Alþýðublaðið - 19.10.1993, Side 7

Alþýðublaðið - 19.10.1993, Side 7
Þriðjudagur 19. október 1993 HVALVEIÐIDEILUR & SKILABOÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 IÐ VIÐ UMHVERFISVERNDARSINNA? / kjölfar ákvörðunar Clintons um að bíða með efnahagsþvinganir gegn Norðmönnum telja margir að nýtt tímabil sé að hefja göngu sína í hvalveiðimálum Á yfirborðinu virtist allt slétt og fellt þegar Hvíta húsið þræddi aftur meðalveginn í síðustu viku í enn einu umhverfismálinu. En að þessu sinni var um að ræða hið mjög svo viðkvæma hvalveiðimál. í stað þess að skella viðskiptaþvingunum á Noreg fyrir að hefja takmarkaðar hvalveiðar í ábataskyni síðasta sumar þrátt fyrir alþjóðlegt bann sló Clinton mál- inu á frest með því að ákveða frekari viðræður um málið og að bíða með efnahagsþvinganir. Hin hljóðu viðbrögð forsetans gætu í raun markað byrjun á nýju túnabili hvað strandveiðar á hvölum varðar. Einn embættismaður í Hvíta húsinu orðaði það þannig: „Noregur hefúr tekið vel ígrundaða og yÐr- vegaða stöðu. Það er ekki sanngjarnt að líta svo á að allir deili okkar siðferðislegu gildum hvað hvali varðar." Þegar Norðmenn brutu hið sjö ára gamla bann við hvalveiðum í júm' með því að færa til hafnar 157 hrefn- ur vissu þeir að refsiaðgerðir Bandaríkjanna gætu fljót- lega fylgt í kjölfarið. Raunin varð líka sú tveimur mán- uðum seinna að Brown, viðskiptaráðherra, staðfesti með tilvísun til bandarískra laga að Norðmenn væm að bijóta í bága við alþjóðlegt átak til friðunar hvölum og gaf Clinton 60 daga til að láta þingið vita hvemig hann hygðist bregðast við. Norðmenn héldu óhikað sínu striki fram yfir tfma- mörkin sem sett vom eða 4.október og þeir stóðu fast á því að hvalveiðar þeirra væm réttlætanlegar jafnt vís- indalega sem lagalega. I viðtali við US News hélt for- sætisráðherra Noregs, Gro Harlem Brundtland, því fram að „vísindaleg gögn styddu takmarkaðar veiðar á hrefnum undir ströngu eftirliti." „Þú getur ekki byggt ákvarðanir um nýtingu auðlinda á tilfinningum einum sarnan," sagði Bmndtland sem af mörgum er talin einn fremsti umhverfisvemdarsinni veraldar. Ólíkt mörgum hinna stóm hvalategunda sem vora í útrýmingarhættu vegna ofveiði er stofn minni hvala eins og hrefna tiltölulega stór: Talið er að 900 þúsund þessara 10 metra skepna svamli í höfum heimsins, næstum því 87 þúsund í Norðaustur-Atlantshafi einu. Þrátt lyrir að Alþjóðlega hvalveiðiráðið, sem kom á veiðibanni árið 1986, telji enn að hrefnan í Norður-Atl- antshafi skuli vemduð, em margir sjávardýrafræðingar á því að litlar veiðar á hrefnu gætu haíit neikvæðar af- leiðingar. Tilraunir Norðmanna til að koma í veg fyrir efna- hagsþvinganir gegn sér fólu meðal annars í sér fund á elleftu stundu milli Bmndtland og vara- forsetans A1 Gore. Tilraunimar fengu einnig óvænt byr undir báða vængi fyrir tilstuðlan nokkurra bandarískra þrýstihópa, svokallaðra „wise use“ hópa, sem h'ta á bann við hvalveið- um sem fyrstu baráttuna í strfði græningja gegn fjölda atvinnugreina. Kathleen Marquardt, yfirmaður samtakanna Fólkið fyrst í Washing- ton, sagði: „Byrji menn að taka ákvarðanir á granni tilfinninga fremur en vísinda enda menn uppi með ringulreið. Þá verður fjöldi smáhópa þarrta úti hrópandi björgum hnetunum.” Óánægðir umhverfisvemdarsinnar gagn- rýndu þá ákvörðun Clintons að halda að sér höndunum r hvalamálinu. Gerry Leape, með- limur Grænfriðunga, staðhæfir að aðgerðaleys- ið verði til fress að Japan, ísland og aðrar þjóðir hefji að nýju hvalveiðar líka. Hann gagnrýnir líka þá skoðun Norðmanna að þeir hafi allan rétt til að veiða hvali r' eigin landhelgi og bendir á að hrefnur séu flökkudýr. „Þetta em ekki hvalir FÉLAG ÍSLENSKRA NUDDFRÆBINGA SMIÐSHÖFÐA 10*112 REYKJAVfK-KT. 600892-2159- SfMI 91-876612 Menntunarskilyrði yfir nuddnám Inntökuskilyrði í félagið I. Bóklegar greinar áfangar ein.innan ein.alls A. Aðfaramám 40. ein Móðurmál 8 (slenska ÍSL 102,202,212 6 Tjáning TJÁ102 2 Erlend tungumál 8 Danska DAN 101,202 4 Enska ENS 102,202 4 Samfélagsgreinar 6 Saga SAG 103 3 Sálfræði SÁL123 3 Raungreinar 6 Efnafræði EFN 103 3 Líffræði LÍF 103 3 Stærðfræði STÆ 172 2 2 Vélritun og tölvufr. 2 Vélritun eða ritvinnsla 2 íþróttir ÍÞR 4 Bókfærsla BÓK103 3 Námstækni NÁM 101 1 B. Sérgreinar náms fyrir nuddara 22 ein. Heilbrigðisfræði HB 102,203 5 Líffæra—lífeðlisfr LOL 103,203 6 Líkamsbeiting LÍB101 1 Næringarfræði NÆR 102 2 Sjúkdómafræði SJÚ 103,202 5 Skyndihjálp SKY 101 1 Val 2 Námslengd alls f A og B: 62 ein. II. Verklegar greinar 20 ein. 1. Verkleg vöðvarfr. 2 2. Klassískt 4 3. íþróttanudd 2 4. Slökunarnudd 4 5. Heildrænt nudd 4 6. Heilsufræðsla 2 7. Heilsurækt 2 Námslengd alls í I. og II.: 82 ein. III. Starfsþjálfun 70C ke.st. 1.040 572 1.612 520 2.132 700 klukkustundir; Þar af sé lágmark 469 klst. í nuddi eða aðstoðarkennslu. Námslengd alls í I., II. og III.: 2.832 stundir. 1. Bóklegar greinar séu teknar innan fjölbrautakerfisins, einkum á námsbraut fyrir nuddara i Fjöl brautaskólanum við Ármúla. 2. Verklegar greinar séu teknar innan nuddskóla. 3. Starfsþjálfun sé innan nuddskóla, á nuddstofum, heilbrigðisstofnunum, lögskráðri heilsuræktar aðstöðu eða annarri starfsaðstöðu sem samþykkt sé af viðkomandi nuddskóla. Menntunarskilyrðin voru einróma samþykkt af stjórn félagsins í ágúst 1993, og gilda um allt nám sem hefst frá og með 1. júlí 1994. Eldri og vægari menntunarskilyrði eru i gildi þangað til. Félagið viðurkennir Nuddskóla Rafns Geirdals. Félagsmenn eru 28 talsins. Öllum sem hafa einhvern bakgrunn í nuddi er velkomið að sækja um. Rafn Geirdal, formaður. Noregs. Þetta em hvalir veraldarinnar." Norðmenn halda því fram að þeir hafi aðeins hug á að veiða lítinn fjölda hvala og að þær veiðar verði að- eins í höndum veiðimanna úr smáum samfélögum meðfram norðanverðri strandlengjunni. En jjeir sem fylgja banni á hvalveiðum efast um að hægt sé að stjóma veiðunum svo vel sé, þar sem að veiðamar fari fram út á reginhafi. Michael Sutton, hjá alþjóðlegu dýralífssamtökunum, finnst mikil hætta stafa af linkind Clintons: „Með því að virða Alþjóðahvalveiðiráðið að vettugi hefúr Noregur veist að stoðum annarra ffiðunar- sáttmála." Samt sem áður viðurkenna margir umhverfisvemd- arsinnar það óopinberlega að jreir finni ekki gamla hit- ann blossa upp í sér jregar kemur að hvalveiðiumræð- um. Sumir viðurkenna að jteir séu ekki eins vissir í sinni sök hvað bannið varðar þar sem flestar rannsóknir bendi til að hrefnur séu ekki f útrýmingarhættu. Aðrir segja einfaldlega að það séu önnur mun mikilvægari málefni sem við sé að glíma eins og gróðurhúsaáhrifin og eyðing Óson-lagsins. Sumir er jafhvel að velta fyrir sér samningi sem var ófyrirsjáanlegur fyrir nokkmm ár- um: takmarkaðar veiðar á hvölum í staðinn fyrir að komið yrði á griðarsvæði fyrir hvali á suðurhveli jarðar. Þótt sumir hvalir yrðu veiðimönnum að bráð yrðu flest- ar þær tegundir sem í hættu em vemdaðar. Auglýsing Frá Félagsmálaráðuneytinu og umdæmisnefndum Hinn 20. nóvember 1993 skal fara fram atkvæðagreiðsla um framkomnar tillögur umdæmanefnda um sameiningu sveitarfélaga, sbr. lög nr. 75/1993 um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 8/1986. Atkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaga skal fram í öllum sveitarfélögum nema eftirgreindum: Akraneskaupstað, Djúpavogshreppi, Eyrarsveit, Hafnarfjarð- arkaupstað, Kópavogskaupstað, Mýrdalshreppi, Reykhólahreppi, Seyðisfjarðar- kaupstað, Siglufjarðarkaupstað, Skaftárhreppi og Vestmannaeyjakaupstað. LEIÐBEININGAR UM UNDIRBÚNING OG FRAMKVÆMD ATKVÆÐAGREIÐSLUNNAR: 1. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla mun hefjast.......25. október 2. Kjörskrá skal lögð fram eigi síðar en...........27. október.. og skal framlenging hennar auglýst fyrir þann tíma. 3. Kjörskrá skal liggja frammi til kjördags. 4. Kærufrestur til sveitarstjórnar vegna kjörskrár rennur út kl. 12 á hádegi..................................6. nóvember ! 5. Afrit kæru sendist þeim sem kærður er út. af kjörskrá, eigi síðar en....................................9. nóvember 6t Sveitarstjórn úrskurðar kærur eigi síðar en......13. nóvember 7. Oddviti sveitarstjórnar eða framkvæmdastjóri hennar undirrita kjörskrá. 8. Sveitarstjórn tilkynni hlutaðeigandi, svo og sveitarstjórn sem mál getur varðað, um breytingar á kjörskrá strax og úrskurður liggur fyrir. 9. Kjörstjórn tilkynni oddvita yfirkjörstjórnar, svo og sveitarstjórn sem mál getur varðað um breytingar á kjörskrá og dómur er gengínn. 10. Sveitarstjórn skal senda oddvita yfirkjörstjórnar eintak af kjörskrá þegar kjörskráin hefurverið endanlega undirrituð. 11. Yfirkjörstjórn auglýsir hvenær kjörfundur hefst. 12. Yfirkjörstjórn auglýsir hvar og hvenær atkvæðatalning verður með nægum fyrirvara á undan kosningum. 13. Kjörfundi skal slíta eigi síðar en kl. 22. á kjördag. 14. Atkvæðatalning hefst svo fljótt sem unnt er að loknum kjörfundi. 15. Yfirkjörstjórn setur notaða atkvæðaseðla undir innsigli að talningu lokinni. 16. Yfirkjörstjórn tilkynni viðkomandi umdæmanefnd um úrslit atkvæða- greiðslunnar svo fljótt sem verða má eftir að úrslit liggja fyrir. Ekki er heimilt að skýra frá niðurstöðu atkvæðagreiðslu fyrr en eftir að öllum kjörstöðum á landinu hefur verið lokað, þ.e. kl. 22. 17. Kæra vegna atkvæðagreiðslunnar skal afhent hlutaðeigandi sýslumanni innan sjö daga frá því að lýst var úrslitum atkvæðagreiðslunnar. 18. Yfirkjörstjórn eyðir innsigluðum atkvæðaseðlum að kærufresti loknum eða að fullnaðarúrskurði uppkveðnum hafi atkvæðagreiðslan verið kærð. Félagsmálaráöuneytiö og umdæmanefndir, 16. október 1993.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.