Alþýðublaðið - 22.10.1993, Side 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
LEIÐARI, RÖKSTÓLAR & ALÞINGI
Föstudagur 22. október 1993
MÞYBUBLMÐ
HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566
Útgefandi: Alprent hf.
Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason
Ritstjóri: Sigurður Tómas Bjðrgvinsson
Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason
Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson
Prentun: Oddi hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566
Fax: 629244
RÖKSTÓUiR
LAN DSFU N DARVARPIÐ ER
SÍÐASTA HÁLMSTRÁIÐ
Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð f lausasölu kr. 140
Landið eitt
kjördæmi
Það er sérstakt fagnaðarefni að um þessar mundir er hafin
málefnaleg umræða um breytingar á kjördæmaskipan
landsmanna. Umræðan er að vísu vonum seinna á ferðinni;
því um árabil hefur grafið um sig gremja meðal fjölmargra
landsmanna yfir óþolandi misvægi atkvæða eftir búsetu. A
því er hins vegar ekki hægt að ráða varanlega bót, nema
gera eitt kjördæmi úr landinu öllu. Þannig - og aðeins
þannig - yrði tryggt að vægi atkvæða yrði ævinlega jafnt,
án tillits til búsetu.
✓
I dag er við lýði kosningakerfí, sem tryggir að stjómmála-
flokkar fá þingstyrk í hlutfalli við heildarmagn atkvæða
um landið allt. Kerfíð er hins vegar óhemju flókið, og eng-
inn skilur það nema örfáir sérfræðingar sem við hveijar
kosningar em kallaðir stjómvöldum til fulltingis. Það eitt
út af fyrir sig ætti að nægja til að dæma kerfið úr leik.
Hróplegasti gallinn er þó það misvægi atkvæða eftir kjör-
dæmum, sem í núverandi kerfi er fólgið. Tökum dæmi: A
bak við sérhvem þingmann Vestfírðinga standa í dag ekki
nema 1.096 atkvæði. Þingmaður af höfuðborgarsvæðinu
þarf hins vegar hvorki meira né minna en 4.078 atkvæði.
Búseta leiðir þannig af sér, að Reykvíkingurinn hefur næst-
um fjómm sinnum minni áhrif við þingkosningar en Vest-
firðingurinn. íbúar Reykjaness em í svipaðri stöðu og ná-
Sjálfstæðisflokkurinn heldur landsfund sinn
í Reykjavík um helgina. Það er í sjálfu sér ekki
frétt. Ollu heldur áminning um viðtekna hefð.
Fréttin er hins vegar sú að Sjálfstæðisflokk-
urinn hyggst sjónvarpa frá gleðskapnum. Það
er hin fijálsa og óháða alþingisstöð SYN sem
mun sjónvarpa ræðunum beint úr Laugardals-
höll. Eins og menn vita er það hið frjálsa og
óháða íjölmiðlafyrirtæki Islenska útvarpsfé-
lagið sem á SÝN en sama fyrirtæki rekur Stöð
2 og Bylgjuna.
í marglita auglýsingu sem birtist í kokteil-
blaðinu Pressunni, tilkynnir Sjálfstæðisflokk-
urinn að sjónvarpað verði „reglulegum frétta-
tímum þar sem fréttamenn Landsfundarins
skýra frá því helsta sem gerist á fundinum."
Það verður spennandi að sjá og heyra frétta-
menn Landsfundarins. Hvetjir skyldu það nú
vera? Skyldi þó ekki vera Hannes Hólmsteinn,
Asdís Halla Bragadóttir eða Birgir Armanns-
son?
Umsjónarmenn með sjónvarpsrás Lands-
fundarins eru þau Jóhanna María Eyjólfsdóttir
og Gísli Marteinn Baldursson, sérlegur upp-
alningur Hannesar Hólmsteins og hefur meira
að segja náð ræðutækni og látbragði læriföð-
urins eins og sjónvarpsáhorfendur RUV taka
stundum tekið eftir þegar umræðuþættir frá
fijálshyggjuhominu hafa verið sendir út.
Nú vaknar auðvitað sú stóra spuming, hvers
vegna í ósköpunum hyggjast sjálfstæðismenn
sjónvarpa þessum langa fundi? Svarið var gef-
ið af helsta hvatamanni Landsfundarvarpsins,
Friðriki Friðrikssyni, kosningastjóra Davíðs
Oddssonar, aðaleiganda Almenna bókafélags-
ins og gleðiblaðsins Pressunnar. Friðrik sagði
sem svo í viðtali við Morgunblaðið, að nauð-
synlegt væri að allir sjálfstæðismenn sem
kæmust ekki á Landsfundinn gætu fylgst með
því sem fram færi á skjánum.
„Fylgið hefur hrunið af
Sjálfstœðisflokknum í öll-
um skoðanakönnunum
síðustu árin. Það má því
búast við að margir sitji
heima og komi ekki á
fundinn. Eins og fjöl-
miðlamógúllinn Friðrik
bendir réttilega á, þarf
flokkurinn að koma til
fólksins þegar fólkið neit-
ar að koma til flokksins. “
Þetta em auðvitað orð að sönnu. Fylgið hef-
ur hmnið af Sjálfstæðisflokknum í öllum
skoðanakönnunum síðustu árin. Það má því
búast við að margir sitji heima og komi ekki á
fundinn. Eins og fjölmiðlamógúllinn Friðrik
bendir réttilega á, þarf flokkurinn að koma til
fólksins þegar fólkið neitar að koma til flokks-
ins. Hingað til hefur það verið yfirlýst stefna
Sjálfstæðisflokksins að fólkið ætti að koma til
hans. Flokkurinn sem allir vita að er regnhlífa-
samtök þrýstihópa, hefur oft kallað sig „flokka
allra stétta." Lausafylgið í dag hefur hins veg-
ar rýrt flokkinn þessari nafnbót og miklu rétt-
ara að kalla kjósendur „stétt allra flokka.“
Og þessa dagana virðist lausafylgið ekki
liggja inni í Sjálfstæðisflokknum. Stéttin hefur
yfírgefið flokkinn.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur fyrir löngu upp-
götvað að fólkið hefur snúið baki í hann. Þess
vegna ákváðu áróðursmeistarar flokksins fyrir
nokkru að nauðsynlegt væri að ná undirtökum
á öllum fjölmiðlum landsins. Fyrsta skrefíð
var að ná Islenska útvarpsfélaginu og þar með
Stöð 2 og Bylgjunni. Næst var að ná Ríkisút-
varpinu en sá sigur vannst aðeins til hálfs þeg-
ar séra Heimir reis upp í öllu sínu veldi. Að
vísu náði flokkurinn í Ríkissjónvarpið tíma-
bundið en hyggst ná stofnuninni til varanlegr-
ar eignar með lagabreytingu að sögn kunn-
ugra. Mogginn var þegar í eigu flokksins og
DV að mestu nema hvað Jónas Kristjánsson
ritstjóri er óútreiknanlegur.
En þetta dugar bara ekki til. Því skal reynt til
þrautar. Landsfundarvarp Sjálfstæðisflokksins
er síðasta hálmstráið. Þetta er velhugsað
bragð.
Að vísu er þama einn hængur á: Áhorfend-
ur geta slökkt á tækjum sínum.
grannar þeirra í höfuðborginni.
Misvægið er gjaman varið með því, að landsbyggðin
standi höllum fæti; hún eigi jafnan undir högg að sækja
gagnvart Reykjavíkurvaldinu, og því sé ekki óeðlilegt að
sá aðstöðumunur verði að einhverju jafnaður með auknu
vægi þeirra í hópi kjörinna fulltrúa þjóðarinnar. En þessi
rök em fráleit, og á þau er ekki hægt að fallast. Þess utan
myndi fulltrúum einstakra héraða ekki fækka, heldur
fjölga við það að landið yrði eitt kjördæmi, því allir þing-
menn væru þá í raun réttri fulltrúar þeirra, en ekki einung-
is þeir, sem kosnir em úr kjördæmi.
Þær mannréttindahugmyndir, sem lýðræðisleg stjórnskip-
an byggir á, gmndvallast á jafnrétti. Milli borgaranna verð-
ur að ríkja jafnrétti án tillits til kyns, aldurs, litarháttar og
búsetu. Kosningarétturinn er homsteinn þeirra mannrétt-
inda, sem við höfum talið kjölfestuna í lýðræði nútímans.
Er hægt að greina á milli beinnar skerðingar kosningarétt-
ar og misvægi atkvæða? Svarið er nei! Hvomtveggja er
ójöfnuður, og gengur því í berhögg við gmndvöllinn, sem
lýðræðissamfélagið byggir á.
Misvægi atkvæða eftir búsetu þýðir í raun ekki annað en
brot á mannréttindum. Að landsmenn hafi þolað það svo
lengi sem raun ber vitni, endurspeglar hversu ófullkomin
lýðræðisvitund okkar er, - þrátt fyrir allt.
Nú virðist hins vegar að sé að rofa til. Þungavigtarmenn úr
öllum flokkum hafa tekið undir hugmyndina um að landið
verði gert að einu kjördæmi. Gengnir leiðtogar úr Alþýðu-
flokknum, menn á borð við Jón Baldvinsson og Héðin
Valdimarsson, börðust snemma á öldinni fyrir því að land-
ið yrði gert að einu kjördæmi. Sagan hefur sýnt, að þeir
höfðu rétt fyrir sér, og það er nútímans að leiðrétta skekkj-
una sem hefur einkennt stjómmál aldarinnar.
- HVAÐ SEGIRÐU, HVERJAR VORU LOTTO-TOLURNAR?
HVAÐ MEÐ GETRAUNIRNAR, HVERNIG FÓR HJÁ QPR?
________________________Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason