Alþýðublaðið - 26.11.1993, Side 1

Alþýðublaðið - 26.11.1993, Side 1
Meirihluti kjósenda reiðubúinn aðfella meirihluta íhaldsins í sameiginlegu mótframboði samkvœmt nýrri skoðanakönnun — Engu að síður er... Sameiginlegt framboð blósið af — en vilji tií að ræða samstarf Fulltrúar flokkanna segja fullreynt að ekki náist samkomulag um að sameinast gegn meirihlutanum — Hugmyndir um sameiginlegan málefnagrundvöll fyrir kosninga- baráttuna — Nýr vettvangur og ungt félagshyggjufólk vill sameiginlegan lista „Þessi mjög svo sjarmerandi hug- mynd sem byrjaði með Nýjum ve(t- vangi og síðan vilja Alþýðuilokksins til samciginlegs framboðs til borgar- stjórnarkosninganna hefur verið slegin í hel af smákóngum hinna flokkanna. Flokkarnir vísuðu málaleitan okkar formlega á bug nema Alþýðubandalag- ið sem gaf loðin svör og ég álít að þessi leið sé fullreynd. Það er ákvcðið að bjóða fram A-Iista jafnaðarmanna cn það er ekki þar með sagt að aðrar stjórnmálahreyfingar komi ekki að því framboði," sagði Pétur Jónsson for- maður fulltrúaráðs Alþýðuflokksfélag- anna í Reykjavík í samtali við Alþýðu- blaðið. Þeir fulltrúar Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags, Framsóknarflokks og Kvennalista sem Alþýðublaðið ræddi við í gær voru sammála um að ekki yrði um að ræða sameiginlegt framboð fyrir borg- arstjómarkosningamar. Sú niðurstaða skoðanakönnunar DV að sameiginlegt framboð myndi fella meirihluta sjálfstæð- ismanna breytti engu þar um. Hins vegar virðist vera vilji til að sameinast um mál- efnagrundvöll fyrir kosningamar og að flokkamir nái saman um stjóm borgarinn- ar fengju þeir meirihluta þrátt fyrir sér- framboðin. Fulltrúi Nýs vettvangs krefst hins vegar sameiginlegs framboðs og sömu skoðunar er fulltrúi ungra jafnaðar- manna í Reykjavfk og hópsins sem aug- lýst hefur undir slagorðinu „Ungt fólk krefst árangurs!". Framsóknarflokkur „Ég tel ekki ástæðu til að Framsóknar- flokkurinn breyti afstöðu sinni þrátt fyrir úrslit þessarar skoðanakönnunar. Ég dreg mjög í efa að fólk í stjómmálaflokkunum sé tilbúið til að kjósa sameiginlegan lista þar sem er fólk úr öðrum flokkum. Hins vegar er allt þetta mál mikið umhugsunar- efni,“ sagði Alfreð Þorsteinsson Fram- sóknarflokki. Hann sagði þetta bestu nið- urstöðu sem Framsókn hefði fengið svo löngu fyrir kosningar í skoðanakönnun. „Umræðan um framboðsmálin mun vitaskuld halda áfram og ég held að línur skýrist upp úr áramótum," sagði Alfreð. Alþýðubandalag „Mér sýnist niðurstaða skoðanakönn- unarinnar vera á þann veg að það séu góð- ir möguleikar á að fella íhaldið þótt flokk- amir bjóði fram sér. Það er enda mjög nauðsynlegt að fella meirihlutann því þar em daglega að koma upp ný spillingar- mál. Ég sé ekki að þessi könnun breyti neinu um sérframboð flokkanna. Það hef- ur komið fram að ekki þyki vænlegt að bjóða fram með Alþýðuflokknum og ég tek undir það,“ sagði Guðrún Agústs- dóttir Alþýðubandalagi. Guðrún sagði að þótt minnihlutaflokk- amir byðu fram sameiginlegan lista væri það engin trygging fyrir því að ekki kæmu fram fleiri listar á móti meirihlut- anum, bæði til vinstri og hægri við Al- þýðubandalagið. Hún sagði ennfremur að útkoma Alþýðubandalagsins í könnun- inni væri mjög athyglisverð ekki síst í. ljósi þess að það væri nánast án málgagns og ætti erfitt með að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í fréttum fjölmiðla. En ef allt vinstra fólk næði góðri og trúverð- ugri samvinnu gegn íhaldinu og héldi vel á spöðunum væri góður möguleiki á að fella meirihlutann. ,,Ég er alveg sannfærð um að það yrði ekki vandamál fyrir þessa flokka að búa til góðan málefnasamning að loknum kosningum. Við verðum mun betur undir það búin að taka við stjóm borgarinnar en eftir kosningasigurinn 1978. Þetta góða fylgi núna áður en farið er að raða á list- ana segir sína sögu," sagði Guðrún Ag- ústsdóttir. Kvennalisti „Það virðist ekki vera flötur á sameig- inlegu framboði og þar liggja vandamálin annars staðar en hjá Kvennalistanum. Al- þýðubandalagið vill ekki fara í framboð með Alþýðuflokki og þessir flokkar þyrftu að byija á að gera eitthvað í eigin herbúðum þar sem ýmsir hópar hafa mis- jafnar skoðanir á þessum framboðsmál- um.“ sagði Guðrún Ogmundsdóttir Kvennalista. „Skilaboð kjósenda eru ótvíræð þau að flokkamir myndi sameiginlega stefnu gegn meirihlutanum. Fyrir kosningar verður sameiginlegur málefnagmndvöll- ur að vera til staðar og sameiginlegt borg- arstjóraefni. Annars fer þetta út í veður og vind,“ sagði Guðrún. Nýr vettvangur „Allt tal um að minnihlutaflokkunum takist að fella meirihlutann með sérfram- boðum em óraunhæfir draumar. í Ijómm kosningum af 11 frá 1950 hefur Sjálf- stæðisflokkurinn fengið minna fýlgi en 50% í kosningum en hélt samt meirihluta í þrjú skipti. Þetta er sá vemleiki sem blasir við. Það er hart ef kjósendur sýna meiri skynsemi í þessum málum en full- trúar flokkanna," sagði Kristín Á. Ólafs- dóttir Nýjum vettvangi. Kristín sagði það hafa komið skýrt fram hjá kjósendum í tvígang að þeir vildu sameiginlegt framboð. Hún sagðist ekki trúa því fy rr en hún tæki á þvf að full- trúar minnihlutaflokkanna hefðu ekki áhuga á að ná völdum í borginní. „Mér finnst það með ólíkindum ef full- trúar flokkanna vilja heldur halda áfram að sitja í minnihluta, láta færa álit sitt til bókar og láta fella flestar tillögur sem þeir bera fram. Eini kosturinn til að fella meirihlutann er sameiginlegt framboð og ég vona að fólk taki skoðanir kjósenda al- varlega," sagði Kristín. Ungt félagshyggjufólk Alþýðublaðið hafði samband við Ing- var Sverrisson sem er einn af forsvars- mönnum hóps ungs félagshyggjufólks sem starfað hefur að undanfömu undir slagorðinu: Ungt fólk krefst árangurs! „Þessi skoðanakönnun DV rennir enn traustari stoðum undir þá skoðun okkar að bjóði félagshyggjuöflin sameiginlega fram þá muni borgin verða endurheimtuð úr greipum hins spillta Sjálfstæðisflokks, að öðrum kosti ekki. Annars samþykkti Félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. samkvæmt tillögu minni, ályktun þar sem bent er á hinar nýju forsendur í málefnum sameiginlegs framboðs félagshyggjuafl- anna í Reykjavík - forsendumar em þess- ar tvær skoðanakannanir. Þessi ályktun ungra jafnaðarmanna segir í raun hug minn allan," sagði Ingvar. I ályktun FUJ í Reykjavík segir: „Ný- leg skoðanakönnun sýnir ótvírætt að eini raunhæfi möguleikinn til að fella núver- andi borgarstjómarmeirihluta Sjálfstæð- ismanna er sameiginlegt ffamboð félags- hyggjuaflanna til borgarstjómar Reykja- víkur næsta vor. FUJ f Reykjavík hvetur stjóm fulltrúaráðs jafnaðarmannafélag- anna í Reykjavík til )>ess að freista þess á nýjan leik að ná samstöðu með öðrum fé- Iagshyggjuöflum um framboð. Félag ungra jafnaðannanna í Reykjavík er þreytt á áhrifaleysi jafnaðarmanna um stjóm höfuðborgarinnar." Meirihlutinn tapar ef... Niðurstaða skoðanakönnunar DV sem blaðið birti í gær var á þann veg að sam- eiginlegur listi gegn lista sjálfstæðis- manna fengi 54,5% atkvæða og átta borg- arfulltrúa en sjálfstæðismenn fengju 45,5% atkvæða og sjö fulltrúa. Með sér- framboði flokkanna fengi meirihlutinn 48,5% atkvæða og átta borgarfulltrúa, tapaði tveimur frá sfðustu kosningunt. Kvennalistinn fengi 18,3% og þrjá full- trúa, Alþýðubandalagið 16,2% og tvo fulltrúa, Framsóknarflokkurinn 11,3% og einn fulltrúa og Alþýðuflokkur 5,7% og sömuleiðis einn fulltrúa. Þessi niðurstaða er á sömu lund og í könnun Félagsvísindastofnun Háskólans fyrir skömmu þar sem kom fram að sam- eiginlegur listi næði meirihluta íborginni. Félagfrjálslyndrajafnaðarmanna HVER NÝTUR AUÐLINDA SJÁVAR? - Fundur Félags frjálslyndra jafnaðar- manna á Kornhlöðuloftinu við Banka- strœti í Reykjavík þriðjudagskvöldið 30. nóvember klukkan 20.30. Efling sjávarútvegs alla þessa öld breytti fslensku þjóðfélagi úreinhæfu landbúnaðarskipulagi fyrri tíma í nútímalegt satnfé- lag með einhvcijum bestu lífskjörum sem þekkjast. Til að ræða þessi mál efnir FFJ til fundar um sjávarútvegs- mál. Frummælendur verða fjórir. Fyrstur er ÞRÖSTUR OL- AFSSON og síðan tala þeir ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON umhverfisráðherra, BRYNJÓLFUR BJARNASON fram- kvæmdastjóri og GUNNAR SVAVARSSON iðnrekandi. Fundarstjóri verður ÁGÚST EINARSSON. Allt áhugafólk um íslensk stjómmál er velkontið og kaffigjald er 500 krónur.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.