Alþýðublaðið - 08.10.1993, Side 1

Alþýðublaðið - 08.10.1993, Side 1
Ritstjóri Heimsmyndar hœtti í skyndingu á miðvikudaginn NÝTT TÍMARIT Í BURÐARLIÐNUM Gunnar Smári Egilsson, nú fyrrum ritstjóri Heimsmyndar, segir ástœðu uppsagnar- innar léleg starfsskilyrði - Gjörningur Gunnars Smára kom Herdísi Þorgeirsdóttur, ritstjóra ífríi og aðaleiganda Heimsmyndar, í opna skjöldu Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri Heims- myndar og Pressunnar, hef- ur stofnað tímarit sem ráð- gert er að komi út 1. nóvem- ber næstkomandi. Ekki er enn búið að ákveða hvað blaðið mun heita en efni þess verður fjölbreytt: Viðtöl, tíska, pólitík, viðskipti og þjóðmál almennt. Gunnar sagði í samtali við Alþýðublaðið að á bak við blaðið stæði vel valinn hópur vina og vandamanna. Hlutaféð samanstendur af nokkrum smærri hlutum. Enginn stór karl né kerling stæði á bak við blaðið. Léleg starfsskilyrði Gunnar Smári hætti á Heimsmynd á miðvikudaginn. Hann sagði ástæðu þess að hann sagði upp vera þá að hann sætti sig ekki við þau starfsskil- yrði sem honum vom búin. Gunnar sagði að þrátt fyrir að skammur tími væri liðinn frá því hann hætti á Heims- mynd væri nýtt blað komið vel á veg. Síðastliðið vor hefði þessi sami hópur og stendur að nýja tímaritinu rætt um blaða- útgáfu og því hefði lítið þurft til að blása nýju líft í þær hug- myndir. Gunnar sagði að stór hluti starfsmanna Heimsmynd- ar kæmu með honurn á nýja blaðið. Aðspurður hvort hann óttað- ist ekki harða samkeppni milli tímarita sagðist Gunnar treysta fólki til að velja bestu vömna. Herdís Þorgeirsdóttir: Aðspurð um þennan gjöm- ing Gunnars Smára segir Her- dís Þorgeirsdóttir, stofnandi Heimsmyndar og aðaleigandi: „Gunnar Smári hafði sam- band við mig um það leyti þeg- ar ég var að fara í bamsburðar- leyfi skömmu eftir að hann hafði verið rekinn af pressunni. Ég gaf honum þetta tækifæri og hann stóð sig ágætlega. Nú em liðnir tæpir sex mánuðir og ég er kominn aftur. Um hans áform veit ég ekkert annað ég hef heyrt á skotspónum að hann hafi í hyggju um að stofna sitt eigið blað. Um það vil ég segja að það er ekki heiglum hent.“ Gunnar Smári Egilsson: Aðspurður um ummæli Her- dísar sagðist Gunnar Smári lít- ið vilja segja um þau. Þó væri rétt að hafa sagnfræðileg atriði á hreinu. Herdís bauð honum starf í vor en ekki öfugt og hún bauð honum bætt kjör og rýmri skilyrði á mánudaginn til að freista þess að halda í hann. 265 MILUARÐA LANGTÍMASKULDIR „I kosningabaráttunni í Noregi fyrir nokkmm vikum gerð- ist það að talsmaður Verkamannaflokksins í efnahagsmálum lýsti yfir með skiljanlegu stolti að á næsta ári yrði Noregur skuldlaus við útlönd. Auðvitað er Noregur olíuriki en orku- lindir okkar em ekki enn farnar að mala okkur nægilega gull- ið. En þegar við skundum á Þingvöll 17. júní 1994 þá er því miður öðm vísi um að litast í okkar þjóðarbúskap. Þá er því spáð að erlendar skuldir okkar til langs tfma fari að nálgast 70% af landsframleiðslu okkar og að greiðslubyrðin verði einhvers staðar á bilinu 30-40%. Því er spáð með öðmm orðum að langtímaskuldir okkar verði uni 265 milljarðar á afmælisárinu,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkis- ráðherra og formaður Alþýðuflokksins, meðal annars í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi fyrr í þessari viku. - Sjá rœðu Jóns Baldvins í heild sinni á blaðsíðu 3. Er ekki kominn tími til að skreppa til Reykjavíkur og gera eitthvað fyrir sjálfan sig. Kíkja í búðir, fara í leikhús, koma við á krá, njóta frábærrar skemmtunar á Hótel íslandi og fullkomna ferðina með dvöl á fyrsta flokks hót Gisting, matur og rokkskemmtun: 6.400,- kr. á mann fyrir eina nótt, eða 8.700,- kr. á mann fyrir tvcer nœtur í tveggja manna herbergi. Morgunmatur er innifalinn. Pantanasími 688999 ISLAND ÁRMÚLA 9, 108 REYKJAVlK, H Ó T E L Breytingarnar á þingsköpum Alþingis RANNVEIG AÐAL ARKITEKT SAMKOMULAGS Rannveig Guðmundsdóttir, formað- ur þingflokks Alþýðuflokksins, hefur ásamt formönnum annarra þing- flokka, unnið mikið starf við breyt- ingu á þingsköpum. Hér er um að ræða stórmál sem unnið hefur verið í kyrrþey. Það er mál manna sem til þekkja að þar hafi Rannveig reynst vel, hún hafi manna mest og best brætt saman hin ýmsu sjónarmið sem fram komu. Sannarlega glæsilegt upphaf á ferli Rannveigar sem þing- flokksformanns. Nú reynir á þing- heim allan hvernig tekst til því í raun mun Alþingi fá nýja ásýnd og nýtt yfirbragð. Rannveig Guðmundsdóttir mælti fyrir breytingum á þingsköp- um Alþingis í fyrradag. Alþingi sam- þykkti nýju þingskapalögin sam- hljóða. Ræða Rannveigar fer hér á eftir: „Alþingi sem stofnun nýtur mikillar virðingar meðal þjóðarinnar. Það heyr- um við í umræðum fólks um Alþingi, það finnum við í viðmóti fólks sem kemur í þetta hús að það finnur sá er kjörinn er til setu á Alþingi. Við alþing- ismenn finnum einnig þessa sterku til- finningu, ekki síst á þeirri hátíðlegu stundu sem setning Alþingis er og í væntingum okkar þann dag varðandi störfm framundan. Hins vegar er það svo að í umræðunni um störf okkar alþingismanna kveður stundum við annan tón. Við heyrum þær gagnrýnisraddir að umræður sem fara fram í þessari virðulegu stofnun séu ekki ávallt með þeim brag og virðuleikablæ sem fólk ætlast til. Þessi sjónarmið höfum við alþingis- menn oft rætt í okkar hópi og haft skoð- anir á hvað sé til ráða. 1 þeirri umræðu hefur það einmitt oft verið nefnt hve málum sé á annan veg háttað í þjóðþing- um nágrannaþjóðanna, hvemig þar hef- ur í tímans rás verð breytt starfsháttum og hvað af því mætti læra og taka til eft- irbreytni. Hvað okkur sjálfum finnst að mætti betur fara. Það fmmvarp sem hér er til umræðu er afrakstur umljöllunar þingflokksfor- manna um þessi mál og vilji þeirra til að gera breytingar á starfsramma þeim er við störfum eftir. Settar em skorður við ræðutíma í fyrstu umræðu auk annarra breytinga sem þegar hafa verið til- greindar. Skiptir þar máli að brotin er upp hin hefðbundna þingskapaumræða sem fengið hefur á sig fremur neikvæð- an blæ ekki si'st út í frá. Samkomulag er um að taka ákveðið skref í breyttri verkaskiptingu stjómar og stjómarandstöðu með því að færðir verða til stjómarandstöðunnar mikil- vægir þættir stjómunarstarfa í þinginu, það er formennska og varaformennska í nefndum. Þingílokksformenn standa allir að baki þeim breytingum sem felast í þessu fmmvarpi og það er afar mikilvægt hve víðtæk sátt hefur náðst um þetta mál, sem nefnt er tímamótasamkomulag og það tel ég einmitt þetta frumvarp vera. Alþýðuflokkurinn stendur einhuga að þessu samkomulagi og hefur viljað leggja vemlega af mörkum til að efla þá nýju ásýnd sem Alþingi fær með því að stjómarandstaðan tekst á hendur ný RANNVEIG GUÐMUNDSDOTTIR stjómunar- og virðingarembætti og með breyttum þingsköpum. Þannig lætur Al- þýðuflokkurinn af hendi formennsku í iðnaðamefnd og umhverfisnefnd sem stjómarandstaðan mun fara með og jafn- framt lætur Alþýðuflokkurinn stjómar- andstöðunni eftir varaformennsku í sjáv- arútvegsnefnd og utanríkismálanefnd. Með þessu vill flokkurinn undirstrika vilja sinn til að bæta starfshætti á hinu háa Alþingi. Hér emm við vissulega að fjalla um starfsramma, sjálf þingsköpin og verka- skiptingu okkar í milli. Það sem ræður þó úrslitum um hvemig til tekst emm við sjálf. Ramminn um starfsdag okkar er eitt, orð okkar og athafnir, samviska okkar og vinnulag annað. Það mun reyna á okkur sjálf á því ári sem fer í hönd hvemig við fömm með það sem við hér sættumst á. Það mun reyna á hvort sá tmnaður skapast í sam- skiptum og vinnulagi, að við, að loknu því tilraunaári sem framundan er, óskum að halda áfram og vonandi gera enn bet- ur í að efla ábyrgð, bæta vinnubrögð og þar með efla virðingu fyrir störfum okk- ar. Við höfum sameinast um veigamikið skref sem ég trúi að reynist til góðs.“ Rússneskir Lödu-sjómenn dytta að dallinum. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.