Alþýðublaðið - 17.11.1993, Side 7

Alþýðublaðið - 17.11.1993, Side 7
Miðvikudagur 17. nóvember 1993 AUSTURLAND, FLUG & SKILABOÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 STJÓRNMÁLAÁLYKTUN kjðrdæmisróðs Alþýiuflokksins ó Austurlandi Austumskar og amerískar „Alþýðuilokkurinn á Austur- landi fagnar þeim árangri sem rík- isstjómin hefur stuðlað að með aðgerðum sínum til lækkunar vaxta og þjóðarsáttar um kjara- samninga. Hér hafa verið stigin afar mikilvæg skref til þess að efla með þjóðinni bjartsýni um að senn verði komist út úr þeim efnahagslegu þrengingum er staðið hafa yfir síðastliðin tvö ár. Ríkissjóður hefúr verið rekinn með halla samfellt í 10 ár, einnig á mestu góðærisárum í sögu þjóð- arinnar. Aðhald og spamaður Mikilvægt er að ríkisstjómin haldi fast við stefnu sfna um að- hald og spamað í rikisfjármálum svo komist verði hjá erlendri skuldasöfnun finekar en orðið er, því ekkert ógnar efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar meir en skuldsetning hennar erlendis. Þó verður að gæta þess rækilega, að ráðdeildarstefna ríkisstjómarinn- ar bitni ekki á kjömm þeirra lægstu launuðu og þeirra sem minna mega sín. Aldrei verður meiri þörf á að auka jöfnuð í þjóð- félagi en á samdráttar- og þreng- ingaskeiði. Þá verður ríkisstjómin með ákvörðunum sínum að gæta þess að ekki verði gengið á hlut landsbyggðar gagnvart höfuð- borgarsvæðinu. I»rek og áraeðm Alþýðuflokkurinn á Austur- landi treystir þingflokki Alþýðu- flokksins til þess að standa vörð um hugsjónir jafnaðarstefnunnar í stjómarsamstarfinu. Allar efna- hagslegar aðstæður hafa verið mjög erfiðar í þjóðfélaginu síðast- Iiðin tvö ár en þá reynir mjög á þrek og áræðni við stjómvölinn, ekki síður en á þrek á þolinmæði þjóðar, sem vanist hafði stöðug- um hagvexti og framförum á öll- um sviðum. Einvörðungu með ráðdeild og spamaði, uppstokkun á ríkiskerfinu og endurskoðun á rekstri og Ijárfcstingum á vegum hins opinbera verður hægt að snúa vöm í sókn. Þannig verður velferðarþjónustan tryggð ís- lenskri þjóð til heilla og gmnd- völlur lagður að traustu atvinnu- lífi. Flutiiingur stofnana Alþýðuflokkurinn á Austur- landi hvetur ríkisstjómina til þess að hrinda í framkvæmd áætlun nefndar um flutning ríkisstofnana frá Reykjavík út á land. Sýslumanns- embættin Alþýðuflokkurinn á Austur- landi varar við framkomnum hug- myndum um að fækka sýslu- mannsembættum á landsbyggð- inni, en styður ffam komna til- lögu á Alþingi ffá Gunnlaugi Stefánssyni og fleiri um flutning verkefna ffá stjómsýslustofnun- um ríkisins í Reykjavík til sýslu- mannsembættanna á landsbyggð- inni. Slíkar aðgerðir myndu spara fjármuni, bæta þjónustu ríkisins við fólkið á landinu og efla búsetu á tandsbyggðinni. Mismunað eftir búsetu Alþýðuflokkurinn á Austur- landi krefst þess að áfram verði unnið og nú stigið nýtt skref með auknum niðurgreiðslum á húshit- un á köldum svæðum lands- byggðarinnar og þannig stefnt að jöfnuði óháð búsetu gagnvart slikum mannréttindum. Þá verður ríkisstjómin að grípa til allra mögulegra ráða til þess að upp- ræta mikinn verðmun á lífsnauð- synjum á milli þéttbýlis- og stijál- býlisverslunar. Einnig er bent á óréttmæti virðisaukaskatts á flutningsþjónustu sem leggst af fullum þunga á landsbyggðarfólk en lítt eða ekki á rbúa á suð- vest- urhominu. Óþolandi er að lífs- kjömm fólks sé mismunað effir búsetu. Stjórnun fiskveiða Alþýðuflokkurinn á Austur- landi telur afar brýnt að ríkis- stjómin nái samkomulagi um endurskoðun fiskveiðastjómunar sem allra fyrst. Þar verður að tryggja áffam ffjálsar veiðar krókaleyfisbáta með takmörkun- um í dagafjölda. Fjölmörg minni sjávarþorp byggja afkomu sína á veiðum smábáta, en hætt er við að búsetu þar verði stefnt í voða ef grundvelli verður kippt undan veiðum smábáta. Þá er sérstak- lega ástæða til að huga að minni bátum með lítinn kvóta sem hafa farið verst út úr kvótaskerðingu undanfarinna ára. Ef ekki verður gripið til sérstakra aðgerða í þágu þeirrar útgerðar er ljóst að hún muni víða leggjast af með gjald- þroti og alvariegum afleiðingum fyrir fjölmörg byggðarlög. Úr fjötrum kvótakerfls Vissulega er það erfitt verkefni að endurskoða fiskveiðastjómun- ina í ljósi þeirra aðstæðna sem við blasa í sjávarútvegi um þessar mundir. Aflasamdráttur á flestum hefðbundnum botnfisktegundum, verðlækkun á erlendum mörkuð- um og okurvextir mörg undanfar- in ár, allt þetta veitir takmarkað svigrúm til þess að gjörbylta stjóm fiskveiða eins og sannar- lega er þörf á. Mikilvægt er að ljúka endurskoðun er losi fisk- veiðar úr fjötmm kvótakerfis og margs konar ánauðar er því fylgir. Átuk í samgöngum Alþýðuflokkurinn á Austur- landi fagnar því átaki sem ríkis- stjómin hefur staðið að í sam- göngumálum. Þar er sannarlega vel að verki staðið, en samgöngu- bætur hljóta að vera homsteinn í byggðastefnu er treystir lífskjör og búsetu á landsbyggðinni. Brýnt er að sem fyrst verði tekin ákvörðun um legu framtíðarvegar á milli Austur- og Norðurlands og framkvæmdum við veginn hrað- að sem kostur er. Aögertiir Guðm. Arna Alþýðuflokkurinn á Austur- landi stendur einhuga að baki heilbrigðisráðherra í aðgerðum hans er miða að því að veija vel- ferðarkerfið. Útgjöld til heilbrigð- is- og tryggingamála nálgast að vera helmingur allra ríkisútgjalda. Ljóst er að ef útgjöldin héldu áfram að vaxa með sjálfvirkri þenslu án þess að þjónustan ykist að marki, þá væri velferðarkerf- inu stefnt í hrein óefni. Mikið starf hefúr verið unnið, er miðar að því að treysta velferðarkerfið við mjög erfiðar og þröngar að- stæður, en engin opinber þjónusta snertir jafn marga og heilbrigðis- og tryggingakerfið. Sérstaklega er ástæða til að lýsa yfir stuðningi við aðgerðir heilbrigðisráðherra í sambandi við rekstur leikskóla sjúkrahúsa. Það er óviðunandi að skattpeningum almennings sé beitt af ríkissjóði til að niður- greiða dagvist bama í nokkmm sveitarfélögum en öðmm ekki. Slíkan aðstöðumun verður að taka fyrir og að lögum um verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga sé framfylgt. Veiðarnar í , ^Smugunni^ ‘ Alþýðuflokkurinn á Austur- landi fagnar þeirri kærkomnu bú- bót er veiðamar í „Smugunni" hafa skilað þjóðinni og færir sjó- mönnum sérstakar þakkir fyrir dugnað og árvekni við veiðamar. Þá er ástæða til að þakka forystu- mönnum Alþýðuflokksins friim- kvæði og festu er réði úrslitum um að veiðamar gátu hafist og haldið áffam. Mikilvægt er að allt verði gert til þess að tryggja ís- lensk veiðiréttindi á svæðinu við Svalbaiða. Sömuleiðis er ástæða til að þakka þær ráðstafanir er AI- þýðuflokkurinn hafði forystu um í ríkisstjóm sem afléttu Iöndunar- banni erlendra fiskiskipa í ís- lenskum höfnum. Sú ráðstöfun hefur þegar skila dýrmætri björg í bú og treyst atvinnulífið víða um land, ekki síst á Austurlandi. INNANLANDSFLUG er ekkert grín þegar vetrarlægðirnar leggjast yilr landiö. Því fengu þeir að flnna hjá Flugleiðum í í fyrradag. Þegar Ijósmyndari Alþýðublaðsins tók þessa mynd af Inga Sigurðssyni, aðstoðarvaktstjóra á Reykjavíkurflugvelli upp úr hádegi í fyrradag, var útlitið dðkkL Atlmga, athuga, at- huga... Faiþegar biðu um allan bæ eftir kallinu, eitthvað um 700 manns. Um sexleytið þennan dag hafði Flugleiðamönnum tekist að koma allflestum farþcgum á áfangastað. Þijár vélar famar til Akureyrar. tvær á Egilsstaði, Húsavík að fara. Enn var ófært á ísafjörð, Horna- tjörð og Eyjar. Þrjár Fokkervélar voru á þönum, sú fjórða náðist ekki út úr flugskýli vegna hliðarvinds á skýlið. „Þelta lcit ekki glæsilega út í morgun, en fór betur en á horfðist", sagði Ingi Sigurðsson. Öðmm veðurhvelli var spáð í gær en minna varð úr honum en á horfðist... þessir veðurspámenn. skíðabrekkur íyrir fjallhressa Islendinga! Sífellt fleirum verður ljós nauðsyn þess að blása nýju lífi í kropp- inn og endurreisa sálina með tilbreytingu og hollri útiveru. Þetta á ekki síst við þegar skammdegið þjarmar að og þorrinn bítur. Eftirspumin í skíðaferðir Samvinnuferða - Landsýnar eykst ár frá ári og er vissara að hafa tímann fyrir sér og gera nauðsynlegar ráðstafanir áður en skammdegið skellur á af fullum þunga! : FLACHAU er einn af Austumsku dölunum þremur. Þar er mjög gott skíðasvæði, margar lyftur af mörgum gerðum og fjölbreyttar göngubrautir. HINTERGLEMM er eitt besta og vinsælasta skíðasvæðið f Austurríki. Þar voru Vetrarólympíuieikamir 1990 haldnir. SAALFELPEN og MARIA ALM em falleg, samliggjandi skíðaþorp í Salzburgerlandi. Linda Steinþórsdóttir skíðakennari er okkar kona í Austurríki. 54800 kr. á mamL Dæmi um staðgreiðslu- verð til Austurríkis: Innifalið: Flug, gisting í tvíbýli f viku, morgunverður, akstur til og frá flugvelli erlendis og flugvallarskattur. Verð miðast við gengi 11. nóv.’93. Einstaklingsferðir, íslensk fararstjóm. Báðir þessir amerísku staðir fá bestu einkunn sem skfðasvæði á heimsmælikvarða. FLUGLEIÐIR verði fyrir Samviiwulerúir-laiidsýii Reykjavik: Auslurstræti 12 • S. 91 - 69 10 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 69 10 70 • Simbréf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 • Hótel Söflu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Simbréf 91 - 62 24 60 Hafnarfjörtur Reykjavikurvegur 72 • S. 91 - 5 11 55 Keflavik: Hafnargótu 35 • S. 92 -13 400 • Simbréf 92 -13 490 Akranes: Breiðargótu 1 • S. 93 -1 33 86 • Símbréf 93 -1 11 95 Akwefri: Ráðhústorgi 1 • S. 96 - 27200 • Simbréf 96 -1 10 35 VeslmaaMeyjar Vestmannabraut 38 • S. 98 -1 12 71 • Simbréf 98 -1 27 92 HVlTA HÚSIÐ / SÍA

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.