Alþýðublaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.10.1993, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 19. október 1993 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 PALLBORÐIÐ, STÖÐ 2 & MOBÝ PfiLLBORÐIÐ AD KOMA OORDI Á PÓUTÍKINA Það hefur oft verið sagt, að heiðarlegt fólk eigi ekki að koma nálægt pólitík því hún sé mannskemmandi. Undinitaður er hins vegar ekki þessarar skoðunar, því hér gildir sem víða annars staðar, að veldur hvur á heldur. Það er hins vegar svo, að á meðal þeiua sem gegna pólilískum stötfum eru alltaf til menn sem fyrst og fremst hugsa um eigið skinn, en láta sig annað litlu skipta. Um þessa menn má segja, að þeir koma óorði á pólitíkina alveg á sama hátt og róninn kemur óorði á brennivínið. FOSSVQGUR - GOLFVOLLUR Hin síðari ár hefur Fossvogs- dalur verið mikið í umræðunni. I fyrstu spunnust miklar deilur milli Kópavogs og Reykjavíkur um hvort leggja skuli hraðbraut um dalinn og eftir að þær deilur voru settar niður hefur verið all- góður friður, þar til bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í júní síð- astliðnum að leita eftir því hvort menn væru sammála um að setja niður 9 holu golfvöll austast í dalnum eður ei. Raun- ar var vitað, að skiptar skoðanir væru um þetta mál, enda var bæjarstjóm Kópavogs klofm í sinni afstöðu. Sex bæjarfulltrú- ar samþykktu að leita álits bæj- arbúa á þessu máli, en fimm voiu alfarið á móti golfvellin- um. Undinitaður var einn þeirra er vildi sjá hverjar væru skoð- anir bæjarbúa, og raunar sá eini er lýsti þvf yfir á bæjarstjórnar- fundinum að ef mikil andstaða væri gegn vellinum, þá myndi rnálið^ verða skoðað á nýjan leik. Eg ætla ekki hér og nú að færa nein rök fyrir minni skoð- un á þessum velli, en hitt vil ég segja, að þau rök sem maður hefur lesið gegn þessunt golf- velli eru nteð ólíkindum. FOSSyOGUR -PROFKJOR Fyrir nokkrum dögum vom lagðir fram undirskriftarlistar þeirra er mótmæla því að aust- asti hluti Fossvogsdals verði lagður undir 9 holu golfvöll. Þessir mótmælendur búa vítt urn höfuðborgarsvæðið og sjálfsagt eru ýmsar ástæður fyr- ir því að þeir skrifa undir mót- ntælin, en það skiptir í sjálfu sér ekki neinu máli úr því sem komið er, því einn þeirra, Bragi Mikaelsson, sem áður var fylgj- andi golfvelli hefur nú lýst sig mótfallinn golfvellinum. Hvers vegna? Nokkrum dögum áður en mótmælendalistamir vom lagð- ir fram var haldin ómerkileg at- hugun innan fulltrúaráðs Sjálf- stæðisfélaganna í Kópavogi um hveijir ættu að skipa efstu sætin á lista fiokksins í komandi bæj- arstjórnarkosningum. 1 þessari athugun lenti Bragi Mikaelsson í 10. sæti listans. Sú niðurstaða er einfaldlega skýringin á sinnaskiptum Braga í þessu máli. Hann telur, að með þess- ari breyttu afstöðu muni hann fá aukinn stuðning þeirra, er skrif- uðu undir mótmælin, í væntan- legu prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins. Þá vita menn það, að Bragi Mikaelsson ætlast hrein- lega til þess, að mótmælendur gegn golfvellinum styðji hann í pólitíkinni. j HRÆSNIOG SYNDARMENNSKA Það var sannarlega aumkun- arvert að fylgjast með þeim lil- burðum er Bragi hafði í frammi, er hann var að skýra sinnaskipti sín í fjölmiðlum. Hann forðaðist að sjálfsögðu að segja sannleikann, því allt sem hann lét út úr sér um þetta mál, var órafjarri raunveruleikanum. Bragi þóttist hafa sett ein- hverja fyrirvara í þessu máli, að minnsta kosti hafa þeir fyrirvar- wk\ 4*v ^rJÍ - Guðmundur Oddsson skrífar ar hvergi konrið frarn opinber- Iega, en vel má vera að hann hafi rætt það einhvemtíma við fjölskyldu stna í trúnaði, því þetta hefur verið varðveitt sem tnínaðarmál innan afar þröngs hóps. Bragi sagðist hafa skipt um skoðun í kirkjumálinu á Víg- hólnum þegar hann sá undir- skriftir þeirra er mótmæltu kirkjubyggingu á þessum stað. Um þessa fullyrðingu Braga er ekki hægt að hafa nema eitt orð, haugalygi. Núverandi meiri- hluti Sjálfstæðis- og Framsókn- arflokks, að Braga meðtöldum, ætlaði alls ekki að hætta við þessa staðsetningu kirkjunn- ar,heldur þorðu þeir ekki annað en láta undan er rúmlega 1000 manna safnaðarfundur sam- þykkti að byggja ekki kirkju á Víghólnum. Það er því ómerkileg hræsni og sýndarmennska í þér Bragi Mikaelsson, þegar þú þykist hafa tekið tillit til undirskrifta í kirkjumálinu. Þú hafðir marg- lýst því yfir, að þú vildir að kirkjan yrði byggð á Víghóln- um. Þú taldir þá allt í lagi að hundsa vilja þeirra er sendu bæjarstjórn undirrituð mót- mæli, en vel að merkja, þá var ekki komið eins næni kosning- unum, og ekki vitað hvaða álit flokksfélagar þínir höfðu á þér samanber áðumefnda athugun innan Sjálfstæðisflokksins. AÐ VERA HEIÐARLEGUR Nú þekki ég ekki innviði Sjálfstæðisllokksins, en ef á að draga einhverja ályktun af framkomu Braga í Fossvogs- dalsmálinu, þá freistast maður til að halda, að innan flokksins sitji flokksmenn á svikráðum hver við annan. Það er að sjálf- sögðu ekki bannað fyrir Braga Mikaelsson né nokkum annan að skipta urn skoðun, en að gera það með þeim hætti sem hann gerði í þessu máli er óskaplegt. Svona geta samherjar ekki unn- ið alveg sama í hvers konar samtökum þeir em, því að slá sig til riddara á kostnað sam- herja sinna er níðingsverk. Svik við vini sína hefur að sönnu komið mönnum á spjöld Sögunnar, eins og til dæmis þá félaga Júdas og Brútus, og ef Bragi Mikaelsson telur eftir- sóknarvert að vera í hópi með slíkum fuglunt þá hann um það, en ekki er það gæfulegur fé- lagsskapur. Að hlaupa f tjölmiðla án nokkurs samráðs við samherja sína og hafa þann eina ásetning að gera þá tortryggilega, em ekki heiðarleg vinnubrögð. Slík framkoma er öllum til skamm- ar. Undirritaður var marg beð- inn uni að koma í fjölmiðla og gefa yfirlýsingar í svipuðum anda og Bragi. Mill svar í því rnáli var alveg afdráttarlaust: Ég ætlaði að skoða málið eftir að undirskriftirnar lágu fyrir og síðan myndi ég greiða um það atkvæði í bæjarstjóm, en ekki í beinni útsendingu fjölmiðla. Þannig vinna ntenn í pólitík- inni, en þeir sem hafa vinnulag Braga Mikaelssonai' koma óorði á pólitíkina. Fjölmiðlarnir - Stöð 2 SKRÁARGATAGÆGIR KNÝR EKKI DYRA Landshankinn leyfir sér ýrnsan lúxus skilst rnanni eft- ir að horfa á fréttirnar á Stöð tvö á föstudagskvöldið. Sunt- arbústaður og fundaaðstaða einhversstaðar uppi í sveit var sýnd á skjánum. En því miður. Leikrænir tilburðir fréttamannsins Halls Halls- sonar yfirskyggðu fréttina, sem í sjálfu sér var merkileg. Hallur gerði sig sekan um ýmislegt sem til þessa hafa ekki þótt góðir mannasiðir. Hann gægðist á glugga, gegnum skrá- argat, og bauð sér inn í bústað- inn sjálfur án þess að knýja dyra eða nota dyrabjölluna. Raddbeiting hans var afar dramatísk sem og aðrir leikræn- ir tilburðir. En þetta er ekki fréttamennska. Ef horft er framhjá afkáraleg- um tilburðum hálaunafrétta- rnanna Stöðvar 2, verður að hæla þeint fyrir að komast oft í feitt. Og þeir em ódeigir á að benda á bruðlið í kerfinu. Og þeir láta þá hafa það sem eiga. Sjálfir eru þeir Stöðvarmenn reyndar gagnrýndir fyrir bmðl á ýmsum sviðum, enda þótt rekstur stöðvarinnar standi varla í jámum, en þeir sjálfir á margföldum þingmannslaun- um. „Þetta minnti um margt á það þegar fréttamenn sýndu heim- inum bmðlið og lúxusinn á Ce- asescu Rúmeníuforseta héma um árið, þegar hann var fallinn í valinn. Þetta kom manni á óvart. Maður hélt að þessi banki allra landsmanna væri að þrotum kominn. Þessvegna blöskrar alþjóð lúxusinn á bankanum", sagði einn lesenda okkar sem hringdi á föstudags- morguninn. Og rétt er það. Landsbankinn skuldar viðskiptavinum sínum skýringar á því hvers vegna hann er eigandi að slíkum mun- aðarbústöðum eins og þessum sem sýndir voru á Stöð 2. Hann á líka að greina frá óhóflegum utanlandsferðum starfsmanna sinna. Hann á að greina ffá því hvers vegna nauðsyn ber til að æðstu stjómendur hans leggjast í laxveiðar að sumri til - á kostnað bankans. Þessi banki varð að þiggja stórfellda ölmusu af almannafé fyrr á þessu ári. Hjá honum er komin upp Færeyjalykt. Þessi banki með þrjá bankastjóra, ótalmarga aðstoðarbankastjóra, útibússtjóra og aragrúa af öðr- um toppmönnum, verður að hyggja að stórfelldri uppstokk- un á allt of dýrri uppbyggingu pínulítils banka á alþjóðavísu. Þess í stað hefur bankinn sagt upp láglaunafólkinu sínu. Stöð 2 þarf hinsvegar að draga úr leikritum í fréttum sín- um. Fólk er orðið yftr sig þreytt á þessum leikaraskap. Séu menn með góða frétt á hendi, þarf ekki annað en að segja hana á látlausan hátt. Allt smakkið, kjamsið og sælustun- umar í fréttamönnum er orðið hálfhallærislegt. Þar hafa Ornar Ragnarsson og Hallur Hallsson farið út yfir allan þjófabálk. Vinsamlegast hlíftð áhorfend- um við slíku. - Jón Birgir Pétursson MOBY Ég hef farið á llandur í nokkrum seinustu pistlum og gieymt að taka á að- alntálinu sem er vitaskuld bókmenntir. þótt vissulega sjáist nokkur nicrki þess að stálhugi skáldsins sé tekinn að meyma. Kallið mig Ishntacl. I dag skulum við spjalla um engan aukvisa í faginu: Hermann Melville. Skrýtið er að skoða gamlar ljósmyndir af þessum anteríska jötni. Hann er styggur á svipinn, minnir pfnuh'tíð á sísára maddömu. Salt að scgja var það ekki að ástæðulausu. Hún lék ekki bcint við hann gæfan. Miðlungar allra landa sameinist, var eitt sinn sagt. Melville var nítjándu aldar maður. Sú öld sem ól flesta meistara rússneskra og evrópskra bókmennta kaus að gleyma að hún átti þennan snilling. Á sinni tíð var Melville kunnur sem maðurinn sem dvaldi með mannætum. Hann fór ungur í siglingar, var átján mánuði á hvalfangara, samdi sína fyrstu bók Typee (1846) um strok af skipinu og dvöl sína hjá suðurhafseyjabúum og varð frægur af. Hann fluttist til Massachusetts-fylkis 1850 og reyndi að hafa í sig og á með skáldskap og búskap. Það gekk illa. Moby-Dick sem hann samdi þrítugur seldist lítið og var tekið með ólund af Cosa Nostra þeirra tíma. Melville sarndi ijórar aðrar sögur en vinsældir hans urðu sífellt minni og loks gafst hann upp. En gafst hann upp? í skrif- borðsskúffunni að honum látnunt fannst enn eitl handritíð. Innan á púlt- lokið var límdur lítill miði og þar stóðu þessi orð: Sýndu draumum æsku þinnar trúnað. 1863 lluttist fjölskyldan lil New York. Melville gerðist tollari. Hann andaðist 1891 nærgleymdur. Nú er al- mennt litið svo á um víða veröld að Mo- bý sé ein mesta skáldsaga sem samin hefur verið. Moby-Dick seldist í 500 eintökum og ekki þótti taka því að setja hana aftur þegar prentsmiðjan brann. Hvemig maður var Hermann Mel- ville? Um þetta hafa ævisagnaritarar lengi brotið heilann. Sumir hafa rekist á svarta holu þegar þeir hafa gnískað í persónu þessa manns. Að þvf hefur vcr- ið ýjað að hann hafi verið kynvilltur. Sonur hans Malcolm skaut sig eftir rifr- ildi við föður sinn. Dætumar tvær gift- ust aldrei. - Gerið þér yður að góðu hafragraut í morgunmat ungi maður, spurði hann miðaldra gest fertugrar dóttur sinnar snemma kvölds. Annar sonur hans strauk að heiman og týndist. Melville! Maðurinn sem skenkti okkur Mobý, söguna um Ishmael sem stígur á skipsljöl með skjóðuna sína. Um borð er úrtak allra þjóða, jafnvel ís- lenskur sjómaður. Ég var svalur sem eldfjallið Hekla undir fönn, segir Ishmael. Skipstjórinn er í káetu sinni þegar látið er úr höfn. Þegar skipið er í hafi heyra þeir liann haitra um, fíla- beinsfóturinn smellur taktfast við þil- farið. Fyrir stafni: úthöf jarðarinnar og nú hefst eltingaleikurinn við hvíta hval- inn. - Ófreskjuna sem beit af mér fót- inn, Starbuck. Talaðu ekki við mig um guðlast! Ég réðist gcgn sólinni ef ég reiddist henni. Queequeg, skutiarinn, á skrokk hans er tattóverað mynstur, sá sem getur ráð- ið þau tákn skilur leyndardónt sköpun- arverksins. Queequeg veikist og lætur smiðinn gera sér líkkistu. Á kistuna málar hann þrykk af tattóveruðum skrokk sfnum. Þegar Moby- Dick brýt- ur skipið flýtur kistan undir sögumann- inn Ishmael og heldur honum á flotí þar til björgun berst. - Ég Ishmael, komst einn af til að segja ykkur söguna. Englendingur nokkur las Moby-Dick 1880. Hrópaði: Ég hef uppgötvað mesta skáld í heimi og stökk á skipsijöl, sigldi til New York en tókst ekki að hafa upp á Melville. Nær 30 ár liðu þar til bókin scm fannst í púltinu: Billy-Bud, vargefin út. Sú saga þykir með hans betri verkum Við útfor Hcrmanns Melville sagði einn ættingjanna við ekkjuna: Hennann hefði betur valið sér annað ævistarf.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.