Alþýðublaðið - 08.10.1993, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 08.10.1993, Qupperneq 7
Föstudagur 8. október 1993 LEIKLIST & SKILABOÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 LEIKLIST Á AÐ GRUFLA í FORTÍÐINNI? ELÍN HELENA er sterkt, íslenskt leik- verk. Það ber að óska Árna Ibsen til ham- ingju með verk, sem er um margt mjög vel unnið og hugsað. En eins og um mörg mannanna verk má fínna á þessu nýja ieikriti Árna ýmsa agnúa. Oft fínnst mér að íslensk leikrit mætti skrifa aftur, bæta góð verk, með ráðleggingar mætra leik- húsmanna að Ieiðarljósi. Mætustu rithöf- undar heims leita í smiðju margra manna áður en þeir sleppa hendi af verk- um sínum, það ættu íslenskir leikritahöf- undar líka að gera. Elín Helena f'jallar um málefni sem ofar- lega er á baugi í þjóðlífmu í dag, - leitina að týndum föður í henni Amenku. Ung stúlka, vel menntuð, falleg og gáfuð, á erfitt með að finna lífi sínu farveg. Hana skortir tengslin við bandarískan föður, sem hún minnist að- eins lítillega ffá æskuárum sínum. „Það er tóm innan í mér, mamma! Einhver dauður blettur, eitthvert drep, sem ekkert nema sannleikurinn getur læknað", segir stúlkan Elfn Helena. Hún veit fátt um afdrif föður- ins, en vill finna hann. Það gengur eftir. En eftir situr spumingin: Til hvers var barist? Var það þess virði að rifja upp löngu liðnar ástar- og hörmungarsögur? Hvar stendur El- ín Helena eftir að hafa hitt föður sinn og fengið að heyra sögu móður sinnar, móður- systur og föður? Var leitin að sannleikanum henni til góðs, eða tjóns? Persónumar em leiddar fram og látnar segja söguna. Þetta er vel gert á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu. Verkið byijar tiltölulega rólega, unga stúlkan er að undirbúa ferð til Bandaríkjanna, sem móðir hennar leggst eindregið á móti. Ferðin er farin undir yfir- skini vinnuferðar, en undir niðri er leitin að föðumum og endurfundir við hann aðalat- riðið. En hvað er það sem ekki má komast upp á yfirborðið? Leikhúsgestir em leiddir í sannleika um ógnþmnginn sannleika. Hér er um að ræða drama í öllu sínu veldi. Mikinn harmleik, sem lætur engan ósnort- inn. Á köflum fannst mér textinn dálítið langsóttur, og jafnvel að atburðarásin virk- aði stundum nokkuð óeðlileg. Þetta hefði mátt lagfæra. Engu að síður er leikritið gott og höfundi sínum til sóma. I verkinu er spennan að stigmagnast allt til loka. Verkið fellur hreint ekki, öðm nær, lokamínútumar em ótrúlega magnaðar. Litla sviðið í Borgarleikhúsinu er afar nærgöngult við leikhúsgestinn og því er hann nánast inni á gafli hjá því ólukkulega fólki sem kemur við sögu. Og í þessu verki em möguleikamir til nálgunar við leikhús- gestinn vel nýttir. Sigrún Edda Bjömsdóttir fer með hlut- verk jarðfræðidoktorsins unga, Elínar He- lenu, sem leitar að rótum sínum í jarðlífinu. Hún fer vel með þetta hlutverk. Þá lýsir Margrét Helga Jóhannsdóttir ákaflega vel vonsvikinni og biturri ntóður Elínar Helenu, konu sent varla hefur séð glaðan dag í aldar- ljórðung og bíður nú dauða síns. Helena móðursystir ungu stúlkunnar er leikin af ntiklum þokka af Hönnu Maríu Karlsdóttur. Eina karlhlutverkið er Rikki, hermaðurinn sem dvalið hafði á Keflavíkurflugvelli, og síðan gengið gegnum Víetnamstríðið og lent í miklum sálarháska. Þorsteinn Gunn- arsson leikur Rikka og gerir það af sínum mikla krafti. Elín Helena á ömgglega eftir að vekja mikla athygli, ekki síst kvenna, sem eiga án efa auðveldara að átta sig á því mikla tilfinn- ingaróti, sem leikritið lýsir. Leikritinu og aðstandendum þess var gífurlega vel fagnað á frumsýningunni. Það var að vonum, enda hafa höfundur, leikarar, leikstjóri, Ingunn Ásdísardóttir, ásamt fjölda annarra, unnið ágætt verk með þessari sýningu. Að lokum skal minnst á tvennt sem gaf sýningunni mikið gildi; tónlist Hilmars Arnar Hilmars- sonar, hann er sannkallaður galdrakall í að skreyta kvikmyndir og leikrit með hárrétt- urn tónum; og lýsing Lárusar Bjömssonar. Báðir þessir þættir skipta sköpum, og gefa verkinu hið rétta yfirbragð. - Jón Birgir Pélursson Félag ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði AÐALFUNDUR Aöalfundur félagsins veröur haldinn föstudaginn 8. október kiukkan 18.30 í Alþýðuhúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. DAGSKRÁ 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Formaður. HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Laust lyfsöluleyfi, sem forseti íslands veitir Laust er til umsóknar lyfsöluleyfi á Akranesi (Akraness Apó- tek). Fráfarandi lyfsali gerir kröfu til þess, í samræmi við 11. gr. laga nr. 76/1982, um lyfjadreifingu að viðtakandi lyfsöluleyfishafi kaupi allan búnað apóteksins og innréttingar þess. Ennfremur kaupi viðtakandi leyfishafi fasteign apóteksins, ásamt íbúð lyfsal- ans að Suðurgötu 32, Akranesi. Viðtakandi lyfsali skal hefja rekstur frá og með 1. janúar 1994. Umsóknirásamt ítarlegum upplýsingum um lyfjafræðimenntun og lyfjafræðistörf, sendist ráðuneytinu fyrir 1. nóvember 1993. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 5. október 1993. Ertþú að tapa réttindum? Eftirtaldir lífeyrissjóðir hafa sent sjóðfélögum yfirlit um iðgjaldagreiðslur á árinu 1992 og 1993: Lífeyrissjóður Austurlands Lífeyrissjóður bókagerðannanna Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar Lífeyrissjóðurinn Hlíf Lífeyrissjóður Iðju Lífeyrissjóður Norðurlands Lífeyrissjóður sjómanna Lífeyrissjóður staifsfólks í veitingahúsum Lífeyrissjóður Suðurnesja Lífeyrissjóður verkafólks í Grindavík Lífeyrissjóður verkamanna á Hvammstanga Lífeyrissjóður verkstjóra Lífeyrissjóður Vestmannaeyinga Sameinaði lífeyrissjóðurinn Lífeyrissjóðurinn Björg Lífeyrissjóður Bolungarvíkur Lífeyrissjóðurframreiðslumanna Lífeyrissjóður Hlífar og Framtíðarinnar Lífeyrissjóður matreiðslumanna Lífeyrissjóðurinn Sameining Lífeyrissjóður Sóknar Lífeyrissjóður stéttarfélaga í Skagafirði Lífeyrissjóður trésmiða á Akureyri Lífeyrissjóður verksmiðjufólks Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurlandi Lífeyrissjóður Vesífirðinga Lífeyrissjóður Vesturlands FÁIR ÞÚ EKKIYFIRLIT, er dregið hefur verið af launum þínum í einn eða fleiri af ofangreindum lífeyrissjóðum, eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfirlitið, skalt þú hafa samband við viðkomandi lífeyrissjóð hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. nóvember nk. Við vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð er hætta á að dýrmæt réttindi tapist. ELLILÍFEYRI MAKALÍFEYRI BARNALÍFEYRI Þar á meðal má nefna: ÖRORKULÍFEYRI Gættu réttar þíns ✓ I lögum um ábyrgðasjóð launa segir meðal annars: Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðasjóðs launa vegna gjaldþrota, skulu launþegar innan 60 daga frá dagsetningu yfírlits ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til viðkomandi lífeyr- issjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi innan sömu tímamarka leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil, sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega er við- komandi lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.