Alþýðublaðið - 15.10.1993, Side 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
SKILABOÐ
Föstudagur 15. október 1993
R A Ð AUGLÝSI INGAR
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Frá menntamálaráðuneytinu
Staða skólameistara við Menntaskólann í Kópavogi er laus
til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 15. nóvembernk.
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Auglýsing
um styrki til leiklistarstarfsemi
Auglýst er eftir umsóknum um styrki á árinu 1994 til
leiklistarstarfsemi atvinnuleikhópa, er ekki hafa sér-
greinda fjárveitingu á fjárlögum. Styrkveitingar eru
háðar því að fé verði veitt á fjárlögum ársins 1994 í
þessu skyni.
Umsóknir skulu hafa borist Menntamálaráðuneytinu,
Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 14. nóvember
næstkomandi á eyðublöðum sem þar fást.
Jafnaðarmannafélag
Eyjafjarðar
AKUREYRINGAR ATHUGIÐ!
Bæjarmálafundur verður haldinn mánudaginn 18.
október klukkan 20.30 í JMJ-húsinu (II. hæð) við
Gránufélagsgötu.
Gísli Bragi Hjartarson bæjarfulltrúi
stýrir fundi.
KAFFIVEITINGAR
- Stjórnin.
'//vm
V Útboð
Laugarvatnsvegur, Hólabrekka - Reykjavegur.
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu 5,0 km á
Laugarvatnsvegi frá Hólabrekku að Reykjavegi.
Helstu magntölur: Fyllingar og burðarlag 47.000 m3 og slit-
lag klæðing 30.000 m2.
Verki skal lokið 1. ágúst 1994.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Selfossi
og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 18.
október 1993.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 1.
nóvember 1993.
Vegamálastjóri.
Samband ungra jafnaðarmanna
BJÓRKVÖLD
Ungir jafnaðarmenn ætla að fjölmenna í Rósina -
félagsmiðstöð jafnaðarmanna - í kvöld,
föstudagskvöld, klukkan 21.
í Rósinni í kvöld ætla ungir jafnaðarmenn að kneyfa öl
að siðaðra manna hætti og gera eftirfarandi um leið:
(a) Framkvæmdastjóri SUJ kvaddur
(b) Nýjum FUJ-stjórnum fagnað
(c) Önnur (illa lyktandi) mál
Athugið! Skyldumæting er á bjórkvöldið fyrir það há-
æruverðuga fólks sem gegnir embættum fyrir SUJ.
- Stjórnin.
Stjórn fulltrúaráðs
Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í fulltrúaráði Alþýðuflokksfé-
laganna f Reykjavík fimmtudaginn 21. október
klukkan 20.30 á Kornhlöðuloftinu við Bankastræti.
DAGSKRÁ
1. Framboð Alþýðuflokksins við borgarstjórnarkosn-
ingarnar í Reykjavík 1994.
2. Framkvæmd prófkjöra.
3. Önnur mál.
Fulltrúaráðsmenn eru hvattir til að mæta.
- Stjórnin.
LANDSPITALINN
Reyklaus vinnustaður
BARNASPÍTALI HRINGSINS
AÐSTOÐARLÆKNIR
Starf aðstoðarlæknis við Barnaspítala Hringsins er laust til
umsóknar. Ráðningartímabil er frá 1. janúar 1994 til 20.
júní 1994. Um er að ræða alm. störf 2. aðstoðarlæknis.
Þátttaka í vöktum skv. fyrirframgerðri áætlun. Bundnar
vaktir.
Nánari upplýsingar veitir prófessor Víkingur H. Arnórsson
síma 601050. Umsóknir sendist forstöðulækni á eyðublöð-
um lækna ásamt Ijósriti af prófskírteini og upplýsingum um
starfsferil, ásamt vottorði frá yfirmönnum fyrir 5. nóvember
1993.
BRÁÐAMÓTTAKA LANDSPÍTALANS
HJÚKRUNARFRÆÐINGUR
Starf hjúkrunarfræðings á næturvaktir er laust til umsókn-
ar. Starfshlutfall og ráðningartími samkomulagsatriði. Nán-
ari upplýsingar gefur Gyða Baldursdóttir hjúkrunardeildar-
forstjóri í síma 601010 eða Lovísa Baldursdóttir hjúkrunar-
framkvæmdastjóri í síma
ENDURHÆFINGARDEILD
SJÚKRAÞJÁLARAR
Sjúkraþjálfara vantar til afleysinga frá 1. nóvember nk. á
endurhæfingardeild Landspítalans. Upplýsingar gefur
Guðrún Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri sjúkraþjálfunar í
síma 601430. Annars vegar er um að ræða stöðu til sex
mánaða og hins vegar til eins árs.
GEÐDEILD LANDSPÍTALANS
FÉLAGSRÁÐGJAFAR
Laus er til umsóknar 50% staða félagsráðgjafa við geð-
deild Landspítala í endurhæfingu.
Jafnframt er laus til umsóknar afleysingastaða félagsráð-
gjafa við móttökudeild í eitt ár. Um er að ræða 100% starf.
Áskilin er menntun félagsráðgjafa og starfsreynsla æski-
feg.-Unjsóknir skal senda til Rannveigar Guðmundsdóttur
yfirfélagsráðgjafa, geðdeild Landspítala, sem gefur nánari
upplýsingar í síma 601680. Umsóknarfrestur ertil 17. nóv-
ember nk.
RÍKISSPÍTALAR
Rlkisspltalar eru einn fjölmennasti vinnustaður á Islandi með starfsemi um land alll
Sem háskólasjúkrahús beitir stofnunin sér fyrir markvissri meðferð sjúkra, fræösli
heibrigðisstétta og fjölbreyttri rannsðknarstarfsemi. Okkur er annt um vetferð alln
þeina, sem við störfum fyrir og með, og leggjum megin áherslu á þekkingu og virö
ingu fyrir einstakiingnum. Starfsemi rikisspitala er helguð þjónustu við almenning 05
við höfum ávallt gæði þjónustunnar, gagn hennar og hagkvaBmni að leiöartjósi.
FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Síðumúla 39-108 Reykjavík - Sími 678500
Félagsmálastofnun
Reykjavíkurborgar
Öldrunarþjónustudeild
Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður
forstöðumanna innan öldrunarþjónustudeildar.
Forstöðumaður við félags- og þjónustu-
miðstöð og þjónustuíbúðir aldraðra
við Lindargötu.
Um er að ræða forstöðu fyrir nýrri starfsemi sem fram fer í
byggingum aldraðra sem Reykjavíkurborg er að reisa við
Lindargötu og nú eru á lokastigi.
í byggingunum er gert ráð fyrir eftirfarandi starfsemi:
þjónustuíbúðir, félags- og þjónustumiðstöð, dagvist fyrir
aldraða og framleiðslueldhúsi.
Starfið er fólgið í stjórnun félags- og tómstundastarfs í fé-
lags- og þjónustumiðstöðinni, yfirumsjón með hverfisbund-
inni félagslegri heimaþjónustu í því hverfi sem stöðin tekur
tii svo og yfirumsjón með annarri starfsemi sem fram fer í
húsunum, s.s. þjónustu við íbúa í þjónustuíbúðunum.
Verkefnin eru fjölþætt og af ólíkum toga s.s. mat á þjónustu-
þörf einstaklinga, starfsmannastjórnun, fjárhagslegur rekst-
ur, þróun verklags og vinnubragða o.fl.
Starfið gerir kröfu til stjórnunar- og skipulagshæfileika og
reynslu af starfi innan öldrunarþjónustu.
Æskileg menntun á sviði félags- og/eða heilbrigðisþjónustu.
Forstöðumaður við
félags- og þjónustumiðstöðina
Bólstaðarhiíð 43.
Starfið er fólgið í stjórnun félags- og tómstundastarfs í um-
ræddri þjónustumiðstöð og yfirumsjón með hverfisbundinni
félagslegri heimaþjónustu.
Við leitum að fjölhæfum einstaklingi sem er tilbúinn til að
takast á við margbreytileg verkefni af ólíkum toga. Um er að
ræða starfsmannastjórnun, fjölþættan rekstur, þróun verk-
lags og vinnubragða o.fl.
Starfið gerir þannig kröfu til stjórnunar- og skipulagshæfi-
leika. Reynsla af starfi með öldruðum og/eða í félagslegri
þjónustu er nauðsynleg.
Laun skv. kjarasamningum Starfsmannafélags Reykjavík-
urborgar eða viðkomandi stéttarfélaga og Reykjavíkurborg-
ar.
Nánari upplýsingar veitir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, yfir-
maður öldrunarþjónustudeildar í síma 678500.
Umsóknum skal skila á skrifstofu Félagsmálastofnunar
Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á umsóknareyðublöðum
sem þar fást.
Umsóknarfrestur er 29. október nk.
Félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík
FRAMHALDS-AÐALFUNDUR
Framhalds-aðalfundur Félags ungra jafnaðarmanna í
Reykjavík verður haldinn þriðjudaginn 26. október
klukkan 20.30 í Rósinni - félagsmiðstöð
jafnaðarmanna í Reykjavík.
DAGSKRÁ
1. Samþykkt reikninga.
2. Stefnuskrá FUJ í Rvk.
3. Málstofur Sambands ungra jafnaðarmanna.
Gestur fundarins verður Sigurður Arnórsson - kosn-
ingastjóri Alþýðuflokksins fyrir sveitarstjórnarkosn-
ingarnar 1994.
FJÖLMENNUM!
- Formaður.