Alþýðublaðið - 22.10.1993, Qupperneq 5
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5
Fðstudagur 22. október 1993
SAUÐÁRKRÓKUR
Kaupfélag Skagfirðinga er stöndugt fyrirtœki
REKIÐ MEÐ GÓÐUM
HAGNAÐI Á HVERJU ARI
Framleiðsla að hefjast á gasskynjurum og ferskt gras selt til Norðurlanda -
Rœtt við Þórólf Gíslason kaupfélagsstjóra
„í hcildina starfa 400 til 450
manns hjá Kaupfélagi Skag-
firðinga og fyrirtækjum þess.
Þetta er stærsti atvinnuveit-
andi kjördæmisins og raunar
næst stærsta fyrirtæki landsins
sem starfrækt er utan Suðvest-
ur hornsins. Reksturinn hefur
verið gerður upp með hagnaði
undanfarin ár og í fyrra var
tekjuafgangur um 40 milljónir
króna. Útlitið það sem af er
þessu ári bendir til að afkoman
verði svipuð og á sama tímabili
í fyrra. Kaupfélagið stendur
vel og er með um milljarð í eig-
ið fé og eiginfjárhlutfallið er
um 50%,“ sagði Þórólfur
Gíslason kaupfélagsstjóri
Kaupfélags Skagfirðinga á
Sauðárkróki í samtali við Al-
þýðublaðið.
Kaupfélagið er með fjölbreytt-
an rekstur á sinni könnu og það
hefur vakið athygli hve rekstur
þess hefur gengið vel á sama
tíma og mikið er talað um sam-
drátt og kreppu. Kaupfélagið rek-
ur mjólkursamlag, sláturhús, kjö-
tvinnslu og fóðurblöndunarstöð
og fóðurverksmiðju í Vallhólma.
Þá er KS einn af eigendum Fisk-
iðjunnar sem rekur umfangs-
mikla útgerð og fiskvinnslu.
Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri
við höfuðstöðvar Kaupfélags Skag-
firðinga.
Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason
Ennfremur er KS með verslunar-
rekstur á Sauðárkróki og útibú í
Varmahlíð, Ketilási og á Hofsós.
Þá má nefna rafmagnsverkstæði,
bílaverkstæði og flutningastarf-
semi.
Framleiðsla á
gasskynjurum
„Við höfum í samvinnu við
Það er ægifagurt að litast um lands-
lagið kringum Sauðárkrók og
punkturinn yfir i-ið er þessi fagra
yngismær.
Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason
Háskóla íslands unnið að þróun
og hönnun á gasskynjurum sem
verða framleiddir hér. Nú er
komið að markaðssetningu og
við gerum okkur vonir um góðar
viðtökur. Þessir skynjarar gefa
viðvaranir ef um er að ræða leka
á ammóníaki eða freoni í frysti-
kerfum. Þetta á að sinna þörfum
bæði frystihúsa og ekki síður
vinnsluskipanna sem frysta úti á
sjó,“ sagði Þórólfur.
Varðandi Fiskiðjuna á Sauðár-
króki sagði Þórólfur að á síðasta
ári hefðu verið unnin 9.500 tonn
af bolfiski og gerðir væru út þnr
togarar. Þeir hafa bæði landað
heima og farið í söluferðir til út-
landa með karfa. Það hefði verið
vöxtur í þessari starfsemi en fyrir
nokkrum árum var vinnslan urn
þrjú þúsund tonn á ári.
Útflutningur
á fersku grasi
„Við höfum gert tilraun með
að framleiða ferskgras í gras-
kögglaverksmiðjunni á Vall-
hólma. Við erum þegar byijaðir
að flytja út ferskt gras og þá aðal-
lega til Norðurlanda. Norðmenn
kaupa árlega talsvert mikið af
heyi og innflutningskvóti fyrirís-
land er 500 tonn. Við gerum okk-
ur vonir um að ná góðri markaðs-
stöðu þar. Alla vega er það til-
raunarinnar virði að framleiða
ferskt gras til útflutnings en við
gerum þetta samkvæmt bresku
einkaleyfi á framleiðslunni. Þetta
er tilraun sem við erum að gera
og munum flytja grasið út í haust
og vetur,“ sagði Þórólfur Gísla-
son kaupfélagsstjóri að iokum.
Sparnaðaraðgerðir bitna á starfi lögreglunnar
„REYNUM AÐ MÆTA ÞESSU
MED AUKINNI SAMVINNU"
- segir Björn Mikaelsson yfirlögregluþjónn sem hefur áhyggjur
af ofhröðum akstri og auknu ofbeldi á dansleikjum
„Naumar fjárveitingar
verða til þess að við getum ekki
haldið uppi nauðsynlegu eftir-
liti. Okkar svæði eru aliur
Skagafjörðurinn en sökum
fjárskorts hefur löggæslan orð-
ið meira bundin við Sauðár-
króksbæ. Þetta er slæm þróun
og varhugaverð ekki síst í ljósi
þess að hraðakstur á þjóðveg-
um er alltof algengur með
þeirri hættu á stórslysi sem
fylgir ofsaakstri. Við höfum
tekið ökumann á 196 km hraða
og marga á 150-160 km hraða.
Það segir nokkuð um stöðuna
að á þessu ári eru vinnustundir
lögreglunnar 300 færri en í
fyrra en málum sem hafa kom-
ið upp hefur fjölgað um 200.“
Þetta sagði Bjöm Mikaelsson
yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki
meðal annars í viðtali við AI-
þýðublaðið. Hann sagði að gripið
hefði verið til þess ráðs að taka
upp samstarf við lögregluna á
Blönduósi og Siglufirði um eftir-
lit á vegum. Þetta hefði í för með
sér nokkum sparnað og væri til-
raun til að halda uppi vegaeftirliti
sem væri besta slysavömin.
Næsta sumar væri ætlunin að út-
víkka þetta samstarf þannig að
það næði til lögregluumdæma á
öllu Norðurlandi. Það væri aug-
ljóslega ekki nóg að halda uppi
eftirliti dag og dag heldur þyrfti
það að vera stöðugt og virkt.
Aukið ofbeldi á böllum
„Auk venjulegra lögreglu-
starfa þurfum við að hafa eftirlit
Björn Mikaclsson yfirlögrcglu-
þjónn: Reynum að mæta fjárskorti
með aukinni samvinnu við önnur
lögregluumdæmi cn mikið skortir
á fullnægjandi cftirlit á vegum úti.
Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason
með dansleikjahaldi. Því rniður
hefur ofbeldi færst í aukana á
dansleikjum/ Það er til dæmis
mjög algengt að það þurfi að
flytja einn eða fleiri á sjúkrahús
af dansleikjum í Miðgarði vegna
meiðsla sem hlotist hafa í átök-
um. Þá er farið að bera á því að
innbrotagengi úr Reykjavík leggi
leið sína út á land til að afla sér
verðmæta til fíkniefnakaupa.
Margir staðir em alveg óvarðir
gagnvart slíkum heimsóknum.
Hér er til dæmis aðeins vakt til
klukkan 2 á nóttu nema um helg-
ar. Við höfum tekið gengi að
sunnan hér þar sem einn var með
lítið kúbein, slaghamar og striga-
skó í skjalatösku. Það þarf ekki
mikið hugmyndaflug tii að geta
sér til um til hverra nota þetta var
ætlað,“ sagð.i Bjöm.
Ný lögreglubifreið
Bílafloti lögreglunnar á Sauð-
árkróki er kominn nokkuð til ára
sinna og viðhald dýrt. Bjöm
sagðist hafa getað grenjað út
heimild fyrir nýjum bfl sem
kæmi í gagnið á næstu dögum.
„Við eigum heimild fyrir hálfu
stöðugildi lögreglumanns. Ég
vildi fá hálft stöðugildi í viðbótar
svo hægt væri að ráða einn mann
í fullt starf en það hafðist ekki í
gegn. Nú eryfirleitt reynt að hafa
þrjá menn á dagvakt en hins vega
er ekki kaUáður út aukamaður ef
maður er frá vegna veikinda eða
er í vetrarfríi. A kvöldvakt em
jafnan tveir menn.
Það er rnjög erfitt að halda
uppi viðunandi löggæslu og eftir-
liti þegar starfseminni eru settar
svo strangar skorður. Hins vegar
verður ekki frekari niðurskurður
á næsta ári. En ég er þess fullviss
að hert vegaeftirlit með tilheyr-
andi sektum þeirra sem aka eins
og óðir ntenn gætu skilað drjúg-
um tekjum og mundi því marg-
borgað sig. Þar fyrir utan þýðir
hert eftirlit færri slys sem er auð-
vitað stærsta málið,“ sagði Bjöm
Mikaelsson yfirlögregluþjónn.
Þetta er eitt af því scm lögregluþjónar landsins þurfa að glíma við í haust-
hretunum. Allt fór þó betur en á horfðist.
Alþýðublaðsmynd /Einar Ólason
Pétur í Hegra kemur víða við
SELUR JAFNT MÁLNINGU
SEM GISTINGU
- og rekur auk þess efnalaug og þvottahús
„Það er fjölbrcytni í verslun hér á
Króknum og svo hefur alltaf verið.
Það er í raun og veru merkilegt
hvað hér hefur alltaf þrifist blómleg
verslunarstarfsemi á ekki stærri
stað. En bærinn er í vexti og hérað-
ið fjölmennt,“ sagði Pétur Vaidi-
ntarsson kaupmaður með meiru
þegar við litum inn hjá honum.
Pétur rekur verslunina Hegra sem
selur málningu, verkfæri og raf-
magnsvömr og sitthvað tleira. Hann
hefur þó fleiri jám í etdinum þar sem
erefnalaug ogþvottahús aukþess sem
hann á hlut í Aningu sem rekur sum-
argistingu í heimavist Fjölbrautaskól-
ans.
„Það er nokkuð góður gangur í
versluninni þrátt fyrir að lítið væri
hægt að mála utan húss í sumar vegna
votviðris. Menn em duglegir að
byggja og bærinn hefur tekið miklum
stakkaskiptum á síðustu ámm. Hvað
viðkemur ferðaþjónustunni þá var
mun færra um innlenda ferðamenn en
áður vegna tíðarfarsins. En það sem
bjargaði okkur í Áningu var að far-
þegar erlendra skemmtiferðaskipa
komu hér margir í kvöldmat og gist-
ingu í sumar,“ sagði Pétur Valdimars-
son.
Að vonunt þykir Pétri við hæfi að hal'a uppstoppaðan Hegra í verslun sinni, en hann
fckk fuglinn að gjöf. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason
Nýtt heiti á
Innkaupastofnun
ríkisins
Nafni Innkaupastofnunar ríkisins hefur verið breytt
í RIKISKAUP, til samræmis við nýja tíma og að
nokkru breytt þjónustusvið.
Innkaupastofnun hefur annast innkaup fyrir
ríkisstofnanir, en einnig margs konar útboð vegna
vörukaupa, verkframkvæmda og þjónustu.
Jafnframt hefur verið lögð aukin áhersla á
viðskiptalega aðstoð og leiðbeiningar um vörukaup.
Þá hefur sala á eignum ríkisins, svo sem notuðum
bílum, fasteignum, tækjum og búnaði, farið fram á
vegum Innkaupastofnunarinnar á undanfömum
árum. Hér hefur því skapast eins konar kaupvangur
á vegum ríkisins og því er við hæfi að breyta nafni
stol'nunarinnar í hentugra og þjálla orð.
*©* RÍKISKAUP
Ú t b o ð s k i I a á r a n g r i
BORGARTÚNI 7, 105 REYKJAVÍK
SÍMI 91 -26844, BRÉFAS. 91 - 626739
Vinn ngstölur
miðvikudaginn: 20-okt-1993
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
Ei 6 af 6 1 (0 á ísl.) 39.237.000
a 5 af 6 +bónus 2 205.843
a 5 at 6 3 107.822
E1 4 af 6 260 1.979
m 3 af 6 +bónus 959 232
Aðaltölur
26 H 32 (46
BONUSTÖLUR
©®@
Heildarupphæð þessa viku:
á Isl.:
40.709.180
Í.472.180
UPPLÝSINGAH, SÍMSVARI 91- 68 15 11
LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451
a«RT MEO FYBIRVARA UM PRBNTVILLUR