Alþýðublaðið - 17.11.1993, Síða 3

Alþýðublaðið - 17.11.1993, Síða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Miðvikudagur 17. nóvember 1993 MIÐBORG, RÁÐHERRA & BÓKAFLÓÐ Framkvœmdir í miðborginni BYGGING VEFSTOFUHÚSS OG LÝDVELDISGARÐUR MEÐAL FRAMKVÆMDA sem unnið verður að í miðborg Reykjavíkur á allra næstu árum er bygging vefstofuhúss í anda innréttinga Skúla Magnússonar að Aðalstræti 2, bygging strætis- vagnamiðstöðvar, bflageymslu og þjónustustöðvar við Tryggva- götu og gerð göngusvæðis milli Austurstrætis og Skólabrúar. Lýðveldisgarður verður við Hverfisgötu og þar verður tekinn upp tvístefnuakstur. Þetta kom fram í ávarpi Vil- hjálms Þ. Vilhjálmssonar formanns Þróunarfélags Reykjavíkur þegar félagið veitti viðurkenningu fyrir framlag til eflingar miðborgarinnar. Viðurkenninguna hlaut Café Pan's Austurstræti 14 en eigandi er Ketill Axelsson sem hefur stundað versl- unarrekstur í miðborginni í 36 ár. Vilhjálmur sagði ennfremur að fyrirhuguð væri yfirbygging yfir port Hafnarhússins og opnun versl- unar- og þjónustumiðstöðvar á 1. og 2. hæð hússins. Þá verður effi hluti Laugavegs endurgerður með bættri aðstöðu fyrir gangandi veg- farendur. Lokið verður ffarn- kvæmdum við Kvosaráætlun með því að hita upp allt gatna- og gang- stígakerfí Kvosarinnar. Viðræður fara fram við fjármálaráðuneytið um markaðshús á 1. hæð Tollstöðv- arinnar. Á þessu ári var hafist handa við framkvæmd tillögu Þróunarfélags- ins um merkingu sögulegra húsa í miðborginni. Borgarráð hefur einn- ig samþykkt samhljóða tillögu um að heíja samstarf við þá sem eiga hús á hinni upphaflegu kaupstaðar- lóð Reykjavíkur um að merkja þau sérstaklega með áberandi og sam- ræmdum hætti. Verða húsin merkt þannig að þau beri húsnúmer með sömu stafagerð og grunnlit, en af annarri gerð en notuð eru annars staðar í Reykjavík. Þannig má sjá með glöggum hætti hina uppruna- legu kaupstaðarlóð eins og hún var útmæld 12. febrúar 1787, skömmu eftir að Reykjavík fékk kaupstaðar- réttindi. Café París, Austurstræti 14, fékk viðurkenningu Þróunarfélags Reykjavíkur fyrir rekstur veitingastaðar í Austurstræti og tengsl staðaríns við nýtt göngu- svæði við Vallarstræti. Alþýðublaðsmynd / Elnar Ólason TANNI06 TÚPA Á RÁÐHERRAFUNDI - Lionsmenn í Frey hejja annað ár tannverndarátaks sem ná mun til íþað minnsta 20 þúsunda skólabarna „ÉG ÞAKKA YKKUR þetta góða framlag“, sagði Guðmundur Árni Stefánsson, heilbrígðisráð- herra, þegar tveir félagar úr Lions- klúbbnum Frey í Reykjavík, þeir Finnbogi Albertsson og Egill Ing- ólfsson, fóru á hans fund á dögun- um ásamt persónunum Tanna og Túpu. Þau vinimir kynntu við það tækifæri umfangsmikið tannvernd- arátak, sem klúbburínn stendur að og ætlað er að standa í 5 ár í það minnsta og nær til allra 6 ára barna í grunnskólum Iandsins, alls í það minnsta 20 þúsund skólanema á fyrsta ári grunnskóla. Guðmundur Ámi Stefánsson sagði að þessi stuðningur Lionsmanna mundi vega þungt og stuðlaði að því að lækka tilkostnað ríkisins vegna tannviðgerða. Átak þeirra Freys- manna hófst í fyrra. Á öðru ári hefur góður árangur átaksins þegar komið í ljós. Verkefnið er unnið ásamt Félagi tannfræðinga, sem hafa unnið fræðsluefnið og fara í skólana þar sem leiðbeint er um rétta tannhirðu bam- anna. Til Iiðs við tannfræðingana og Freysmenn hafa gengið þau Tanni og Túpa, sómafólk sem hefur tannhirðu að Ieiðarljósi og minna bömin á mik- ilvægi þess að hirða tennur sínar vel og veijast þeim Karíusi og Baktusi. Á fundi sínum með ráðherra var dregið úr seðlum sem bömin höfðu útfyllt í sambandi við fræðsluefni á síðasta ári. Vinningamir em forláta vasatölvur sem eftirfarandi krakkar hlutu: Anton Janus, Álfholti 56C, Hafnar- firði; Reynir Öm Reynisson, Flögu, Þórshöfn; Auður Eyþórsdótúr, Ás- garði, Kirkjubæjarklaustri; Valey Sara Ámadótúr, Bálkastöðum 1, Staðariireppi; Hilmar Ágúst Bjöms- son, Áshamri 3D, Vestmannaeyjum; Ellen Sif Kjartansdótúr, Hjallastræti 30B, Bolungarvík, Sigurður Henn- ingsson, Höfða, Grímsey; Brynja Helgadóttir, Hjallalundi 18, Akureyri; Tómas Öm Snorrason, Miðskógum 7, Bessastaðahreppi; og Klara Jónas- dóttir, Bólstaðarhlíð 60, Reykjavík. Guðmundur Ámi tekur við sómaparinu Tanna og Túpu, fulltrúum Lionsmanna í Frey og tannfræðinga, sem vinna að því að bæta tannhcilsu bama á íslandi. Atak Irjálsra félagasamtaka cr þcgar faríð að skila árangrí á öðm ári þcss. JÓLABÓKAFLÓÐ fiLPÝÐUBLfiÐSINS - HÖRPCIÚTBÁFAN G AKRANESI — Viðtals- og endurminningabók JÞóris S. Guðbergssonar ÚT ER KOMIN ný endurminninga- og viðtalsbók, LIFSGLEÐI, en á síðasta ári sendi Hörpuútgáfan frá sér bók með sama nafni og hlaut hún afar góðar viðtökur. I þessari nýju „Lífsgleðibók“ segja sjö þekktir samferðamenn frá viðburðaríku lífi, skemmtilegum og ógleymanlegum persón- um, sem þeir hafa kynnst á lífslciðinni, gildi trúar og lífsstfls. Þeir sem segja frá em; Áslaug S. Jensdóttir: „Bjarmi á veginum", Einar J. Gíslason: „Veg- ir Guðs“, Pétur Sigurðsson: „Á sjó“, Sigfús Halldórsson: „Við eigum samleið", Kristinn Hallsson: „Söngur, tónlist og trú“, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir: „Aðhlynning aldraðra er göfúgt verk“ og Sigríður Rósa Kristinsdóttir: „Leikmannsþankar um lífsgátuna“. Hér em á ferðinni forvitnilegar frásagnir og endurminningar fólks, sem liggur sitt af mörkum til samfélagsins. Þetta er skemmtileg bók fyr- ir foreldra, frændur og vini. Þórir S. Guðbergsson skráði viðtölin og bjó til prentunar. Prentvinnsla, bókband og káupuhönnun er unnið í Prentsmiðjunni Odda. Ljósmyndir: Ljósmyndastofan Nærmynd í Reykjavík og Ljós- myndastofa Páls á Akureyri. Bókin er 184 blaðsíður og kostar 2.900 krónur. — Alatreiðslubók Alargrétar Þorvaldsdóttur MATREIÐSLUBÓK MARGRÉTAR nefnist ný matreiðslubók sem gefin er út nú fyrir jólin. Höfundur þessarar bókar er Margrét Þorvaldsdóttir sem hefur dvalið víða eriendis og kynnst þar matarvenjum ýmissa þjóða. Um árabil sá hún um matargerðar- þætti í Morgunblaðinu sem nutu mikilla vin- sælda. Uppskrifúmar í bókinni em aðlagaðar ís- lenskum aðstæðum og innlendu hráefni. Fljótlegt, ódýrt, ljúffengt og auðvelt em aðalsmerki bókarinnar. Þessi matreiðslubók er prýdd fjölda litmynda og er sjálfstætt framhald af bókinni „Réttur dagsins" sem kom út árið 1985 og er löngu uppseid. I bókinni em uppskrifúr að fiskréttum, kjúklingaréttum, kjötréttum og smáréttum. Auk þess er í bókinni kafli um sósur og meðlæú. Margrét leggur á það áherslu í sínum uppskriftum að matreiðslan sé öllum auðveld. Allt sem til þarf er í venjulegu eldhúsi. Prentvinnsla og bókband er unnið í Prentsmiðjunni Odda. Ljósmynd- ir: Magnús Hjörleifsson ljósmyndari. Bókin er 125 blaðsíður og kostar 2.990 krónur. — Spurningabók Ragnheiðar Erlu Bjarnadóttur e*ut Út er komin ný SPURNINGABÓK eftir Ragnheiði Erlu Bjamadóttur. Bók þessi er samin með sama sniði og fyrri bók Ragnheið- ar Erlu, „Gettu nú“, sem kom út fyrir síðustu jól og naut mikilla vinsælda. I bókinni em um 700 spumingar scttar fram með sama hætú og í spumingakeppni ffam- haldsskólanna. Efni bókarinnar er ætlað lesendum á öllum aldri og spumingamar ýmist léttar eða þungar um hina óhkustu efnisflokka. Á bókarkápu segir meðal annars: „ENN MÁTTU GETA ... ef þig þyrsúr í spumingar og þú ert viðþolslaus. Ef þig langar að spyrja for- eldra þína spjömnum úr. Spumingamar em um 700, sem fyrr, og nú em vísbendingaspuming- amar í þremur þyngdarflokkum. Allt frá einfóldum spumingum úr Grimmsævintýmm til óráðinna gáta and-efnisins ... Nú er lag - GETTU ENN“. Káputeikningu gerði Brian Pilkington. Prentvinnsla og bókband er unnið í Prentvinnslu Áma Valdimarssonar. Bókin er 144 blaðsíður og kostar 1690 krónur. — Vísnasafn Sveinbjörns Beinteinssonar f4öötcC f900 § vmiOíiuit?ur v,- irc (imi nf UHM* ÍmbmMjFS GEFIN HEFUR VERIÐ út bókin LAUSA- VÍSUR FRÁ 1400 TTL 1900. Safnað í bókin hefur Sveinbjörn Beinteins- son og eru í henni yfir 900 lausavísur frá þessu 500 ára tímabili. Vfcan hefur löngum verið tryggur förunautur í bhðu og stríðu og mikill gleðigjafí. í þessari sýnisbók ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Höfundar vísna í bókinni em sem gefur að skilja fjölmargir. Meðal þeirra em: Páll Ólafsson, Sigurður Breiðfjörð, Bólu-Hjálm- ar, Krfctján Fjallaskáld, Látra-Björg, Skáld-Rósa, Æri-Tobbi, Leirulækjar-Fúsi, Steinunn í Höfn, Eyjóifur Ljóstoliur og Sölvi Helgason. Þetta er kærkomin bók fyrir hina mörgu íslensku hagyrðinga. Bjami Jónsson listmálari myndskreytú kápu og útilblað. Prentvinnsla og bókband er unnið í Prentsmiðjunni Odda. Bókin er 187 blaðsíður. (Ný útgáfa 1993.) — Ljóð 88 höfunda í ritstjórn Sigurðar Skúlasonar (ttá&ctn cttttuuvt UÓÐASAFNIÐ fallega, TIL MÓÐUR MINNAR, kcmur nú út í nýjum búningi. I bókinni er að finna fegurstu kvæði sem fc- lensk skáld hafa ort til mæðra sinna og um þær. TIL MÓÐUR MINNAR kom fyrst út í umsjón Sigurðar Skúlasonar og Ragnars Jó- hannessonar árið 1945 og seldist upp á ör- skömmum tíma. 1951 var hún endurútgefin og er þetta því þriðja útgáfa. I hana hefur verið bætt nokkrum Ijóðum sem ort hafa ver- ið síðan 1945 og er hún því efnismeiri en fyrr. „Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð, en ekkert um þig, ó móðir góð? - Upp, þú minn hjartans óður! Því hvað er ástar og hróðrar dís, og hvað er engill úr Paradís hjá góðri og göfugri móður? Matthías Jochumsson. Bjarni Jónsson listniálarí myndskreytti kápu og titilblað. Prent- vinnsla og bókband er unnið í Prentsmiðjunni Odda. Bókin er 231 blað- síða. (Ný útgáfa 1993.)

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.