Alþýðublaðið - 21.10.1993, Side 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
OPNA UNGA FÓLKSINS
Fimmtudagur 21. október 1993
OPNA UNGA
FÓLKSINS
Ritstjóri:
Ingvar Sverrisson
Blaðamenn vikunnar:
Brynjólfur Þór Guðmundsson
Magnús Arni Magnússon
Samband ungra jafnaðarmanna:
Hverfísgata 8-10 — 101 Reykjavík -
sími 29244 - fax 629244
Ingvar Sverrisson: heimasími 620328
SJALFSTÆÐISMENN
LÍTISÉR NÆR
Ungir jafnaðarmenn sendu frá sér ályktun nú
ekki fyrir alls löngu þar sem þeir sökuðu ráðherra
Sjálfstæðisflokksins um aumingjaskap í niður-
skurði þeim sem ríkisstjóm íslands þarf nú að eiga
við. Það var ekki að ástæðulausu að þessi ályktun
var send út því eins og sjá má hafa ráðherrar hags-
munahópanna verið skíthræddir við að láta verkin
tala, til dæmis í landbúnaðarmálum. Ráðherrar Al-
þýðuflokks hafa hins vegar unnið hörðum hönd-
um við að finna spamaðarleiðir innan sinna ráðu-
neyta með það í huga að skerða sem minnst hag
alþýðunnar þó svo að auðvitað bitni þessi niður-
skurður á öllum.
Mikið hefur verið rætt um landbúnaðarmálin að
undanförnu og hafa Alþýðuflokksmenn bent á að
þar er hægt að spara verulegar íjárhæðir verði
þessu gamia niðurgreiðslukerfi eytt. Þessu virðast
sjálfstæðismenn engan veginn sammála. Reyndar
hafa þeir barist þannig með kjafti og klóm fyrir
löngu úreltu kerfi að framsóknarmenn væm stoitir
af ef þeir ættu sjálfir í hlut.
Ef menn líta svo á menntamálin þá em aðeins
tveir málaflokkar sem menn muna eftir og það er
þegar ráðist var á Lánasjóð íslenskra námsmanna
og þegar menntamáiaráðherra gaf þjóðinni langt
nef í Hrafnsmálinu svokallaða. Alþýðuflokkurinn
samþykkti, þvert gegn eigin sannfæringu, niður-
skurðinn í Lánasjóðnum, allt í nafni þess að það að
rétta við fjálagahallann væri það nauðsynlegasta.
Eftir þetta hafa engar tillögur komið frá þessu
ráðuneyti menntamála sem eyðir samt um 16,84
milljörðum króna miðað við fjárlög síðasta árs.
Á meðan krefjast Sjálfstæðismenn meiri og
meiri niðurskurðar í félagsmálaráðuneytinu sem
eyddi 4,86 milljörðum á sama tíma og er í raun
það ráðuneyti sem mest hefur skorið niður. Þess
ber að geta að niðurskurður í félagsmálageiranum
bitnar hvað mest á þeim efnaminni. Það er því
nauðsynlegt að Menntamálaráðherra leggi fram
tillögur um niðurskurð, og væri þá greindarlegast
að byrja á þvf að stoppa greiðslur til einkaskól-
anna sem eiga að geta staðið undir sínum rekstri
sjálfir án aðstoðar frá ríkinu sem gerir þá að allt
öðru en einkaskólum.
En þegar menn velta fyrir sér ástæðum þessa
kemur í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn er ekkert
annað en hagsmunaflokkur eins og Framsóknar-
flokkurinn og eru þeir gjörsamlega háðir fjársterk-
um aðilum úti í bæ sem segja af eða á með málefn-
in. Þetta má best sjá á því að Sjálfstæðisfiokkurinn
er ekki tilbúinn að opna reikninga sína fyrir al-
menningi, því þá kærni í ljós öli spillingin sem á
sér stað í öllum þeim málum sem flokkurinn kem-
ur nálægt.
Ungir sjálfstæðismenn sendu frá sér ályktun
fyrir stuttu þar sem þeir saka Alþýðuflokkinn um
spillingu, það er að þeir séu að sölsa undir sig
embætti á vegum ríkisins og að skipta um þing-
menn í gríð og erg. Þetta unga íhaldsfólk ætti að
líta sér nær og saka til að mynda eigin fiokk um
áratuga spillingu í borgarmálum svo dæmi séu
nefnd. I Reykjavík er allt embættiskerfið undirlagt
af sjálfstæðismönnum og spillingin sem þar við-
gengst er til skammar fyrir borgarbúa. Það virðist
einnig vera að hið unga íhaldsfólk hafi gleymt
máli Hrafns Gunnlaugssonar, eða var það kannski
ekkert annað en árás minnihlutaflokkanna á mesta
listamann íslensku þjóðarinnar sem aldrei hefur
gert neitt rangt af sér?
Það er að sjálfsögðu af hinu góða að fordæma
spillingu og er það ungum sjálfstæðismönnum til
hróss, en það er samt best að hefja siðbótina hjá
sjálfum sér áður en maður ræðst á náungann.
Rækta garðinn sinn og svo framvegis. Það má þó
telja líklegt að ástæða sé fyrir því að ungliðamir
hafi ráðist á Alþýðuflokkinn. Er hún eflaust sú að
SUS-arar hafa aldrei þorað að skamma eigin flokk
heldur talið allar gjörðir hans það besta sem kom-
ið hefur fyrir þessa þjóð. Sorgleg söguskoðun.
Ingvar Sverrisson.
VIÐFANGSEFNIÐ
FJOLBRAUTASKOLINN
BREIÐHOLTI
SKÓLI
BRAUTRYÐJENDA
Það má segja að
mesta brautryðjenda-
starf sem unnið hefur
verið í skólamálum á fs-
landi undanfarin 20 ár,
hafi átt sér stað í Fjöl-
brautaskólanum Breið-
holti. Guðmundur
Sveinsson lagði grunn
og að stjómaði fyrsta
skóla með fjölbrauta-
kerfi sem starfræktur
hefur verið á Islandi,
FB. Skóli þessi er nú al-
vinsælasti framhalds-
skólinn og er hann
stærsti skóli landsips
fyrir utan Háskóla Is-
lands. FB hefur ekki
verið þekktur fyrir ann-
að en að fara ótroðnar
slóðir og hefur orðið
hvað mest ágengt í að
bæta og laga möguleika
til náms og gert öllum
kleift að stunda nám á
þeim tímum sern fólk
vill eins og sést best á
nýjasta sköpunarverki
hans, Sumarskólanum.
Skoðum forscjgu
málsins. Árið 1973 yar
ráðinn til starfa hjá
menntamálaráðuneyt-
inu Guðmundur Sveins-
son og var honum gert
að leggja grunn að
fyrsta skólanum sem
rekin yrði eftir fjöl-
brautakerfi, kerfi sem
ekki þekktist áður á ís-
landi. I tvö ár vann Guð-
mundur ötult starf og
stofnsetti 4. október
1975 Fjölbrautaskólann
Breiðholti. Hafði þá
verið stigið stærsta skref
í framfaraátt í skólamál-
um hér á landi í mörg
herrans ár. Guðmundur
stjómaði svo skólanum
eftir það þangað til
Kristín Amalds tók við
stöðu Skólameistara og
stjómar hún þar enn.
Það brautryðjendastarf
sem unnið var með
stofnun FB er ómetan-
legt og standa lands-
menn ávallt í þakkar-
skuld við Guðmund
Sveinsson fyrir störf
hans.
Þegar skólinn tók til
starfa stundaði 221
nemandi nám við hann
og er það til marks um
vinsældir hans að nú
stunda um 1500 nem-
endur nám í dagskóla.
Sömu sögu er að segja
með kvöldskólann sem
var settur á stofn árið
1981. Um 210 nemend-
ur stunduðu nám þá en
em nú um 800. Það er
því nokkuð ljóst að vin-
sældir skólans em mikl-
ar og komast færri að en
vilja.
Skólinn samanstend-
ur af 7 námssviðum og
hefur oft verið sagt að
sjö framhaldsskólar
myndi hann. Sviðunum
er síðan skipt í brautir
og em um 30 brautir og
340 námsáfangar í skól-
anurn. 120 kennarar
kenna þessa 340 náms-
áfanga sem em allt milli
viðskiptagreina og al-
mennra verknámsgreina
að ekki sé talað um list-
greinamar. Það em því
nemendur af öllum stig-
um þjóðfélagsins sem
stunda nám við skólann
til undirbúnings fyrir líf-
ið.
Árið 1990 tóku for-
svarsmenn skólans enn
eitt skrefið í átt til fram-
fara. Þá var stofnsettur
sumarskóli þar sem
nemendum úr öllum
skólum á framhalds-
skólastigi var boðið að
koma og flýta fyrir sér
með því að stunda nám
einn mánuð á sumri.
Var hverjum nemanda
boðið að taka tvo náms-
áfanga og var greiðsla
nemendanna notuð til
þess að reka skólann.
Vakti þessi skóli mikla
lukku meðal nemenda
og skráðu um 100 nem-
endur sig fyrsta sumar-
ið, 150 annað sumarið
og 160 það þriðja. HÍK
réðst þó óvænt á þennan
skóla og hvatti aðra
skóla til að meta ekki
nemendur er stunduðu
nám í suinarskóla FB.
Menntamálaráðherra
gaf þá út yfirlýsingu
þess efnis að þetta nám
bæri að meta sem annað
nám. Baráttan stóð þá
aðallega um kaup og
kjör kennara við skól-
ann sem fengu 4000 kr.
greiddar fyrir kennslu-
stund á þriðja ári og var
innifalið í því undirbún-
ingur og óþægindaálag.
HIK vildi að kennarar
fengju greiddar 6000 kr.
en það hefði riðið skól-
anum að fullu vegna
þess hve kostnaður
hvers nemenda hefði
hækkað. Einnig reyndu
HÍK-menn að eyði-
leggja skólann með að
krefjast deildarstjóra yf-
ir hverja námsgrein en
forsvarsmenn FB höfðu
þann háttinn á að kenn-
arar viðkomandi áfanga
sáu um deildarstýringu
viðkomandi fags. Þess
má geta að kennarar í
sumarskólanum höfðu
allir starfað sem deildar-
stjórar, áfangastjórar,
kennslustjórar og höfðu
tveir þeirra meðal ann-
ars gengt trúnaðarstörf-
um fyrir HIK, og voru
því færir um að stjóma
sínum áföngum.
Það þykir sæta furðu
þegar verkalýðsfélag
ræðst svo á starfsgrein
sem boðin er þeirra eig-
in félögum sem hafa
þarna fengið starfsvett-
vang við það sem þeir
gera best, kenna, og má
geta þess að færri kom-
ust að en vildu í þessar
stöður. Verkalýðshreyf-
ingin fékk þó óvæntan
stuðning þegar Félags-
vísindadómur dæmdi
þeim í vil varðandi
launakjör kennara skól-
ans árið 1992.
Árið 1993 var skólinn
þá leigður út og tók Ól-
afur Johnsen við rekstri
hans og var hann viður-
kenndur af Mennta-
málaráðuneytinu. HÍK
hélt þó uppteknum hætti
í niðurrifsstarfi sínu og
fældi marga nemendur
annara skóla frá, en þó
hafa aldrei verið fleiri
sem stunduðu nám en
einmitt þetta sumar eða
um 200.
Vegna þessarar skipu-
lögðu eyðileggingar-
starfsemi hefur HIK
verið gert að greiða 250
þúsund krónur í skaða-
bætur en betur má ef
duga skal.
SU) BRYNIR
SVERÐIN
Samband ungra jafnaðarmanna hefur ákveðið að standa
fyrir stóru málefnaþingi í byrjun næsta árs þar sem stefna
SUJ verður skerpt og grundvallaratriði íslenska þjóðfé-
lagsins skoðaðir í ljósi framtíðarinnar.
Málefnaundirbúningur þingsins mun fara fram í 7 mál-
stofum: 1. Stjórnskipan - 2. Atvinnumál - 3. Velferðarmál
- 4. Utanríkismál - 5. Umhverfismál - 6. Menning og
menntir - 7. Ríkisfjármál.
Vinnunni verður þannig háttað að hver málstofa heldur
einn stóran og opinn fund með virtum fyrirlesurum og síð-
ar verður unnið úr þeim fundi á lokuðum vinnufundum
málstofanna. Stór- fundur hverrar málstofu verður öllum
opinn en vinnufundirnir eru einungis opnir ungum jafnað-
armönnum. Athugið að þeir sem mæta á opnu fundina
verða boðaðir á vinnufundina.
STJÓRNSKIPfíN
LÝÐVELDISINS UM
KJÖRDfEMflMRLIÐ
0G FLEIRfi
Opinn fundur málstofu Sambands
ungra jafnaðarmanna um stjórnskipan
verður haldinn í Rósinni - félagsmiðstöð
jafnaðarmanna í Reykjavík - nk. fimmtu-
dagskvöld (21. október) klukkan 20.30
Fyrirlesarar:
Fundarstjóri:
Eiríkur Bergmann Einarsson
forseti málstofu SUJ um stjórn-
skipan
Ungir jafnaðarmenn eru hvattir til að koma á fundi mál-
stofanna og taka þátt í umræðu framtíð lands og þjóðar.
Fundurinn er öllum opinn og aðgangseyrir verður
enginn.
FJÖLMENNUM
Nánari upplýsingar gefa Eiríkur Bergmann Einarsson í
síma 611320, Sigurður Pétursson - formaður SUJ - í síma
13959 og Magnús Árni Magnússon -varaformaður SUJ - í
síma 14123.
Birgir Hermannsson -
aðstoðarmaður umhverfls-
ráðherra
Jón Baidvin Hannibalsson
utanríkisráðherra og formað-
ur Alþýðuflokksins