Alþýðublaðið - 15.10.1993, Page 5

Alþýðublaðið - 15.10.1993, Page 5
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Föstudagur 15. október 1993 SAMBAND ÍSLENSKRA RAFVEITNA Samband íslenskra rafveitna heldur upp á 50 ára afmœli ORKULÖGIN ORÐIN ÚRELT MEÐ ÖLLU - Orkufyrirtœkin eru ekki stofnanir. Þau eru þjónustufyrirtœki en einnig viðskipta- fyrirtœki sem ber að reka á viðskiptalegum grunni. Flestar þjóðir gera sér ná Ijóst að gera verður allt aðrar kröfur til orkufyrirtœkjanna en áður var, * segir Aðalsteinn Guðjohnsen formaður SIR AÐALSTEINN GUÐJOHNSEN FORMAÐUR SÍR: „Hugmyndir um breyt- ingu orkuveitna í hlutaféliig - að fullu í eigu svcitarfélaga eiga ekkert skylt við cinkavæðingu.“ Alþýðublaðsmynd / Einar Olason „A afmælisári Sambands ís- lenskra rafveitna ber hæst að nýr hugsunarháttur verður að kom- ast að hjá eigendum og stjórn- endum orkufyrirtækja. Orkufyr- irtæki í nálægum löndum eru öll að breyta vinnubrögðum og sum hafa þegar gert það fyrir all- nokkrum árum. Möguleikar okkar íslendinga liggja ekki síst í verðmætasköpun úr orkulindum okkar. Því er nauðsynlegt að orkufyrirtækin verði skipulögð og rekin á samkeppnis- en einnig jafnréttisgrundvelli. Orkufyrir- tækin eru ekki stofnanir. Þau eru þjónustufyrirtæki, en einnig við- skiptafyrirtæki og ber því að reka þau á viðskiptalegum grunni." Þetta segir Aðalsteinn Guðjohn- sen formaður SÍR og rafmagns- stjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur meðal annars um það sem hæst ber á 50. afmælisári Sambands ís- lenskra rafveitna. I beinu framhaldi af þessu segir Aðalsteinn: „Flestar þjóðir gera sér nú ljóst, að gera verður allt aðrar kröfur til orkufyrirtækjanna en áður var. Þessar þjóðir hafa kosið að draga úr allri miðstýringu. Einnig í orkufyr- irtækjum. Fyrirtækjunum hefur því í vaxandi mæli verið breytt í hluta- félög með góðum árangri. Tilgang- urinn er að auka þjónustu, gera við- skipti sveigjanlegri og lækka orku- verðið, án þess að skerða öryggi né gæði“. Hlutafélagsrekstur er betri Aðalsteinn segir að til þess að ná góðum árangri þurfi stjóm orkufyr- irtækis, eins og annarra, að vera styrk, samskipti greið og samvinna við starfsfólkið góð. Núverandi rekstrarform orkufyriitækja hér á landi leyfi þetta ekki nema að tak- mörkuðu leyti. Hlutafélagsrekstur sé líklegastur til að skila betri ár- angri og það sé samdóma álit þeirra sem reynsluna hafi í öðrum lönd- um. í framhaldi af þessu segir Aðal- steinn: „Hvað er það sem veldur tor- tryggni og mótbárum gegn þvf að breyta orkufyrirtækjum í hlutafé- lög? Líklega tvennt: ★ „Yrðu ekki arðsemiskröfur settar í fyrirrúm, sem ntyndi leiða til lakari þjónustu og jafnvel eignarað- ildar útlendinga?" ★ Rótgróin afturhaldsemi, sent birtist í algengum fullyrðingum eins og þessari: „Gengur reksturinn ekki bara ágætlega eins og hann er?“ Fyrri mótbáran endurspeglar þann grundvallarmisskilning, að milli stofnunar hlutafélags og einkavceðingar megi setja jafnaðar- merki. I grannlöndum okkar hafa orkuhlutafélög verið rekin árum og áratugum saman að fullu í opinberri eigu, einkum sveitarfélaga, með mun betri árangri en áður en þeim var breytt í hlutafélög. Reynslan er hér ólygnust, sem í öðrum efnum. íslensk lagasetning á að geta tak- markað eign útlendinga að því marki sem við viljum. Síðari mótbáran er dæmigerð fyrir þá, sem átta sig ekki á þeim miklu breytingum, sem allt skipu- lag og rekstur fyrirtækja tekur nú, hvarvetna í heiminum. Skyld þess- ari mótbáru er fullyrðingin: ,Já, en orkufyrirtæki, alla vega dreifiveita, er einokunarfyrirtœki („náttúrleg einokun'* er sagt) „Eg segi nei. Ekki lengur. Að vísu mun það taka tíma að koma á skynsamlegu viðskipta- sambandi frá einni dreifiveitu til notenda á svæði annarrar veitu. Til dæmis er líklegt, að Norðmenn hafi farið fullgeyst í þessum efnum í kjölfar breytinganna í Bretlandi." Lægra orkuverð „En hlutafélagsrekstur á vegum sveitariélags (eða sveitaifélaga) er skynsamlegur af þessum ástæðum: Skýrari lög og formfastari en önnur lög unt rekstur fyrirtækja, að ekki sé talað uin sveitarstjómarlög. Orkuhlutafélag mundi og standa á jafnréttisgrundvelli við önnur fyrir- tæki. Lœgra orkuverð með aukinni framleiðni (betri stjóm, auknum af- köstum, minni tilkostnaði). Betri kjör statfsmanna þar eð meiri sveigjanleiki gerir það kleift að búa hæfu starfsfólki viðunandi kjör. Stöðugleiki eykst og vinna við sífellda nýþjálfun minnkar. Fljótvirkari ákvarðanataka, meðal annars vegna styttri boð- leiða, minni miðstýringar og auk- innar kröfu til stjómenda. Markvissari fjármálastjóni og meiri aðhaldssemi í meðferð fjár, enda hlutafélagið sérstakur lögaðili. Duldir skattar og hvers konar íviln- anir hverfa. Þetta styður áðumefnd- ar aðgerðir til lægra orkuverðs. Vissulega em ýmis ljón á vegin- um. Löngu úreltum orkulögum þarf að breyta. En þess þarf að gæta að gæði þjónustunnar haldist. Laga- breytingar geta tekið langan tíma. Frá sjónarhóli orkuveitna virðist hins vegar áslæða til að hefjast nú handa í fullri alvöm, ella fæst ekki úr því skorið, hvort kostimir séu nægilega miklir eður ei. Ofnotkun orðsins einkavœðing í þjóðfélaginu hefur spillt fyrir að umræða um hlutafélög hafi fengið eðlilega um- fjöllun. Hugmyndir um breytingu orkuveitna í hlutafélög, - að fullu í eigu sveitarfélaga, eiga ekkert skylt við einkavæðingu. Stæði vilji sveit- arstjóma til sölu hlutabréfa síðar, yrði hægur vandi að setja hlutaíjár- eign annarra hæfilegar skorður". Ný orkulög „Síðast liðna tvo áratugi að minnsta kosti hafa flestar ríkis- stjómir lýst því yfir að nauðsynlegt sé að endurskoða orkulög. í riti nú- verandi ríkisstjómar, stefna og starfsáœtlunar ríkisstjómarinnar, segir meðal annars: „Lög um orku- mál verða endurskoðuð og með því leitast við að auka samkeppni orku- fyrirtœkjanna og draga úr miðstýr- ingu þeirra og sérstöðu miðað við aðra starfsemi í landinu, meðal annars með breyttu eignarhaldi og rekstraifonni.“ Þegar spurt er um þetta á opinbemm vettvangi er því svarað að verið sé að vinna að þessu innan iðnaðarráðuneytisins. En þegar betur er að gáð kemur í Ijós, að nákvæmlega ekkert hefur verið gert á þessu sviði (ef frá em talin eignarréttarmál).“ Nýtt skipulag orkuvinnslu „I ljósi nýrra hugmynda um sam- keppni í orkuvinnslu, hugsanlegan aðskilnað orkusölu til almennings, stóriðju og útflutnings á raforku í stómm stíl, stofnun sérstaks línufyr- irtœkis unt flulningskerfið, og hug- mynda um hlutafélagsfonnið, er óhjákvæmilegt að taka skipulag raf- orkuvinnslunnar í landinu til gagn- gerrar endurskoðunar. Inn í þá mynd korna að sjáll'sögðu óhjá- kvæmilegar hugmyndir um breytta eingaraðild, þar með talið eignar- aðild erlendra aðila að ýmsum orkumannvirkjum, sem kallar á ýmsar lagabreytingar". Ofstjórn ríkisins Aðalsteinn Guðjohnsen segir að SÍR hafi unt árabil hvatt til róttækra breytinga á rafmagnseftirliti í land- inu og bent á rangláta álagningu eft- irlitsgjalda til ríkisins. Með tilkomu nánara Evrópusamstarfs virðist breytingar í sjónmáli en þó þurfi að fara að öllu með gát. Síðan segir Aðalsteinn: „Orkulög landsins em með öllu úrelt orðin. Þar er verk að vinna, verk fyrir ríkisvaldið. Ríkisafskipti af orkufyrirtækjum, stjóm þeirra, framkvæmdum, rekstri og mark- aðsleit em hins vegar óþöif og óskyitsamleg. Visst samkeppnis- og verðlagningareftirlit verður þó nauðsynlegt. Vera má að rafvœðing strjálbýl- isins hefði gengið illa í upphafi, án þess að ríkið tæki þar fmmkvæði. En nú em nýir tímar. Látum fyrir- tækin um framkvæmdimar, en lög- gjafann um lagasetningu. Listin er að þekkja sinn vitjunartíma." Samband (slenskra hitaveitna 25 hitaveitur 4.000 GWh 149.000 íbúar Islenzkar orkuveitur 1993 5 orkuveitur Heitt vatn 670 GWh Raforka 930 GWh 81.000 íbúar 'Utan SÍH enj tæplega 60 lítlar hitaveítur Tölur hjá hitaveitum eru fyrir áriö 1991 skv. upplýsingum frá SÍH **Án 8tórlöju 880 GWh** 181.000 íbúar 9 raforkuveitur Samband íslenzkra rafveitna Það bcr enn við að rafmagnstruflanir verði út um land þegar rafmagnsstaurar skcmmast í óveðrum. Þá er oft mikið verk að koma rafmagni á aftur. GETR6UNIR X Helsingborg - AIK Helsingborg vann Brage um daginn 3-2 og em með 35 stig þegar tvær umferðir em eftir í deildinni. Þeir hafa ennþá miiguleika á þriðja sætinu en þar em einmitt staddir AIK um þessar mundir með 40 stig. Gengi AIK-manna hefur verið upp og niður en stefna samt á að halda þriðja sætinu. Leikur sem gæti orðið skemmtilegur en mun enda með jafntefli. 1 Norrköping - Malmö FF Nú er aldeilis farið að færast fjör í leikinn. Tvær umferðir em eftir og Norrköping er tveimur stigum á eftir Gautaborg sem er í efsta sæti. Ef þeir tapa stigi í þessum leik þá verður útlitið dökkt því að Gautaborg er traust lið og mun gefa allt í næstu leikjum. Malmö siglir á lygnum sjó í deildinni og ntun lenda unt hana miðja. 1 T relleborg - Degerfors Trelleborg er i' dag í síðasta Evrópusætinu sem er fjórða sætið í deildinni. Með því að vinna þennan leik styrkja þeir stiiðu sína gríðar- lega en næsta lið á eftir þeim er þremur stigum ncðar á stigatöfiunni. Það kom nú á óvart að Degertors skuli hafa unnið Frölunda 3-0 f síð- ustu umferð en það var algjörlega gagnstætt minni spá. Jafntefli er möguleiki líka. 1 Frölunda - Öster Þrátt fyrir tapið í síðustu viku á móti Degerfors spái ég Frölunda sigrinum í þessum leik. Frölunda hefur vcrið á góðu róli undanfarið cn santa er ekki hægt að segja um Öster. Þeir töpuðu enn einum leiknum um daginn jtegar þeir fengu Halmstad í heimsókn. Þeir töpuðu 2-3 en strákamir í Öster hafa þann vana að tapa nieð einu rnarki. 1 Arsenal - Manchester City Arsenal hefur verið að gera það gott þann tíma sent liðinn er af tíma- bilinu en þeir eru í öðm sæti með 20 stig. Reyndar em þeir fimm stig- um á eftir Manchester Unitcd en stefnan hefur augljóslega verið sett á titilinn. Leikmennimir í Manchester City hafa ekki verið eins duglegir að vinna fyrir peningunum en þeir em í neðri hluta deildarinnar. Heimasigur. X Chelsea - Norwich Norwich-menn hafa kontið skemmtilega á óvart en þeir em í Ijórða sæti með 18 stig. Chelsea-menn em sterkir heim og mun Norwich standa í ströngu eins og mörg önnur góð lið hafa lent í þetta haustið. Jafntefii er ekki nógu traust en Chelsea er líklegra til sigurs. 1 Coventry - Southampton Coventry tapaði í sfðustu umferð sem leikin var miðvikudaginn 5. október. Þá spiluðu þeir á móti Norwich á útivelli. En það var fyrsti ósigur þcirra á útivelli í hausl og reyndar bara annar tapleikurinn í heildina. Southampton hefur gengið atleitlega en þeir em í næst neðsta sæti með aðeins fjögur stig. Ömggt. 1 Liverpool - Oldham 2. október var sýndur í sjónvarpinu leikur á milli Liverpool og Ar- senal en honum lauk með markaiausu jafntefli. Sá leikur var mjög illa spilaður og almennt leiðinlegur til að horfa á. Paul Stewart spilaði sinn fyrsta lcik í langan tíma og sást það því hann gat varla tckið við bolt- anuni sómasamlega og gerði mistök eftir mistök. í þessum leik ætti hann að geta gert betur. X Manchester United - Tottenham United-menn halda áfram að vinna og eru kontnir með fintm stiga forystu. Þessi leikur ætti að verða fjörugur enda bæði liðin í góðu formi. Tottenham vann síðast Everton 3-2 og gerðu þeir tvö mörk á tveimur síðustu mínútum leiksins. Það kallast afrek. Þeir ættu að geta staðið í meistumnum. 1 Newcastle - QPR Newcastle hefur tekið sig á eftir frekar slaka byrjun og nú síðast unnu þeir mína nienn í Aston Villa með 2-0. Þá hljóta þeir að vera góðir! QPR hefur undanfarin ár oftast verið um miðja deild. Mín spá er sú að þar muni þeir alltaf vera. Þessi heimasigur gæti orðið að jafnt- efli. 1 Sheffield Wednesday - Wimbledon Ekki hefur gengið eins vel hjá Sheffield og vonir stóðu til. Spámenn Englendinga hljóta að fela sig þessa dagana því þeir spáðu Veddnesdei titlinum. Liðið hefur aðeins hlotið sjö stig og telst það í minna lagi. Wintbledon íékk skcll unt daginn á móti Leeds en breytingar á liðinu em fyrirhugaðar vegna þessa leiks. 2 Swindon - Everton Swindon. sem er botnliðið í deildinni, mun ekki sigra í þessum leik. Þeir hafa ekki ennþá sigrað leik og mun það ekki gerast í jretta skiptið. Everton-menn vom klaufar í síðasta leik en þá töpuðu þeir leiknum á síðustu tveimur mínútum. Tottenham skoraði þá á 88 og 90 mínútu og vann leikinn. Everton mun gera betur í þessum leik. 2 West Ham - Aston Villa Aston Villa er ekki í nógu góðu formi þessa dagana og verða að rífa sig upp ef þeir ætla sér eitthvað í deildinni. Þeir em í áttunda sæti með sextán stig en West Ham er með ellefu stig og em lrekar neðarlega. Þrátt fyrir slæntt gengi þá stcnd ég með rnínurn mönnum og spái þeim sigri. - Ólafur Ltíther Einarsson

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.