Alþýðublaðið - 19.10.1993, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 19.10.1993, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ LEIÐARI RÖKSTÓLAR & ALÞINGI Þriðjudagur 19. október 1993 MPBMBLJIBÍB HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 RÖKSTÓLfiR Fiðlukassarnir hafa verið teknir fram GLÆPONASTRÍÐ LÍKNARMAFÍUNNAR OG GUÐFÖDUR HÁSKÓLANS Hóglífí æðstu embættismanna Þjóðin hefur að undanfömu verið upplýst um forréttindi æðstu embættismanna. Þar hefur margt athyglisvert komið fram eins og hlunnindi forstjóra, risna, tíðni utanlands- ferða, laxveiðilúxus og sumarleyfishallir opinberra stofn- ana eins og Landsbankans og Seðlabankans. A tímum þrenginga í þjóðarbúi, atvinnuleysis og minnkandi kaup- máttar, verður alþýða landsins orðlaus yfir slíku munaðar- lífí. Fólkið í landinu spyr sig: Hvemig má það vera að ráða- menn þjóðarinnar og æðstu embættismenn ríkisins leyfa sér slíkan munað og láta eftir sér það hóglífí sem myndir fréttamanna bera vitni um? Svarið er ofureinfalt: Valdið spillir. Allt vald spillir og því lengur sem valdið er án aðhalds og án breytinga spillist það. Valdamenn sem hafa komið sínu fram í gegnum árin án afskipta fjölmiðla eða afskipta almennings, verða smám saman spilltari og einangraðri í veldi sínu. Þetta er gömul saga og ný og hún er sígild í öllum menningarsamfélögum. Embættismannavaldið á íslandi hefur gengið lengra en víðar annars staðar á Norðurlöndum í hóglífí, hlunnindum og sérhagsmunum. Þetta hefur embættisvaldið getað gert í skjóli samtryggingar flokkanna. Embættismenn hafa verið sammála um hóglífið og styrkt hvem annan í sérhagsmunabaráttunni. Að lokum verður hóglífið og hlunnindin ákveðið markmið í sjálfu sér. Launakjör æðstu starfsmanna ríkisins em í sjálfu sér eftir- sóknarverð en munaðurinn, utanlandsferðimar, lúxusjepp- amir og laxveiðihlunnindin verða aukakryddið á starfs- ferilinn sem gerir hann áhugaverðan og sértækan. Flokka- kerfíð veitir því aðgang að sérhagsmunum sem er venju- legu fólki lokaðir. Með ámnum hafa þær stofnanir sem undir minnstu eftir- liti verið og hve lokaðastar Ijölmiðlum, getað byggt upp einangraðan lúxusheim sem hinn venjulegi borgari getur aldrei dreymt um að eignast hlutdeild í. Seðlabankinn er gott dæmi um slíka stofnun, þar sem lokuð einkasöfn bóka og myndlistar hafa orðið að dýrmætri séreign, lokaðri lús- ugum almúganum sem engu að síður greiðir fyrir herleg- heitin. Embættisyfírstéttin sem byggt hefur þessar lokuðu hallir sínar er í eðli sínu engu skárri en hin lokaða forréttindastétt kommúnismans í Austur-Evrópu og fyrmrn Sovétríkjun- um. íslenska nómenkiatúran hefur skammtað sér forrétt- indi, hlunnindi og sérkjör sem engin sambærileg embættis- stétt á nágrannalöndunum hefði dreymt um að leyfa sér. Hroki hennar og fyrirlitning á venjulegu fólki er ólýsanleg. Það er tilgangslaust að elta uppi sökudólga fortíðar eða hefja nornaveiðar innan samtryggingargirðingar stjóm- málaflaokkanna. Aðalmálið er að stöðva yfírstétt embætt- isvaldsins nú þegar. Alþingi þarf að krefjast verulegrar endurskoðunar á hlunnindum, sérkjömm og forréttindum yfírmanna ríkisstofnana, ríkisbanka og embættisstofnana. Fólkið í landinu sem greiðir hóglífí embættismannanna, á þá skýlausu kröfu á hendur Alþingis að það grípi tafarlaust inn í málið og setji æðstu mönnum ríkisins eðlilegt og hóf- legt starfsumhverfí og réttlát launakjör opinberra starfs- manna. Með framferði sínu hafa hinir æðstu embættis- menn rýrt trúverðugleika sinna stofnana út á við og gert stjómsýsluna hlægilega og tortryggilega. Því verður að breyta. Fjárhættuspil er fíkn Helstu líknarfélög landsins komust að þessum einfalda sann- leika fyrir löngu og höguðu fjársöf- nun sinni eftir því. Margar virtustu menntastofnanir landsins, eins og Háskóli íslands, komust snemma að sömu niðurstöðu, bættu um betur og keyptu einkaleyfi hjá rík- inu til að reka fjárhættuspil fyrir almenning. Ur þessu ríkisrekna einkaleyfi spratt einn voldugasti auðhringur landsins sem gengur undir nafninu Happdrætti Háskólans og öll æðri menntun í landinu byggir á. Þessi auðhringur er stundum kallaður Guðfaðir háskólans. Líkt og allt skipulagt fjárhættus- pil sem byggir á einokun, þróaðist snemma sú hefð, að aðrir sem vildu græða á spilafíkn almennings, urðu að standa til hlés og vera háðir duttlungum hins háa dómsmálaráðuneytis um undanþágur ffá Háskólanum sem rak helsta spilavíti landsins úr Steindórsprenti á Tjamargötunni. Með öðrum orðum: Þróunin varð líkt og í Chicago á þriðja áratugnum. Stærstu mafíósamir réðu spilavítunum og hinir litlu vom látnir í firiði uns þeir urðu of stórir. Þá vom fiðlukassamir teknir fram. Ólæsu bömin og skiptimyntagamblið Nokkur þjóðnauðsynleg líknar- félög og hjálparsamtök sáu sér leik á borði fyrir nokkmm ámm þegar ljóst var að Háskólinn var eina löglega einokunarspilavítið í bænum. Þessi félög, eins og Rauði Krossinn, SÁÁ og önnur mannvinasamtök, uppgötvuðu, að Háskólinn hafði enn ekki sett upp einhenta bandíta eða spilakassa eins og skiptimyntagamblið var kallað á íslensku. Hið háa dómsmálaráðuneyti gaf út sameiginlegt leyfi íyrir nokkur mannvina - og líknarfélög til að setja upp einhenta bandíta sem reyndar vom takkavélar og allir urðu ánægðir. Háskólinn hélt áfram að reka happdrættisspilavítið á landsvísu og hin liknarfélögin fengu að setja upp skiptimyntavélar út um borg og bí en þó mest í sjoppum þar sem ólæs böm léku sér daginn út og inn vegna þess að þau gátu ekki stafað bannskiltin á vélunum þar sem stóð að böm innan 16 ára mættu ekki leika á vélamar. Tbnburmenn fjárhættufyllerísins Nú hófst gleðitímabil í h'fi þjóðarinnar. Háskólinn blómstraði sem aldrei fyrr og kvenprestar, bók- menntafræðingar úr réttum Kressum og atvinnulausir viðskiptafræðingar útskrifðust í bunum auk þess sem ensím- rannsóknir og nýefnafræði í tengslum við atvinnulífið fleygði fram á við. Spilafíknin blómstraði einnig og happdrættisþjóðfélagið fékk útrás á hverjum degi. Við bættust lottó, happó og víkingalottó þar sem sterkustu miðlar landsins vom nýttir til hins ítrasta og virtustu fréttahaukar landsins dönsuðu, sýndu skemmtiatriði og tilkynntu úrslitatölur spilafíklanna. En eins og allar góðar veislur enda með timburmönnum, endaði fjárhættufylleríið með katastrófu. Alþýðuheimilin urðu brátt vör við að bömin höfðu stolið matarpeningunum til að setja í spilakassa líknarfélaganna, unglingamir seldu græjumar til að fjármagna skiptimyntagamblið eða bmtust inn í sjoppur til að stela skafmiðum og virtir heimilisfeður fóm með lífeyrissjóðslánin í lottó- miða og happaþrennur. Happdrættisþjóðin var djúpt sokkin í hrikalega fíkn spila- mennskiunnar. Nýjar deildir risu á meðferðarheimilunum, svonefndar spilafíkndeildir þar sem spilasjúklingar fengu hliðstæða hjálp og fíkniefnaneytendur. SÁA hafði varla við að taka við nýjum spilafíklum og ágóðinn af spila- kössum þeirra stóð hvergi undir daglegum rekstri hinna nýju sjúk- linga. Guðfaðirinn ryðst inn á yfírráðasvæði líknarmafíunnar Þessar fféttir glöddu að sjálf- sögðu spilavítin. Hér var greinilega feitan gölt að flá í kreppunni. Því datt Al Capónunum í Happdrætti Háskólans í hug að færa út kvíamar og seilast yfir á yfirráðasvæði líknarmafíunnar. Með einhvetjum ráðum tókst að sannfæra dómsmálaráðaherrann (hér sjá glöggir menn samlíkinguna við lögreglustjórann í Chicagó á þriðja áratugnum) um að leyfa ný og tölvuvædd spilavíti með bamaútköstumm þar sem hraðvirkir skiptimyntavítiskassar gátu gefið milljónavinning. Yfirvaldið gaf út út leyfi og allt varð vitlaust. Fiðlukassarnir samstundis teknir fram Fiðlukassamir vom samstundis teknir fram. Aðstoðarlandlæknir, yfirgúrú SÁA og æðstu menn Rauða krossins kölluðu saman fund svæðismafíósana. I fyrstu var ákveðið að kaupa Happdrætti Háskólans íyrir litlar 100 milljónir króna. En Capo di tutti Capi - Höfuð allra höfða - eins og Guðfaðir maffunnar er kallaður, neitaði að þiggja mútumar. Það vom meiri tekjumöguleikar en skitnar hundrað millur í þessum potti. Bflamir vom því ræstir, mennimir í jakkafötum með slúthattana og með fiðlukasana stigu á bflbrettin og aksturinn var hafinn. Borgin er orðin of lítil fyrir Guðfoður háskólans og líknar- mafíuna. tfLPÝÐUBLfiÐIÐ fi fiLÞINGI - HEYRÐU STEINI, SJAÐU! ÞETTA ER FRA OLAFIRAGNARI, HANN LEGGUR TIL AÐ ÞJÓÐARBÓKHLAÐAN VERÐIGERD AÐ SPILAVÍTI! Alþýðublaðsmynd / Einar Olason

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.