Alþýðublaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 19. október 1993 DÓMARAR, VIÐRÆÐUR & SÍMINN Athugasemd dómara við Hœstarétt VERDUR AÐ GREIÐA FYRIR AUKK> VINNUFRAMLAG Með hliðsjón af því, í hvern farveg umræður um launamál hæstaréttar- dómara hafa fallið að undanförnu, þykir þeim nauðsyn bera til að ítreka eftirfarandi: Á það ber að leggja áherslu, að laun hæstaréttardómara og raunar einnig laun annarra dómenda séu ákveðin með sérstökum hætti, er tryggi sem best sjálfstæði dómsvaldsins gagnvart öðr- um greinum ríkisvaldsins. Ekki verður dregið í efa, að það sé hlutverk og skylda löggjafarvaldsins að ákveða, með hverjum hætti það ^kuli gert. Þann grundvöll hefur Alþingi um árabil lagt með sérstökum lögum um Kjaradóm, sem haft hefur það hlutverk að ákveða launakjör æðstu embættismanna ríkis- ins. Fram til þessa hefur Kjaradómur ekki ákveðið laun dómara sérstaklega, heldur hefur verið um þau fjallað í tengslum við aðrar Iaunaákvarðanir dómsins. Frá því Kjaradómur var settur á stofn með lögum nr. 55/1962 hefur hann haft það að leiðarljósi, að honum bæri „að ákveða heildarlaun hvers starfa og ekki kæmu til fastar aukagreiðslur fyrir venjubundin störf, þó að utan dag- vinnutíma væri'", eins og áréttað var í ákvörðun hans 5. janúar 1985. Þá hafði þeim embættismönnum, sem Kjara- dómi var ætlað að ákveða laun, Qölgað vemlega, sbr. lög nr 41/1984, en þeim hafði flestum verið greidd þóknun fyrir fasta eða óntælda yfirvinnu eða hvort- tveggja, allt frá 27 upp í 60 stundir á mánuði. Kjaradómur áréttaði í forsend- um þessarar ákvörðunar, „að laun fyrir þessi störf em nú ákveðin þannig, að um frekari greiðslur fyrir þau verði ekki að ræða, nema við sérstakar, óvenjuleg- ar aðstæður. Launum er með öðmm orðum ætlað að ná til allrar venjubund- innar vinnu í hverju starfi og það einnig þó að vinnutími sé að jafnaði lengri en 40 stundir á viku.“ Kjaradómur hefur í síðari úrlausnum sfnum byggt á þessari forsendu, þó að hitt sé Ijóst og viður- kennt að nánast öllum öðmm en alþing- ismönnum, ráðherrum og hæstaréttar- dómumm var á þessu árabili greidd yfirvinna, og hefur þá vafalaust verið skírskotað til þeirrar heimildar, sem Kjaradómur taldi vera fyrir hendi sam- kvæmt framansögðu. Tilraun Kjara- dóms til þess að breyta og lagfæra launakerfi æðstu embættismanna ríkis- ins 26. júní 1992 tókst ekki, eins og kunnugt er, og launamál þeirra fóru í sama far og áður. Þegar komið var fram á árið 1992, hafði vinnuálag í Hæstarétti mjög auk- ist frá því, sem áður var. Til dæmis má nefna, að dómar og aðrar ákvarðanir réttarins vom 275 á árinu 1990, 331 á árinu 1991 en urðu 412 á liðnu ári. Horfir ekki til breytinga í því efni, enda skipta þau mál hundmðum, er úrlausnar bíða. Sú ákvörðun var því tekin að kynna forsætisráðherra þá skoðun dóm- ara við Hæstarétt, að óhjákvæmilegt væri við þessar sérstöku og óvenjulegu aðstæður að greiða laun fyrir unna yfir- vinnu umfram þá yfirvinnu, er ákvörð- un Kjaradóms um föst laun tekur til. Þessi yfirvinna var varlega áætluð 48 stundir á ntánuði í tíu rnánuði á ári. For- sætisráðherra var kynnt þetta með bréfi 28. júlí 1992 og þess óskað, að ráðu- neytið aflaði aukafjárveitingar vegna þessa og að tillit yrði tekið til þess við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 1993. Hæstaréttardómarar leggja á það áherslu, að þeir töldu ekki rétt með hlið- sjón af sérstöðu og sjálfstæði dóms- valdsins að semja sérstaklega við fram- kvæmdavaldið um þessar greiðslur fyr- ir unna yfirvinnu. Frumkvæði dómar- anna laut að því einu að kunngera þá staðreynd, sem ekki yrði lengur litið framhjá, það er að óhjákvæmiiegt væri að greiða fyrir aukið vinnu- framlag, er fylgdi sívaxandi mála- fjölda. Til greiðslu launa vegna yfir- vinnu hefði hinsvegar ekki komið, ef ekki hefði verið fallist á þessi sjónar- mið dómaranna um sérstakar og óvenjulegar aðstæður í réttinum. Þess er svo að gæta, að löggjafarvaldið á lokaorð um þessar sem aðrar fjárveit- ingar úr ríkissjóði. Það er því bæði rangt og ósæmilegt að bera hæstaréttardóm- urum á brýn „sjálftöku"" launa eða láta að því Iiggja, að þeir hafi fundið og nýtt sér „gat“ í lögum sjálfum sér til ávinn- ings. ÞEIR LEGGJA SIG í LÍMA - HJÁ PÓSTIOG SÍMA Tæknimenn Pósts og síma unnu alla helgina við að leita að biluninni sem varð í stafrænu símstöðinni í Landssímahúsinu á fóstudag. I Ijós hafa komið ákveðnar villur á segul- böndum sem stöðin notar þegar hún þarf að sækja sér upplýsingar. Nú hefur verið skipt um þessi bönd og verður farið með þau til Danmerkur þar scm sérfræðingar frá Ericsson munu athuga þau í sérstakri prófun- arsímstöð. Þar verður reynt að graf- ast fyrir um hversvegna þessar villur eru inni á böndunum en ekki er enn hægt að segja til um hvort þær eru af völdum bilunar í vél- eða hugbúnaði. Nú hefur verið búið svo um hnútana að þótt einhver truflun komi fyrir, ætti hún ekki að vara lengur en í 15 mínútur en það er sá tími sem það tekur stöðina að hlaða inn nýjum upplýsingum svo hún geti starfað rétt. Einnig er unnið að því að finna ástæðuna fyrir því hvers- vegna stöðin telur sig þurfa nýjar upp- lýsingar svo oft sem raun ber vitni að uppá síðkastið. Símstöðvarbilunin sem varð á háannatíma, eftir hádegi síðast- liðinn föstudag, olli símnotendum vandræðum og sýndi glögglega hversu íslenskt þjóðfélag er háð fjarskiptum. í tilkynningu sem Póstur og sími hefur sent frá sér af þessu tilefni eru við- skiptavinir fyrirtækisins beðnir afsök- unar á óþægindum sem af þessu hlutust og þeir fullvissaðir jafnframt um að allt verður gert til að tryggja öruggari rekst- ur stöðvarinnar. VIÐRÆÐUR í WASHINGTON - Guðlaugur Tryggvi Karlsson skrifar Utanríkisráðherrar ís- lands og Bandaríkjanna, Jón Baldvin Hannibalsson og Warren Christopher, áttu viðræður um öryggis- og varnarmál ríkjanna þriðjudaginn 28. septem- ber síðastliðinn. Eins og fram kom í fréttum, hálfum mánuði síðar, hafa Bandaríkjamenn hætt við allan samdrátt á Keflavíkurflugvelli. Á sama tíma og Jón Bald- vin fundaði með Warren Christopher áttu nokkrir full- trúar í ferð Alþýðuflokksfé- lags Reykjavíkur til Washing- ton viðræður við Charles Kupchin, fulltrúa í Þjóðarör- yggisráði Bandaríkjanna í Old Executive Office Building, skrifstofuhúsi Hvíta hússins, en þar er meðal annars skrif- stofa varaforseta Bandaríkj- anna, AI Gore. Daginn eftir átti svo þessi hópur viðræður við skrif- stofustjóra Norður-Evrópu- deildar utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, Parmley, ásamt deildarstjóra íslands- deildar utanríkisráðuneytis- ins, John Withers. NATO enn mjög mikilvægt I máli Parmleys skrifstofu- stjóra kom fram að Banda- ríkjamenn litu ekki svo á að Atlantshafsbandalagið hefði átt þann eina tilgang að stemma stigu við heims- kommúnismanum og væri því einskis virði, þegar kommún- isminn væri hruninn. Þvert á móti væri Atlantshafsbanda- lagið mjög mikilvægt nú sem áður, þótt aðalmarkmiðið á sinni tíð haft auðvitað verið barátta gegn ógnarstjóm kommúnismans í Moskvu. Parmley benti á að Banda- ríkjamenn hefðu tvívegis á öldinni verið kallaðir til Evr- ópu í mikinn hildarleik. Ef til vill hefði verið hægt að koma í veg fyrir heimsstyrjöldina síðari, ef Bandaríkjamenn hefðu aldrei farið frá Evrópu eftir fyrri heimsstyrjöldina. Alla vega væri það ljós að hugtakið „Síðasta stríðið í Evrópu’" væri ekki til. Barist væri í fyrrum lýðveldum Júgóslavíu, fyrrum lýðveld- um Ráðstjórnarríkjanna og jafnvel í Moskvuborg miðri. Atlantshafsbandalagið væri einmitt vettvangurinn fyrir Bandaríkjamenn að ræða þessi vandamál og önnur slík við vini sína og þar hefðu þeir ótvírætt forystuhlutverk. Sjálf tilvist Atlantshafsbandalags- ins kæmi í veg fyrir illa grundaðar og jafnvel árang- urslausar aðgerðir í öryggis- málum veraldarinnar, en til dæmis Persaflóastríöið hefði verið dæmi um það hversu vel skiigreind markmið og góður undirbúningur og samstaða væri mikilvægur til þess að hemaðaraðgerðir bæm skjót- an árangur gegn ríki í víga- hug. Óttast ekki vald Þjóðverja Parmley ræddi framtíð Evr- ópu og sagði Bandarfkjamenn ekki óttast það, þótt Þjóðverj- WITHERS - Ástandið í Rússlandi er afar óljóst. ar yrðu ráðandi afl í álfunni. Þeir væm greinilega stærstir og öflugastir efnahagslega, eins og komið hefði fram í Evrópubandalaginu. Fortíð Þjóðverja, tvær heimsstyrj- aldir, blasti auðvitað við öll- um, en menn yrðu alltaf að setja sagnfræðina í rétt sam- hengi við tímann. Kynþátta- ofsóknir Þjóðverja heyrðu sögunni til og okkur þykir vænt um Þjóðverja eins og aðra Evrópumenn, sagði Parmley. „Afi minn var sjálfur Suð- umkjamaður og kynþáttafor- dómar blunduðu í garnla manninum eins og mörgum þar í sveit. Samt þykir mér alltaf jafn vænt um hann“, sagði Parmley. KUPCHIN - Bandaríkin hafa forystuhlutvcrki að gegna þegar málin heimafyrir koinast í lag. PARMLEY - Atlantshafsbandalagið hcfur áfram miklu hlutverki að gegna. Hrefnuveiðar - vísindaveiðar Hrefnuveiðar Islendinga bar á góma í þessum viðræð- um okkar við Parmley. Hann lagði áherslu á að þær yrðu stundaðar í nafni vísinda- veiða. ✓ Ovissutímar í Austur-Evrópu John Withers, sem hafði veg og vanda af undirbúningi að komu hópsins til Washing- ton ásamt hinurn frábæra Ed- ward Dickens í sendiráði Bandaríkjanna í Reykjavík, er nýkominn úr ársdvöl í sendi- ráði Bandaríkjanna í Moskvu. Hann lagði áherslu á að ástandið í Rússlandi væri mjög óljóst og langt frá því að hægt væri að segja með ein- hverri vissu fyrir um atburði þar. Jeltsín væri hinn góði kostur Vesturlanda í stöðunni núna og vonandi héldi hann sem lengst út. Whithers sagði okkur að hann kærni til Is- lands á næstu vikum, en hann annast um málefni íslands í utanríkisráðuneytinu í Wash- ington. Charles Kupchin undir- strikaði þau atriði í ræðu Bill Clintons, Bandaríkjaforseta, á þingi Sameinuðu þjóðanna, að Bandaríkin hefðu ótvíræðu forystuhlutverki að gegna í veröldinni. Þau mundu axla þá byrði, sérstaklega þegar hélmamálin væru að komast í lag, til dæmis með heilbrigð- is- og tryggingafrumvarpinu, sem Hillary Clinton, forseta- frú, væri oddviti fyrir. JÓN BALDVIN og ELÍNBERGUR frá Ólafsvík hittust fyrir í höfuðborg Bandaríkjanna og tóku tal saman. Alþýðublaðsmyndir / Guðlaugur Tryggvi Karísson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.