Alþýðublaðið - 21.10.1993, Page 1

Alþýðublaðið - 21.10.1993, Page 1
GULLNÁMAN - 400 happdrœttisvélar Happdrœttis Háskólans flœða um land allt eftir samkomulag við Rauða krossinn og samstarfsaðila hans í spilakassarekstri Á EKKIAÐ LEIÐA / •• - segja talsmenn Háskólahappdrœttisins og segja að trygg gœsla verði við spilamennskuna Forsvarsmenn Happdrættis Há- skóla íslands vilja ekki meina að spilakassar eða happdrættisvélar sem svo eru kallaðar og senn verða settar upp á 20-22 stöðum á Islandi. alls 400 vélar, muni leiða til spila- tíknar, hér sé aðeins um að ræða skemmtilega tómstund, nýja tegund af happdrætti á tölvuöld, sem eigi ekki að leiða af sér hörmungar í einkalífí fólks. Eftirlit verði með kössunum og séð til þess að óeðlileg fíkn ráði ekki för hjá þátttakend- um. Gullnáman heitir þetta nýja happ- drætti, símtengt landshappdrætti, sem aðeins verður hægt að taka þátt í á vín- veitinga- og skemmtistöðum sem og á hótelum á sérstökum spilastofum. Eitt þeirra hótela mun vera Hótel Saga, sem mun ætla sér stóran sess og taka Mímisbar allan undir happdrættisvélar samkvæmt því sem Alþýðublaðið hef- ur fregnað. Blaðamenn fengu að kynnast köss- um þessum í gær, eftir að fulltrúar Happdrættisins annarsvegar og RKÍ, SAA, SVFI og Landsbjargar hinsveg- ar, höfðu gert með sér samkomulag að undirlagi dómsmálaráðherra, Þor- steins Pálssonar. Fundahöld voru löng og hart barist að sögn. Fram kom á þeim fundi að tala spilakassa RKÍ og samstarfsaðilanna var afar mikið á PÓLITÍSK TILVISTARKREPPA ÓLAFS RAGNARS GRÍMSSONAR „Olafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, hefur átt í pólitískri tilvistarkreppu. Hann er í vaxandi mæli umdeildur innan eigin flokks, og bæði fyrrverandi fomtaður flokksins, Svavar Gestsson, núverandi varaformaður hans, Steingrímur J. Sigfússon, auk óbreyttra þingmanna úr flokknum, hafa á liðnu sumri talið sig knúna til að efast um hæfileika hans til að leiða Alþýðubandalagið. Gagnrýnin á Olaf er skiljanleg. I mörgum helstu átakamálum þjóðmál- anna hefur formaðurinn sérskoðanir, sem eru aðrar en flokks- ins. Þar nægir að nefna afstöðuna til Nató og hersins, viðhorf- in til EES, stjómunar fiskveiða, auk annarra. Nú hefur formaður Alþýðubandalagsins fundið ráð við þessu. Lausn hans felst í því að leggjast í mikla siðbótarher- ferð. Hann hefur af því tilefni sveipað sig kufli vandlætarans, og fer mikinn í ræðum í þinginu, þar sent hneykslan hins heil- aga drýpur af hverju orði. Hann hefur jafnvel lagst svo lágt, að ýja á eldhúsdegi að sögusögnum um ónafngreinda ráð- herra. En hvemig er ferill hins nýja siðbótarpreláta, - þolir hann sama kvarða og hinn nýi Lúter Alþýðubandalagsins vill leggja á aðra stjómmálaflokka?“ - Sjá leiðarann á blaðsíðu 2. Landsfundur Sjálfstœðisflokksins settur í dag SJÚKLINGAR KOSJI REKSTUR SJUKRAHUSA - segir í einni afályktunum landsfundarins Sjúkrastofnanir á að fjárniagna með greiðslum sem fylgja hverjum sjúklingi í samræmi við sjúkdómsgreiningu, að- gerð, hjúkrunarálag og svo framvegis, segir í drögum að ályktun um heilbrigð- ismál, sem 31. landsfundur Sjálfstæðis- flokksins mun taka til meðferðar á næstu dögum. Landsfundurinn hefst í Laugardalshöll í eftirmiðdaginn í dag og lýkur á sunnudag. í ályktunum sem fyrir fundinuin liggja er lfka lagt til að völd heilbrigðisráðuneyt- is verði skert til muna, dregið veríii úr „miðstýringu og rekstri á vegum heilbrigð- isráðuneytis“, eins og segir í ályktun fund- arins. Hinsvegar virðast tannlæknar og lyfsalar eiga að fá að sigla lygnan sjó um alla frant- tíð, ef marka má ályktanir þær sem Al- þýðublaðið hefur fengið til skoðunar. Á mörgu er tekið í ályktunum lands- fundar að venju, en á ýmsum stærri sviðunt virðist fátt eitt fréttnæmt, til dæmis í land- búnaðar- og sjávarútvegsmálum. Talað er um „offrantboð félagslegra íbúða" og að flokkurinn vilji gera hús- bréfadeild Byggingarsjóðs ríkisins- að einkafyrirtæki og freista þess að fjármagna fyrstu íbúðakaup allt að 90-100%! - Sjá nánar umfjöllun á btaðsíðu 3 Ragnar Ingimarsson, forstjóri Happdrættis Háskóla íslands (t.h.), ásamt Sveinbirni Björnssyni, háskólarektor, við spilavélarnar sem scnn verða settar upp um land allt. reiki, sem og hagnaður af þeim. Rauðakross-kassarnir ntunu skipta hundruðum, nýir og gamlir, og tekjur af þeim áætlaðar um 400 milljónir króna á þessu ári I ljósi þessa samkomulags mun dómsmálaráðuneytið staðfesta reglu- gerð uin pappírslaust peningahapp- drætti Háskóla Islands. Einnig beitir ráðuneytið sér fyrir því að lagaleg staða reksturs söfnunarkassa Rauða krossins, SÁÁ, Slysavarnafélagsins og Landsbjargar verði tryggð. Samkomulag aðilanna felur í sér að miðað við tilteknar forsendur verði hreinum tekjum aðila skipt þannigað í hlut aðilanna fjögurra komi funtn hlutar á móti tveimur í hlut Happ- drættis Háskólans. Fjölda kassa verða sett efri mörk þannig að Rauði kross- Ein tegundin af spilavélunum margum- töluðu scm gctur gefið heppnum manni hundruða þúsunda króna vinning. Höf- uðpaurar vélanna segja þetta aðcins skcmmtilegt tómstundagaman. inn og samstarfsaðilar reki mest 500 kassa, þar af 50 á vínveitingastöðum og að Happdrætti Háskólans reki mest 400 kassa, þar af 65 á almennum spila- stofum sem yrðu á þrem stöðum og þar af tveim í Reykjavík. Meðfragtara til Evrópu 418 HAFA SIGLT Á ÞESSU ÁRI Á fyrstu níu mánuðum þessa árs hafa 418 farþegar ferðast með skipum Eimskips til og frá Evrópu, en frá því að þessir flutningar hófust á árinu 1989 hafa tæp- lega 2.700 farþegar ferðast með skipunum. Eimskip býður upp á farþegaflutninga á Evrópuleiðum með systurskipunum Brúarfossi og Laxfossi, stærstu skip- uni íslenska kaupskipaflotans og eru 6 farþegaklefar í hvoru skipi. Árlegur farþegafjöldi hefur verið svipað- ur á undanförnum þremur árum og sama gildir um fjölda farþegadaga um borð. Árið 1991 nýttu 507 sér þjónustu Eimskips og þá voru farþegadagarnir 2.236. Árið 1992 voru farþegar 484 en farþegadagar 2.222. Siglingaleið skipanna liggur frá Reykjavík til Imming- ham í Bretlandi, þaðan fara skipin til þriggja hafa á meg- inlandi Evrópu, Hamborgar, Ántwerpen og Rotterdam. Hægt er að sigla tíl einhverra af þessum viðkomuhöfnum og koma um borð aftur á heimleið í hvaða höfn senr er eft- ir lengri eða skemmri dvöl í landi. Á leið sinni aftur heim til Islands koma skipin aftur við í Bretlandi og eru komin til Reykjavíkur þremur dögum seinna. Flestir farþeganna eru frá Þýskalandi og Bretlandi, en einnig hefur nokkuð borið á því að landinn kjósi þennan ferðamáta. Um verð á jtessum ferðum má taka sem dæmi að það kostar 30.230 kr. fyrir einn í klefa að sigla frá Reykjavík til Hantborgar. Deili maður klefa með öðaini kostar ferðin 20.159 og verðið lækkar enn meira deili maður klefa með þremur. Vilji menn taka bílinn með sér kostar það 18.190 að auki sé hann lengri en 5 metrar. VERÐANDI ályktar INGIBJÖRGU SÓLRÚNU SEM BORGARSTJÓRA „Stjórn Verðandi telur afar brýnt að félagshyggju- fólk í Reykjavík komi sér saman um borgarstjóraefni áður en til kosninga kemur. Borgarstjóracfnið verð- ur að njóta vinsælda og virðingar nieðal Reykvík- inga. Það er því engin furða að nafn Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur hefur oft vcrið nefnt í þessu sam- bandi,“ segir í ályktun sem stjórnarfundur Verðandi - samtök ungs alþýðubandalagsfólks og óflokks- bundins félagshyggjufólks sendi frá sér í fyrradag. Niðurlag ályktunarinnar er á þessa leið: „Stjóm Verð- andi fer fram á það við forystumenn félagshyggjuaflanna í Reykjavík að þeir taki af skarið og leiti eftir þvf við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur að hún taki þetta viða- mikla verkefni að sér.“ OPNA UNGA FÓLKSINS I Alþýðublaðinu í dag er sérstök OPNA UNGA FOLKSINS. Þessi nýbreytni í blaðinu er í umsjá Sambands ungra jafnaðarmanna með ritstjóra þess, Ingvar Sverrisson, í fararbroddi. Áætlað er að opnan muni vera í biaðinu hálfsmánaðarlega og verða þar tekin fyrir málefni ungs fólks í skól- um, atvinnulífinuog stjórnmálum. Vakin skal at- hygli á því að blaðinu verður af þessu tilefni dreift í alla framhaldsskóla á höfuðborgarsvæð- inu og í Háskóla íslands. - Sjá Opnu ungafólksins á bíaðsíðum 4 og 5.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.