Alþýðublaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.12.1993, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. desember 1993 FLOKKSSTfiRFIt) J afnaðarmannafélag Eyj afj arðar FUNDUR UMFRAM- BOÐSMÁL Jafnaðarmannafélag Eyjafjarðar boðar til fundar miðvikudaginn 8. desember klukkan 20.30 að Gránufélagsgötu 4, II. hæð. DAGSKRÁ: 1. Ákvörðun tekin um framkvæmd framboðsmála vegna komandi sveitarstjórnarkosninga 1994. 2. Önnur mál. - Stjórnin. ÍSAL, NÁMSTEFNA & SKILABOÐ Stórgjöf fró ÍSAL íslenska Álfélagið hefur fært Háskóla íslands lit- rófsgreini fyrir skammta að gjöf. Verðmæti gjafar- innar skiptir milljónum króna og verður skammtamælirinn notað- ur við kennslu og rann- sóknir við eðlifræðiskor Háskólans. Myndin var tekin þegar Einar H. Guð- mundsson formaður eðlis- fræðiskorar tók við gjöf- inni úr hendi Rannveigar Rist deildarstjóra fram- leiðsludeildar álversins. Alþýðublaðsmynd / Nennl FJÖLMENN NÁMSTEFNA UM NEYÐARVARNIR VEGNA NAUÐGUNAR Um helgina var haldin á Hótel Sögu fjölmenn nám- stefna um „neyðarvamir vegna nauðgunar, fyrstu hjálp og meðferð; hlutverk og ábyrgð þeirra sem sinna neyðarþjón- ustu og síðari stigum málsins". Námstefnustjóri var Guð- rún Agnarsdóttir, umsjónarlæknir neyðarmóttöku vegna nauðgunar á slysadeild Borgarspítalans. Aðalfyrirlesari var danski læknirinn Lisbeth Bang sem unnið hefur í Nor- egi við þessi málefni um nokkurt skeið. Lisbeth var einn aðalskipuleggjari neyðarmóttöku vegna nauðgunar á Læknavaktinni í Osló sem opnuð var árið 1986 og er yfir- læknir hennar nú. A námstefnunni var fjallað ítarlega um fyrstu hjálp og meðferð þeirra sem leita aðstoðar eftir nauðgun eða tilraun til nauðgunar. Skýrt var frá starfshátt- um á neyðarmóttöku vegna nauðgunar á slysadeild Borg- arspítalans. Ennfremur var fjallað um kærur og málsleið- ina í dómskerfinu; Hlutverk og ábyrgð rannsóknarlög- reglu, saksóknara og dómara; Hlutverk og ábyrgð fjöl- miðla. Á meðfylgjandi mynd má sjá hluta af fjölmenninu á Hótel Sögu. Alþýðublaðsmynd/Nenni Stubningur þinn gæti foroab mörgum frá síysi! Heildarverðmæti vinninga 16.854.000, m.a. flaggskipið frá Hynndai og 4 aðrar bifreiðar, vélsleðar, vöruúttektir o.m.fl. Ágœti bifreiðareigandi! Endurskinsborði er einfalt öryggistæki - hjálpið okkur að láta ljós barnanna skína Jjm wt Wf 678 678 kmnur vnwigar Við höfum sent þér happdrœttismiða þar sem fram kemur bílnúmer þitt og hvert bílnúmer hefur sitt ákveðna lukkunúmer. íboði eru 678 vinningar. Þátttaka ogstuðningur þinn getur leitt tilfœkkunar slysa á bömum í umferðinni. Það er vinningurinn sem við sœkjumst öll eftir. Landsátak um velferö bama í umferöinni ÍSLENSKRA SKÁTA BANDALAG LÁTUM LJÓS OKKAR SKÍNA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.