Alþýðublaðið - 21.10.1993, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 21. október 1993
LANDSFUNDUR & SKILABOÐ
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3
Landsfundur Sjálfstœðisflokksins hefst í dag - drög að ályktunum flokksins eru um
margt gamlar og afturgengnar lummur - sumt er nýmœli, til dœmis er vilji fyrir því
að draga tennumar úr heilbrigðisráðuneytinu - Landhelgisgœslan takiyfir verkefni
frá Vamarliðinu - sjúklingar borgi hver fyrir sig - og sjálfstœðismenn
vilja fœkka þingmönnum úr 63 í 53
RÍKISAFSKIPTI
EITUR í BEINUM
SJÁLFSTÆÐISMANNA
Sjúklingar eiga sjálflr að borga fyrir
þá þjónustu, sem þeir fá á sjúkrastofn-
unum. Þetta er megininntakið í ályktun
um heilbrigðis- og tryggingamál, sem til
umræðu verður á landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins næstu dagana. „Afnema ber
núverandi kerfi fastra ijárlaga og stefna
að því að sjúkrastofnanir séu fjármagn-
aðar með greiðslum sem fyigja hverjum
sjúklingi í samræmi við sjúkdómsgrein-
ingu, aðgerð, hjúkrunarálag o.s.frv.“,
segir í ályktun sem verður til umræðu á
landsfundinum. Landsfundurinn vill
líka draga stórlega úr áhrifum heilbrigð-
is- og tryggingaráðuneytis.
Margar gamlar tuggur
Sjálfstæðisflokkurinn hefur nokkuð aðr-
ar áherslur í heilbrigðismálum en Alþýðu-
flokkurinn, samstarfsflokkurinn í ríkis-
stjóm. A landsfundi Sjálfstæðisflokksins,
sem hefst í dag, mun þetta koma fram í
drögum að ályktun landsfundarins um
þennan málaflokk. I nokkrum öðrum mál-
um eru línumar töluvert aðrar en hjá Al-
þýðuflokki, til dæmis í sjávarútvegsmálum
og landbúnaðarmálum. Það er svo annað
mál að ályktanir landsfunda Sjálfstæðis-
flokksins hafa mörgum flokksfélögum þótt
reynast haldlítil plögg, eftir að landsfundar-
fulltrúar snúa aftur til síns heima og raun-
veruleikans.
Almennt séð bera tillögur landsfundar
með sér megna vantrú á hinu opinbera. Rík-
isforsjá og ríkisumsvif em að mati flokksins
mjög af hinu illa. Það kemur víða fram í
ályktunum sem ffarn verða settar á fundin-
um. Einkaframtak er hinsvegar gott.
Tennur dregnar úr
heilbrigðisraðuneyti
Skipulagsbreytingar í heilbrigðisþjón-
ustu em nauðsynlegar segir í drögum að
ályktun um heilbrigðis- og tryggingamál.
Landsfúndurinn leggur því áherslu á ýmsar
breytingar:
Lagt er til að dregið verið úr „miðstýr-
ingu og rekstri á vegum heilbrigðisráðu-
neytis“, sem og segir í drögunum. Heil-
brigðisútgjöld verði aðgreind ffá öðmm út-
gjaldaliðum ríkissjóðs; tryggingakerfi verði
endurvakið; kostnaður við alla þætti heil-
brigðisþjónustu verði ljós; skipulagning og
fjárhagsleg ábyrgð á rekstri færist til kjör-
dæmanna; aukin fjölbreytni verði í rekstrar-
fyrirkomulagi, valffelsi einstaklinga verði
tryggt; og aðstaða til rannsókna og þróunar
verði bætt. Á þessi atriði er lögð áhersla.
Meðal þess sem landsfúndurinn mun
leggja áherslu á varðandi breytingar á nú-
verandi fyrirkomulagi á fjármögnun heil-
brigðiskerfisins em nýjar tryggingar,
heilsutryggingar fyrir almenning. Þær verði
starffæktar í stærri rekstrareiningum en
vom á tímum sjúkrasamfaganna, í reynd ný
sjúkrasamlög í stærri einingum, til dæmis í
hveijum landshluta eða kjördæmi án átt-
hagabindingar.
Með breytingum á fjármögnun á hlutverk
heilbrigðisráðuneytis að breytast og á ráðu-
neytið samkvæmt þvf fyrst og ffemst að sjá
um stefhumótun og eftirlit með fram-
kvæmd og gæðum þjónustunnar. Með öðr-
um orðum á að draga mjög úr hlutverki
ráðuneytisins.
Tannlæknar oglyfsalar
fá að sitja að sínu
Sjálfstæðismenn styðja samkeppnis-
bransann í lyfsölumálum, ekki síður en í
sjúkrahúsmálum, „hagsmunum neytandans
sé best borgið með því að koma þar við eins
mikilli samkeppni og unnt er um verð og
þjónustu er samræmist því gundvallarsjón-
armiði að lyfsala er hluti af heilbrigðisþjón-
ustu landsins og því frábrugðin annarri
verslun", segir í ályktuninni. Lagt er til að
lyfjaffæðingar fái lyfsöluleyfi að uppfyllt-
um tilteknum skilyrðum, verðlagning á að
vera fijáls og sjúklingar greiði hlutfall af
lyjakostnaði að ákveðnu hámarki.
Landsfundurinn mun leggja til að „opin-
berum rekstri í tannlækningum sé hætt og
sjálfstætt starfandi tannlæknar sjái um
þennan þátt heilbrigðisþjónustunnar".
Tannlæknar eiga því að fá enn aukið svig-
rúm til góðrar tekjuöflunar.
Landsfundurinn mun líka lýsa yfir and-
stöðu sinni við hugmyndir um einn lífeyris-
sjóð fyrir alla landsmenn. Þá segir í álykt-
uninni að landsfundurinn telji nauðsynlegt
að allir greiði ákveðið lágmarksgjald til líf-
eyrisspamaðar, menn eigi að hafa ffelsi til
að greiða iðgjöld til hvaða lífeyrissjóðs sem
er eða annars aðila sem til þess er viður-
kenndur. Nauðsyn beri til að taka á því
ósamræmi sem er í lífeyriskjörum opin-
berra starfsmanna og annarra. Þá telur
landsfundurinn að ríki og sveitarfélög eigi
að hætta þátttöku í vátryggingastarfsemi.
„Offramboð
félagslegra íbúða“
Húsbréfadeild Byggingarsjóðs ríkisins á
að verða sjálfstæð rekstrareining. Gera á
deildina að sjálfstæðu hlutafélagi með eign-
araðild ríkisins, félagið gefi út húsbréf á
eigin ábyrgð, ríkisábyrgð geti þó verið á
hluta útgáfunnar. Gagnrýnt er „offramboð
félagslegra íbúða“, sem sagt er hafa valdið
skaða á fasteignamarkaði, einkum á lands-
byggðinni. Lagt er til að kannað verði að
veita húsbréfalán fyrir 90-100% íbúðar-
verðs til þeirra sem eru að kaupa fyrstu
íbúð.
„Nú er svo komið að ungt fólk sem er að
hefja sinn búskap á í fá hús að venda önnur
en að leita skjóls í hinu svonefnda félags-
lega kerfi, þótt hugur þess standi til að eign-
ast eigin íbúð, þar sem kröftir um eigið fé
hindra aðgang að húsbréfakerfinu og þung
greiðslubyrði húsbréfalána veldur því að
ungt fólk við upphaf starfsferlis síns á erfitt
með að standast greiðslumat", segir í álykt-
un um húsnæðismál.
Á engu tekið
í ályktunum uin
landbúnað og sjávarútveg
„íslenskur landbúnaður hefur um árabil
verið í viðjum ríkisafskipta og framleiðslu-
stýringar, sem veikt hafa stöðu hans. Vand-
inn í landbúnaðinum stafar fyrst og fremst
af því að ffamleiðslugeta og afköst hafa
aukist án þess að hægt væri að stækka
markaðinn. Stjómvöld hafa brugðist við
vandanum með því að hefta frelsi og fram-
tak bænda. Sú stefha hefur svipt landbúnað-
inn þeim ffamfarahvata sem felst í ffjálsri
samkeppni", segir í ályktun um landbúnað-
armál. Sú ályktun tekur reyndar á fáum
þeirra vandamála sem við blasa.
Vakin er athygli á „þeim feiknarlega
samdrætti sem orðið hefúr á ríkisútgjöldum
til landbúnaðar, en þau hafa lækkað frá ár-
inu 1991 um sem næst 4 milljarða króna
eða ríflega þriðjung". Landsfúndurinn
bendir á að staða landbúnaðar og atvinnu-
lífs almennt leyfi ekki að harðar verði geng-
ið fram að sinni.
Landsfúndurinn telur ótímabært að losa
nú um innflutning búvara umffam það sem
nú er. Mikilvægt sé að nota svigrúm sem
gefst í sex ára aðlögunartíma að GATT-
samningum, það verði notað til að búa ís-
lenskan landbúnað sem best undir aukið
fijálsræði og ffekari breytingar í alþjóðleg-
um viðskiptum með landbúnaðarvörur.
Ályktun um sjávarútvegsmál er afar loð-
in tugga og almennt orðuð. Meinlaus álykt-
un sem tekur ekki á einu eða neinu. Þó seg-
ir þar eð það sé hlutverk flokksins að hafa
forystu um sjávarútvegssteffiu sem tryggi í
bráð og Iengd velsæld og hagsmuni þjóðar-
innar og einstaklingum tækifæri til umsvifa.
Hvatt er til að hvalveiðar á vísindalegum
grunni hefðist hið fyrsta.
Úr einum vasanum
í annan
I skattamálum er lögð áhersla á að skatt-
ar hækki ekki. Til að ná endum saman án
skattahækkana verði að skerða ýmsar bætur
velferðarkerfis einstaklinga og fyrirtækja. I
of miklum mæli sé verið að færa fé úr ein-
um vasanum í annan, „ffá okkur sem neyt-
endur til okkar sem foreldra, frá okkur sem
launþegum til okkar sem ellilífeyrisþega
o.s.frv.", segir í ályktun um skattamál. It-
rekað er að tekjuskattshlutfall þurfi að
lækka. Sjálfstæðisflokkurinn treystir því að
staðið verði við fyrirheit um afnám hátekju-
skattsins að tveim árum liðnum.
Grobbað á kostnað
utanrfldsráðherra
Sjálfstæðismenn telja að flokkur sinn
gegni „nú eins og fyrr mikilvægu hlutverki
til að móta og hrinda í ffamkvæmd utanrík-
isstefnu með sjálfstæði og hagsmuni allrar
þjóðarinnar að leiðarljósi". Þessi klausa er
argasta mont eins og allir vita, það er ráð-
herra Alþýðuflokks sem stýrt hefur þessum
málaflokki og þarmeð mörgum stórmálum,
sem komist hafa í höfn. Talað er um aukinn
hlut Landhelgisgæslunnar í sameiginlegri
öryggisgæslu á Norður-Atlantshafi í álykt-
unum um utanríkismál.
Volgir fvrir
Evrópubandalaginu
Varað er við einangrun Island í Evrópu,
þegar lsland verði eitt Norðurlanda og eitt
EFTA-ríkja utan Evrópubandalagsins. Seg-
ir að nauðsynlegt sé að halda vakandi
stjómmálaumræðum um kosti og galla þess
fyrir ísland að standa utan Evrópubanda-
lagsins. Einangmn i alþjóðasamstarfi sé í
andstöðu við alla þróun þess og kunni ekki
síst að vera hættulegt smáþjóð. Spoma beri
gegn hættu vegna einangrunar.
Þingmönnum
fækkað um 10
Sjálfstæðisflokkurinn vill líka vinna að
fækkun þingmanna úr 63 í 53. Einnig að
einfalda kosningalöggjöfina og tryggja sem
mestan jöfnuð í atkvæðisrétti landsmanna.
Fækkun alþingismanna mundi meðal ann-
ars auka skilvirkni í störfúm Alþingis, auka
spamað og frekara samræmis muni gæta
milli fjölda þeirra og fólksfjöldans í land-
inu. Telur landsfundurinn að rétt sé að
Sjálfstæðisflokkurinn gangi til viðræðna
við aðra flokka um breytingu á kosninga-
löggjöfinni, - sé honum einum treystandi til
að hafa slíka forgöngu.
Jafnaðarmenn
Norðurlandi vestra
Aðalfundur Kjördæmisráðs Alþýðuflokksins á Norður-
landi vestra verður haldinn í Safnahúsinu á Sauðárkróki
sunnudaginn 24. október klukkan 14.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Undirbúningur sveitarstjórnarkosninga:
Sigurður Arnórsson og
Sigurður Tómas Björgvinsson.
3. Sameining sveitarfélaga.
Bjöm Sigurbjörnsson.
4. Önnur mál.
Opinn
Stjórnmólafundur
verður í Safnahúsinu Sauðárkróki sunnudaginn 24. október
klukkan 16.00.
Fundarefni:
Stjóramálaviðhorfið - verkefnin framundan?
F rummælendur:
Jón Baldvin Össur Skarphéð- Jón Sæmundur
Iiannibalsson utan- insson umhverfís- Sigurjónsson fyrrv.
ríkisráðherra. ráðherra. alþingismaður.
- Stjórn Kjördœmisráðsins á Norðurlandi vestra.
Stjórn fulltrúaráðs
Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík
FUNDARBOÐ
Fundur verður haldinn í fulltrúaráði Alþýðuflokksfé-
laganna í Reykjavík fimmtudaginn 21. október
klukkan 20.30 á Kornhlöðuloftinu við Bankastræti.
DAGSKRÁ
1. Framboð Alþýðuflokksins við borgarstjórnarkosn-
ingarnar í Reykjavík 1994.
2. Framkvæmd prófkjöra.
3. Önnur mál.
Fulltrúaráðsmenn eru hvattir til að mæta.
- Stjórnin.