Alþýðublaðið - 07.10.1993, Page 1

Alþýðublaðið - 07.10.1993, Page 1
Stjórnarandstaðan fœr formennsku og varaformennsku í nokkrum fastanefndum Alþingis - Hugsanlegt er að Steingrímur Hermannsson verði varaformaður Utanríkisnefndar STJÓRNARANDSTAÐAN DREGIN TIL ÁBYRGÐAR Össur Skarphéðinsson: „Mér líst í sjálfu sér vel á að stjórnarandstaðan sé með þessum hœtti dregin til ábyrgðar á stjórn þingsins í ríkarí mœli en áður - Eg veit hinsvegar ekki hvort þetta her tilœtlaðan árangur; efmenn vilja á annað borð haga sér einsog bjánar þá breytir þetta litlu um það. “ Fjárlagafrumvarpið RÍKIÐ MOKAR MEIRA FÉ í HAGSMUNASAMTÖK BÆNDA Framlög ríkisins til hagsmuna- samtaka bœnda hœkka um 90 milljónir á nœsta ári Það vekur athygli að í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár er gcrt ráð fyrir að framiög ríkisins til hagsmunasamtaka bænda hækki um 90 milljónir miðað við yfirstandandi fjárlagaár. Þetta þýðir að „Iandbúnaðarmafían“ svokaliaða fær 513 milljóna króna styrk frá ríkinu til þess að reka hagsmunagæslu og áróð- ur á næsta ári, miðað við 422 milljónir til sömu nota á þessu ári. Iíkki náðist að kjósa í fastanefndir Aiþingis í gær, einsog áætl- að var, vegna anna við breytingar á þingsköpum. Kosið verður þess í stað í dag. Talsverðar breytingar eru fyrirhugaðar á þing- sköpum, og miða þær að því að stytta ræðutíma og umræður um þingsköp sem einsog allir vita hafa farið gjörsamlega úr bönd- unum á síðustu tveimur árum. Koma þessar breytingar til að hraða mjög afgreiðslu mála á Alþingi. Til stendur að veita stjórnarandstöðuflokkunum formennsku og varaformennsku í nokkrum nefndanna. Mun það vera gert til að smyrja sam- komulagshjól stjórnarandstöðunnar varðandi styttan ræðu- tíma. Einn heimildarmaður Alþýðublaðsins innan þingflokks Alþýðubandalagsins lýsti hug sínum á þennan hátt: „Mér finnst þetta sjálfsagt mál, á Alþingi gera menn ekki neitt fyrir ekki neitt, það er alveg Ijóst. Við eigum þessar nefndir skilið.“ Alþýðublaðið ræddi stuttlega baldinn krakki síðusta tvö árin, og Össur Skarphéðinsson umhverfis- . oft lagst í þæfing og málþóf til þess ráðherra síðdegis t gærdag. og . eins að tefja framgang rrtála. spurði hvemig honum litist á þetta Eg veit hinsvegar ekki hvort fyrirkomutag: þetta ber tilastlaðan. árangur; ef „Mér líst í sjálfu sér vel á að menn vilja á annað borð haga sét stjómarandstaðan sé með þessum einsog bjánar þá breytir þetta litlu hætti dregin til ábyrgðar á stjóm um það. þingsins í ríkari mæli en áður. Hún En vissulega er þetta framför, og hefur því miður hagað sér einsog ég held raunar að í ffarrítíðinni ættu ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON: „Ég veit ekki hvort þetta ber tilætlað- an árangur; ef menn vilja á annað borð haga sér einsog bjánar þá brcyt- ir þctta litlu um það.“ menn að íhuga, hvort formennsku í nefndum verður ekki hreinlega skipt eftir þingstyrk," sagði Össur að lokum. Baráttan á auglýsingamarkaðnum -150 milljóna króna markaður auglýsinga sem borgar útgáfu símaskrárinnar - Talað um hœttu á hagsmunaárekstri vegna lœgsta tilboðsins SÍMASKRÁRAUGLÝSINGAR TIL AUGLÝSINGASTOFU Auglýsingar í símaskránni hafa á undanförn- utn árum staðið undir öllum kostnaði við útgáfu þessa mikla verks að sögn Guðmundar Björns- sonar, aðstoðar póst- og símamálastjóra. Kostn- aður við alla gerð skrárinnar hefur verið í ná- munda við 150 milljónir króna árlega. Nú er hat- rammlega barist uni auglýsingasöfnunina og ýmislegt bendir til að íslenska auglýsingastofan hf. hreppi þennan eftirsóknarverða bita, sú skrif- stofa var með besta tilboðið af einum 6 aðilum sem buðu í verkið nýlega. Það var árið 1978 að farið var af stað með auglýs- ingasöfnun í símaskrána. Sú sala hefur stigmagnast í áranna rás, enda nokkuð ljóst að auglýsingar í skránni hafa þótt gefa góða raun. Strax í úpphafi var Sveirir Kjartansson og fyriitæki hans ráðið til verks- ins á verktakakjörum. Alþýðublaðið hefur það eftir góðri heimild að kjörin hafi verið 10% af innkomu. Hefur Sverrir ailar götur síðan þróað og unnið upp þennan markað, og greinilega með þeim góða ár- angri að halda úti útgáfunni og útvega P&S og ríkis- sjóði umtalsverðar fjárhæðir til rekstursins. Innan auglýsingabransans hefur það vakið mikla athygli að auglýsingastofa sé að hreppa símaskrár- auglýsingarnar. Mörg- um þykir sem um hags- munaárekstra geti orðið að ræða. hér þurfi að koma til aðili sem ekki vinnur fyrir aúglýsend- ur, aðra en þá sem tengj- ast símaskránni ein- göngu. „Eg vil ekki tjá mig um þetta mál, annað en það að íslenska auglýs- ingastofan var með besta tilboðið. Mér vitanlega hefur enginn samningur þó verið gerður. Eg tel þó ljóst að hér þurfi að fara gætilega þannig að hagsmunir stangist ekki á“, sagði Guðmundur Bjömsson í samtali við Alþýðublaðið í gær. Svenir Kjartansson, forstjóri Si'maskrárinnar, auglýsingadeildar, sagði í gærað hann vildi ekki láta neitt frá sér fara um málið að svo stöddu. Hverjir fá hvað? Alþýðublaðið hefur heimildir fyrir því að Kristín Einarsdóttir verði hugsanlega kosin formaður í Umhverfisnefnd, Svavar Gestsson formaður Iðnaðamefndar og Hall- dór Asgrímsson verði formaður Efnahagsnefndar. Alþýðuflokkur- inn vai' með áður með formennsku í þeim tveimur fyrmefndu, en Sjálf- stæðismenn í þeirri síðustu. Einnig er mögulegt að Alþýðu- bandalagið fái varafonnennsku í Sjávarútvegsnefnd; Kvennalistinn fái annaðhvort Félagsmálanefnd eða Menntamálanefnd; Framsókn- arflokkurinn fái annaðhvort Heil- brigðis- eða Landbúnaðamefndina og að auki Utanríkisnefnd. Sérstaka athygli vekur að rætt hefur verið um Stpingrím Hermannsson sem vara- förmannsefni framsóknarmanna í Utanríkisnefnd. Allt ntun þetta væntanlega koma í ljós á Alþingi í dag þegar kosið verður í fasta- nefndimar. Alþýðublaðið vakti athygli almennings á því að áróðursherferð bændasamtakanna í dagblöðum, fyrir skömmu, var fjármögnuð af Framleiðsluráði landbúnaðarins. En ráðið fær sitt rekstrarfé frá rík- inu í gegnum niðurgreiðslur á búvömm. Þetta varð til þess að aðrir fjölmiðlar tóku málið upp og beindu gagnrýni sinni að þeirri stað- reynd að ríkið sé að Ijármagna hagsmunagæslu bændasamtakanna. Ráðherra hafínn yflr gagnrýni Ekki virðist þessi gagnrýna umræða hafa komið mikið við Land- búnaðarráðherra, því í fjárlagafmmyarpinu er meðal annars gert ráð fyrir að ffamlög til Búnaðarfélags íslands hækki úr 82 milljónum í 198,6 milljónir á næsta ári. Inni í hækkuninni em reyndar framlög, sem voru fyrir utan þennan ramma í fyrra, til kynbótastöðva og hér- aðssambanda bænda upp á 74 milljónir. En þrátt fyrir að sú upphæð sé undanskilin þá er um verulega hækkun að ræða, eða samtals 41 milljón króna. Þá vekur það einnig athygli að styrkur til Framleiðni- sjóðs landbúnaðarins hækkar úr 250 milljónum (1993) í 300 milljón- ir á næsta ári. Þingmenn Alþýðuflokksins teya hækkun óviðunandi Þeir þingmenn Alþýðuflokksins sem blaðið ræddi við telja þessar hækkanir óviðunandi á sama tíma og verið sé að skera niður í vel- ferðarkerfinu. Einn þeirra benti á að það væri svolítið skrýtin for- gangsröð hjá landbúnaðarráðherra að bændur fái 87 milljónir vegna riðuveiki í sauðfé þeirra, á sama tíma og ríkisstjómin neyðist til þess að innheimta 400 milljónir með heilsukortum í heilbrigðiskerfinu. Skip grœnfriðunga í aðgerðum gegn íslenskum togurum í Smugunni GRANFRWUNGAR STÖDVUÐU VEIÐAR STAKFELLSINS Skip grænfriðunga, Solo, hélt áfram í gær að angra íslenska togara í Smugunni, scm og tog- ara sem sigla undir þægindafán- uni sem svo eru kallaðir. Greenpeace-menn um borð í Solo stöðvuðu togarann Stakfell ÞH 360 frá Þórshöfn, þegar renna átti trollinu út um skut skipsins. Þeir stífluðu að eigin sögn skut- rennuna með gúmmíbjörgunarbát- um og búnaði sem kom í veg fyrir að trollið sykki í sæ. Þetta segja Greenpeace-menn að hafi verið gert eftir að reynt hafi verið án ár- angurs að ræða við skipverja. Fána var skotið út frá þyrlu grænfriðunga á svæðinu, en á hon- um stóð: „Þetta getur ekki gengið svona lengur". A björgunarbátum og á skipinu Solo vom fánar ineð slagorðum af svipuðu tagi að húni. Sjolle Nielsen hjá Greenpeace sagði í gær: „I áratugi hefur ísland framfylgt ströngum alþjóðlegum samþykkt- um um fiskvemd. Koma íslensku togaranna í Smuguna bendir til vandkvæða íslensku ríkisstjómar- innar við að framfylgja eigin stefnu í þessum málum. Þar með svíkur hún eigin málstað". Nielsen sagði að fiskveiðikrepp- an á Norður-Atlantshafi ágerðist, og Smugan væri nýjasta dæmið þar um. „Stofninn í Smugunni er nýlega kominn í jafn- vægi eftir hræði- leg áhrif af of- veiði sem stafaði af laklegri fisk- veiðistjórnun Rússa og Norð- manna. Núna sjáum við þessa togara með afla þar sem allt að 45% er undir- málsfiskur", sagði Nielsen. „Smugan er skólabókardæmi um árangurinn af mistökum rík- isstjóma um heim allan við stýra á raunhæfan hátl veiðum á úthöfunum. Stað- reynd er að heimurinn er fullur af „Smugum“ og veiðisvæðum sem engin lög ná til. Ef ríkisstjómir vinna ekki að raunhæfri stjóm þess- ara mála, munum við sjá fiskstofn- ana hrynja einn á fætur öðmm um allan heim“, sagði Nielsen að lok- um. |,'<S - Heyrðu Nonni, hvernig lýst þér á þessi nýju þingskapalög? Er ekki útséð með allt málþóf héðan í frá? Aiþýðublaðsmynd / Einar Ólason

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.