii. ^ iji iu !■.- [j wfwrw
hefur aukist verulega
6»^ g*Stíö«aí raewta ár erw » awa
Hvað verður um
matarskattinn?
m. -« W *n V-I—I'i.xi .^t-M^f
»>.»tnw»«lHliliii n l ■»!«>*■(
kúnalöppum, skinkufjalli og
kengúmlæmm ef því er að
skipta. Tíminn er nefnilega ekki
hlaupinn enn frá Framsókn.
Tíntinn birti til að mynda í
gær forsíðufrétt um að sala á
kalkúnaleggjum hafi aukist
vemlega. Þessu til sönnunar
birti blaðið mynd af Pétri
nokkmm í einhvetju Kjötbúri
Péturs, þar sem eigandinn
stendur heimóttalegur og held-
ur á silfurfati með nokkmm kal-
kúnalöppum. í myndatexta seg-
ir að kalkúnaleggimir séu upp-
seldir. I inngangi fréttarinnar á
feitu letri stendur að „sala á kal-
kúnaleggjum hafi aukist mikið
hér á landi eftir að kalkúnafarsi
ríkisstjómarinnar var settur á
svið.“ Tilvitnun lýkur. Þetta er
fréttamennska í lagi. Hér em
vönduð vinnubrögð á ferðinni.
I fréttinni er einnig sagt að ís-
lenskir kalkúnaleggir standist
verðsamanburð við erlendan
innflutning. Þetta er enn snið-
ugri fréttamennska, þar sem er-
lendur innflutningur hefur verið
bannaður eftir ofstopaaðgerðir
yfirvalda. Tíminn er því með
kalkúnafréttir í véfréttastíl: Ef
erlend kalkúnaframleiðsla væri
leyfð til innflutnings og ef Jó-
hannes í Bónus fengi að selja
þær lappir, þá væri að öllunt
líkindum erlendu lappimar lítið
ódýrari en þær innlendu, vegna
þess að hann Pétur í Kjötbúrinu
hefur lækkað kalkúnalappirnar
sínar tímabundið meðan tekin
var af honum forsíðumyndin í
Tímanum. Hins vegar mun -
þökk sé yfirdýralækni, Halldóri
Blöndal og öllum góðum fram-
sóknarmönnum í kjötbúri
landsins - engin samkeppni
fara fram þar sem bann ríkir við
innflutningi á kalkúnalöppum,
skinku, kjúklingum og þess
vegna kengúruleggjum, froska-
löppum og risaeðluslátri, því
Tíminn myndi grafa upp slíka
framleiðendur á Homafirði eða
Hælvíkurbjargi ef því væri að
skipta. Fólkinu í landinu er gert
að éta það sem framsóknar-
mennimir vilja. Og það hljóta
að vera landslög því ráðamenn-
imir í Sjálfstæðisflokknum hafa
tekið undir það.
En áfram aðeins með Tím-
ann: Undir kalkúnalappafyrir-
sögninni er enn stærri fýrir-
sögn: HVAÐ VERÐUR UM
MATARSKATTINN? Svari
nú allir framsóknarmenn utan
Tímans og innan: Hveijir
leggja hinn eiginlega matar-
skatt á landsmenn? Þeir sem
studdu virðisaukaskatt á mat-
væli eða þeir sem halda allri
eðlilegri samkeppni í Ijötmm
og hefta verðlækkun með
markaðslögntálum? Þetta er
verðug spuming fyrir tíma-
bundna framsóknarmenn jafnt
sem ótímabundna.
Hins vegar ber að fagna að
Steingrímur hafi fengið sér nýj-
an haus, það er gamla Tínta-
hausinn. Við bíðum hins vegar
frétta hvað allaballamir gera
jregar þeir taka völdin á nýja
Tímanum.
Það er greinilegt að komm-
amir em að lenda í Tímahraki.
Hraði og spenna nútíma viðskipta kallar á hraðari boðskipti en ríkisrekin póstþjónusta getur boðið upp á
DHL STÓREYKUR UMFANG SITT
Hin opinberu og ævagömlu
póstyfirvöld hinna ýmsu
ríkja heims hafa á síðari ár-
um eignast keppinauta í
flutningum. Hraði og spenna
nútima viðskipta hafa gert
fyrirtækjum eins og DHL-
hraðflutningaþjónustunni að
vaxa og dafna, - einnig hér á
landi. DHL á Islandi hefúr nú
starfað í 10 ár og var þess
minnst í fyrradag. Af því til-
efni komu hingað tii lands
Robert M. Kuijpers, aðal-
framkvæmdastjóri DHL í
Evrópu og Afríku og Jesper
Bertel Hansen, stjómarfor-
maður DHL á íslandi.
Arsvelta DHL er rúmlega
210 miiljarðar íslenskra króna,
eða sem svarar tvöföldum íjár-
lögum íslenska ríkisins. Fyrir-
tækið hefur 1600 skrifstofur í
rúmlega 220 löndum. Starfs-
menn fýrirtækisins em 35 þús-
und talsins. DHL var stofnað
1969 og hefur velta þess vaxið
á ári hverju svo um munar. Fé-
lagið keypti nýlega alla aðstöðu
Federal Express í Bmssel og
tvöfaldaði þá umfang sitt. Þá
keypti DHL nýlega 5 þotur af
gerðinni DC8 af Air Canada og
verða þær notaðar til fragtflutn-
inga yfir Atlantshaf.
Hér á landi hefur DHL
ákveðið að tjárfesta enn frekar.
Meðal annars í nýjum bifreið-
um, tæknibúnaði, húsnæði og
starfsfólki.
En hvað er unnið með því að
senda skjöl eða pakka með
DHL? Þjónustan verður mun
hraðari en með venjulegum
pósti. Sendingin berst með
fyrsta mögulega farkosti milli
landa eða innanlands, og verður
Hjá DHL á íslandi starfa
nú 11 manns við að flytja
sköl og pakka milli landa á
sem allra hraðastan hátt.
Reiknað er með fjölgun
starfa hjá fyrirtækinu á
næstunni.
borin umsvifalaust beint í hend-
ur viðtakanda. Það getur jafnvel
gerst samdægur.
Kostnaður við hraðflutning
hjá DHL er hinsvegar umtals-
vert hærri en hjá keppinautnum,
t.d. Pósti og síma. En eins og
fýrr greinir, em viðskipti nú-
tímans háð miklum hraða í
samskiptum. Sem dæmi má
nefna varahluti í togara og stór-
virkar vinnuvélar. Einnig skjöl
sem þurfa að berast til undir-
skriftar sem allra fýrst. Tíminn
getur í þessum tilvikum og
fleirum reynst miklir peningar.
Þessi flutningsaðferð hefur
reynst mörgum fyrirtækjum og
einstaklingum á Islandi vel á
síðustu ámm og aukning send-
inga DHL aukist um 70% á að-
eins tveim ámm
STUTTFRKTTIR
Harlem Globetrotters til íslands
Heimsffægir galdrakallar í körfúbolta, Harlem Globetrotters sýna kúnstir sínar á
Islandi eftir hálfa aðra viku. Þeir sýna fyrst í Kaplakrika 12. október, daginn eftir á
Akureyri, og þriðji leikurinn er í Laugardalshöll 14. október. Körfuknattleikssamband
íslands og brcska fyrirtækið TKO Entertainments standa saman að heimsókninni.
Aratugum saman hafa Harlem Globetrotters skemmt fólki með listum sínum og þeir
hafa leikið í mörgum kvikmyndum. Með liðinu í for em Washington Generals sern
verða mótheijamir. Skcmmúleg heimsókn, cn verð aðgöngumiða þykir fulldýrt.
Kolbeinn i’álsson, formadur KKÍ og Steve Louis frá TKO KntertuinmenLs, handsala
samkomulug um að stunda samciginlega að heimsókn körfuboltarisanna frægu frá Harl-
cm Globctrotters.
íslenskir fararstjórar og erlendir
Ferdamálaráðstefnan á Mývatni varaði við óhóflegri veitingu atvinnuleyfa til út-
lendinga, sem stundað hafa fararstjórastörf hér á landi. Mælir ráðstefnan með því að
leitað sé allra ráða sem EES-samningurinn leyfir til að tryggja atvinnumöguleika
heimamanna í eigin landi og þar með auka tekjur ríkissjóðs af ferðaþjónustunni. Það
virðist hinsvegar oft gleymast að tugir íslenskra fararstjóra starfa á erlendri gmnd og
annast þar um íslenska fararstjóra ferðaskrifstofanna.
Hugmynd-
höggmynd
A morgun, laugardag, verður opnuð í
Listasafni Sigurjóns Olafssonar sýning
sem ber heitið Höggmynd-hiiginyiíd. Úr
vinnustofu Sigurjóns Ólafssonar. Úrval
verka frá ólíkum rímabilum í list Siguijón
hefur verið selt upp, auk þess sem reynt er
að lýsa mismunandi vinnslustigum verk-
anna í textum og Ijósmyndum. Verkfæri
og ýmsir munir úr vinnustofu listamanns-
ins em einnig sýnd til að varpa ljósi á ferl-
ið frá hugmynd til listaverks. Sýningin er
opin á laugardögum og sunnudögum frá
kl. 14til 17. Mun sýningin standatil vors.
Sígurjón heitinn Ólatsson við vinnu sína.
Gítarleikur í Kringlunni
Gíutrspil á eftir að hljóma á göngum Kringlunnar alla laugardaga í október og nóv-
ernber. Hafa kaupmenn fengið til liðs við sig nokkra þekkta gítarleikara til að kynna
gítarinn sem einleikshljóðfæri. Fyrsti gítarleikarinn sem fram kemur er Kristinn H.
Arnason og leikur hann íýrir Kringlugesti kl. 13 og aftur kl. 14 á rnorgun, laugardag.
Á efnisskrá Kristins em verk eftir Bach og Tarrega og í seinni hlutanum eftir Tarr-
ega, Granados og Barrios.
Hafnarborg - tónleikar og sýning
Tónleikar verða í Hafnarborg í Hafnarfirði á sunnudagskvöldið klukkan 20. Þá
verða fýrstu tónleikar starfsársins á vegurn Tríós Reykjavíkur og Hafnarborgar. Gest-
ur á tónleikunum er danski fiðluleikarinn Elísabeth Zeuthen Schneider. 1 Hafnar-
bttrg er nú að ljúka glerlistasýningu, en þar sýna Inga Elín Kristinsdóttir, Lharne
Tóbías Shaw og Svafa Björg Einarsdóttir.
Alþjóðlegur stómadagur
Á sunnudag er alþjóðlegur stómadagur sem Stómasamtök íslands munu minnast.
Stómaþegar svokallaðir em fólk sem gengist hefur undir skurðaðgerðir á neðri hiuta
melúngarvegar, úi dæmis vegna krabbameins í ristli, ritilbólgu eða meinsemda í
þvagblöðm. Sameiginlegt flestum stómaþegum er að þeir þuifa að nota poka á kvið
til að taka á móti úrgangi frá meltingarfærum. Stómaþegar em í öllunt aldurshópum
kvenna og karla í öllum stéttum. Fyrsti fundur Stómasamtaka íslands á vetrinum er í
kvöld klukkan 8.30 í húsi Krabbameinsfélagsins. Allir em velkomnir á fundinn.
Nærri 400 þúsund tonn af loðnu
Senn em komin á land 400 þúsund tonn af loðnu, en heildarkvótinn er 702 þúsund
tonn. Fer því að síga á seinni hlutann í veiðiskapnum, nema aukakvóú verði gefinn út.
Síðustu dagana hafa nærri 10 þúsund tonn borist. Góður veiðiskapur loðnuskipanna
hefur reynst sem hin besta vítamínsprauta lýrir bæina fyrir norðan og austan, sem
loðnuna fá í bræðslu.