Alþýðublaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 1
Spilakassadeilan ítarlega rœdd á Alþingi ígœr • • / SAMTOK TUGÞUSUNDA ÞRÝSTA Á RÁÐHERRA Sextíuogfjórir þingmenn vörðu lunganum úr eftirmiðdeg- inum í gær til að ræða spilakassa- mál í utandagskrárumræðu á Al- þingi. Um er áð ræða 350 raf- ræna spilakassa, sem í framtíð- inni eiga að afla fjár til uppbygg- ingar og viðhalds bygginga Há- skóla íslands. Eins og kunnugt er deila ötlug fjöldasamtök með tugi þúsunda félaga við dómsmála- ráðherra og Háskóla Islands í þessu máli málanna á þessari stundu. Mörgum þykir sem Há- skólinn lúti lágt að sækja sér fé með þessum vafasama hætt. Hér er bitist á um hundruð milljóna króna tekjur, sem hvorugur deiluaðilanna vill missa af. Þorsteinn Pálsson, dómsmála- ráðherra, er undir gifurlegum þrýst- ingi af hálfu fjögurra samtaka, Rauða krossins, Slysavarnafélags- ins, Landsbjargar og SÁÁ. Á Al- þingi í gær gagnrýndu stjómarand- stæðingar Þorstein fyrir að draga taum Háskóla íslands í spilakassa- málinu. Gagnrýnd em tengsl ráðuneytis- ins við happdrætti Háskólans. Þessu vísar ráðherrann á bug. ÞORSTEINN PÁLSSON - Bar af sér öll hagsmunatengsl sem al- gera firru. Þorsteinn sagði í gær að reynt hefði verið ítrekað til að fá deilu- aðilana til að ná samkomulagi sín á miili. Það hefði ekki tekist. Alþýðublaösmyndir / Einar Ólason Ráðuneytinu beri að hafa fulltrúa í happdrættisráðum stóm happdrætt- anna, lögum samkvæmt, og þar sitji starfsmenn ráðuneytisins. Bar ráð- herrann af sér öll hagsmunatengsl sem algerri firrn. Þorsteinn Pálsson sagði í gær að reynt hefði verið ítrekað til að fá deiluaðilana til að ná samkomulagi sín á rnilli. Það hefði ekki tekist. Happdrætti Háskólans gat ekki sætt sig við að sefa spilafíkn lands- manna eingöngu á knæpum og veit- ingastöðum, Happdrættið telur að það sé „happdrætti allra lands- HÁSKÓLANEMENDUR fjölmenntu ásamt öðrum á þingpalla í gær. Fram kom í umræðunum á AI- þingi gagnrýni á að virðuleg stofnun á borð við Háskólann seildist svo lágt eftir tekjum til starfseminnar. Rckstrarfé skólans ætti að koma á fjárlögum. manna“ og verði því að gefa kost á spilamennskunni sem víðast. Jón Baldvin Hannibalsson, utan- nkisráðherra, sagði í stuttri ræðu á Alþingi í gær að leiða yrði málsað- ila aftur að samningaborðinu. Hann túlkaði ræðu dómsmálaráðherra svo að samningar yrðu teknir upp að nýju þar sem frá var horfið og að látið yrði reyna til þrautar að ná fram lausn. Ennfremur hélt Jón Baldvin því fram að útgáfu reglu- gerðar yrði að fresta þar til samn- ingar yrðu fullreyndir. Fram kom í umræðunum á Al- SPILAKASSAFÍKN. Happdrætti Háskólans gat ekki sætt sig við að sefa spilafíkn landsmanna cingöngu á knæpum og veitingastöð- um, Happdrættið telur að það sé „happdrætti allra landsmanna" og verði því að gefa kost á spilamennsk- unni sem víöast. þingi gagnrýni á að virðuleg stofn- un á borð við Háskólann seildist svo lágt eftir tekjum til starfseminn- ar. Rekstrarfé skólans ætti að koma á fjárlögum. Þá kom fram hjá Kristni Gunnarssyni að talið er að happdrættismarkaðurinn á Islandi er um 4 milljarðar króna á ári, þar af fara 3 milljarðar í vinninga og kostnað, en einn milljarður til við- komandi málefnis. Þá var upplýst að Happdrætti Háskólans seldi miða í fyrra fyrir 1,5 milljarða en aðeins 200 milljónir hafi orðið eftir til framkvæmda. í gær, mánudag, varð Fríðrik Sophusson fjármálaráðherra finmi- tugur. Af því tilefni tók hann, ásamt Sigríði Dúna Kristmundsdóttir eiginkonu sinni, á móti gestum á Hótel Borg. Meðal Jieirra sem heiðr- aði ráðherrann var kollegi hans, Jón Baldvin Hannlbalsson utanrík- isráðherra, sem sést hér að ofan óska Fríðriki til hamingju með áfangann. Finnig niætti til hófsins Geir H. Haarde þingflokksfor- maður Sjálfstæðisflokksins sem heimildir Alþýðublaðsins herma að hafi fært afmælisbarninu sparigrís að gjiif. (iaman hefði verið að fá að lesa á afmæliskortið sein þeim grís fylgdi. Alþýðublaðið óskar Friðriki til hamingju með hálfrar aldar afmælið og hlakkar til að koina á Hótel Borg árið 2043 þegar aldarafmælinu verður fagnað. ENGAR BREYTINGAR Á VÖRNUM LANDSINS - nema ífullu samráði við Islendinga, segir íyfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu í tilefni af fjölmiðlaumtjöll- un um íslensk öryggis- og varnarmál undanfarna daga, vill utanríkisráðuneytið taka fram eftirfarandi: Síðastliðið rúmt ár hefur farið fram samráð íslenskra og bandariskra stjómvalda um fyr- irkomulag öryggis- og varnar- mál landsins í tengslum við þær breytingar, sem orðið hafa í um- heiminum. Viðræður þessar hafa farið fram á gmndvelli vamarsamn- ings Islands og Bandaríkjanna. Hafa stjórnvöld beggja ríkja áréttað mikilvægi samningsins. Á engu stigi málsins hefur kom- ið til tals í viðræðunum að varn- arsamningnum yrði sagt upp eða að vamarliðið hverfi úr landi. Viðræðuaðilar hafa verið sammála um að engar breyting- ar verði gerðai' á vömum lands- ins nema í fullu samráði beggja aðila. Hvergi hefur komið fram að íslensk stjómvöld myndu samþykkja að hemaðarlegt mat á viðbúnaði vamarstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli yrði alfar- ið í höndum Bandaríkjahers. Þátttaka annarra aðildaiTÍkja NATO í rekstri varnarstöðvar- innar á Keflavíkurflugvelli hef- ur ekki verið á dagskrá. NÝTT TÍMABIL í HVALVEIÐIMÁLUM? I kjölfar ákvörðunar Clintons um að bíða með efnahags- þvinganir gegn Norðmönnum teija margir að nýtt tímabil sé að hefja göngu sína í hvalveiðimálum Á yfirborðinu virtist allt slétt og fellt þegar Hvíta húsið þræddi aftur meðalveginn í síðustu viku í enn einu umhverfismálinu. En að þessu sinni var um að ræða hið mjög svo viðkvæma hvalveiðimál. í stað þess að skella viðskiptaþvingunum á Noreg fyrir að hefja tak- markaðar hvalveiðar í ábataskyni síðasta sumar þrátt fyrir alþjóð- legt bann sló Clinton málinu á frest með því að ákveða frekari við- ræður um málið og að bíða með efnahagsþvinganir. Hin hljóðu við- brögð forsetans gætu í raun markað byrjun á nýju tímabili hvað strandveiðar á hvölum varðar. Einn embættismaður í Hvíta húsinu orðaði það þannig: „Noregur hefur tekið vel ígrundaða og yfirveg- aða stöðu. Það er ekki sanngjamt að líta svo á að allir deili okkar siðferðislegu gildum hvað hvali varðar.“ - Sjá umfjöllun á blaðsíðu 7. lUxusheimur LOKAÐUR LÚSUGUM ALMÚGANUM „Með árunum hafa þær stofnanir sem undir minnstu eftirliti ver- ið og hve lokaðastar fjölmiðlum, getað byggt upp einangraðan lúx- usheim sem hinn venjulegi borgari getur aldrei dreymt um að eign- ast hlutdeild í. Seðlabankinn er gott dæmi um slíka stofnun, þar sem lokuð einkasöfn bóka og myndlistar hafa orðið að dýrmætri séreign, lokaðri lúsugum almúganum sem engu að síður greiðir fyrir herleg- heitin. Embættisyfirstéttin sem byggt hefur þessar lokuðu hallir sínar er í eðli sínu engu skárri en hin lokaða forréttindastétt kommúnismans í Austur-Evrópu og fyrrum Sovétríkjunum. íslenska nómenklatúran hefur skammtað sér forrétlindi, hlunnindi og sérkjör sem engin sambærileg embættisstétt á nágrannalöndunum hefði dreymt um að leyfa sér. Hroki hennar og fyrirlitning á venjulegu fólki er ólýsan- leg.“ - Sjá leiðara á blaðsíðu 2. „CEVEATIMPFOR" - EÐA HVAÐ? „Neytendaréttur og neytendalöggjöf hefur verið í þróun alla þessa öld. Þar hafa margir hlutir reynst skipta máli, sem menn veittu ekki eftirtekt í upphafí. Lengst af gilti sú regla íkaupum rnilli manna, að kaupandanum bæri að gæta sín. Ceveat impfor var þessi regla köll- uð. Hún fól það í sér, að léti kaupandinn hjá líða að kanna þá hluti, sem hann keypti, gat hann engum um kennt nema sjálfum sér. í þjóðfélagi fábreytileikans þar sem kaupandi og setjandi stóðu jafn- fætis í þekkingu á því sem fram var boðið var þessi regla skiljanleg og að mörgu leyti eðlileg. En í þjóðfélagi margbreytileikans, þar sem tfam eru boðnar tæknivömr, hættulegar efnavörur og sérfræði- þjónusta, þá gildir þessi regla ekki nema að hluta. Hér skal staldrað við og lögð áhersla á, að enginn gætir hlutar neytandans betur en hann sjálfur. Sú skylda er ávallt lögð á herðar hans, að hyggja vel að því, sem hann ætlar að festa kaup á.“ sagði Jón Magnússon, hæsta- réttarlögmaður, og formaður Neytendafélags höfuðborgarsvæðisins meðal annars í ræðu sinni á fundi félagsins um óréttmæta skilmála í neytendasamningum. - Sjá rœðu Jóns í heild sinni á blaðsíðu 3.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.